Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
Fréttir__________________________________
Bjarni Tryggvason geimfari kom til landsins i morgun ásamt fjölskyldu:
Ræturnar á íslandi
- sagði Bjarni sem yfirgaf ísland fyrir 40 árum
„Það er virkilega gott að vera kom-
inn aftur til íslands eftir 40 ár i burtu.
Ég var ekki nema 7 ára þegar ég yfir-
gaf Island en nú er ég kominn aftur. Ég
lít á mig bæði sem íslending og
Kanadamann en rætumar eru án vafa
á íslandi," segir Bjami Tryggvason,
fyrsti íslenski geimfarinn, í samtali við
DV við komuna til íslands i morgun.
Bjami lenti ásamt fjölskyldu sinni
á Keflavíkurflugvelli á áttunda tím-
anum í morgun. Með Bjama í for
vom eiginkonan, Lilyanna Zmijak, og
böm þeirra, Michael, 12 ára, og
Lauren, 9 ára. Bjami er hér í boði for-
seta íslands og mun dvelja hér á landi
í 10 daga.
Hlakkartil 17. júní
„Ég mun verða viðstaddur 17. júní
hátíðarhöldin og ég hlakka mjög til
þess. Ég fór með 10 íslenska fána út í
geiminn og er með nokkra þeirra
með mér. Ég ætla að gefa háskólan-
um og íslensku þjóðinni fánana til
varðveislu. Ég er líka ákveðinn í að
ferðast um landið og skoða mig um.
Ég á marga ættingja hér á landi. Ég
stefhi meðal annars að því að fara til
ísaijarðar en móðir mín er þaðan. Ég
ætla líka að heimsækja Norðurland.
Bjarni Tryggvason kom til landsins á áttunda tímanum í morgun ásamt fjölskyldu sinni. Hér er Bjarni á Keflavíkur-
flugvelli ásamt konu sinni, Lilyanna Zmijak, og börnum þeirra, Michael og Lauren. DV-mynd BG
Ég mun að sjálfsögðu skoða mig vel
um í Reykjavík en þar bjó ég til sjö
ára aldurs. Ég er ekki nógu góður í
íslenskunni. Þegar hún er töluð við
mig rifjast margt upp fyrir mér. Ég
skil allavega sumt, en annaö ekki. Ég
hefði viljað læra hana betur en það
er búiö að vera svo mikið að gera hjá
mér undanfarið," segir Bjami.
Hann mun halda tvo fyrirlestra í
Háskólanum næstkomandi flmmtu-
dag.
„Annar fyrirlesturinn fjallar um
geimvísindi en hinn um ferð mína út
í geiminn. Seinni fyrirlesturinn verð-
ur svona á léttari nótum. Ég vona aö
fólk hafi gaman af. Annars tel ég
verulegar líkur á því að ég fari aftur
út í geiminn á næstu 2 til 4 árum.
Þegar ég fer aftur út mun ég hitta
aðra geimfara og geimvísindamenn
og þá verður farið yfir málin og hver
stefnan er á næstu árum,“ segir
Bjami. -RR
Þurrkur
tefur
sprettu
DV, Skagafirði:
Þurrkatíð, sem staðið hefur
samfleytt frá því nokkru fyrir
hvítasunnu, er nú farin að hafa
veruleg áhrif á sprettu í Skaga-
firði, jafnt á túnum og í úthög-
um. Spretta á ræktuðu landi er
orðin afar hæg þrátt fyrir ágæt-
an hita yfir daginn. Sama má
segja um úthagann en þar
sprettur mun hægar en eðlilegt
getur talist og veröur það til
þess að i einhverjum tilfellum
seinkar því aö fé verði flutt í af-
réttir.
Þetta er með allra lengstu
staðviðraköflum sem komiö
hafa því veður er mjög svipað
frá degi til dags, norðankaldi og
léttskýjað og svo fer hitastig nið-
ur undir frostmark um nætur.
