Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 Ferðafélagið Útivist á Hornströndum í sumar: Með björg á báðar hendur BBC á stórhvalaslóð við Snæfellsnes: Á sjó með sjónvarpsfólki DV, Stykkishólmi: Helgina 20.-21. júní mun breska sjónvarpið BBC senda til landsins þáttageröarmenn til þess að taka m.a. upp þátt um steypireyði við íslands- strendur. Þátturinn verður tekinn upp fyrir The Really Wild Show sem er vinsæll fjölskylduþáttur hjá BBC. Um 3 millj- ónir manna í Bretlandi horfa venju- lega á þennan þátt og mun hann verða sýndur viða í Evrópu áður en hann fer í alþjóðadreifingu. Leiðsögu- maður í þáttunum er Mark Cardwar- dine, þekktur hvalaáhugamaður, sem hefur gefið út ljósmyndabækur og handbækur um hvali. Hópurinn fer með hvalaskoðunar- skipi Eyjaferða frá Ólafsvík tvo daga í röð en hefðbundnar ferðir Eyjaferða falla ekki niður þess vegna heldur verður fólki boðið upp á að fara með. Undanfarið hefur skip Eyjaferða, Frá stofhun Útivistar hafa Hom- strandaferðir verið fastur liður í fé- lagsstarfseminni. Þeim má gróflega skipta i þrjá flokka. í fyrsta lagi hefðbundnar ferðir og er þá fyrst og fremst átt við gönguleiðimar Aðalvík - Homvík og Homvík - Reykjafjörð með stutt- um dagsferðum út frá þessum leið- um. í þessum ferðum er gengið um hinar eiginlegu Homstrandir og björgin beggja vegna Homvíkur, Hælavíkurbjarg og Hombjarg, skoð- uð eins og tími vinnst til. í þessum ferðum þarf að ganga með bakpoka með þeim búnaði sem þarf til farar- innar, þar með talið tjald, svefnpoki og nesti. Vart verður komist af með léttari byrðar en 16 til 20 kíló en flestum reynist það ekki mjög erfitt. Bækistöðvaferðir í öðru lagi er átt við bæki- stöðvaferðir þar sem legið er í tjöld- um á sama stað í nokkra daga og farið í dagsferðir um nágrennið. Þar hcifa þrir staðir aðallega orðið fyrir valinu, Homvík, Reykjafjörð- ur og Aðalvík. Allir þessir þrír stað- ir em ákaflega vel fallnir til slíkra ferða. í Homvík era björgin á báðar hendur, Hælavíkurbjarg og Hom- bjarg, til þess að ganga á auk þess sem gönguferð um vikina sjálfa og yfir í Látravík að Hombjargsvita er góður kostur. Úr Aðalvík era góðar gönguleiðir um víkina, á Rit, Straumnesfjall, til Hesteyrar og til fleiri staða innan seilingar. Gönguleiðir í Reykjafirði og ná- grenni hans eru einnig margar. Má þar til dæmis nefna göngu um Þara- látursnes, göngu á Geirólfsnúp, á Hrolleifsborg á Drangajökli og fleiri. Fyrir þá sem vilja síöur ganga með þunga bakpoka henta þessar ferðir sérstaklega vel. Allir sem eitt- hvað era vanir að ganga geta tekið þátt í þessum ferðum. Þær hafa einnig þann kost að vilji einhver þátttakandi af einhverjum ástæðum taka þaö rólega einn eða fleiri daga getur hann stillt göngu í hóf í ná- grenni tjaldbúða á meðan aðrir halda á íjarlægari staði. í þriðja lagi má nefna óhefðbundn- ar ferðir. Þá er átt við gönguferðir um svæði sem sjaldnar er gengið um. Það á til dæmis við um leiðir á Austurströndum og víðar. í þessum ferðum þarf að bera allan búnað eins Hælavíkurbjarg á Hornströndum. og lýst er hér að framan í málsgrein- inni um hefðbundnar ferðir. Nú í sumar býður Útivist upp á ferðir í öllum þessum flokkum. Fjölbreyttar feröir í ferðinni Hornvík-Reykjafjörður, sem verður 11. til 18. júlí, er gengið al annars verður farið á Hrolleifs- borg á Dranga- jökli ef veður leyfir. Einnig er í boði sex daga ferð þar sem gengið er til Homvíkur. Ferð- in stendur í níu daga og á fyrsta degi er gengið að Sæbóli í Aðalvík en á öðram degi að Látrum og gist þar í tvær nætur og gengið á Straumnesfjall. Einnig er hægt aö fara í kvöld- göngu úr Fljóta- vík á Kögur. í Hornvík verður dvalið í tvo heila daga og farið að Hornbjargsvita í Látravík og á Hombjarg. Ferð- inni lýkur síðan í Veiðileysufirði. Boðið er upp á eina bækistöðv- arferð í Hornvík. Þá er gengið um víkina og ná- grenni hennar, farið á Hælavík- urbjarg, Horn- bjarg, að Horn- bjargsvita í Látravík og fleira. I þessari ferð er dvalið all- an tímann á sama stað eða á tjaldstæðunum í Höfn í Hornvík. Ferðin verður fyrstu vikuna í ágúst. Hópar hittast Ein ferð verður um Austur- strandir, dagana 11. til 18. júlí og verður gengið úr Ingólfsfirði til Reykjafiarðar á fióram dögum. Síð- an verður dvalið í Reykjafirði í þrjá heila daga og meðal annars gengið um Þaralátursnes og farið á Hrollleifsborg á Drangajökli ef veð- ur leyfir. Farið verður til baka til Ingólfsfiarðar á áttunda degi. í Reykjafirði hittir þessi hópur fólk úr hópnum sem kemur úr Homvík. Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Útivistar og hjá Hornstrandafararstjórum félags- ins. Einnig eru greinargóðar leið- arlýsingar og upplýsingar um gönguferðir á Hornströndum að finna í Ársritum Útivistar nr. 14, 16,17 og 19. Þessar greinar skrifaði Gísli Hjartarson, blaðamaður og Homstrandafararstjóri á ísafirði, en hann er sennilega sá maður sem oftast hefur gengið um þetta svæði og þekkir hvað best af ferð- um sínum um það undanfarin 25 ár. á fióram dögum um Hombjarg að Hombjargsvita í Látravík og áfram til Hrollaugsvíkur. Þaðan liggur leiðin áfram suður með ströndinni um Barðsvík, Bolungarvík, Fura- fiörð, Þaralátursfiörð og til Reykja- fiarðar. Þar verður dvalið í nokkra daga og gengið um nágrennið. Með- Brimrún, farið reglulegar ferðir frá Ólafsvík. Mikið hefur sést af hval, t.d. sáust i einni ferðinni 76 hvalir. Vís- indamenn álíta svæðið út af Snæfells- nesi vera besta svæðið við Norður- Atlantshaf til þess að skoða stórhveli. Auk Eyjaferða fara nokkrir aðilar í hvalaskoðunarferðir af utanverðu Snæfellsnesi. -BB Heimsklúbbur Ingólfs og Prima: Hnattreisa um suðurhvel Heimsklúbbur Ingólfs boðar lækkun á verði á hnattreisu um suðurhvel jarðar. Ástæðu lækkunarinnar má rekja til hagstæðrar gengisþróunar að undafómu og því munu nokkur við- bótarsæti nú fást á sérkjörum. Sætin verða í boði í næstu viku en þá mun Heimsklúbburinn ferðast vítt og breitt um landið og kynna fyrirhugaða ferð með kvikmyndasýningu. Kvikmyndin sýnir ferð í kringum hnöttinn þar sem viðkomustaðimir era m.a. Suður-Afr- íka, Ástralía, Nýja-Sjáland, Tahiti og Suður-Ameríka. Staldrað er við í heimsborgunum Buenos Aires og Ríó en einnig verður skoðuð dýrð Iguassu- fossasvæðisins, hins stærsta í heimi. Á leiðinni ber margt óvenjulegt fyr- ir augu; stórkostleg náttúra og litríkt mannlif og menning. Hnattreisan hefst þann 5. nóvember nk. og stendur í þrjátíu daga en þegar vetur ríkir á Is- landi er allt í fegursta blóma á suður- hveli jarðar, hitinn á bilinu 20 til 25 stig á mörkum vors og sumars. Farar- sfióri i ferðinni verður Ingólfúr Guð- brandsson. Aðgangseyrir hækkar Á síðastliðnum áratug hefur aögangseyrir að helstu skemmtigörðum Bandaríkjanna hækkað um 75% en mest er þó hækkunin í Orlando í Flórída þar sem aðsókn að skemmti- görðum er mest. í ár kostar 1 44.52 dollara í Sea World, Disn- ey World og Universal Studios og er það tveggja dollara hækk- un frá því í fyrra. Hærra verð virðist þó ekki hafa áhrif á að- sóknina því að í fyrra heim- sóttu um 167 milljónir manna 50 vinsælustu skemmtigarðana sem var nýtt met. Eigendur garðanna segja að meginástæður fyrir hækkunun- um séu þær að lágmarkslaun hafi hækkað og einnig kosti það sitt að sjá gestum sífellt fýrir nýju afþreyingarefhi en Disney World hefur opnað nýjan garð í ár, Animal Kingdom, auk þess sem Sea World og Universal Studios bjóða upp á nýjungar. Endurbætur á BadioCity Radio City Music Hall, sem verið hefur eitt helsta aðdrátt- arafl New York borgar í gegn- um tíðina, verður lokað frá mars til september á næsta ári vegna viðgerða og endurbóta. Stjóm hallarinnar, fyrirtæk- ið Cablevision Systems Corp., telur að möguleikar hallarinnar hafi ekki verið fullnýttir og hyggst bæta við starfsemina rekstri útvarpsstöðva og kapal- kerfa og h ljómplötuútgáfu. Áætlað er að endurbæturnar muni kosta u.þ.b. 30 milljónir dollara. Skoðun veldur röskun í kjölfar lestarslyssins í Þýskalandi 3. júni sL, sem varð 98 manns að bana, hefur tölu- verð röskun orðið á lestarferð- um í Þýskalandi vegna síendur- Flugstöð í New York í byrjun júní var tekin í notk- un ný flugstöö á John F. Kenn- edy flugvelli, sú fyrsta í 27 ár. Byggingin er tilkomumikil, úr stáli og gleri, og mun hún hýsa stærstu frihafnarverslun á austurströndinni, heilsuræktar- stöð og smábragghús. í flugstöðinni verður einnig alsjálfvirkt öryggiskerfi sem getur fundið út sprengiefni, gegnumlýst farangur og parað saman farþega og farangur með aðstoð tölvu. tekinna eftirlitsaðgerða. í sl. viku gerðist það t.d. í þrígang að 59 lestir vora óvænt teknar úr umferö vegna gruns um bil- un í hjólabúnaði. Meðal þeirra leiða sem aðgerðin náði til vora Hamborg- Munchen- Basel, Sviss og Berlín- Frankfurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.