Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 8
8 HeIkerinn LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 T>V Konráð Þorsteinsson á Akureyri gengur í það heilaga í dag: Innbakað lamb fyrir brúðguma - að elda í Akureyrarkirkju en sú heppna er Sólrún Torfadóttir. Nú er líka um að gera fyrir karl- ana að rífa sig upp úr HM-sófanum og setja á sig kokkahúfuna. Þá yrðu skoruð mörg mörk. Hér kemur svo uppskriftin en hún miðast viö 4-6 manns: 1-1‘/2 kg lambafilet smjör til steikingar 2 dl ferskar kryddjurtir (t.d. blanda af myntu, basiliku og stein- selju) 2 msk. matarolía 1 msk. franskt sinnep 400 g smjördeig (tilbúið) 1 egg Þá er það aðferðin. Þið byrjið á að brúna kjötið í smjöri og kæla að því loknu. Grófsaxið kryddjurtirnar og blandið þeim saman. Hrærið saman matarolíu og sinnepi og blandið sam- an við kryddjurtimar. Fletjið næst út smjördeigið þar til það er orðið nógu stórt til að pakka lambvöðvanum inn í. Smyrjið krydd- jurtablöndunni ofan á smjördeigið, leggið kjötið ofan á, penslið sam- skeytin með vatni, pakkið saman og lokið vel. Penslið loks deigið með léttþeyttu eggi og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 15-20 mínútur. Sveppasósa með Sem meðlæti þá mælir Konráð með kartöflum, tómötum og spergilkáli og að sjálfsögðu sósu. Hann lét okkur í té uppskrift að góm- sætri sveppasósu sem verður að fylgja með: 200 g sveppir smjör til steikingar 2 dl rjómi 1 msk. franskt sinnep V2 tsk. sykur 2 msk. viski 1 msk. niðursoðin rauð piparkorn Skerið sveppina í sneiðar og steik- ið í smjöri. Hellið ijóma út í og kryddið með sinnepi, viskíi, sykri og piparkornum. Sjóðið þar til sósan þykknar. Þá er allt tilbúið og við Konráð segjum við „til hamingju með daginn“ og alla hina: Verði ykkur að góðu! -bjb Konráð Þorsteinsson yfir pottunum hjá Lostæti á Akureyri. DV-mynd gk „Þetta er einfaldur réttur sem hentar vel fyrir alla karlmenn að elda fyrir konurnar sínar, ekki síst á hveitibrauösdögunum," segir Kon- ráð Þorsteinsson, matreiðslumaður á Akureyri og sælkeri vikunnar, sem gefur okkur uppskrift að innbökuð- um lambvöðva með ferskum kryddjurtum. Konráð starfar hjá veislu- og veitingaþjón- ustunni Lostæti á Akureri. Svo skemmtilega vill til að Konráð ætlar að kvænast í dag Þessi kaka er tilvalin með sunnudagskaffinu eða hvenær sem fólk viO fá sér ljúffenga kökusneið og kannski smárjóma með. 2 egg 225 g flórsykur 100 g smjörlíki 1,5 dl nýmjólk 175 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 3-4 epli Aðferðin: ISmyrjið eldfast mót eða form. Þeytiö eggin og 200 g af flórsykri saman þangað til blandan verður þykk og þeyt- arinn skilur eftir sig for þegar honum er lyft upp úr. Setjið smjörið og mjólkina í pott. Látið sjóða og hræriö eggin og sykurinn saman við. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman við en varist kekkja- myndun. HeUiö deiginu síðan Ií formið. Flysjið eplin og skerið nið- ur. Setjið þau síðan ofan á deigið og dreifið afgangnum af flórsykrinum yfir. Bakið í ofni við 200° í 20-25 mínútur eða þangað til hún er oröin gullbrún á lit. Leyfið kökunni að kólna, skerið síðan í sneiöar og berið fram. Það er ósköp gott að hafa rjóma með. -sm Wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm matgæðingur vikunnar Kolbrún Erna Pátursdóttir leikkona: Buff a'la Kolbrún „Þessi uppskrift litur kannski út fyrir að vera flókin en í raun eru hún það ekki. Þetta er mjög gómsætt," segir matgæðingur vikunnar, hún Kolbrún Ema Pétursdóttir leikkona sem um þessar mundir vinnur við talsetningu teiknimynda á Barnarásinni, nýju sjónvarpsstöðinni fyrir unga fólkið. Kolbrún býður okkur upp á kjúkl- ingabauna- og hnetubuff. Segir upp- skriftina vera í stærra lagi en þá sé bara að frysta buffin og taka t.d. út þegar verið sé að grilla. Við byrjum á hráefninu: 200 g kjúklingabaunir (lagðar í bleyti í 6 tíma og soðnar í 1 klst.) 1 dl kúskús (sjóðið ca 114 dl af vatni, takið pottinn af hellunni og setjið kúskúsið út í vatnið, setjið lok yfir og