Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 49
I>X/' LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 Viola Kramer - Hringrásir. „Hring- urinn er tákn hringrásar allrar veru í heimi sýnar; stöðugt verð- andi, hverfun og nýsköpun.“ Líkt og vængjablak Kynning á listaverkum á nátt- úrulistaþinginu Líkt og vængja- blak verður að Þingeyrum i Aust- ur- Húnavatnssýslu í dag kl. 14. Hefst hún með ávarpi dr. Rein- hards Ehni, sendiherra Þýska- lands í Reykjavík, sem jafnframt er verndari sýningarinnar. þá mun Jóna Fanney Svavarsdóttir frá Litla-Dal syngja íslensk þjóð- lög i Þingeyrarkirkju. Sýningar Líkt og vængjablak er samsýn- ing listakvenna úr Seltene Erden hópnum frá Þýskalandi og ís- lenskra listamanna og er um að ræða tilraun til þess að eiga sam- tal við náttúruna með listrænni sköpun. Listaverkin verða til á staðnum úr náttúrulegum efni- viði og verða þau hluti af náttúr- unni eins og manneskjan er hluti hennar. Sýningin er opin fram eftir sumri. Glósumyndlist í gær var opnuð myndlistarsýn- ing í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22, sem hefur yflrskriftina Glósu- myndlist. Nokkur listaungmenni hafa unnið úr glósuteikningum vetrarins og skapað sjálfstæð lista- verk. Sýningunni lýkur í kvöld. Biskupsvisitasía í Viðey Biskup íslands, herra Karl Sig- urbjömsson, hefur vísitasíu sína í Viðey á sunnu- dag. Setur hún svip sinn á helg- ardagskrána 1 Viðey en göngu- ferð dagsins verður þó á sín- um stað I dag kl. 14.15. í dag verður einnig opnuð ljósmyndasýning. Drauga-, trölla og skrímslaráðstefna i öKaniuiu i msK.upsLungum verður haldin drauga-, trölla- og skrímslaráðstefna Ráðstefnan Lúðrasveitin Svanur leikur á Ingólfstorgi í dag. sem haldin er til heiðurs Hreini heitnum Erlendssyni, drauga- fræðingi frá Dalsmynni í Bisk- upstungum, er öllum opin. Samkomur Framhaldsaðalfundur verður haldinn í safnaðarsal Digranes- kirkju á morgun eftir messu kl. 11. Vorfundur og fjölskyldudagur Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsmenn Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra halda vorfund og fjölskyldudag á Húsavík í dag. Kjördæmisráð Al- þýðubandalagsins stendur fyrir dagskránni sem er blanda af leik og starfi eins og oft áður. Jónsmessuhátíð Jónsmessan verður haldin há- tíðleg að norrænum siö við Nor- ræna húsið i kvöld kl. 21. Að há- tíðinni standa norrænu vinafé- lögin og Norræna húsið. Eftir fjölbreytta dagskrá verður kveikt á Jónsmessubálkestinum. Dálítil súld eða rigning Milli Islands og Noregs er 1007 mb lægð sem hreyfist vestur í átt til ís- lands og grynnist. Hæðarhryggur milli Jan Mayen og Grænlands teyg- Veðrið í dag ir sig suðvestur um Grænlands- sund. Um 1000 km suðsuðvestur í hafi er allvíðáttumikil lægð sem hreyfist hægt norðaustur á bóginn. Það verður hið sæmilegasta veður í dag í flestum landshlutum. Spáð er norðaustangolu eða kalda við norð- auaturströndina. Dálítil súld eða rigning verður, einkum norðan- og austanlands. Hitinn á landinu verð- ur 5 til 16 stig. Hlýjast verður á Suð- ur- og Suðvesturlandi, kaldast á norðausturhorninu. Sólarlag í Reykjavík: 24.04 Sólarupprás á morgun: 02.54 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.15 Árdegisflóð á morgun: 03.41 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 7 Akurnes skýjaö 5 Bergstaóir Bolungarvík skýjaö 7 Egilsstaöir 5 Keflavíkurflugv. hálfskýjaö 10 Kirkjubkl. súld 8 Raufarhöfn alskýjað 4 Reykjavík léttskýjaö 9 Stórhöföi léttskýjaö 9 Helsinki skýjaö 13 Kaupmannah. skýjaö 13 Osló léttskýjaö 11 Stokkhólmur 12 Þórshöfn skýjaö 7 Faro/Algarve heiöskírt 23 Amsterdam rign. á síö.kls. 16 Barcelona þokumóöa 18 Chicago hálfskýjaö 19 Dublin skýjaö 15 Frankfurt skýjaö 15 Glasgow rigning og súld 13 Halifax þoka 13 Hamborg súld 14 Jan Mayen alskýjaö 2 London mistur 15 Lúxemborg skýjaö 14 Malaga léttskýjaö 18 Mallorca skýjaö 17 Montreal léttskýjaö 18 París hálfskýjaö 16 New York léttskýjaó 22 Orlando hálfskýjaö 26 Róm heiöskírt 20 Vín skýjaö 15 Washington hálfskýjaó 21 Winnipeg þoka 19 Lúðratónar á