Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 JL>V frettir Stærstu matvörukaup íslandssögunnar Hagkaup slegiö Kaupþingi og Fjárfestingarbanka - félagiö fer á almennan hlutabréfamarkað Börn Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, og ekkja hans, Jónína Gísladóttir, gengu í gær frá sölu á fjölskyldufyrirtækinu Hagkaupi. Verðbréfafyrirtækið Kaupþing og hinn nýstofnaði I’járfestingarbanki atvinnulífsins keyptu hvort um sig 37,5% í fyrirtækinu. Hin 25% keypti Gaumur hf. en það er í eigu Jóhann- esar Jónssonar í Bónusi og sonar hans, Jóns Ásgeirs, sem nú verður forstjóri Hagkaups. Óskar Magnús- son, fráfarandi forstjóri Hagkaups, verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis. Salan felur einnig í sér að Hagkaup verður sameinað Bónusi, þó með því skilyrði að Bónusverslanim- ar verða til áfram í núverandi mynd. Nýkaupsverslanirnar fylgja einnig með í kaupunum. Sala Hagkaups er tvimælalaust stærsta sala á fyrirtæki sem átt hefur sér stað í íslandssög- unni. Hagkaup var stofnað 1959 sem póstverslun og er nú stærsta mat- vöruverslanakeðja landsins með ár- lega veltu upp á 11 milljarða. Dómur í Sigurðarmálinu: Veldur sárum vonbrigðum DV, Ósló: „Þessi niðurstaða veldur mér sár- um vonbrigðum. Ég taldi mig gera allt rétt á sínum tíma en rétturinn er ekki á sama máli,“ sagði Jan Henrik Erik- sen, sjóliðsforingi í norsku strand- gæslunni, en hann ákvað að Sigurður VE skyldi færður tU hafnar í fyrra og stjómaði aðgerðum. Eriksen sagðist mundu skoða dóm- inn gaumgæfilega og strandgæslan yrði í framtíðinni að haga gerðum sínum i samræmi við hann. „Ég fylgdi bara reglunum en kannski túlkaði ég þær of strangt. Eft- ir á er hægt að segja að þetta mál hefði mátt leysa strax á miðunum," sagði Eriksen. Norsk yfirvöld vUja annars biða með viðbrögð við dómnum þar sem hann er nýr og ekki hefur unnist tími tU að skoða hann gaumgæfilega. -GK ^ Verðstríð: Obreytt ástand Hiö lága verð stórmarkað- anna er enn stöðugt. Að sögn Þórðar Þórissonar, innkaupa- stjóra matvöru í Hagkaupi, sit- ur við það sama. „Það er óbreytt staða. Menn hljóta að skoða hækkanir þegar þeir skoða kostnaðarveröið. Miðað við útsöluverð í dag gengur þetta ekki til langs tíma,“ segir Þórður. -sf Georg Lárusson: Ekki vitað til menn hafi nýtt sér heimildir DV spurði Georg Kr. Lárus- son, settan lögreglustjóra í Reykjavík, hvort lögreglumenn nýttu sér þá heimild í kjara- samningum að feUa niður mat- artíma og hætta fyrr eða að fá matartímann borgaðan. „Það upplýsist að ekki er vit- að til að lögreglumenn hjá lög- reglustjóraembættinu í Reykja- vík hafi nokkum tíma nýtt sér þessa heimild,“ segir Georg. Tímamótahandaband: Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, nýbakaður forstjóri Hagkaups, og Óskar Magnússon, sem nú verður stjórnarformaður Hagkaups, takast í hendur til marks um upphaf starfa í nýju Hagkaupsfyrirtæki sem felur í sér bæði Hagkaup og Bónus. Fyrirtækið verður líklega sett á hlutabréfamarkað síðla árs. DV-mynd ÞÖK Kaupverðið ieyndarmál Þrátt fyrir tilkynninguna í gær er ýmislegt á huldu um kaupverð Hag- kaups og hvernig staðið var að fjár- mögnun kaupanna. Hvorki Sigurður Gísli Pálmason, fráfarandi stjómar- formaður Hagkaups, Óskar Magnús- son forstjóri né Bjami Ármannsson, bankastjóri Fjárfestingarbankans, vildu láta neitt uppi um kaupverðið og samið hefur verið um að það verði ekki gert. Fjármálaspekingar giska flestir á að kaupverðið sé ná- lægt 6 milljörðum og sé það rétt fær fjölskyldumeðlimur Hagkaupsfjöl- skyldunnar 1,2 milljarða í sinn hlut. Að sögn Bjama Ármannssonar varð einnig samkomulag um að láta ekk- ert uppi um hvernig og hvaðan Fjár- festingarbankinn