Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sjálfsvíg á Litla-Hrauni: Rannsókn- ar kraf ist r Á annan tug sjálfsvígstilrauna hef- ur átt sér staö á Litla- Hrauni á þessu ári, samkvæmt heimildum DV. Þrír fangar hafa svipt sig lífi í fangelsinu á árinu. A annan tug sjálfs- vígstilrauna hefur átt sér stað í fang- elslnu samkvæmt helmildum DV. Fram- kvæmdastjóm Mannréttinda- skrifstofu ís- lands sendi í gær frá sér til- kynningu þar sem hún lýsti yf- ir verulegum áhyggjum vegna fjölda sjálfsvíga og sjálfsvígstil- rauna í fangels- inu. Mannrétt- indaskrifstofan ætlar aö beita sér fyrir því aö ffam fari rann- sókn á vegum óháðra aðila vegna þessara tilvika. Skrifstof- an mun fara ffam á við fangelsiyfirvöld að fá allar skýrslur vegna þessara mála. Mikil gagnrýni hefur verið vegna skorts á geðlæknisþjónustu í fangels- —jinu. Enginn geölæknir hefur verið til staðar í fangelsinu síðan um áramót. „Það em þó nokkur tilvik þar sem fangar hafa reynt að skaða sjálfa sig. Ég tel þó að það sé ekki nema í örfáu- um tilvikum hægt að tala um sjálfs- vígstiiraunir. Oftast em fangar með þessu að reyna að vekja athygli á sér. Það era fangar á Litla-Hrauni sem eiga við sálræn og félagsleg vandamál að stríða. Oft era þetta sömu einstak- lingamir sem era ítrekað að skaða sig,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, for- stjóri Fangelsismálastofnunar, að- spurður um málið. -RR Opel Vectra ■ -stílhreinn og fágaður Bílheimar ehf S. 525 9000 VAR ENGIN SMUGA Á SEKT? Grafarþögn um Sigurðar- a málið \ DY Osló: Stjúpurnar skarta sinu fegursta og sól skín i heiöi. Litla stúlkan á myndinni var upptekin við að velja blóm ásamt mömmu sinni er Ijósmyndara DV bar að og átti hún greinilega erfitt með að gera upp á milli blómanna. DV-mynd Teit- Útlit fyrir að fjórar af fimm móttökudeildum fyrir geðsjúka verði lokað: Fyrir ári fóra norskir fjölmiölar hamforum vegna „tilrauna skipstjór- ans á íslenska bátnum Sigurði VE til að stela norskri síld“ eins og hann hét þá. Fyrir snarræði norsku strand- gæslunnar tókst að koma í veg fyrir þjófnaðinn og færa íslensku sjóræn- ingjana til hafiiar. Svo lítill fjölmiöill var vart til í Noregi að hann greindi ekki frá óhæfu þessari. Sjónvarps- stöðvar útlistuðu málið í smáatriðum og stóra landsblöðin vora dag eftir dag full af fréttum af óheiðarleika ís- lendinganna. Svo féll dómur í undir- rétti og sagan endurtók sig. íslending- ar vora dæmdir þjófar. Nú er endan- legur dómur fallinn og ósigur Norð- manna alger. En enginn af stóra fjöl- miðlunum nefhir niðurstöðuna. Ríkis- sjónvarpið, TV 2, Aftenposten, Ver- dens gang og Dagbladet, fimm fjöl- miðlar sem sjá Norðmönnum fyrir fréttum daglega, nefna ekki dóminn í Sigurðarmálinu. Ekki eitt orð. -GK Tugir geðsjúkra verða á götunni - reiðileysi getur ýtt undir neyslu áfengis og fikniefna „Það er óskaplega erfitt að gera sér grein fyrir afleiðingum uppsagnanna. Staðreyndin er að einungis ein af fimm móttökudeildum fyrir geðsjúka einstaklinga verður opin og báðar bráðamóttökudeildimar lokaðar. Þetta þýðir að 70-90 geðsjúkir einstak- lingar fá ekki lengur inni,“ segir Þór- unn Pálsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri geðlækningasviðs Rík- isspítalanna, við DV. Uppsagnir 80 til 85 prósent hjúkr- unarfræðinga á móttökudeildum fyrir geðsjúka taka gildi um mánaðamótin. Einhverjir hinna 70-90 sjúklinga á deildunum fá inni hjá aðstandendum eða annars staðar en stór hluti þeirra verður á götunni eftir 1. júlí komi til uppsagna. Hjúkrunarfræðingar á tveimur langiegudeildum fyrir geð- sjúka hafa hins vegar ekki sagt upp og verður starfsemi þar óbreytt. Þórunn segir að sá starfskraftur sem eftir verður verði nýttur til hins ýtrasta svo hægt verði að halda bráða- þjónustu opinni allan sólarhringinn og móttökudeild með 17 plássum. Þar munu þeir ganga fyrir sem era veik- astir að mati lækna. í tilfellum þar sem sjúklingar munu geta hafst við hjá aðstandend- um verður reynt að veita heimilum þjónustu eftir megni með hjálp ófag- lærðs starfsfólks og sjúkraliða. En ljóst er að á fjölda heimila er engin aðstaða til að taka við geð- sjúkum og gatan ein blasir við. Þór- unn segir það verulegt áhyggjuefiii. Reiðileysi sé almennt afar slæmt fyrir geðsjúklinga, ekki síst þann hóp sem er í hættu gagnvart neyslu áfengis og fiknieíha. Einhverjir sjúklinga munu leita afdreps á börum borgarinnar. „Það er ljóst að í málum geðsjúkra er alvarlegt ástand í uppsiglingu, það alvarlegasta sem menn hafa horfst í augu við. Margir þessara einstaklinga geta hvergi annars staðar verið en undir handleiðslu sérfróðra. Við erum reyndar með þjónustu við fólk utan spítalanna. En við náum engan veginn að taka við þeim fjölda sem verður útskrifaður," segir Ingólíur H. Ingólfsson, formaður Geðhjálpar. -hlh Keikó til Eyja: Farþegaskip fyrir frétta- menn Free Willy-samtökin reikna með að fjölmiðlafólk verði svo margt þegar Keikó kemur til Vestmanna- eyja í september - jafnvel um 1000 manns - að þeir hafa hafið undir- búning að því að fá stórt farþega- skip til að hýsa mannskapinn. Um milljarður jarðarbúa er talin munu fylgjast með atburðinum. í fréttaskýringu á bls. 20 er einnig greint frá því að það muni taka um 3 ár að fá úr því skorið hvort Keikó muni spjara sig sjálfur I Atlantshafmu. Gerist það ekki gæti Keikó orðið í kvínni í Vest- mannaeyjum um 20 ár, þar til hann deyr. Risastór Antonov-flugvél með flotkví fyrir Keikó var væntanleg til Keflavikur í gærkvöld. Áætlað er að kvíin verði flutt með stórum flutningabílum til Þorlákshafnar í dag og þaðan með Herjólfi til Vest- mannaeyja. -Ótt V ; 10, Ipplýsingar frá Vefturstofu íslands Sunnudagur Veðrið á morgun: Veðrið á mánudag: Hæg suðlæg átt Hlýtt veður sunnanlands Á morgun er gert ráð fyrir fremur hægri suðlægri átt með dálitlum Á mánudag verður golá eða kaldi norðvestan til en hæg norðlæg eða skúrum, einkum austanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig. breytileg átt annars staðar. Dálítil rigning verður með köflum, einkum norðanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 65. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.