Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 'fffffff 41 Framundan 20. júní: Óshlíðarhlaup Hlaupið er á milli Bolung- arvíkur og ísaQarðar. Vegalengd- i ir: 4 km, 10 km og hálfmaraþon | með tímatöku. Hlaupið hefst kl. i 14.00 (mæting í rútu kl 13.00 á Silfurtorgi fyrir 10 km og hálf- maraþon). Flokkaskipting bæði 5 kyn: 14 ára og yngri (4 km), 15-39 i ára (10 km), 16-39 ára (hálfmara- I þon)), 40-49 ára, 50 ára og eldri. : Allir sem ljúka keppni fá verð- : launapening. Upplýsingar gefur Jónas Guölaugsson í síma 456 3123. 21. júní: Kvennahlaup ÍSÍ Kvennahlaup ÍSÍ fer fram um land allt. Það hefst klukkan 14.00 j við Garðaskóla, Garðabæ. Vega- i lengdir eru 2 km, 5 km og 7 km án tímatöku. Allir sem Ijúka hlaupunum fá verðlaunapening og T-bol. Upplýsingar á sta'ifstofu j ÍFA (íþróttir fyrir alla), íþrótta- i miðstöðinni í Laugardal í síma 581 3377. 23. júní: Miðnæturhlaup á Jónsmessu Hlaupið hefst kl. 23.00 við ; sundlaugina í Laugardal í i Reykjavík. Vegalengdir: 3 km án tímatöku og flokkaskiptingar, 10 km með tímatöku. Flokkaskipt- ; ing bæði kyn: 18 ára og yngri, ; 19-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í heildina og fyrsta sæti í hverjum flokki. Út- dráttarverðlaun fyrir þátttakend- ur í 3 km. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T-bol. I Búningsaðstaða í sundlauginni og frítt í sund. Upplýsingar á i skrifstofu Reykjavíkur maraþons I í síma 588 3399. ; 25. júní: Víðavangshlaup HSÞ í Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í síma 464 3107. 27. júní: Mývatnsmaraþon Keppni í maraþoni hefst j klukkan 12.00, hálfmaraþoni ; klukkan 13.00, 3 km og 10 km j klukkan 14.00 með tímatöku. Mæting viö Skútustaði. 11.júlí: Fjallaskokk ÍR Hlaupið hefst klukkan 13.00 ; við skíðasvæði ÍR í Hamragili, [ skráning frá klukkan 11.00 um morguninn. Vegalengd: 12 km i með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 i ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára * og eldri. Þetta er sjálfstæð keppni en einnig hluti af tvíþraut frjáls- : íþrótta- og skíðadeildar (svipuð leið einnig gengin á öðrum árs- tíma á skíðum og reiknuð heild- arúrslit). i 11. júlí: Hvalfjarðargangahlaup ! Vegalengd er 6 km án tíma- : töku. Skráning fer fram í vik- unni fyrir hlaup. Upplýsingar: Ozone, Akranesi, í sima 431 1301 I og Reykjavíkur maraþon í síma j 588 3399. j 12. júlí: Bláskógaskokk HSH j Hlaupið hefst klukkan 12.00, j skammt frá Gjábakka. Vega- : lengdir 5 km og 16 km með tíma- ; töku. Flokkaskipting bæði kyn: ; 16 ára og yngri (5 km), 17-39 ára, ; 40-49 ára, 50 ára og eldri. Upplýs- j ingar á skrifstofu HSK, Engja- vegi 11 Selfossi, sími 482 1189 og j FAX 482 2909. 18. júlí: Akureyrarmaraþon Hlaupið hefst og endar á j iþróttaveUinum á Akureyri. Vegalengdir: 3 km skemmtiskok, ! einn flokkur, 10 km og hálfmara- ; þon með tímatöku. Flokkaskipt- j ing bæði kyn: 13-15 ára (10 km), ! 