Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1998 íþróttir unglinga Litríkar stúlkur úr Aftureldingu vöktu athygli fyrir skemmtilega tilburöi í knattspyrnunni og einnig fyrir samstööu og jákvæöni. Pepsí-mótið í Vestmannaeyjum: Allir ánægðir - níunda Pepsí-mótið gekk eins og í sögu Úrslit Pepsímótiö í Eyjum 1998 3. Flokkur A Afturelding - ÍBV 1 ... .0-1 ÍBV 2 - Valur ... .0-1 Sigurvegari: Valur 2. sœti: ÍBV 2 3. sœti: IBVI 4. flokkur A FH-Valur ... .0-4 ÍBV-KS . . . .1- 0 Sigurvegari: ÍBV 2. sœti: KS 3. sœti: Valur 4. flokkur B Fylkir - Afturelding . ..2-1 Breiðablik - Stjarnan . . .3 - 1 Sigurvegari: Breióablik 2. sœti: Stjarnan 3. sœti: Fylkir 4. flokkur C Breiöablik - Haukar . . .1 -4 FH - Valur . . .4 - 5 Sigurvegari: Valur 2. sceti: FH 3. sceti: Haukar 5. flokkur A Selfoss - FH ... .0-1 Breiðablik - ÍBV ... .1-0 Sigurvegari: Breiöablik 2. sceti: ÍBV 3. sœtU FH 5. flokkur B Fjölnirl - Fjölnir 2 . . . .3-3 ÍA - Breiðablik ... .0-2 Sigurvegari: Breiöablik 2. saeti: ÍA 3. sœti: Fjölnir 1 og 2 6. flokkur A ÍBV-fA ... .1-0 Breiðablik - Haukar ... .0-1 Sigurvegari: Haukar 2. sœti: Breiðablik 3. sœti: ÍBV 6. flokkur B ÍBV2-1BV3 . . . .3-3 ÍBVl - Breiðablik ... .0-2 Sigurvegari: Breióablik 2. sœti: ÍBVl 2 sœti: ÍBV 2 og 3 Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Pepsí-mótið var haldið í Vest- mannaeyjum um helgina í níunda skiptið og fór það einstaklega vel fram í frábæru veðri. Magnús Amgrímsson starfsmað- ur við mótið var ánægður að mótslokum. „Ailir hafa lýst yfir mjög mikilli ánægju með mótið. Þetta var í einu orði sagt alveg frá- bært,“ sagði Magnús. Hann hefur starfað við mótið undanfarin fjögur ár. „Þetta er alveg gífurleg vinna sem fæstir gera sér grein fyrir,“ sagði Magnús. Hann sagði að allir foreldrar sem eiga böm sem koma eitthvað nálægt íþróttum í Vest- mannaeyjum séu fengnir tO að starfa við mótið. Foreldrarn- ir em ótrúlega duglegir og fóma sér algjörlega i þetta. Þeir vinna sjálfboðavinnu við gangavörslu í skólunum þar sem stúlkurnar sofa, þrífa, hugsa um matinn og gæta stúlknanna. Magnús sagði að það væri ekki hægt að halda svona mót án sjálf- boðaliðanha, enda væri mjög mikilvægt að ekki þyrfti að borga starfsmönnum laun. Kostnaður er hafður í algjöra lágmarki og eiga foreldrar í Eyjum mikinn þátt í því. Magnús er ánægður með fótbolt- ann sem stúlkumar spiluðu. „Ég hef séð stórstígar framfarir hjá þeim. Áhugi á kvennafótbolta hefur aukist til muna. Eftir að Pepsí-mót- ið varð svona sterkt hefur knatt- spymuáhugi aukist í Vestmanna- eyjrnn hjá stelpum,“ sagði Magnús. Aðalástæðan fyrir framfomm stúlknanna er sú að nú er kominn 6. flokkur í flest lið og gefur það liðunum mikið forskot. Þau lið sem sendu lið til keppni í 5. og 6. flokki stóðu sig yf- irleitt betur heldur en þau lið sem höfðu bara 5. flokk til að byggja á. „Það verður að byrja snemma hjá stelpunum alveg eins og hjá strákun- um,“ sagði Magnús. „Markmið mótsins er náttúrlega að spila fót- holta og skemmta sér,“ sagði Magn- ús. Hann sagði að allsérstakt atvik hafi komið upp er þrjár stúlkur úr liði Aftureldingar slösuðust fremur alvarlega. Þær slösuðust allar í leik, ein fótbrotnaði, önnur hand- leggsbrotnaði og sú þriðja tognaði illa á hné. Stúlkurnar voru ótrúlega jákvæöar þrátt fyrir meiðslin og sagði Magnús það gott dæmi um hve jákvæðir allir hafl verið. Veðrið lék við mótsgesti í ár og hafði það mikið að segja um ánægju gestanna. „Það má geta þess að tveir dómarar sólbrunnu svo illa að þeir þurftu að hætta að dæma og þjálfari Stjörnunnar