Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ1998
15
Hótfyndni og háð
í hörðum orðaskiptúm við laíði
Astor, þar sem frúin átti í vök að
verjast, hvæsti hún með nokkrum
ofsa á Winston ChurchUl, síðar
forsætisráðherra Breta: „Væri ég
konan þín myndi ég ekki hika við
að byrla þér eitur í morgun-
kaffinu."
Gamli stjómmálaskörungurinn
svaraði að bragði: „Væri ég
kvæntur þér drykki ég það strax.“
Tilsvör Churchills
Háð og hótfyndni eru hlutar af
hversdagslegu vopnabúri stjóm-
málamannsins. 1 síðasta helgar-
pistli rakti ég nokkur dæmi um
þaö af vettvangi hins háa
Alþingis. Með hliðsjón af því að
DV er fjölskyldublað verða
svæsnustu dæmin af innlendum
vettvangi þó ekki birt fyrr en eftir
minn dag!
Hvergi er þessum vopnum þó
beitt af jafnmikilli snilld og íþrótt
sem í breska þinginu. Þar stappar
nærri að hæfileikinn til að beita
leiftursnöggum og gallsúrum
tilsvörum skipti sköpum um
frama manna í stjómmálum.
Móðganir, sem á Alþingi væm
aldrei leyfðar, fljúga þar við hvert
tækifæri sem gefst. Hvergi hefur
pólitískt háð komist nær því að
vera lyft á stall listar en þar.
Fáir stóðust samjöfnuð við
Winston gamla Churchill sem
fram á síðustu ár sín lét ekkert
færi ónotað til að beita hnyttni og
orðlipurð til að koma andstæð-
ingnum úr jafnvægi með vel
tímasettri hótfyndni.
Frægasti hershöfðingi Breta úr
síðari heimsstyrjöldinni, Mont-
gomery lávarður, var undir stjórn
hans. Hann fékk stundum að
kenna á nöpru háði Churchills.
Eftir erfiðan fund með gamla
brýninu lét hann svo um mælt:
„Ég hef eytt obba lífs míns í að
berjast við bæði Þjóðverja og
stjómmálamenn. Það var miklu
auðveldara að berjast við
Þjóðverjana."
Þegar nýr þingmaöur Verka-
mannaflokksins skaut háðsyrðum
að Churchill í þinginu þaggaði
hinn aldni foringi niður i í
nýsveininum með því að rísa
silalega á fætur í lok ræðimnar,
óska honum til hamingju og segja
loks: „Ungi maður, þú átt eftir að
ná langt - í ranga átt!“
Sauður í sauðargæru
Róttækur sósíalisti hélt eitt
sinn langa blaðalausa ræðu um
vonsku ríkisstjómar Churchills.
Hann fékk á móti þetta eitraða
svar: „Ég tek eftir að háttvirtur
þingmaður styðst tæpast við blöð,
varla við staðreyndir og alls
ekkert vit!“
Annar þingmaður Verka-
mannaflokksins var að halda
mikla ræðu og tók eftir því að
Churchill hallaði sér aftur i sæti
sínu með lokuð augu. Þegar
þingmaðurinn kvartaði undan því
að forsætisráðherrann svæfi
opnaði Churchill annað augað og
sagði stundarhátt yfir þingið:
„Guð gæfi að svo væri.“
Öðru sinni spurði annar
þingmaður sármóðgaður hvort
það væri nauðsynlegt að for-
sætisráðherrann hryti undir ræðu
sinni. „Nei,“ svaraði Churchill,
„en það er skárra en að hlusta.“
Churchill var ekki alltaf skyggn
á menn. Hann vanmat jafnan
Clement Attlee, formann Verka-
mannaflokksins, og sagði einu
sinni að Attlee væri hógvær
maður, enda hefði hann mikið til
að vera hógvær yfir! í kosn-
ingabaráttunni undir lok styrjald-
arinnar 1945 afgreiddi hann
andstæðing sinn með svofelldum
orðum: „Clement Attlee er sann-
kallaður sauður í sauðargæru.“
Örskömmu siðar vann Verka-
mannflokkurinn þó óvæntan
stórsigur undir stjóm Attlees.
Á alvörustundum lét Churchill
móðganir og hótfyndni vera en
gat þó gætt orð sín hálfu hvassara
biti og ofurþunga. Neville
Chamberlain, forsætisráðherra
Laugardagspistill
Össur Skarphéðinsson
rítstjórí
íhaldsflokksins, hélt að hann
hefði tryggt Bretum frið þegar
hann kom frá hinum fræga fundi
við Hitler árið 1938 og boðaði frið
„á vorum tímum".
Winston Churchill hélt þá
magnaða ræðu gegn flokksbróður
sínum. Henni lauk með þessum
oröum: „Þú áttir val milli van-
sæmdar og striðs. Þú kaust van-
sæmdina og munt fá stríð.“
Skömmu síðar varð Churchill
forsætisráðherra og leiddi Breta
til frægs sigurs í seinni
heimsstyrjöldinni.
