Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
23
íþróttir
íþróttir
Alan Shearer, fyrirliði enska landsliösins, er hér að skalla knöttinn í net Túnismanna og koma sínum mönnum í 1-0.
Þetta var 19. mark Shearers fyrir Englendinga í 40 landsleikjum. Símamynd Reuter
Glæsimark frá Scholes
- innsiglaöi sigur Englendinga á Túnismönnum
Andoni Zubizarreta muna halda
stöðu sinni í marki Spánverja í leikn-
um gegn Paragvæ á fóstudaginn, seg-
ir Javier Clemente, þjálfari Spánverj-
anna.
Zubizaretta gerði hræðileg mistök í
leiknum gegn Nígeríu og skoraði
nánast sjálfsmark þegar Nígeríu-
mennimir jöfnuðu metin i 2-2.
Spœnskir Jjölmidlar gerðu mikið
háð að þessum reynda markverði eft-
ir leikinn og sögðu að Clemente ætti
ekki önnur ráð en að taka hann út úr
liðinu. Clemente segir að spænskir
blaðamenn hafi farið yfir strikið í
gangrýni sinni á Zubizaretta og hann
ætti það alls ekki skilið.
Englendingum veröur ekki vísað úr
keppninni þrátt fyrir að stuönings-
menn enska landsliðsins hafi látið
öllum illum látum í Marseille, sagði
talsmaður Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins i gær.
Robert Prosinecki, hinn snjalli
miðjumaður Króata, varð fyrsti leik-
maðurinn i sögu HM til að skora fyr-
ir tvær þjóðir i úrslitakeppni HM. í
keppninni árið 1990 skoraði hann fyr-
ir landslið Júgóslava.
Sidi Mohammed, krónprins í
Marokkó, kemur til Frakklands í dag
og ætlar að fylgjast með sínum mönn-
um i viðureigninni gegn Brasiliu.
Hann mun dvelja i tvo sólarhringa í
Frakklandi og ætlar að hitta forseta
Frakkiands, Jacques Chirac, og for-
sætisráðherrann, Lionel Jospin.
Dennis Bergkamp verður í byrjun-
arliði Hollendinga í leiknum gegn S-
Kóeru á laugardaginn þrátt fyrir að
hann hafi verið frá keppni í 6 vikur
vegna meiðsla. Bergkamp kom inn á
í leiknum gegn Belgum en komst lít-
iö í takt við leikinn. Bergkamp tekur
sæti Patricks Kluivert sem fékk
tveggja leikja bann í kjölfar rauða
spjaldsins gegn Belgum. -GH
É>G - RIÐIU.
England-Túnis 2-0
Mánudagur 15. júní, 1998,
Marseille.
1- 0 Alan Shearer (42.)
2- 0 Paul Scholes (89.)
Lið Englands: Seaman
Southgate, Adams, Campbell -
Anderton, Batty, Ince, Schoels,
Lau Saux - Sheringiham (Owen
85.), Shearer.
Lið Túnis: Quaer - Trabelsi
(Thabet 79.), Badra, Boukadia,
Trabelsi - Clayton, Chihi, Sou-
ayah (Beya 46.), Ghodbane -
Slimane (Younes 65.), Sellimi.
Dómari: Masayoshi Okada frá
Japan.
Áhorfendur: 54.587.
Rúmenía-Kóiumbía
Mánudagur 13. júní. Lyon.
1-0 Adrian nie (45.)
Lið Rúmeniu: Stelea - Petr-
escu, Popescu, Cibotariu, Fil-
ipescu - Muntenau, Hagi (Mar-
inescu 77.), Galca, Popescu
(Stanga 69.)- Ilie, Moldovan
(Niculescu 85.).
Lið Kólumbíu: Modragon -
Santa, Bermudez, Palaciois,
Cabrera - Lozano, Sema, Vald-
errama, Rincon - Aristizabal
(Valencia 46.), AspriUa (Preciado
85.).
Dómari: An Yan Kee Chong
• frá Máritíu.
Áhorfendur: 37.572.