16-39 ára (hálfmaraþon), 40-49 j ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára j og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu i hverjum flokki. Allir sem j ljúka keppni fa verðlaunapening. j Upplýsingar hjá UFA, pósthólf ! 385, 602 Akureyri. Miðnæturhlaup á Jónsmessu Nú fer að líða að hinu skemmti- lega og árlega Miðnæturhlaupi á Jónsmessu. Miðnæturhlaupið fer nú fram í sjötta sinn mánudaginn 23. júní og hefst klukkan 23.00. Vegalengdir í hlaupinu eru tvær. Sú lengri er 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu. Keppt verður í aldursflokkum, 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Einnig verður hlaupið skemmtiskokk án flokkaskiptingar og tímatöku. Miðnæturhlaupið fer fram í Laugardalnum og hefst og endar við Laugardalslaugina. Skráning í hlaupið hefst klukkan 14.00 á hlaupadag og eru hlauparar beðnir að mæta tímanlega til skráningar. Þátttökugjald verður krónur 800 á manninn en 600 krónur fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í því gjaldi er verðlaunapeningur, T-bolur og fleira. Eftir hlaupið er síðan öllum þátttakendum boðið í sund. Umsjón ísak Örn Sigurðsson Hlauparar koma gagngert í hlaupið víðs vegar að af landinu. Töluverður fjöldi útlendinga hefur tekið þátt í hlaupinu á hverju ári og þykir þeim mikið til þess koma að hlaupa á þessum tíma sólar- hrings í björtu veðri. Sigmar Gunnarsson hefur unnið sigur í þessu skemmtilega hlaupi síðast- liðin flmm ár og forvitnilegt verð- ur að fylgjast með því hvort hann vinnur i sjötta sinn í röð. Þess má geta að Miðnæturhlaupið er jafn- framt ólympíuhlaup ársins. -ÍS íslandspóstur hf. stvður konur íslandspóstur hf. hefur ákveðið að greiða þátttökugjaldið í Kvennahlaupi ÍSÍ fyrir allar konur sem vinna hjá fyrirtækinu. Alls vinna um 1000 kon- ur hjá íslandspósti og þykir forsvars- mönnum póstsins þetta kærkomið tækifæri til þess að hvetja til útivistar og heilsuræktar. -ÍS Þeir sem taka þátt í Miðnæturhlaupinu á Jónsmessu fá sérstakan T-bol til eignar, sams konar og þessir hressu hlauparar klæddust á æfingu sinni í Laugardalnum í síðustu viku. Að sjálfsögðu stefna þeir allir að því að verða með í hlaupinu í ár. _________________________________________DV-mynd GVA Hlaupaá Vika 3 Mánudagur Þriöjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hraðaæfing: Hraðaleikur: Skemmtiskokk hvíld 25 mín. skokk eða ganga hvíld 30 mín skokk eða ganga hvíld 25 mín skokk eða ganga sund eða hjólreiðar 10 km byrjendur 25 - 35 mín. rólega hvíld 25 - 35 mín. rólega hvíld 25 - 35 mín. rólega sund eða hjólreiðar 30 - 40 mín. róiega raþon 1998 22.-28. júní 10 km lengra komnir 6 - 8 km rólega 20 mín. rólega og hraðaæfing hvíld 40 mín. hraöaleikur hvíld eða létt skokk 6 - 8 km rólega 8 -14 km rólega 15 x ÍOO m meö 100 m rólegu skokki á milli spretta. Hraöinn sé meiri en kepnishraði í 10 km hlaupi en alls ekki sprettur á fullri ferð. Hlaupa rólega í 5 -10 mín, síðan til skiptis álag 11 mín og rólegt skokk í 1 mín, alls í 20 mín. Skokka rólega I lokin. Álagskaflarnir séu á 10 km keppnishraöa eða hraðar. Vika 3 Hálfmaraþon og maraþonhlauparar. Þrjár lykilæflngar: 1. 