En þótt flestir séu farnir að von-
ast eftir breytingu með ærlegri
rigningu var veðráttan í maí
með allra hagstæðasta móti fyr-
ir sauðfjárbændur og létti þeim
verulega vinnuna á þeim mikla
annatíma. -Ö.Þ.
Ákæruvaldið tapaði máli í gær þar sem ákært var fyrir að skýra rangt frá:
Franklín Steiner og fé-
lagi hans sýknaðir
íslensk löggjöf er það óskýr að ekki
er hægt að dæma fólk fyrir að greina
rangt frá fyrir dómi. Þetta var ein af
niðurstöðunum sem gefnar eru upp í
sýknudómi sem kveðinn var upp í
máh ákæruvaldsins gegn félaga
Franklíns Steiners og Franklín sjálf-
um í gær.
Telja verður að maðurinn hafi án
þess að fá refsingu mátt bera rangt
um atvik sem lutu að meintri refsi-
verðri hegðun hans, segir m.a. í dóm-
inum.
Málið var höfðað gegn félaga
Franklíns aðallega en einnig gegn
Franklín sem hlutdeildarmanni eftir
að ákæruvaldið taldí þá hafa borið
rangt fyrir dómi í fikniefhamáli sem
höfðað var gegn Franklín. Hann var
dæmdur í málinu og situr nú inni fyr-
ir fikniefnabrot.
Á meðan réttarhöld fóru fram í
fíkniefnamálinu óskaði Franklín eftir
aö félagi hans bæri vitni. Á það var
fallist og „tók“ félaginn þá að mestu
leyti „á sig sökina". Hann sagðist hafa
átt þau fikniefni sem fundust heima
hjá Franklín. Dómurinn tók ekki mið
Meðal skemmtiatriða á morgun er
komu í Nauthólsvík.
Á morgun halda íslendingar nær
og flær upp á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Eins og fyir verður mikið um að
vera til sjávar og sveita og ekki hvað
síst í Reykjavík. Dagskráin þar hefst
fimm mínútum fyrir tiu með sam-
hljómi kirkjuklukkna en fimm mín-
útum síðan leggur nýkjörinn forseti
Zirkus Zimsen sem verður með uppá-
DV-mynd Teitur
borgarstjómar blómsveig á leiöi Jóns
Sigurðssonar undir heiðursverði
skáta. Síðan rekur hver dagskrárlið-
urinn annan ims dagskránni lýkur
með tónleikum nokkurra vinsælli
hljómsveita landsins á tveimur nýj-
um sviðum, fyrir framan Iðnó og á
Amarhóh. -fin
Franklín Steiner, t.h., gengur út úr húsnæði Héraösdóms Reykjaness í gær - nýbúinn
að fá sýknudóm. Hann afplánar nú dóm á Litla- Hrauni en á ekki von á að fá á sig auka-
refsingu. Franklín verður að líkindum laus úr afplánun snemma á næsta ári.
DV-mynd ÞÖK
af þeim framburði og sakfehdi Frank-
lín. Mennimir vom síðan saksóttir í
sér sakamáli fyrir að greina ranglega
frá fyrir dómi.
Þeir hafa nú báðir verið sýknaðir
og rikið dæmt til að greiða 100 þúsund
króna málsvamarlaun fyrir Franklín,
100 þúsund fyrir félaga hans og 100
þúsund krónur í saksóknaralaun.
í dómi Gunnars Aðalsteinssonar
héraðsdómara kemur ffarn að lagaleg
staða framangreinds vitnis hafi verið
þannig að hún hafi ekki verið refsi-
verð samkvæmt gildandi refsiheim-
ildum. Að því virtu var Franklín
einnig sýknaður fyrir hlutdeUdarbrot.