Englendingar þurftu engan stór-
leik til að leggja frekar slakt lið Tún-
ismanna að velli í fyrsta leik sínum á
heimsmeistaramótinu. í frekar til-
þrifalitlum leik unnu Englendingar
2-0 sigur með mörkum frá Alan She-
arer og Paul Scholes. Túnismenn
náðu sjaldan að ógna marki Englend-
inga sem gátu þó ekki fagnað sigri
fyrr en undir lok leiksins þegar besti
leikmaður vallarins, Paul Scholes,
skoraði annað markið á glæsilegan
hátt.
Áttum aö skora meira
„Ég get ekki verið annað en sáttur
við þessa byrjun okkar. Það er alltaf
erfitt að spila fyrsta leikinn í svona
stórkeppni en ég held að strákarnir
hafi staðist prófið og þeir sýndu góð-
an karakter. Við áttum alla mögu-
leika á að skora 3-4 mörk í leiknum
en byrjunin lofar svo sannarlega góð-
ur fyrir liðið,“ sagði Glen Hoddle,
þjálfari enska liðsins, eftir leikinn.
Glæsilegt mark frá Rúmenanum
Adrian Ilie reyndist verða sigur-
markið gegn Kólumbíu í leik þjóð-
anna í opnunarleik G-riðils á heims-
meistaramótinu i gær.
„Mínir menn léku undir getu. Lið-
ið var lengst af taugaveiklað en í
síðari hálfleik gekk okkur betur að
skapa tækifæri en allt kom fyrir
ekki. Á eðlilegum degi hefðu úrslit-
in orðið á annan veg. Það er alveg
Hoddle var mjög ánægður með
frammistöðu Paul Scholes í leikn-
um og sagði að markið sem hann
skoraði hefði verið gull af marki.
Ekki nógu beittir
„Þessi leikur var í jafnvægi lengi
framan af og við veittum Englend-
ingum svo sannarlega harða
keppni. Við náðum oft upp góðum
sóknum í seinni hálfleik en vorum
ekki nógu beittur uppi við markið,"
sagði Henry Kasperczak, þjálfari
Túnismanna, eftir leikinn.
Markvöður Túninsmanna,
Chokri El-Ouaer, átti stórleik á
milli stanganna og bjargaði sínum
mönnum frá stærra tapi.
„Englendingar eru með eitt af
sterkustu liðunum í keppninni og
eitt af þeim liðum sem eru sigur-
strangleg í keppninni. Þeir unnu
þennan leik á reynslunni," sagði
Ouaer eftir leikinn.
ljóst að við verðum að gera betur en
þetta í næsta leik. Eitt er víst að við
höfum styrkinn til þess,“ sagði
Hernan Gomez, þjálfari Kólumbíu.
Það var annað hljóð í strokknum
hjá Anghel Iordanescu, þjálfara
Rúmena, sem var í sjöunda himni.
„Liðið lék stórkostlega í fyrri hálf-
leik og markið hjá Ilie var glæsilegt.
-JKS
Léttir af okkur pressunni
„Þetta var frábært og.þessi sigur
ætti að létta pressunni af okkur. Ég
var auðvitað ánægður að skora
markið en ég var enn ánægðari þeg-
ar dómarinn flautaði leikinn af.
Þetta var góður sigur og nú er bara
að halda áfram á sömu braut," sagði
Alan Shearer, fyrirliöi Englendinga,
eftir leikinn.
Gat varla beðið eftir því að
byrja
Hinn 23 ára gamli rauðhærði
Scholes var að vonum ánægður með
sigurinn.
„Ég er auðvitað himinlifandi og
mjög ánægður að hafa fengið tæki-
færi í byrjunarliðinu. Ég fékk að
vita það kvöldið fyrir leikinn að ég
ætti að byrja og ég gat varla beðið
eftir því að hefja leikinn. Nú er bara
að halda stöðu sinni í liðinu og von-
andi skora fleiri mörk,“ sagði
Scholes eftir leikinn. -GH
FRANCE 93
C O U PE D U M O A/ D E
Toni Polster, markaskorari Austur-
ríkismanna í leiknum gegn Kamerún,
jafnar austurríska landsleikjametið
þegar Austurríki leikur gegn Chile á
morgun. Hann leikur þá sinn 93.
landsleik og jafnar met Gerhard
Hanappi sem náöi þessum áfanga
árið 1950.
