Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 Horft upp í gilin sem liggja að fossinum Glymi. Að líta á landsins hæsta foss Stefnan sett á Glym en göngumenn þurfa aö vaða Botnsána. Brátt munu Hvalfjarðar- göngin opna og þá er líklegt að draga til muna um Hvalfjörð- inn. Hvalfjörðurinn er án vafa ein af náttúruperlum landsins og kjörinn til útivistar. fjörð- urinn er kjarri vaxinn og skjólsæll með afbrigðum þeg- ar sumar leikur um landið. Hvalfjörður er kjörlendi göngumanna og þar er að fmna margar fallegar göngu- leiðir. Ein skemmtileg göngu- leið liggur upp að fossinum Glymi, sem eins og allir vita er sá hæsti hérlendis, í 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Glymur er í djúpu og þröngu gili og fellur í Botnsá við rætur Hvalfells í norðvest- anverðum HvaMrði. Það er ekki jafn- erfitt og margur heldur að ganga upp að Glymi og flestir ættu að komast klakklaust upp. Frá einu sjónarhorni Það er tilkomumikil sjón að sjá fossinn í allri sinni dýrð en það verð- ur aðeins gert frá einu sjónarhorni. Hins vegar má velja um tvær göngu- leiðir upp að fossinum. Önnur leiðin hefst við Stóra Botn og þá er farið yfír girðingu við túnjaðarinn og þaðan gengið til austurs fyrir ofan túnið og síðan vaðið yfir ána f gilinu sem er fyrir neðan gljúfrið. Hin leiðin liggur um göngubrú yfir Botnsá gegnt Stóra Botni og þaðan er síðan vaðið yfir Hvalskarðsá. Hvora leiðina sem fólk velur þá er i báðum tiifellum gengið upp með gil- inu austanmegin, fyrir neðan gljúfrið þar tO komið er á klettasnös sem skagar út yfir mitt gljúfrið en einmitt frá þessum stað er hægt að sjá fossinn í heild sinni. Þegar haldið er til baka er um tvær leiðir að velja. Annars vegar er auð- vitað hægt að ganga sömu leið niður en ekki síöur skemmtileg leið liggur upp með gljúfrinu. Gengið er nokk- um spöl upp fyrir fossinn og síðan er Botnsáin vaðin og haldið niður að vestanverðu. Gangan ætti ekki að taka meira en tvær til þrjár stundir. -DVÓ/aþ Þaö er tilkomumikil sjón aö sjá hæsta foss landsins, Glym, í allri sinni dýrö. DV-myndir GVA Hesta- og hjólaferðir í sumar Sumarstarfið í Viðey er komið í fullan gang. Að- sókn er góð að grill- skálanum, sem er opinn öllum síðdeg- is. Þar getur fólk grillað og sest til snæðings úti eða inni. Hægt er að fá molakaffi eða svaladrykk. Úti eru líka nokkur leiktæki svo sem minigolf, bolta- braut og fleira. Hestaleigan í Lax- nesi er kómin út í eyju með hesta sína og þar er opið eftir hádegi. Enn fremur er hægt að leigja reiðhjól og fara á þeim um hluta eyjarinnar. Veitingahúsið í Við- eyjarstofu er opið og leggur áherslu á fjöl- skylduvænar veitingar síðdegis, bæði í verði og gæðum. Bátsferðir úr Sundahöfn verða á klukkutima fresti kl. 13 til 17 og á hálfa tíman- um í land aftur. Þess utan eru kvöldferðir og hægt er að panta aukaferðir þörfum. 'J-jijjjuM þú ÍÚL)í) þiJjjiJjjd Jjj-'OjJU UUX jjjúmjþijjjj hjí Duxjnnn n . www.visir.is J Enn er gaman á visir.is. Yfir 6000 manns tóku þátt í Vísisævintýrinu í síðustu viku og hlutu 7 manns verðlaun frá Raftækjaverzlun íslands. Nöfn þeirra má finna á www.visir.is. Verðlaunin þessa vikuna er glæsilegt DUX hjónarúm frá Duxiana. Það er auðvelt að vinna. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Internetið, slá inn www.visir.is og finna happahnappinn, sem þessa vikuna lítur svona út: Góða skemmtun. Ef þú smellir á happahnappinn er þér gefinn kostur á að slá inn nafn þitt og fleiri upplýsingar. Gerir þú það, ertu kominn í pottinn sem dregið er úr daglega alla vikuna. Þú getur tekið þátt í Vísisævintýrinu einu sinni á dag alla vikuna, en aðeins einu sinni á dag. Þeir sem skrá sig oftar eru ekki með í úrdrættinum. DUXIANA Ævintýratilboð Veitum 15% afslátt á öllum sérpöntunum á rúmgöflum og náttborðum frá DUX, einnig á sérpönntuðum rúmteppum. Aukaverðlaun Verslunin GEGNUM GLERIÐ veitir sex sérstök ^ aukaverðlaun: Amerísk olíuljós (fyrir parafínolíu) Falleg skrautljós fyrir rómantíska lýsingu heima eða í bústaðnum !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.