Eftir að nokkrir hliðstæðir sýknu-
dómar höfðu verið kveðnir upp í Dan-
mörku ákvað löggjafinn að breyta
heimUdum í refsUöggjöfinni. í dag er
það talið skýrt lögbrot þar í landi þegar
vitni greinir rangt frá fyrir dómi. -Ótt
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, heimsóttu
aðra stærstu borg Litháens, Kaunas, á sunnudaginn. Borgarbúar fjölmenntu á Ráðhús-
torgið og hylltu forsetahjónin með orðunum: „Lifi ísland - takk, ísland." Opinberri
heimsókn forsetahjónanna til Eystrasaltslandanna lauk í gær. DV-mynd GTK
Stuttar fréttir i>v
Hefði ekki veitt
Finnur Ingólfs-
son viðskiptaráð-
herra sagði í
kvöldfréttum Rik-
issjónvarpsins að
hann hefði ekki
farið í veiðiferð í
boði leigutaka
Langár eins og Sólon Sigurðsson,
bankastjóri Búnaðarbanka, gerði á
sunnudag.
Fræðimannsíbúð
Sjö fræðimenn hafa fengið afhot
af fræðimannsíbúð Jóns Sigurðs-
sonar í Kaupmannahöfn frá 1.
sept. 1998 til 31. ágúst 1999. Þeir
era: Davíð Þór Björgvinsson, Egg-
ert Þór Bemharösson, Guðmund-
ur Hálfdánarson, Þórunn Sigurð-
ardóttir, Kári Bjamason, Páll
Theódórsson og Sigurður Stein-
dórsson, Bylgjan sagði frá.
Flug aftur eðliiegt
Flug til Noregs er komið i eðli-
legt horf en norsk stjómvöld hafa
stöðvað verkfall flugumferðar-
stjóra með lagasetningu. Skipaður
hefur verið sérstakur sáttasemjari
í deilunni.
Landbúnaður vottaður
Starfshópur landbúnaðarráð-
herra um vistvænt ísland hefúr lagt
til við landbúnaðarráðherra að all-
ar íslenskar landbúnaðarvörur
verði vottaðar. Bylgjan greindi frá.
Vekur grun
Jóhanna Sig-
urðardóttir segir
að sú staðreynd
aö laxveiöiferðir
Sólons Sigurðs-
sonar banka-
stjóra, i Rangá,
hafi verið skráðar
á útibú bankans á Hellu veki grun
um að laxveiðikostnaöur bank-
anna sé meiri en hann hefúr verið
talinn til þessa.
Lýsir stuðningi
I viðræðum sínum við Algirdas
Saudargas, utanríkisráðherra Lit-
háens, lýsti Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra íslands, stuðn-
ingi íslands við inngöngu Litháens
í NATO og ESB.
Vill staðfestingu
Rangar upplýsingar yfirstjómar
Búnaðarbankans um laxveiðiferðir
munu hafa þær afleiðingar að Finn-
ur Ingólfsson viðskiptaráðherra
mun í ffamtíðinni fá staðfestingu
hjá Ríkisendurskoðun áður en
hann veitir Alþingi upplýsingar um
flóknar bókhaldstölur.
Heimsótti lyfjafyrirtæki
Halldór Ás-
grímsson utanrik-
isráðherra heim-
sótti á mánudag
lyfiafrrirtækið
Ilsanta í Litháen
sem íslenskir aöil-
ar eiga meirihluta
í. Þá heimsótti Halldór fyrirtækið
Hnit-Baltic sem er að hluta til í
eigu verkfræðistofunnar Hnits.
Keikó vinsæll
Þaö má líkja áhuga fjölmiðla á
flutningi Keikós hingað til lands
við umstangið sem varð þegar leið-
togafúndur stórveldanna var hald-
inn í Höfða fyrir 12 árum. Stöð tvö
sagði frá.
Sluppu við stuð
Tveir menn sluppu ómeiddfr
þegar bílpallur rakst i raflínu við
Búrfellslínu 3. 66.000 volta spenna
fór í gegnum bílinn.
Bankar neita
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið
að stefha einhverjum banka til að
láta reyna á rétt sinn til að fá upp-
lýsingar hjá bönkunum um
bankainnstæður, vexti og fjár-
magnstekjuskatt hóps skattgreið-
enda sem valdir hafa verið af
handahófi. Bankamir neita að
veita þessar upplýsingar með vís-
an til bankaleyndar. Morgunblaðið
greinir frá þessu. -JP