Polster lék sinn fyrsta landsleik fyrir
16 árum en hann var þá 18 ára gam-
ail. Fyrsti leikurinn var gegn Tyrkj-
um og i þessum 92 landsleikjum hef-
ur hann skoraö 43 mörk.
Alan Shearer skoraði 19. mark sitt í
40 landsleikjum þegar hann skoraði
fyrra mark Englendinga gegn Tún-
ismönnum i gær. Shearer er í 3. sæti
hjá veðbönkum yflr þá leikmenn sem
eru líklegastir til að verða marka-
kóngar keppninnar. í fyrsta sæti er
Ronaldo og i öðru sæti er Batistuta.
Egil Olsen, þjálfari norska landsliðs-
ins, ætlar að gera þrjár breytingar á
liði sínu fyrir leikinn gegn Skotum í
kvöld. Roar Strand, Stale Solbakken
og Vidar Rieseth koma inn í liðið
fyrir Ole Gunnar Solskjær, Öyvind
Leonhardsen, Eirik Mykland.
Graig Broum, þjálfari Skota, sagðist
ekki mundu tilkynna lið sitt fyrr en
90 mínútum fyrir leikinn.
Marco Salas, einn besti leikmaður
Chile, tognaði á æfingu í gær og verð-
ur látinn hvíla fyrir leikinn gegn
Austurriki annað kvöld.
-GH/JKS
Keppnin fer vel af stað
„Þetta er 5. heimsmeistarakeppnin sem ég fylgist með og þetta er í
fyrsta skiptið sem ég get ekki sagt til um það hver verður heimsmeist-
ari, í vona og bið fyrir því að það verði Brasilía en það verður mjög
erfitt. Knattspyrnan í heiminum er alltaf aö jafnast og í dag standa Afr-
íkuþjóðimar jafnfætis þjóðunum frá S-Ameríku og Evrópu," sagði Bras-
ilíumaöurinn Pele við fréttamenn í París í gær.
,í síöustu tveimur keppnum hafa bestu leikmennirnir
verið varnarmenn en í dag sýnist mér það vera fram-
herjarnir. Það ætti aö gera keppnina meira spenn-
andi. Mér hefur fundist keppnin fara vel af stað og
betur en oftast áður. Liðin leggja meira upp úr því
að vinna og það gerir leikina skemmtilega. Það
eru aðeins Belgíumenn sem hafa spilað upp á
jafntefli en þeir drógu allt lið sitt til baka í leikn-
um gegn Hollendingum," segir Pele.
Pele hrósar landa sínum Ronaldo í hástert og
segir hann vera besta leikmann heims. „Hann gæti
hins vegar átt í vandræöum í þessari keppni enda er hann
nánast í gjörgæslu hjá öllum varnarmönnum. Það var slæmt fyrir
Ronaldo að missa Romario út úr liöinu enda náðu þeir einstaklega vel
saman. Romario á hins vegar viö nokkur vandamál aö stríða og þá aðal-
lega í höfðinu. Hann vill spila á bekknum og skemmta sér og hann hef-
ur ekki rétt hugarfar í þetta," segir Pele. -GH
Lékum undir getu
- Rúmenar skelltu Kólumbíumönnum
Þjóðverjar sterkir
- eru til alls vísir eftir öruggan sigur á Bandaríkjamönnum
Þjóðverjar léku eins og þeir sem
valdið hafa þegar þeir mættu
Bandaríkjamönnum í París í F-riðli í
gærkvöld. Þegar á heildina er litið
voru Þjóðverjar betri á flestum sviðum
en Bandaríkjamenn sýndu þó að þeir
geta á góðum degi velgt hvaða liði sem
er undir uggum. Liði þeirra mun ef-
laust vaxa ásmegin með hverri raum i
keppninni. Þjóðverjar sigruðu í leikn-
um, 2-0, og voru mörkin skoruð sitt í
hvorum hálfleiknum.
