Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 20
20
*fréttaljós
LAUGARDAGUR 20. JUNI 1998
Koma farþegaskips til Eyja, sem mun hýsa hátt í 1000 fjölmiðlamenn, í undirbúningi:
Keikó gæti orðið
hér næstu 20 árin
- um milljarður jarðarbúa talinn munu fylgjast með komu hans, segir aðalþjálfari hans
„Ég reikna meö að eftir þijú ár sjá-
um við hvort Keikó muni aðlagast eft-
ir að honum verður sleppt. Geri hann
það ekki munum við hafa hann í og
við sjókvina í Vestmannaeyjum þang-
að til hann deyr, eftir kannski um 20
ár. Við munum ekki flana að neinu og
fylgja honum allan timann - líka eftir
að við sleppum honum. Þá fylgjum
við honum eftir, m.a. á bátum,“ sagði
Jeff Foster, aðalþjálfari og vísinda-
maður hjá Free Willy-samtökunum.
Jeff segir að reiknað sé með að einn
til einn og hálfúr milljarður jarðarbúa
muni fylgjast með þegar Keikó verður
fluttur til Vestmannaeyja í fyrri hluta
september. Hátt í þúsund fjölmiðla-
menn munu fylgjast með.
„Sennilega fáum við farþegaskip til
að hýsa allt fólkið. Ég held að fáir geri
sér grein fyrir því enn þá hve mikla at-
hygli þessi viðburður mun vekja. Þetta
verður jafiivel stærri atburður en sjálf-
ur leiðtogafundurinn í Reykjavík
(Reagan-Gorbatsjov) árið 1986. En
þessi atburður mun lifa áfram. Fólk úti
um allan heim mun fylgjast með Keikó
á íslandi á næstu árum,“ segir Jeff.
Mest spennandi þegar . . .
Jeff segir að C-17 flugvél muni
lenda með Keikó á flugveUinum í
Vestmannaeyjum i september - vélar-
tegund sem bandaríski flugherinn
notaði gjaman í Persaflóastríðinu.
„Vélin mun ekki þurfa að miUilenda í
Keflavík. Hún mun fljúga beint frá
vesturströnd Bandaríkjanna, taka
eldsneyti á lofti og lenda á flugveUin-
um í Heimaey," segir Jeff. „Keikó
verður stærsta dýrið sem hefur verið
flutt svo langa vegalengd."
- Þú þekkir Keikó manna best, hef-
ur klappað honum um árabU, kjassað
hann og talaö við hann. Hvemig tek-
ur hann þessum flutningi?
„Keikó tekur ekki flugvélinni Ula.
Hann verður spenntari þegar hann
kemur niður í saltvatniö í sjókvínni í
Klettsvík I Vestmannaeyjum. Þá mun
hann fyrst leita eftir þeim sem hann
þekkir, t.d. mér og öðrum þjálfúrum.
Við erum í raun fjölskyldan hans.
Hann vUl sjá okkur með sér í sjónum.
En þegar hann kemur þangað heyrir
hann önnur hljóð en hann hefur gert
frá því hann var ungur - hljóð, sem
við heyrum ekki, t.d. frá fiskum.
En mest spennandi af öUu verður
þegar hann heyrir hljóð frá öðrum há-
hymingum. Ég bíð spenntur eftir að
sjá hvernig hann bregst við því. En
við munum ekki flana að neinu. Við
munum fylgjast með Keikó aUan sól-
arhringinn. í sjókvínni verður t.d.
fiöldi myndavéla," segir Jeff.
Haustið verður ævintýri
Vestmanneyingar em um það bU
að hefja framkvæmdir við dýpkun
fyrir sjókvína í Klettsvík. Þegar kvíin
verður komin á sinn stað verður ör-
yggisgirðmg strengd rétt fyrir utan
kvína í Klettsvíkinni (sjá graf).
„Fiskar munu geta synt tU Keikós
Við verðum á báti og fylgjumst
einnig með í gegnum gervihnött. Síð-
an verður lögð rik áhersla á að fylgj-
ast vel með þyngd Keikós og yfir höf-
uð í hvemig formi hann verður í sjón-
um. Við verðum aldrei langt undan.
