Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 JL^"V
26 Hbgf fólk
'W K
Hitt Húsið og Jafningjafræðsl-
an hefur orðið fyrirmynd
fyrir stefnu Tonys Blairs í
Bretlandi. Starflð heldur áfram á
fullu í sumar og eru um 30 ung-
menni á launum hjá Reykjavíkur-
borg til að vinna við forvamir og
fræðslu hjá Vinnuskólanum.
Fólkið sem starfar hjá Jafningja-
fræðslunni er ungt og vill láta til sín
taka. í forsvari er Hildur Sverris-
dóttir sem er nítján ára.
Ekki með reiddan hnefa
„Ég fann alveg fyrir vandanum
en hafði ekki sérstaklega miklar
áhyggjur af þessu öllu saman fyrr
en ég kom hingað,“ segir Hildur.
„Þá áttaði ég mig á að þetta væri
kannski vandamál. Maður heyrir
bara það góða þegar maður er sjálf-
ur unglingur. Þetta var ekki nein
brjáluð hugsjón. Það væri mjög
skemmtilegt að geta sagt það en
þannig er það því miður ekki. Ég
vissi varla hvað Jafningjafræðslan
var. Verkefnið er síðan orðið að
hugsjón.
Við vitum að i vinahópum er
aldrei talað um hið leiðinlega við
neyslu, hversu illa manni iíður dag-
inn eftir, vikuna eftir eða árið. Okk-
ur fmnst ósanngjarnt ef einhver
lendir inni á Vogi vegna einhvers
sem bróðir vinar nágrannans sagði
honum og vissi kannski ekki betur.
Okkar starf gengur út á það að
fræða. Það em sjálfsögð mannrétt-
indi að vita þetta. Við ætlum ekki
„Ég held að þessi X-kynslóð sé með þeim betri. Ungt fólk er að vakna og er ofboðslega virkt,“ segir Hildur Sverris-
dóttir.
DV-myndir ÞÖK
GraslaustBgaman
„Við vitum að í vinahópum er aldrei talað um hið leiðinlega við neyslu,
hversu illa manni líður daginn eftir, vikuna eftir eða árið.“
að predika með reiddan hnefa, við
erum ungt fólk sem hefur ákveðnar
skoðanir og vill koma þeim á fram-
færi.“
Sænska löggan
Fyrir nokkmm vikum kom hing-
að til lands sænskur lögreglumaður
sem hélt því fram að stór hluti
þeirra sem vom á Prodigy-tónleik-
um í Laugardagshöll hefði verið
undir áhrifum eiturlyfja. Hvað
finnst Hildi Sverrisdóttur um það?
„Við vorum nú svolítið sár fyrir
hönd Eillra unglinganna okkar. Það
er vonandi að foreldrar hætti ekki
að hleypa bömunum sínum á tón-
leika. Þótt við höfum engar aðrar
tölur í höndunum efumst við stór-
lega um þetta háa hlutfall. Ég held
að hann hafi ekki áttað sig á að Is-
lendingar eru komnir skrefi lengra
í að geta skemmt sér, öskrað og æpt,
án þess að vera í vimuefnum. Ég
held að hann sé ósköp sænskur og
hafi ekki kynnst því. Spurningin
um alvarleika vandamálsins er
mjög erfið. Ég var á UNESCO-ráð-
stefnu með forvarnaaðilum alls
staðar að úr heiminum. Þar sá ég að
annars staðar var aðalatriðið að
berjast gegn heróínframleiðslu og
að byggja skýli fyrir bömin á göt-
unni. Hér er það aðallega hassið og
áfengið sem er vandamál. Það er
samt stórt vandamál því að við vit-
um hvert það getur leitt. Við erum
vamarlaus en ísland er örugglega
eina landið sem hefur möguleika á
að verða eiturlyfjalaust árið 2050.“
Heilagleiki og helvíti
í fræðslunni er blandaður hópur
þeirra sem hafa verið í neyslu og
þeirra sem aldrei hafa prófað nokk-
uð.