Frábær samvinna þeirra Andy Möll-
er og Júrgens Klinsmann skóp fyrsta
mark Þjóðverja í leiknum. Klinsmann
skallaði til Möllers í teignum en hann
skallaði síðan boltanum í stöngina og
inn. Sérlega vel aö þessu marki staðið.
Eftir markið fóru Þjóðverjar sér að
engu óðslega og réðu samt gangi leiks-
ins.
Bandaríkjamenn áttu sína spretti og
þá alveg sérstaklega í síðari hálfleik.
Þeir ógnuðu marki Þjóðverja aö
minnsta kosti þrisvar sinnum en Andr-
eas Köpke, markvörður Þjóðverja, var
ávallt á réttum stað. Þjóðverjar ráku
smiðshöggið þegar Júrgen Klinsmann
gerði síðara markið og var aðdragand-
inn að því ekki síðri en að fyrra mark-
inu. Oliver Bierhoff átti góðan send-
ingu fyrir markið, Klinsmann tók við
henni og lagði boltann í bláhomið. Það
sem eftir lifði leiksins reyndu
Bandaríkjamenn að klóra í bakkann en
allt kom fyrir ekki.
Þjóðverjar unnu skylduverk sitt með
sóma og má vera ljóst að þeir fara upp
úr þessum riðli ásamt Júgóslövum. Of
snemmt er kannski að fullyrða nokkuð
um þessa hluti en þetta virðist samt
vera sýnin eftir fyrstu leikina í riðlin-
um.
Klinsmann hefur engu gleymt
Fyrir keppnina voru efasemdir með-
al manna hvort Júrgen Klinsmann
væri nógu sterkur til að nota í fremstu
víglínu. í gærkvöldi aö minnsta kosti
sannaði kappinn að hann hefur engu
gleymt og er gulls ígildi. Þýska liðið er
eins og vel smurð vél en nokkuð til ára
sinna komið. Reynsla sem leikmenn
liðsins búa yfir á eftir að vega þungt
þegar upp verður staðið.
Berti Vogts, þjálfari þýska landsliðs-
ins, sagðist á blaðamannafundi eftir
leikinn vera að vonum mjög ánægður
með sigurinn og byrjunin væri góð.
Fyrir mestu að vinna leikinn
„Liðið lék að mínu mati á stundum
ekki vel og það býr miklu meira í því.
Það var samt fyrir mestu að vinna leik-
inn og fá þau þrjú stig sem í boði voru.
Við eigum eftir að koma sterkari í
næsta leik en fyrsti leikurinn á heims-
meistaramóti er alltaf erfiður. Banda-
ríkjamenn sýndu með frammistöðu
sinni að þeir eru í framfór," sagði
Vogts. Hann sagði enn fremur að
Thomas Hessler hefði farið meiddur af
leikvelli undir lokin og vonaði að
meiðslin væru ekki alvarleg eðlis.
„Við lékum afleitlega í fyrri hálfleik
en leikurinn batnaði til muna í þeim
síðari. Við stóðum þeim fyllilega á
sporði þá,“ sagði Steve Sampson,
þjálfari bandaríska liðsins.
-JKS
&MIIBILL
Þýskaland-Bandaríkin 2-0
Mánudagur 15. júní 1998, París.
1- 0 Andreas Möller (9.)
2- 0 Júrgen Klinsmann (66.)
Lið Þvskalands: Köpke - Wörns,
Köhler, Thon, Reuter (Ziege 69.),
Heinrich, Möller (Babbel 90.), Hassler
(Hamann 50.), Jeremies, Klinsmann,
Bierhoff.
Lið Bandarikianna: Keller - Pope,
Regis, Burns (Hedjuk 46.), Dooley,
Stewart, Jones, Deering (Ramos 70.),
Maisonneuve, Reyna, Wynalda
(Wegerle 64.).
Dómari: Said Belqola, Marokkó.
Áhorfendur: 49.000.
Lothar Matthaus kom ekki inn á hjá
Þjóðverjum i leiknum. Hann á að baki
122 landsleiki en bæti hann einum við
verður hann leikjahæsti leikmaöur
landsliðsins frá upphafi.
