Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 27 tyiðskipti *-k A Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf. (t.v.), og Geir H. Haarde fjármálaráöherra fluttu ræöur á fundi Búnaðarbankans. Aðgerðir Búnaðarbankans: Vilja forystu á hlutabréfamarkaði Andri Sveinsson, starfsmaður Búnaðarbanka Verðbréfa: „Búnaðarbankinn vill efla hluta- bréfamarkaðinn til muna. Við telj- um okkur hafa verið i algjöru for- ystuhlutverki á skuldabréfamark- aðnum og viljum vera í sama hlut- verki á hlutabréfamarkaðnum," seg- ir Andri Sveinsson, starfsmaður Búnaðarbankans Verðbréfa. „Við vonum auðvitað að aðrir fylgi á eftir en það skiptir þó ekki öllu máli. Ef ekki verðum við ein- stakir á markaðnum og teljum ekk- ert að því. Þetta veltur ekki á öðrum en það er auðvitað ánægjulegra ef aðrir fylgja á eftir og markaðurinn í heild verði öflugri." Vöxtur á skuldabréfa- markaði Andri segir töluverðan undirbún- ing liggja að baki. „Við höfum verið að velta þessu fyrir okkur í töluverðan tíma. Grunnurinn er sá að í febrúar í fyrra var markflokkakerfið tekið í gagnið á skuldabréfum. Flokkum var fækkað úr 46 í 9. Menn gátu í kjölfarið einbeitt sér betur að þeim flokkum er eftir stóðu. Búnaðarbankinn og íslandsbanki tóku í kjölfar þessa upp viðskipta- vakt í eigin nafni en fram að því hafði viðskiptavakt að mestu leyti verið í nafni Seðlabankans. Veltan jókst mikið. Þetta var helmingi stærri vakt en hafði verið, 20 millj- ónir í stað 10. í ágúst settum við svo 100 milljóna kaup- og sölutilboð í stærstu flokkana. Við viljum meina að það sé grunnurinn að þeirri miklu veltuaukningu sem hefur ver- ið á spariskírteinum. Seljanleikaá- hætta hefur minnkað verulega þannig að menn geta átt viðskipti með háar fjárhæðir án þess að hreyfa við gengi. Aðrir hafa ekki fylgt okkur eftir á skuldabréfamarkaði en það hefur ekki komið niður á okkur. Við erum ekki háðir því,“ segir Andri. lilboð í þá stóru „Við munum setja fram kaup- og sölutilboð í 10 af 15 stærstu fyrir- tækjum á Verðbréfaþingi íslands á hverjum degi. Þetta minnir að ein- hverju leyti á skuldabréfamarkað- Andri Sveinsson hjá Búnaöarbank- anum Veröbréfum kynnti viðskipta- vakt bankans. DV-myndir Teitur inn. Þarna erum við að fækka flokk- um og ætlum að einbeita okkur að færri fyrirtækjum. Við erum í sjálfu sér að mynda eins konar mark- flokkakerfí á hlutabréfamarkaði." Að sögn Andra geta komið upp at- vik þar sem ákveðin bréf eru ekki fysilegur kostur. „Við munum hins vegar ekki hlaupa út einn daginn og inn næsta. Við viljum ekki upplýsa nákvæm- lega hvaða fyrirtæki verða þarna inni en auðvitað sjá menn það um leið. Þá lækkum við jafnframt sölu- þóknun okkar úr 3% í 1%. Lág- marksþóknun verður 5.000 kr. Reynt verður að halda mun á kaup- og sölugengi innan við 3%. Há- marksmunur verður 5%. Þetta leið- ir til þess að við getum ekki verið að hlaupa í aðra hvora áttina. Ef við gerum það geta menn einfaldlega keypt eða selt. Það hafa komið upp dagar þar sem munur á kaup- og sölugengi inni á Verðbréfaþingi hefur verið allt upp i 25%. Við erum með þessu að minnka áhættuna og koma þarna inn með sama trukki og við komum inn á skuldabréfamarkaðinn," segir Andri. Mikið bent á sjóði Á fundi Búnaðarbankans á fimmtudag héldu Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf„ stuttar ræður. Að sögn Geirs var ríkissjóður rekinn með af- gangi í fyrsta skipti síðan 1984 á síð- asta ári. Heildarskuldir ríkisins minnkuðu, erlendar skuldir voru greiddar niður og ný lán tekin inn- anlands. Brynjólfur talaði um vandamál hlutabréfamarkaðsins og hvernig viðskipti sem eru smá í sniðum hafa getað breytt verði hlutabréfa svo um munar. Þá minntist hann á hvar verðbréfastofur mættu taka sig á. Hann telur þær ekki tilkynna viðskipti nægilega vel. Þá telur hann fyrirtæki ekki sitja við sama borð og sjóði, miðlurum hætti til að benda frekar á sjóði en fyrirtæki. -sf Áskrifendur fá 20% aukaafslátt af smáauglýsingum DV rss^i 550 5000 Lufran eldhúsborð oi 4 stólar, hvítlakkað Stgr. 82.958 Spænsk eldhúshúsgögn ___Mikið urval m s '* «• H Ú S G O G N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.