„Ég held að það sé betra fyrir
þann sem er í vanda að hlusta á
þann sem hefur farið á botninn. Við
höfum þó alla póla í hópnum: Þá
sem hvorki hafa drakkið né reykt;
þá sem hafa farið á botninn og kom-
ist upp aftur og þá sem era normið,
fá sér í glas annað slagið. Við ein-
blínum ekki á heilagleikann eða
helvítið. Við leggjum ekki síður
áherslu á þann sem hefur aldrei
drakkið því að það er ekki síður
hetjuskapur aö fara í gegnum ung-
lingsárin edrú og maður sjálfur. Nú
er það líka þannig að á aldrinum
16-20 ára er fólk of gamalt til að
komast inn í félagsmiðstöðvar og of
ungt til að komast inn á skemmti-
staði. Þetta eru því fjögur ár sem
maður stendur og snýr sér í hringi.
Hópui í fræðslu kveikir frekar ef
einhver segir frá vini sem er í
neyslu eða alkóhólisma á heimili.
Aftur á móti hugsar fólk: „Vá, sjáið
gaurinn sem fór í dópið ... en þetta
kemur ekki fyrir mig.“ Það er því
mikilvægt að heyra allt.“
X-kynslóðin
„Ég held að löggan ætti að taka
upp sömu rassíu gegn eiturlyfjum
og gegn hraðakstri. Ég held að það
væri ekki svo galið að leggja sömu
áherslu á það sem er að drepa okk-
ur. Það klikkar svo margt. Það
eru allir með hugsjónina á
hreinu. Það er bara hvernig á að
fara að þessu.“
Hildur er mjög ánægð með þá
sem eru að vinna í Jafningja-
fræðslunni og segir að mikið af
ungum hæfileikaríkum krökkum
sé að vinna að félagsmálum ungs
fólks.
„Krakkarnir hafa verið að segja
af hverju þeir sóttu um vinnu hjá
Jafningjafræðslunni og það er yfir-
leitt vegna þess að þeir vilja láta
gott af sér leiða. Ég held að þessi
X-kynslóð sé með þeim betri. Ungt
fólk er að vakna og er ofboðslega
virkt. Við erum ungt fólk sem hef-
ur gaman af lífinu og því að vera
við sjálf.“
... í prófíl
Magga Stfna
tónlistarmaður
Fæðingardagur og ár: 22.
janúar 1968.
Maki: Enginn.
Börn: Salvör Gullbrá.
Starf: Tónlistarmaöur.
Skemmtilegast: Salka,
sund, spila.
Leiðinlegast: Ekkert, held
ég.
Uppáhaldsmatur: Það fer
bara eftir tíma og rúmi
og tímarúmi.
Uppáhaldsdrykkur: Það er
alveg eins með það, llka
kompaní.
Fallegasti
karlinn
(fyrir utan
maka): Hver er eiginlega
þessi maki?
Uppáhaldslíkamshlutinn:
Ég hætti að skilja orðið
líkamshluti þegar ég sá
spurninguna.
Ertu hlynnt eða andvíg rík-
isstjórninni? Andvíg, al-
veg absalútt!
Með hvaða teiknimynda-
persónu vildirðu eyða
nótt? Engri um nótt en
með Batman yfir daginn.
Uppáhaldsleikari: Ef ég er
trúr mínum þá er það
Babbi DeNiro, annars
Steve Buscemi.
Uppáhaldstónlistarmaður:
Elvis.
Sætasti stjórnmálamaður-
inn: Maður verður ekki
sætur af stjórnmálum.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
Staupasteinn. Ég veit að
hann er hætt-
Leiðin-
legasta
kvik-
myndin:
Tvöfalt líf Veroniku sló
allt út.
Fallegasta röddin: Sölku-
rödd.
Sætasti sjónvarpsmaður-
inn: Sigurjón Kjartans-
son og Jón Gnarr.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Ég er að vinna í því...
Hvað ætlarðu að verða þeg-
ar þú verður stór? Sjó-
maður á Sómabát.
sm