50 mín hraðaleikur. 10 mín upphitun, síöan álagshluti þar sem skiptast á álagskaflar og skokk sem tekur sama tíma, álagskaflarnir séu 2 mín, 3 mín, 4 mín, 3 mín, 2 mín, 10 mín skokk t lokin. Hraöi í álagsköflum sé 10 km keppnishraði eða hraöar. 2. 10 -15 km á vaxandi hraöa. Byrja rólega en fara vel yfir keppnishraöa. 3. 14 - 26 km rólega (maraþonhlauparar yfir 18 km) Aðrar æfingar séu róleg langhlaup (30 - 60 mín). Róleg æfing daginn eftir erfiöa æfingu. Friðarhlaup í kringum landið Þann 19. júní lagði hópur fólks land undir fót á vegum Heimsfriðar- hlaupsins £Bri Chinmoy Oneness- Home Peace Run“. Stutt upphafsat- höfn fór fram í Reykjavík kl. 12 á hádegi en að henni lokinni lögðu hlauparar af stað eftir Þjóðvegi 1 í austurátt. Friðarhlauparar verða á ferðinni í tíu daga og þrjár nætur. Með lokaathöfn verður tekið á móti Friðarhlaupinu í Reykjavík um klukkan tvö sunnudaginn 28. júní eftir um það bil 1400 kílómetra hlaupaleið eftir Þjóðvegi 1. 12 manna hlaupahópur fylgir hlaupinu en Friðarhlaupið er fyrst og fremst almenningsboðhlaup og hlauparar um allt land koma til með að bera kyndil Friðarhlaupsins sín á milli. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem haldiö hefur verið annað hvert ár frá því árið 1987. Það er sífellt að stækka og er nú hlaupið í um 80 löndum heims. Stórt hlaup er nú í gangi eftir Nor- egi endilöngum og frá Strassbourg í Frakklandi til Cardiff á Englandi sem er í tengslum við fund Evrópu- sambandsins seinna i mánuðinum. Nú þegar er hafm skipulagning á gríðarlega stóru Friðarhlaupi á síð- asta ári aldarinnar og árþúsunds- ins. Hlaupið verðrn- i öllum löndum heims og hvem dag ársins verður hlaupið einhvers staðcir í heimin- um. Þannig gefst fólki um allan heim tækifæri til að tjá þrá manns- ins til hugsjóna friðar, frelsis og bræðralags. Á næsta ári verður íslenska Frið- arhlaupið enn stærra 1 sniðum en í ár. Hlaupið verður eftir strönd landsins, samtals 3200 kílómetra leið. Einnig er reiknað með að Fær- eyingar og Grænlendingar hlaupi með okkur á svipuðum tíma. Þátt- taka í Friðarhlaupinu er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að hlaupa í þágu friðar. Fólki er frjálst að hlaupa hverja þá vegalengd sem það kýs og er engra þátttökugjalda kraf- ist. Hægt er að hafa samband við Friðarhlaupið í síma 553-2354 til að fá frekari upplýsingar og einnig sjá íþrótta- og ungmennafélög víða um land um hlaupið á sinu svæði. -ÍS Friðarhlaupiö er alþjóölegt kyndilboöhlaup sem haldiö hefur veriö annaö hvert ár frá því áriö 1987. Komdu og fáðu hlaupaskó sem henta: * þinni þyngd og hlaupalagi * þinni vegalengd og því undirlagi sem þú hleypur á Mesta úrval landsins af hlaupaskóm og sérhæföum hlaupafatnaöi. Skoöum hvernig þú stígur niöur. Notum hlaupabretti og upptökubúnaö. ___________________________ Láttu fagmennina finna /xmmmmmm réttu skóna fyrir þig. Fætur eru okkgr fag XSTOÐTÆKNl 64 dagar til Reykjavíkur maraþons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.