Járnfrúin
Margrét Thatcher var sem
forsætisráðherra gagnrýnd harka-
lega innan eigin flokks fyrir að
vera ósveigjanleg og hafna jafnan
málamiðlunum. Á fundi með
þingmönnum íhaldsflokksins
svaraði hún gagnrýninni með
eftirfarandi hætti: „Halda menn
að við hefðum einhvern tíma
heyrt um kristindóminn ef
postularnir hefðu gert mála-
miðlun um fagnaðarerindið?"
Thatcher gætti þess vendilega
að guma aldrei af völdum sínum.
Um það sagði hún eitt sinn: „Að
vera valdamikil er einsog að vera
dama. Ef þú þarft að segja fólki frá
þvi þá ertu það ekki.“
Um róstusegg í eigin liði, sem
stöðugt gagnrýndi Thatcher á
fyrstu árum hennar, lét hún svo
um mælt: „Háttvirtur þingmaður
er einn þeirra stjómmálamanna
sem eiga bjarta framtíð aö baki.“
Skotinn John Smith var
formaður Verkamannaflokksins á
undan Tony Blair en lést sviplega
fyrir aldur fram úr hjartaslagi.
Hann gat verið eitraður í svörum.
í ræðu réðst hann harkalega að
Nigel Lawson, fjármálaráðherra í
stjórn Thatcher, og klykkti út með
eftirfarandi: „Lawson minnir mig
á rómverska keisarann Neró sem
lék á fiðlu meðan Róm brann. Eini
munurinn er sá að Neró vissi
þegar brann.“
Eiturtungur
Smith fannst lítið til um greind
íhaldsmanna og kvað þá hafa
sannfært sig um að gáfur væm
ekki forsenda fyrir pólitískum
frama. Hann sagði að réði
greindarstig íhaldsflokksins
framtíð kapítalismans á Bret-
landseyjum „myndi hann falla um
hádegisbilið á morgun".
David Mellor var ráðherra í
síðustu stjórn íhaldsflokksins
þangað til hann fannst með
rangri stúlku í röngu rúmi. Hann
hefndi íhaldsmanna með því að
segja um Smith: „John er svo
sannarlega umhverfisvænn
stjórnmálamaður: Allt sem hann
segir er endurunnið."
Islendingar sem horfa á
sjónvarpsstöðina Sky þekkja
íhaldsmanninn Norman Tebbit
sem heldur þar úti skemmtilegum
rifrildisþætti með íslandsvininum
Austin Mitchell sem enn er
þingmaður Verkamannaflokksins
í Grimsby. Tebbit var meðal
atkvæðamestu ráðherra á fyrri
hluta valdaskeiðs Margrétar
Thatcher.
Tebbit var sérlega meinyrtur.
David Winnick, lítt þekktur
þingmaður Verkamannaflokksins,
hafði sérkennilegt göngulag. Það
vakti eftirfarandi athugasemd hjá
Tebbit: „Annaðhvort notar mað-
urinn ómögulegan klæðskera eða
hann er búinn að gera í
brækumar."
Hdtfyndni Healeys
Broddinum í orðum Tebbits var
best lýst af vinkonu hans,
Margréti Thatcher, sem sagði að
villtist geitungur upp í munn
hans væri eins víst að Tebbit
styngi hann til dauða!
Denis Healey var lengi meðal
helstu forystumanna Verka-
mannaflokksins: „Denis er í
rauninni ekki svo slæmur," sagði
Tebbit. „Að minnsta kosti ekki
fyrr en maður kynnist honum.“
Healey var sjálfur frægur fyrir
beitta hótfyndni og sagði um
Tebbit: „Ef hann slysast til að bíta
sig í tunguna er sjálfgefið að hann
deyr úr eitrun."
Um stefnuskrá Verkamanna-
flokksins árið 1983, sem Healey
var mjög mótfallinn, sagði hann
að hún væri efalítið „lengsta
sjálfsmorðsbréf sögunnar".
Healey hafði takmarkað álit á
greind Kenneth Bakers, fyrrum
formanns íhaldsflokksins: „Ef
maðurinn segði það sem hann
hugsar yrði hann þegar í stað
orðlaus.“
Núverandi fjármálaráðherra er
Gordon Brown. Hann sagði um
rikisstjórn Johns Majors: „Hún er
mynduð af flokki án stefnu, er
stjórn án leiðtoga, með forsætis-
ráðherra án hugmynda, án vina
og - innan tíðar - án framtíðar."
Það var líka Brown sem sagði
um þingmann íhaldsmanna sem
var frægur fyrir langar ræður:
„Þeir sem halda að allt illt taki
enda hafa ekki hlustaö á þennan
mann halda ræðu...“