Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. JUNI 1998
13
Ábyrgð vísað út
og suður
„Viöskiptaráöherra telur sig ekki hafa neitt aö óttast og formenn stjórnarflokkanna hafa stutt hann
af undraverðu kappi,“ segir Kristín í grein sinni.
Virk og ábyrg stjórn-
arandstaða gegnir mikil-
vægu hlutverki í lýð-
ræðisþjóðfélagi. Hún er
ekki síður mikilvæg en
valdhafar hverju sinni
vegna þess að hlutverk
hennar er að veita vald-
höfum aðhald í stóru
sem smáu. Og samfélag-
ið á mikið undir því að
stjórnarandstaðan sinni
hlutverki sínu vel og
samviskusamlega.
Drambsfull vörn
Hér á landi er stjóm-
arandstöðunni nokkur
vandi á höndum. Hér
skortir heíð fyrir því að
tekið sé sköralega á mis-
fellum í athöfnum vald-
hafa og hér skortir hefð fyrir því að
valdhafar axli ábyrgð á gjörðum
sínum og undirmanna sinna. Hér
hefjast umsvifalaust ásakanir um
persónulegar hvatir og annarlegar
ástæður að baki harðri gagnrýni og
valdsmenn leggjast í drambsfuOa
vörn.
Víðast annars staðar er öðruvísi
brugðist við. í sumum löndum er
reyndar gagnrýni
bæld niður með
vopnavaldi, en í sið-
menntuðum þjóðfé-
lögum axla menn
ábyrgð á annan hátt
og þurfum við ekki
að leita langt eftir
fyrirmyndum. Þar
segja ráðherrar af
sér ef starfshættir
og embættisfærslur
undirmanna þeirra
reynast ámælis-
verðar eða saknæm-
ar, jafnvel í tilvik-
um þar sem sannað
þykir að þeir hafí
ekki vitað af þeim
heldur treyst við-
komandi í granda-
leysi. Samt axla
þeir þá ábyrgð sem
þeim hafði verið
falin. Stundum
víkja þeir tíma-
bundið meðan mál
era rannsökuð.
- En ekki hér. Hér
er ábyrgð vísað út
og suður.
Ráðherrar
reigja sig
Ekki ég - ekki
benda á mig, segja
ráðherrar og vísa á
undirmenn sem
vísa á aðra undir-
menn og svo koO af
koUi þar til ræst-
ingakonan fer að
velta fyrir sér
hvort hún hafi brugðist. Hér
stökkva menn niður í skotgrafir
eða bíta í skjaldarrendur að vík-
ingasið og höggva mann og annan.
Hér tíðkast útúrsnúningurinn að
svo má böl bæta að benda á annað
verra!
Og þannig hafa málin gengið
undanfarna mánuði. Ráðherrar í
ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hafa
Kjallarinn
Kristín
Halldórsdóttir
þingkona Kvennalistans
Yfir litlu varstu trúr
íslenskt samfélag verð-
ur ekki samt eftir liðinn
vetur. Valdhafar þurfa
að stíga niður úr fila-
beinsturni sínum og
átta sig á að kröfur um
siðferði í stóru og smáu
gerast æ háværari.
Yfir litlu varstu trúr,
yfir mikið mun ég setja
þig, segir í helgri bók.
Mörgum væri hoUt að
fara með þau orð með
sjálfum sér á hverjum
degi.
Kristín Halldórsdóttir
hvað eftir annað orðið að sæta
harðri gagnrýni á störf sín og und-
irmanna sinna. TUefnin eru mörg
og misjafnlega skiljanleg öllum al-
menningi sem veit vart sitt rjúk-
andi ráð í þessum gjörningaveðr-
um. Hvar sem lyft er loki blasir
við iðandi maðkaveita. En ráð-
herrar bregða ekki vana sínum.
Þeir reigja sig og telja sig yfir
gagnrýni hafna. Það virðist ekki
einu sinni hafa hvarflað að við-
skiptaráðherra að segja af sér þótt
mál honum tengd séu nú í rann-
sókn hjá ríkissaksóknara.
Reiöir formenn
Stjórnarandstaðan lagði í lok
þings fram tUlögu um skipun sér-
stakrar nefndar í samræmi við
ákvæði í stjómarskrá til að fjalla
um málefni Landsbankans og
tengdra fyrirtækja og ekki síst um
samskipti viðskiptaráðherra við
Alþingi. Eftir vandaða umfjöllun
kæmi fram skýrsla um öU efnisat-
riði þess. Það hefði verið Alþingi
tU sóma og í samræmi við eftirlits-
hlutverk þess að
taka þannig á
málinu.