-JKS
wgm
Júrgen Klinsmann innsiglaöi sigur Þjóöverja í leiknum gegn Bandaríkjamönnum í gær þegar hann skoraöi annaö markiö í leiknum. Klinsmann átti einnig heiöurinn
af fyrra markinu þegar hann skallaöi boltann fyrir Andreas Möller. Hér er Klinsmann aö gefa aödáanda sínum eiginhandaráritun fyrir leikinn gegn Bandaríkjamönnum
I París í gær. Símamynd Reuter
3 mörk á 4 mínútum
- og HK sneri tapi í
0-1 Sumarliði Árnason (24.)
0-2 Þrándur Sigurðsson (26.)
1- 2 Mikael Nikulásson (86. víti)
2- 2 ívar Jónsson (89.)
3- 3 Steindór Elison (90.)
Það er sagt að leikurinn sé ekki bú-
inn fyrr en dómarinn flautar af og það
sannaöist í gær þegar HK skoraði 3
mörk á síðustu fjórum mínútum leiks
þeirra við Víkinga og tryggði sér sinn
fyrsta sigur í sumar. Víkingar, sem
voru taplausir fyrir þennan leik, höfðu
yfirburði hinar 86 mínútur leiksins og
í dauðafærunum fóru leikar 16-3 fyrir
þá. Víkingar fengu 12 af færunum í
fyrri hálfleik gegn ctfar slöku HK-liði.
Þeir duttu síðan niður á sama plan og
sigur í lok leiksins
HK-liðið, misstu einbeitingu og áhuga
fyrir leiknum með fyrrgreindum af-
leiðingum. Amar Hrafn Jóhannsson
Vikingur fékk meðal annars 11 góð
marktækifæri án þess að ná að skora
sitt fyrsta deildarmark í sumar. Þjálf-
arinn Steindór Elíson reyndist jafn
hættulegur og áður, lagði upp jöfnun-
armarkið og skoraði síðan sigurmark-
ið með afar glæsilegu langskoti.
Nú er hætt við að reyni á getu Vík-
inga sem misstu þama af góðu tæki-
færi til að stinga af í deildinni. HK
sýnir aftur á móti smálífsmark og gæti
farið að snúa við blaðinu.
Maður leiksins: Steindór Elíson,
þjálfari og leikmaður HK. -ÓÓJ
Góður endasprettur hjá KA
1-0 Stemgrímur Eiösson (18.)
1- 1 Hreiöar Bjarnason (85.)
2- 1 Steingrlmur Eiðsson (88.)
3- 1 Glsli Guðmundsson (90.)
KA og Breiðablik áttust við á
Akureyri í 1. deild karla. Leit allt
út fyrir að þetta yrði
skemmtilegur leikur en sú varð
ekki raunin fyrr en undir lokin.
KA var skárri aðilinn í fyrri
hálfleik, sótti mefra og beitti
pressu á Breiðablik. Vörn
Breiðabliks var frekar slök í
leiknum og alltaf fundu KA-menn
gat í vörninni þar sem þeir gátu
skotið á markið en Atli Knútsson,
markmaður Breiðabliks, bjargaði
því sem bjargað varð. GSM-símar
komu að góðum notum í leikhléi
þar sem aðstoðarþjálfarar liðanna
vora báðir í banni og voru þeir
því í fjarskiptasambandi við
klefann. í seinni hálfleik komu
leikmenn Breiðabliks sterkari til
leiks og átti Bjarki Pétursson skot
í slá á 49. mín og svo varði Eggert
Sigmundsson, markmaður KA,
skalla Breiðabliksmanna á
marklinu.
Bjarki Pétursson var svo
rekinn út af með tvö gul spjöld á
87. mínútu og þá fór vörnin hjá
Breiðabliki alveg og fengu þeir tvö
mörk á sig á síðustu 2
mínútunum.
Maður leiksins: Orri
Einarsson, KA.
-JJ
Helgi Kolviösson leikur meö Mainz í þýsku 2. deildinni á næsta tímabili.