Ef Keikó lendir í vandræðum munum
við geta meðhöndlað hann eða tekið
tU baka í kvína.“
Ef Keikó spjarar sig ekki
- Hvenær getið þið sagt tU um
hvort Keikó spjarar sig einn?
„Ég reikna með að við getum það
eftir þrjú ár. Við æUum að reyna að
láta hann aðlagast og komast eins
langt að því leyti og kostur er.“
- Segjum svo að eftir þrjú ár verði
ljóst aö Keikó muni ekki spjara sig
einn. Hvað gerist þá? Verður þá farið
með hann tU Bandaríkjanna á ný?
„Nei, þá munum við verða með
hann áfram í sjókvínni. Að líkindum
í Vestmannaeyjum. Við vUjum að
hann verði i eins eðlUegu og heU-
brigðu umhverfi og kostur er þangað
tU hann deyr.“
- Væntanlega þá í tugi ára?
Veröur kvikan í Klettsvík
hættuleg?
- Nú em veður válynd á fslandi,
ekki síst í Vestmannaeyjum. 10-12
vindstig em ekki á hverjum degi - en
þau koma. Ertu ekkert smeykur um
að kvikan i Klettsvíkinni verði ykkur
ofviða með viðkvæmt mannvirki og
dýr?
„Ég veit hvemig veðrið er á íslandi.
Vestmannaeyingar munu dýpka vík-
ina. Kvíin er síðan útbúin með sér-
staklega sterkum akkerisfestingum
sem em teygjanlegar úr gúmmíefni.
Auk þess er kvíin mjög sterkt og sér-
staklega hannað mannvirki fyrir
þessa framkvæmd. Við munum fara
að öUu með varúð."
Geta Eyjar tekið við öllu fólkinu
í haust?
Aðspurður það hvernig hægt verði
að taka á móti e.t.v. um 1.000 fjöl-
miðlamönnum frá heimsbyggðinni í
september þegar Keikó kemur sagði
Jeff: „Vestmannaeyingar hafa sagt að
þeir haldi um 10.000 manna þjóðhátíð
á hverju ári. Hvers vegna ættu þeir þá
Framtíðarheimili Keikós
„Ég reikna með aö þaö taki okkur þrjú ár aö sjá hvort Keikó
getur spjaraö sig einn,“ segir Jeff Foster, yfirþjálfari Keikós.
en við munum engu að siður fylgjast
með því hvað hann étur. í dag er um
60 prósent af fæðu hans lifandi fískar.
Við munum fylgjast nákvæmlega með
því hve langt hann syndir á dag. Hon-
um hefur farið fram en venjulegur há-
hymingur syndir um 150 mílur á dag.
Áður gat Keikó ekki kafað nema í ör-
fáar mínútur en núna getur hann kaf-
að í 17 mínútur. Við viljum að honum
fari eins mikið fram og hægt er áður
en við sleppum honurn."
Jeff segir að fljótlega eftir að Keikó
kemur í sjóinn í Vestmannaeyjum
Innlent
fréttaljós
Friöarhafnarbryggja,
muni ýmsar staðreyndir, sem ekki er
vitað um fyrir fram, koma í ljós.
„Við munum væntanlega fá meiri
vísindalega vitneskju um háhyminga
á næstu misserum varðandi Keikó en
maðurinn hefúr fengið um þessi dýr á
þeim 30 árum sem þeir hafa verið
rannsakaðir. í október og nóvember
munum við sjá hvemig Keikó og aðr-
ir háhymingar munu haga sér þegar
„nýtt dýr“ kemur í sjóinn. Þefta verð-
ur ævintýri og mikil
reynsla," segir Jeff.
Hvað gerist þegar
Keikó verður
sleppt?
- Hvemig verður
unnið að því að sleppa
Keikó?