Viðskiptaráð-
herra telur sig
ekki hafa neitt að
óttast og formenn
stjómarflokk-
anna hafa stutt
hann af undra-
verðu kappi. Þeir
urðu sér raunar
til skammar í
umræðum um tiUöguna. Annar
hagaði sér eins og skólastrákur í
ræðukeppni og hinn missti stjórn
á sér. Þeim leið greinUega ekki
vel.
Þeir hefðu átt að fagna vandaðri
umfjöUun í þingkjörinni nefnd
sem m.a.s. hefði að meirihluta ver-
iö skipuð þeirra fuUtrúum. En
meirihluti Alþingis hafnaði þess-
ari leið. Stjórnarand-
staðan má ekki líta með
þeim undir lokið.
„Ekki ég - ekki benda á mig,
segja ráðherrar og vísa á undir■
menn sem vísa á aðra undirmenn
og svo koll af kolli þar til ræsting-
konan fer að velta fyrir sér hvort
hún hafi brugðist.u
Listahátíð
Það má segja að setning Listahá-
tíðar í Reykjavík hafi verið fyndið
flopp. Lognið við Reykjavíkurhöfn
umræddan dagpart var þvUíkt að
kínversku flugdrekarnir náðust
ekki á loft utan sá eini sem sveif
yfir Faxaskála í þrjár mínútur.
Það var stutt gaman fyrir þá sem
höfðu lagt á sig langt ferðalag.
Blíðan kom sér þó vel meðan þjóð-
höfðingjar íslands og Danmerkur
gengu með fylgdarliði frá guUi
sleginni lystisnekkju drottningar
að Hafnarhúsinu til þess að vera
viðstaddir opnun hins nýja
Errósafns.
En jafnskjótt og höfðingjamir
hurfu sjónum inn í listaportið
hellti rigningin sér yfir hina
óbreyttu utan gátta. Þar skoluðust
burt krítarverk barnanna á
bryggjunni sem þau voru nýbúin
að skapa í tilefni dagsins.
Nokkur ungmenni á listabraut
gerðu tilraun tU þess að hlaupa
undir halaprúðum brúðudreka frá
Austurlöndum en þegar enn herti
rigninguna forðaði drekinn sér í
hús. Þar hímdu afrískir stultu-
göngumenn og biðu færis að sýna
listir sinar á göt-
um úti en regnið
snerist upp í
haglél og lista-
fólkið úr hita-
beltislöndunum
neitaði staðfast-
lega að útsetja
sig fyrir íslenskt
vorveður. Sýn-
ing þess var
skotin í kaf af
snjókúlum him-
insins. Mannfjöldinn lagði á flótta
og fyUti nærliggjandi kafFihús eða
kom sér bara heim. Borgarstjóri
skellti upp úr.
Listir undir þaki
Eftir að atriðin voru komin und-
ir þak fór þó flest að ganga sam-
kvæmt áætlun og hátíöin reyndist
innhaldsrík og fjölbreytt og skilur
eftir gott bragð í munni. Þetta var
Listahátíð sem opnaði sýn inn í
fjarlæga menningar-
heima og kima
mannlífsins sem
ekki eru aUa jafna
til umfjöllunar.
Þannig var t.d. um
óviðjafnanlega leik-
sýningu Unga Klara-
leikhússins frá
Stokkhólmi á Hinu
nýja lífi Irinu,
þroskaheftu
stúlkunnar sem tjáir
svo skemmtUega ást-
ardrauma sína og
sinna líka. Og
sirkusinn hennar
Victoríu Chaplin,
Hringurinn ósýni-
legi, verður víst öU-
um ógleymanlegur
sem hann sáu, sömu-
leiðis rödd Galínu
Gorchakovu sem tekur í nefið eins
og Guðmundur okkar Jónsson tU
að auka sér sönggleði.
Listin utan húss og lönó
Þannig mun hver og einn geyma
í minni sér það sem helst hreif
hann af stökum listviðburðum. ís-
lenskir listamenn sem fengu tæk-
ifæri til að vinna með erlendum
koUegum og börnin sem tóku þátt
í listasmiðjunum horfa
á eftir samverkamönn-
um sínum og leiðbein-
endum með söknuði.
En það sem verður eft-
ir er mest um vert.
Hvatinn sem býr í
hverrri Listahátíð tU
áframhaldandi ný-
sköpunar á öUum svið-
um og sú aukna lífs-
nautn sem fylgir því
að mega næstu mán-
uði og ár mæta afurð-
um og afsprengjum há-
tíðarinnar á fömum
vegi í borgarlandinu.
