Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 X3 X-‘ 10 i ■ ic ðtal ★ ★ Vanda Sigurgeirsdóttir hefur á undanfórnum misserum náð frábær- um árangri sem þjálfari knatt- spyrnulandsliðs kvenna. Liöið er nú viö þaö að komast á heimsmeistara- mótið og er í 9.-12. sæti í Evrópu. Ef liðið kæmist á heimsmeistaramótið yrði það í fyrsta skipti sem íslenskt A-landslið kæmist á stórmót. Vanda náði þeim árangri sem þjálfari og leikmaður Breiðabliks að verða íslandsmeistari sex sinnum á sjö árum. Auk knattspymunnar æfði Vanda frjálsar íþróttir, skíði, sund, blak og körfubolta en hún á að baki 10 landsleiki í körfuknattleik. Nafnið frá Sigge Stark Vanda er fædd á Sauðárkróki árið 1965 og er að mestu alin þar upp þótt hún hafi búið til skamms tíma á Dal- vík og í Danmörku. Foreldrar henn- ar eru Sigurgeir Angantýsson og Dóra Þorsteinsdóttir. Nafn hennar er mjög sérstakt og á sér sögu. „Mamma las það i ástarsögu eftir Sigge Stark þegar hún var 14 ára. Bókin hét Skógardísin. Hún var um háa, granna og brúneygða stelpu sem hét Vanda,“ segir Vanda og bæt- ir við hlæjandi: „Það eina sem við eigum sameiginlegt er nafnið." Ein af strákunum Áhugi hennar á fótbolta vaknaði mjög snemma. „Ég byrjaði að leika mér í fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákunum í Tindastóli þeg- ar ég var 10 ára, þá i 5. flokki. Þá var enginn kvennafótbolti. Fólkinu á Króknum þótti það ekk- ert skrýtið að ég spilaði með strákun- um. Ég held að allir hafi vanist þessu fljótlega. En stundum rak fólk upp stór augu þegar ég kom í nágranna- bæina að keppa. Mér er mjög minnis- stætt þegar við fórum til Siglufjarðar til að keppa. Fótboltavöllurinn er niðri í bæ og þar voru eldri menn að fylgjast með. Ég fór eitthvað illa með bakvörðinn og þeir voru alltaf að hlæja að honum og segja: „Læturðu stelpuna fara svona með þig“? Það fannst mér ekki leiðinlegt!" Vanda spilaði fyrst fótbolta með konum þegar hún fór í Menntaskól- ann á Akureyri. Þar lék hún eitt tíma- bil með KA. „Það var öðiuvísi reynsla. Það var mjög gaman fyrir mig því eftir að hafa lent í vandræðum með strákana út af stærð og hraða var ég orðin voða góð. Þetta var mjög gott fyrir sjáifs- traustið. Það er engin spuming að ég hafði gott af baráttunni viö strákana." Afrekskonur Kvennaknattspyma á íslandi hefur orðið æ meira áberandi á síðustu árum. Árangur Breiðabliks hefur ver- ið frábær og um tíma bám liðið höfuð og herðar yfir önnur lið. Efsta deildin hefur hins vegar verið að jafnast und- anfarið. Aukin breidd hefur verið að skila sér inn í landsliðið sem nú er ná- lægt því að komast á HM. Vanda er bjartsýn á að það takist. „Við unnum Úkraínu hér heima og erum einu stigi á eftir þeim. Við eig- um eftir að spila við þær og Sviþjóð. Það getur því allt gerst. Við emm búnar að vinna þær einu sinni og því ekki aftur? Árangurinn eins og hann er núna er frábær. Við skiljum Spánveija, sem vom í undanúrslitum á siðasta Evr- ópumóti, eftir og erum í raun i 9.-12. inn. Ég hef alltaf viljað byrja inni á. En ég hef ekki skipt mér neitt af stjórnmálum hingað til þannig að ég vildi byrja í rólegheitunum og læra og sjá hvernig mér líkar.“ Fótboltanum allt Vanda segir aldrei hafa hvarflað að sér að hætta í fótbolta. Hún hafi örsjaldan fengið fótboltaleiða og hann hafi aðeins varað í dagpart. Fómimar sem þarf að færa til að ná árangri eru þó miklar. „Það sem ég sé helst eftir em tengslin við vini og fjölskyldu. Ef maður ætlar að ná árangri þá er öllu sleppt fyrir íþróttina. Það þýðir að ef fótboltaliðið ætlar að hittast í kvöld og vinimir líka þá velur mað- ur alltaf liðið. í gegnum tíðina man ég ekki eftir að hafa komið í veislu á réttum tíma og farið úr henni um leið og hinir. Ég hef komið keyrandi í brúð- kaup þegar fólkið er að ganga út úr kirkjunni eða jafnvel misst alveg af því. Það er það leiðinlegasta. En ég hef auðvitað eignast vini til lífstíðar í fótboltanum." Brúðkaup og barn Vanda ætlar um næstu helgi að giftast Jakobi Frímanni Þorsteins- syni og í nóvember eiga þau von á bami. Það hefur breytt ýmsu fyrir Vöndu og hefur til dæmis orðið til þess að hún hefur ákveðið að fresta því að taka ákvörðun um það hvort hún heldur áfram sem landsliðs- þjálfari eftir að ráðningartími henn- ar rennur út í haust. „Forgangsröðunin breyttist mjög snögglega í febrúar síðastliðnum. Allt í einu var eitthvað sem skaust upp listann. En þó þekki ég margar sem hafa náð að samræma barn- eignir og bolta mjög vel. Ég sé þvi ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram í boltanum og stefni að því að þjálfa áfram í mörg, mörg ár.“ -sm „Mér finnst aö þurfi aö nýta árangur liösins. Þaö er sóknarfæri f kvenna- fótboltanum þvf aö þaö vantar svo lítiö upp á aö viö séum komnar á Stórmót." DV-mynd Teitur sæti í Evrópu í dag. Það era ekki margir íslenskir íþróttamenn sem era svo ofarlega. Þegar talað er um ís- lenska afreksmenn í íþróttum er eig- inlega aldrei minnst á árangur kvennalandsliðsins. Það vill gleymast. Mér finnst að það þurfi að nýta ár- angur liðsins. Það er sóknarfæri í kvennafótboltanum því að það vantar svo lítið upp á að við séum komnar á stórmót. Það þarf að vinna markvisst að því og taka ákvörðun um að hing- að ætlum við!“ Á bekknum í pólitíkinni Vanda situr í 15. sæti á Reykja- víkurlistanum en var á tíma orðuð við 9. sætið. „Ég vildi það nú eiginlega ekki. Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég setti stefnuna á varamannabekk- Breiöabliksstúlkur fagna enn einum íslandsmeistaratitli f lok sumars 1996 meö þvf ab tollera Vöndu. Þetta sumar slógu þær flest met sem hægt var aö slá í deildinni og unnu alla leiki sfna. DV-mynd bg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.