Helgi Kolviðsson knattspymumaður, sem leikið hefur með Lustenau í
austurrísku 1. deildinni í knattspymu undanfarin tvö ár, hefur ákveðið
að ganga til liðs við þýska 2. deildar liöið Mainz. Helgi skrifar í vikunni
undir þriggja ára samning við félagið sem hafnaði í 8. sæti í þýsku 2.
deildinni á nýliðnu tímabili.
„Forráðamenn félagsins hringdu í mig um helgina og gerðu mér svo
gott tilboð að ég gat ekki hafnað þvi. Mainz kaupir mig út úr samning-
um hjá Lustenau. Það kostar félagið það mikið að þeir vilja gera við mig
3ja ára samning," sagði Helgi í spjalli við DV í gærkvöld.
„Þjálfari Mainz hefur mikið álit á mér en hann er fyrrum þjálfari hjá
Austria Vín og vildi fá mig þangað þegar hann stjórnaði málum þar.
Þýska 2. deildin er geysisterk. Það er mörg góð lið í deildinni, mikið um
sjónvarpsleiki og ef manni gengur vel þar er allt opið. Hvað viðkemur
knattspyrnunni tel ég að þetta sé upp á við hjá mér. Mér hefur gengið vel
hér í Austurríki og fannst tilvalið að nota sveifluna til að breyta til. Nú
er nýtt lið, nýr þjálfari og ný takmörk sem verður gaman aö glíma við,“
sagði Helgi.
Helgi var einn bestu leikmönnum Lustenau á tímabilinu og til marks
um það var hann útnefndur knattspyrnumaður ársins í vesturhéraði
Austurríkis. Hann er 26 ára gamall og hefur 3 landsleiki að baki. -GH
Tveir enskar fót-
boltabullur voru
dæmdar í þriggja
mánaða fangelsi
fyrir rétti í S-
Frakklandi í gær. Þær fengu
dóminn fyrir óspektir á al-
mannafæri.
Jiirgen Klinsmann, sem verður
34 ára í næsta mánuði, er bjart-
sýnn á gengi þýska liðsins á HM
eftir sigurinn á Bandaríkjunum í
gærkvöld.
-JKS
íþróttir einnig
á bls. 25
. DEILD KARLA
Víkingur 5 4 0 1 9-5 12
Fylkir 5 3 1 1 64 10
Stjarnan 5 2 3 0 4-2 9
Breiðablik 5 3 0 2 7-6 9
Skallagr. 5 2 1 2 10-7 7
KA 5 2 1 2 5-6 7
FH 5 2 0 3 5-6 6
Þór 5 1 1 3 7-7 4
KVA 5 1 1 3 6-7 4
HK 5 1 0 4 6-15 3
Nœsta umferö verður leikin 25. og
26. júní. Þá mætast: Breiðablik-Þór,
V Íkingur-Fylkir, KA-FH, Stjarn-
an-Skallagrímur og KVA-HK.
Fylkismenn klaufar
- brenndu af góöum færum í jafntefli gegn Stjörnunni
Fylkismenn voru klaufar að
vinna ekki Stjömuna á heimavelli
sínum í Árbæ .
Heimamenn fengu fjölda færa til
að skora en tókst ekki að nýta þau.
Stjörnumenn voru yfirspilaðir í
fyrri hálfleik en í seinni hálfleik
komust þeir aðeins inn í leikinn.
Seinni hálfleikur var lengst af
frekar daufur. Fylkismenn fengu
tvö góð marktækifæri en sem fyrr
tókst þeim ekki að nýta þau.
Gestirnir geta þakkað markverði
sínum, Tómasi Ingasyni, fyrir
stigið sem þeir náðu, en hann varði
oft ótrúlega.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis,
var ekki sáttur að leikslokum að
hafa ekki náð að vinna leikinn. Þeir
heföu hleypt gestunum of mikið inn
í leikinn í seinni hálfleik.
Stjörnumenn þurfa að hugsa sinn
gang eftir þenan leik. Það er ekki
góð leið til árangurs að hafa einn
framherja sem á gera allt.
Þess má geta að nokkra
lykilmenn vantaði í bæði lið.
Maður leiksins: Tómas
Ingason, Stjörnunni.
-BB
f