fékk sólsting, veðrið var svo frábært," sagði Magnús. Magnús var þreyttur en mjög ánægður að mótslokum og vúdi koma þökkum áleiðis tU allra sem komu á mótið og að því stóðu. „Svekkt að tapa" islenska kvennalandsliðið í handknattleik skip- að leikmönnum 18 ára og yngri tók þátt í und- ankeppni Evrópumótsins á dögunum. Liðið tap- aði öUum leikjum sínum og era það mikU von- brigði fyrir liðiö. „Ég setti markmiðið miklu hærra og er auðvit- að svekkt að tapa,“ sagði Svava Ýr Baldvinsdóttir landsliðsþjálfari. Islenska liðið var í mjög sterk- um riðli og keppti á móti Portúgal í sínum fyrsta leik og tapaði, 24-21. Sá leikur var mjög jafn en islenska liðið náði ekki að klára af fuUum krafti. Næsti leikur var á móti Tyrklandi sem síðan vann riðUinn og komst þar með áfram. Sá leikur tapað- ist 33-17. „Fyrri hálfleikur í þeim leik spUaðist vel en það er skelfílegt hvemig seinni hálfleikur- inn fór,“ sagði Svava. Síðasti leikur íslands var svo á móti Austurríki og tapaðist hann 29-17. Svava sagði að það væri erfítt fyrir ísland að keppa á móti þessum þjóðum þar sem peninga- leysi hamlar framgangi handboltans hér á landi. islenska liðið átti þó sína góðu daga í mótinu. „Ég myndi segja að maður mótsins hjá íslenska liðinu væri Berlind Hansdóttir úr Val,“ sagði Svava. Berglind er markvörður og stóð sig af- burðavel og varði meðal annars 19 skot í síðasta leiknum. Þetta voru fyrstu landsleikir íslenska liðsins U- 18 á meðan Portúgal hefur leikið 25 leiki sam- anlagt og lið Austurríkis er skipað mörgum A- landsliðsstúlkum og því er erfitt fyrir ísland að bera sig saman við slík lið. Svava er bjartsýn á framhaldið. „Það verður bara að halda utan um þennan hóp og gefa þeim verkefni," sagði hún. „Ferðin sem slik var mjög góð og við eram reynslunni ríkari," sagði Svava. Hún sagði að þetta myndi skUa árangri seinna meir því núna væra íslensku stúlkumar búnar að öðlast mikil- væga reynslu. Fótbolti og fjór á Akraiesi Alþjóöleg knattspymuhátíð, Iceland Foot- ball Festival, verður haldin á Akranesi 27.-30. júlí. Keppt verður í 3. og 4. flokki kvenna og 3., 4. og 5. flokki karla. Fimm er- lend lið hafa nú þegar skráð sig í mótið og því er tU mikUs að vinna fyrir íslensku lið- in á heimaveUi. í hverjum aldursflokki veröa 8-12 lið. Verðlaun verða veitt fyrir sigurvegara í hverjum flokki og einnig fyrir prúðasta liðið ásamt því aö besti leikmaöur- inn í hverjum flokki fær afhentan bikar. Nóg verður um að vera utan vaUar þar sem skemmtikraftar og landsliðsmenn koma í heimsókn. Einnig verður götukörfubolti, tölvuleikjamót, pUukast og margt fleira. Á mótinu verður einnig Stjömuleikur þar sem Stjömuliö Skagamanna keppir á móti liði þjálfara og fararstjóra. Stjörnulið Skagamanna skipa margir landsþekktir knattspymumenn eins og Pétur Pétursson og Karl Þórðarson. Knattspymufélag ÍA og ÍT-ferðir standa fyrir mótinu. Þetta mót er mikU lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta þar sem erlend lið koma og veita íslensku liðunum góða keppni ásamt skemmtUegri fjölbreytni. ís- lensku liðin sjá hvar þau standa miðað viö jafnaldra sína frá öðrum löndum og eykur það ánægju og metnaðargirni leikmanna. Skáningu íslenskra liða lýkur 20. júní. Kristín Siguröardóttir var valin efnilegasti leikmaöur Pepsí-mótsins. Hún leikur meö 3. flokki Vals og spil- aöi mjög vel allt mótið. Hún hlaut aö launum Lárusarbikarinn. Valsstúlkur og stúlka úr ÍVB einbeittar á svip f Pepsí-mótinu. Hart var barist í öllum leikjum í frábæru veöri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.