„Við munum geta
sleppt honum eitthvað
úr kvinni í fyrsta lagi á
næsta ári. Þetta verður
allt unnið skref fýrir
skref. Bara kvíin sjálf
er stórt skref. Hún er
miklu stærri en þær
kvíar sem Keikó hefur
verið í til þessa - um 80
metra löng, rúmlega 30 metra breið og
8 metrar að dýpt. Við munum m.a.
fýlgjast með Keikó með á annan tug
myndavélum sem verður komið fyrir
í kvínni.
Þegar kemur að því að sleppa hon-
um munum við geta komið myndavél
með sogblöðkum fyrir á honum og
einnig senditæki. Þannig getum við
fylgst með hve djúpt hann syndir, hve
hratt, hver hjartslátturinn er og svo
framvegis. En við verðum nálægt
honum og getum sagt honum að koma
aftur í kvína. Þannig verður hægt að
þjálfa hann upp í að koma til baka
þegar ákveðið hljóð verður gefið, t.d.
með ákveðinni „hádegisverðar-
bjöllu". Hann þekkir okkur, hann
hlýðir okkur og vill gera það.
í' ’
V
/
Ystiklettur /
i
Varnargirðing
r' ■■
/
j . ’
fiiÍgÍ
Vestmannaeyjar
DV-graf IH
„Já, líklega. Keikó er 20 ára í dag.
Raunhæfur meðalaldur háhyminga
er um 40 ár. Sumir segja 50-60 ár en
það er of há tala.
- Getið þið haldið úti eftirliti og
„Keikórekstri" næstu 20 árin?
„Já. Við höfum mjög sterka aðila á
bak við okkur. T.d. Craig McCaw,
einn ríkasta mann heims. Áhugi fólks
í heimimun er ótrúlegur. Þegar Keikó
var fluttur frá Mexíkó til Oregon á
vesturströnd Bandaríkjanna árið 1992
komu t.d. 750 fréttamenn til að fylgjast
með. Milljónir manna hafa síðan kom-
ið og skoðað Keikó. Framlög eru
stöðugt að berast og hópurinn er
breiður - allt frá bömum um allan
heim til ríkasta fólks heims.“
HM VEISLA
VEITINGAHUSIÐ
Þú fcerð önd i
kaupbceti þegar þú
sœkir tilboðsrétti.
íSlílálílfilðlílílílílílálíláMlSlálSlÆlSlílílSlálfilSlílálílálílílíl
ÞONGLABAKKA 4 I MJODD SIMI 557 2700
ekki að geta tekið á móti slíkum
fjölda? Það er rætt um að koma upp
aðstöðu fyrir fjölmiðla í íþróttahúsinu
í Vestmannaeyjum. Við erum einnig
að vinna að því að fá farþegaskip til
að hýsa allt þetta fólk. Einnig má bú-
ast við að óbreyttir ferðamenn komi
til Eyja í haust.“
Gríðarverkefni fram undan
Áætlað var að í gærkvöldi myndi
stærsta flugvél sem smíðuð hefur ver-
ið í heiminum, Antonov flutningavél,
lenda með sjókvína í Keflavík. Fyrir-
hugað er að hún verði flutt til Eyja
um helgina. Kvíin reyndist svo stór
að brottfor vélarinnar frá vestur-
strönd Bandaríkjanna tafðist.
Ljóst er að gríðarlegt verkefni er
fram undan hjá Free Willy Keiko-
samtökunum og íslendingum á næstu
mánuðmn. Að undirbúa verkefni með
flóknum útbúnaði þar sem viðkæmu
dýri verður komið fyrir í fallegu og
stórbrotnu landslagi í Vestmannaeyj-
um. Atburðurinn verður væntanlega
til þess að kastljós umheimsins mun
beinast að íslandi um ókomin ár. Há-
punktarnir verða þegar Keikó kemur
til landsins, þegar hann sér og finnur
á ný fyrir öðrum háhymingum og
þegar honum verður sleppt, þó ekki
alveg lausum því Bandarikjamenn
munu leggja rika áherslu á að hann
fari ekki langt til að byija með.