Ingólfstorgi Lúðrasveitin Svanur heldur tón- leika á Ingólfstorgi í dag. Hefur hún leik kl. 14 á Lækjartorgi og mun svo marsera eftir Austur- stræti að Ingólfstorgi þar sem leik- Tónleikar in verða lög í léttum dúr. Svanur- inn er að mestu skipaður ungu fólki undir stjóm Haralds Áma Haraldssonar. íslenskar lúðra- sveitir starfa nær eingöngu yfir vetrartímann og því er þetta endirinn á þessu starfsári hjá Svaninum. Útidjass í miðbænum Þriðju sumardjasstónleikarnir á vegum veitingáhússins Jómfrúar- innar verða í dag kl. 16-18. Að þessu sinni leika Eðvarð Lárusson á gítar, Jóel Pálsson á tenórsaxó- fón, Þórir Baldursson á Hamm- ondorgel og Einar Scheving á trommur. Tónleikamir fara fram á Jómfrúartorginu á milli Lækjar- götu, Pósthússtrætis og Austur- strætis ef veður leyfir en verða annars inni á Jómfrúnni. íslenski kórinn í Gautaborg íslenski kórinn í Gautaborg hef- ur verið á tónleikaferð um landið og er komið að lokum feröarinnar og kveður kórinn með tónleikum í Seljakirkju í dag kl. 17. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2131: XTv/Á VO/!UM a ÍODÚA A RANGÁFl- ' , \jaiLurA þeóAK. V HANN SKAH /h ('ysjÁiFuM Skarst í odda EVþoR- Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki. dagsönn * John Goodman leikur eitt aðal- hlutverkið. Búálfarnir Hefuröu týnt sokk? Eða skart- gripum? Telurðu þig vita hvar þú skildir eftir penna án þess að þú getir fundið hann? Skýringuna má finna hjá búálfunum sem eru f aðalpersónumar í The Borrowers sem Háskólabíó hefur sýnt að undanfornu. Búálfarnir búa í hí- Íbýlum okkar. Þeir nota sokkinn sem rúm og penninn er orðinn að brú. Búálfarnir mega ekki sjást og þeir mega ekki fá meira lánað en þeir hafa þörf fyrir. Búálfarnir í The Borrowers lifa sáttir viö sitt þar til þeir þurfa að skipta um húsnæði, þá vandast málin. Kvikmyndir Aðalhlutverkin eru í höndum Johns Goodmans, Jims Broad- bents, Celiu Imrie, Marks Willi- ams, Bradleys Pierce og Hughs j Lauries. Leikstjóri er Peter Hewitt. The Borrowers er byggð á vin- sælum barnabókum eftir Mary Norton. Hugmyndina að þessu litla fólki fékk hún þegar hún lék sér sem barn að máluðum postu- línsbrúðum. Nýjar myndir: Háskólabió: Þúsund ekrur Háskólabíó: Grease Laugarásbíó:The Wedding Singer Kringlubíó: Six Days, Seven INights Saga-bíó: Með allt á hælunum Bíóhöllin: The Man Who Knew too Little Bíóborgin: Mad City Regnboginn: Hard Rain Stjörnubíó: Wild Things Heimilistónar á Akureyri Leikkonupoppararnir Elva Ósk Ólafsdóttir, bassi, Halldóra Björnsdóttir, söngur, ÓLafia Hrönn Jónsdóttir, trommur, og Vigdís Gunnarsdóttir, píanó, sem kalla sig Heimilistóna, halda skemmtun í Sjallanum á Akureyri kl. 20.30. Þær stöllur munu syngja og dansa, fá til sín góða gesti úr bæjarlífinu og bregða á leik með ýmiss konar brellum og óvæntu glensi, auk þess sem þær vekja til lífsins þekkt erlend lög frá sjötta og sjöunda áratugnum sem þær flytja við nýja íslenska texta. Skemmtanir 8-vilit á Ólafsvík Hljómsveitin 8-villt er á ferð um landið. I kvöld verður hljómsveit- in á Ólafsvík og leikur í félags- heimilinu Klifi. Hljómsveitina skipa söngkonurnar Regína, Bryn- dís, Katrín og Lóa Björk auk þeirra Andra Hrannars á tromm- ur, Árna Óla á bassa, Sveins á gít- ar og Daða á hljómborð. Gengið Almennt gengi LÍ19. 06. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,080 71,440 71,590 Pund 118,890 119,490 119,950 Kan. dollar 48,390 48,690 50,310 Dönsk kr. 10,4110 10,4670 10,6470 Norsk kr 9,3710 9,4230 9,9370 Sænsk kr. 8,9550 9,0050 9,2330 Fi. mark 13,0430 13,1200 13,4120 Fra. franki 11,8280 11,8960 12,1180 Belg. franki 1,9219 1,9335 1,9671 Sviss. franki 47,5200 47,7800 50,1600 Holl. gyllini 35,1800 35,3800 35,9800 Þýskt mark 39,6700 39,8700 40,5300 it. líra 0,040320 0,04058 0,041410 Aust. sch. 5,6340 5,6690 5,7610 Port. escudo 0,3872 0,3896 0,3969 Spá. peseti 0,4672 0,4701 0,4796 Jap. yen 0,526300 0,52950 0,561100 írskt pund 99,850 100,470 105,880 SDR 94,450000 95,02000 97,470000 ECU 78,4700 78,9500 80,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.