látið standa í 2 mínútur) 150-250 g muldar jarðhnetur (mag- nið fer eftir smekk en geymið eitt- hvað fyrir heitu sósuna) 2-3 meöalstór hvítlauksrif sojasósa grænn pipar Herbes de provens (krydd frá Pottagöldrum) arabískt kjúklingakrydd (Potta- galdrar) 1 dl brauðmylsna Maukið baunirnar annaðhvort í blandara eða með kartöflustappara. Hrærið kúskúsið og jarðhnetumar saman við og bleytið í með sojasó- sunni. Athugið að ef notaðar em salt- aðar jarðhnetur ber að varast að nota mikið af sojasósunni þar sem sumar tegundir eru mjög saltar. Einnig er hægt að setja jarðhneturnar inn í viskastykki áður en þær era muldar til að taka af þeim mesta saltið. Kryddið út í smátt og smátt og það er bara að bragða á „deiginu" til að vita hvenær er komið nóg! Brauömylsnan er síðan notuð til að halda „deiginu" saman og ef sett er of mikið er bara að setja örlítið vatn saman við. Þá eru bufiln mótuð og steikt í ólíf- ulolíu við meðalhita þar til þau eru orðin vel gullin (6-10 minútur á hvorri hlið, fer eftir hitanum). Buffið er gott bæði heitt og kalt. Ef það er borið á borð með heitri sósu er gott að sefja buffið á beð af grænu tagliatelle pasta og með fersku græn- metissalati. Ef buffin eru borin fram með kaldri sósu er gott að hafa hris- grjón með. Heit sósa 14-1 dl af þurrkuðum black fungus sveppum (má líka nota venjulega sveppi) 1 niðursneidd gulrót 1 lítil paprika pilsner eða bjór (ekki rammur) rjómi Aðferð- in: Leggið sveppina í bleyti í soðið vatn og leyfið þeim að liggja í nokkrar mínútur. Skolið sveppina í sigti og þerrið lítillega og skellið þeim á heita pönnu ásamt gulrótinni og paprikunni. Kryddið með því kryddi sem notað var í buffm eða öðra uppáhalds- kryddi. Steikið við háan hita í u.þ.b. mínútu í ólífuolíu. Hristið pönnuna vel og athugið að það brestur og brakar i fungusinum. Að lokum er 1 dl af vatni skellt á pönnuna og allt látiö krauma í þrjár mínútur. Af- ganginum af jarðhnetumylsnunni er hrært út í. Pilsner eða bjór er skellt saman við þannig að freyði vel og látið krauma í 1-2 mínútur. Sósan er síðan þykkt með rjóma í lokin og ef sósan þykir of þunn þá er hún þykkt með maísmjöli. Köld sósa 2 dl af AB-mjólk 2 hvítlauksrif svartur pipar örlítið salt Kolbrún segir einnig gott að hafa súrsæta sósu á móti köldu sós- unni. Hún skor- ar svo á Bryndisi Hilmars- dóttur að verða næsti matgæðingur DV. -bjb/-sm Kolbrún Erna Pétursdóttir leikkona ásamt Rebekku, dóttur sinni, meö hráefniö tilbúiö. DV-mynd Teitur burrito Það er eitthvað óstjórnlega sumarlegt við mexíkóskan mat og þess vegna er hér uppskrift að ljúffengu og hollu bauna- Iburrito. 4 mjúkar tortillakökur 400 g nýmabaunir 175 g rifmn ostur (cheddar t.d.) V2 haus af icebergsalati H stórt avokadó, sneitt 4 msk. sýrður rjómi salsasósa Aðferðin: Leggið tortillakökurnar á borð og setjið fjórðung af nýrnabaununum á miðju hverr- ar köku. Dreifið ostinum yfir og leggið salatið og avokadóið ofan á. Rúllið kökunni síðan upp og lokið endunum. Setjið rúllurnar á plötu og bakið í ofni við 200° í 10-12 mín- útur. Setjið rúllurnar á disk og sýrðan rjóma yfir. Berið siðan fram með salsasósu. Salat með fetaosti og oregano tilvalið er að minnka uppskrift- ina og hafa með baunaburritoinu sem er hér fyrir ofan. Salatið: 1 stór salathaus (fíngert salat) 500 g tómatar, skomir í báta 1 gúrka, skorin endilöng og sneidd niður 1 græn paprika, snyrt og sneidd 250 g fetaostur í teningum 1 msk. söxuð mynta 1 msk. þurrkað oregano 24 svartar ólífur salt og pipar Salatsósan: 4 msk. sítrónusafi 6 msk. extra virgin ólífuolía Nú eru allar verslanir að springa utan af fersku og góðu grænmeti. Það er því tilvalið að nýta sér þaö og búa til salat. Þetta salat er fyrir 6-8 manns en Aðferðin: Þvoiö salatið og þurrkið. Rífið það niður og setjið í stóra skál með hinu grænmetinu og krydd- inu. Blandið sítrónusafanum og ólífuolíunni saman og hellið yfir salatið rétt áður en það er borið fram og hristið skálina. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.