Strandlengjan er öll-
um opin. Þar hefur
Myndhöggvarafélagið
komið upp ævintýra-
lega skemmtUegri sýn-
ingu sem enginn borg-
arbúi eða gestur þarf að láta fram
hjá sér fara, bara vara sig á flug-
vélunum. Og svo er Iðnó endur-
fætt. Eftir að Brúna bólan, sem
klauf ásýnd hússins í tvennt, var
fjarlægð, nýtur fegurð þess sín til
fuUnustu jafnt að utan sem innan.
Iðnó er listaverk í sjálfu sér. Þar
hafa skapast skilyrði fyrir stand-
andi litla Listahátíð.
Steinunn Jóhannesdóttir
„íslenskir listamenn sem fengu
tækifæri til að vinna með erlend-
uin kollegum og börnin sem tóku
þátt í listasmiðjunum horfa á eft-
ir samverkamönnum sínum og
leiðbeinendum með söknuði.“
Kjallarinn
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
Með og
á móti
Var knattspyrnukonum
sýnd vanvirðing með lokun
Laugardalsvallar fyrir
landsleikinn við Spán?
Vanvirða við
stúlkurnar
„Laugardals-
völlurinn er
þjóðarleikvang-
ur íslendinga.
Hann hlýtur að
vera vettvang-
ur fyrir A-
landslið íslands
og þar eiga þau
að leika og
hvergi annars
staðar. Það
hlýtur að vera
ætlast til þess
að þeir sem hafa fengið þessi
mannvirki tU umsjónar og rekstr-
ar hagi notkun vaUarins þannig
að hann sé tUtækur þegar mikU-
vægir landsleikir fara fram. Þá
geri ég engan greinarmun á því
hvort það er A-landslið karla eða
kvenna sem um ræðir. Þessi skoð-
un mín hefur ekkert með það að
gera að leikvöUurinn i Kópavogi er
mjög góður og umræddur leikur
fór fram við góöar aðstæður. Það
skiptir ekki máli i þessu sam-
bandi. Umgjörð leikja heftu- mikil
áhrif á ffamgang þeirra. ÖU um-
fjöUun í fjölmiðlum eða fréttum
eykur sjálfstraust leikmanna og
skapar betri liðsheild. Mér flnnst
því að stúlkunum hafi verið sýnd
vanvirða auk þess að leikurinn var
ekkert auglýstur. Á sama tíma og
landsleikurinn fór fram voru 1000
stelpur að keppa á pæjumóti í Eyj-
um og þær og þeirra aðstandendur
gera kröfur á sérsamböndin og fé-
lögin um að þessu verði breytt. Ég
vona að mín rödd holi steininn en
ég vU trúa því að það sé aðeins
tímaspursmál hvenær jafnréttið
verður í reynd.“
Erling Ásgeirsson
er formaöur bæjar-
ráös Garöabæjar
og virkur félags-
maöur Stjörnunnar.
Sómi að spila
í Kópavogi
„Frá mínum
bæjardyrum
séð finnst mér
kvennaknatt-
spyrnu og
landsliðskonum
ekki hafa verið
sýnd vanvirð-
ing með tU-
færslu á leikn-
Þvert
Jóhann G. Kristins-
son, vallarstjóri
Laugardalsvallar.
um. Pvert a
móti er þeim sómi að að spUa á
KópavogsveUi. Kópavogur er
vagga íslenskrar kvennaknatt-
spyniu og ég held aö fyrsti kvenna-
leikurinn haft einmitt verið spilað-
ur þar. Ég tel aö þar sé glæsilegur
vöUur og glæsUeg umgjörð og ekk-
ert síðra I sjálfu sér að spila þar.
Margir vilja oft bera saman karla-
og kvennalandsliðin og þannig
hefur karlalandsliðið spUað á und-
anfórnum árum úti á landi og ég
tel að þeim hafi ekki verið sýnd
vanvirðing með að spila þar. Þess-
um stööum þykir mjög vænt um að
fá leiki og í Kópavoginum þótti
þeim mjög gott að fá þennan leik.
VaUaraðstæður leyfðu ekki meira
álag og því varð að hvíla vöUinn.
Vandamálið er að það þurfti að
byrja snemma á vellinum því Val-
bjamarvöUur var ekki klár í vor.
LaugardalsvöUur þurfti hvíld til að
hann myndi ekki eyðileggjast en
stelpurnar eru síðan velkomnar
eins og karlarnir um leið og vöUur-
inn er kominn í lag.“ -ÓÓJ
Kjallarahöfundar
Athygli kjaUarahöfunda er vakin
á því að ekki er tekið við greinum
í blaðið nema þær berist á staf-
rænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á
Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is