og Kaupþing fengu fjármagn til kaupanna. Þá er heldur ekkert látið uppi um hvort þessi fyr- irtæki hafi þegar tryggt sér nýja kaupendur að Hagkaupi. „Það eina sem ég vil segja um þetta er að félag- ið fer ekki á hlutabréfamarkað fyrr en seinna á árinu. Áður en það ger- ist fer fram flókið ferli samruna þar sem margir þættir koma til skoð- unar,“ sagði Bjami. Aðspurður um hvort erlendir aðilar kæmu aö kaup- unum sagði Bjarni erlenda sem ís- lenska aðila eiga kost á að kaupa hlutabréf, rétt eins og gengur á al- menninn hlutabréfamarkaði. Áhyggjur af samkeppni Með sameiningu Bónuss og Hag- kaups í eitt verslunarfélag hafa vaknað spumingar um hvort fá- keppni á markaðnum sé ekki komin á hættulegt stig og að einokun sé i aösigi. Jón Ásgeir Jóhannesson, nýr forstjóri Hagkaups, þvertók fyrir slíkt: „Það er lífsnauðsynlegt fyrir bæði Hagkaup og Bónus að vera í samkeppni. Ég vil benda á í þessu sambandi að aðgengi að matvöru- markaðnum er mjög greitt og ef við erum ekki á varðbergi munu aörir aðilar einfaldlega taka af okkur markaðinn. Þegar Hagkaup eignað- ist hlut í Bónusi 1992 vom uppi radd- ir um að að nú færi samkeppnin minnkandi. Ég tel hins vegar að reynslan hafi orðið önmu-.“ -kjart Helga Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ, til hægri á myndinni, og Anna Möller voru önnum kafnar í gær við undir- búning Kvennahlaupsins. Hlaupið verður í níunda sinn um allt land sunnudaginn 21. júní. Kvenna- hlaupið er haldið á 82 stöðum um allt land. Fjölmennasta hlaupið er í Garðabæ. Þar hlupu 8500 konur í fyrra. Útlit er fyrir að u.þ.b. 21- 23.000 konur verði með í ár. DV-mynd ÞÖK Kvennahlaupið 1998 Bjarni geimfari fór í gönguferö um gamla hverfið sitt: Frábær tilfinning Bjarni Tryggvason segist vera búinn að hitta um 80 skyidmenni sín á íslandi síðustu daga. DV-mynd BG „Það var frábær tilfinning að koma aftur á bernskuslóðirnar í Reykjavík. Ég bjó í Hólmgarði þegar ég var lítill. Ég gekk um götuna og hverfið og naut þess að hugsa til baka. Það rifjaðist svo margt upp fyrir mér eins og þeir staðir sem ég og krakkarnir í hverfinu lékum okk- ur á,“ segir Bjarni Tryggvason geim- fari í samtali við DV í gær. Bjami og fjölskylda hans dvelja á Laufásveginum meðan þau eru í Reykjavík. Þar gafst þeim tími í gær til að hvíla sig eftir annasama fyrstu dagana á íslandi. „Við erum sannarlega búin að gera margt þessa fyrstu daga. Við tókum þátt í hátíðahöldunum 17. júní. Það var mjög gaman, bæði fyrir mig og konuna mína og ekki síst börnin mín. Þau skemmtu sér konunglega. Við höfum fariö að veiða og munum fara á hestbak i dag. Við skoðuðum líka Þingvelli og munum síðan skoða Gullfoss og Geysi um helgina. Þetta eru búnir að vera mjög ánægjulegir dagar og ég er sannfærður um að við munum koma aftur til íslands fljót- lega. Ég er bú- inn að hitta um 80 skyldmenni mín síðustu daga. Ég man eftir sumum en öðrum ekki. Ég geri ráð fyrir að hitta fleiri skyldmenni þegar ég fer til ísafjarðar og Dalvíkur í næstu viku,“ segir Bjarni sem er án efa umtalaðasti maður á íslandi þessa dagana. -RR stuttar fréttir Halldór Ás- grímsson, formað- in Framsóknar- flokksins, hefur verið beðinn um að miðla málum í deilum innan Fé- lags ungra fram- sóknarmanna. Þar kljást þeir Árni Gunnarsson og Þorlákur Trausta- son en Ámi hefur verið sakaður um að hafa rangt við í nýafstöðnum formannskosningum. ísólfur formaöur Á aðalfundi Vestnorræna ráðs- ! ins, sem haldinn var nýlega á Grænlandi, var ísólfur Gyifi Pálma- son alþingismaður kosinn formað- ur ráðsins. í ráðinu sitja 18 þing- menn írá Grænlandi, íslandi og Færeyjum. Ráöherrar funda Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- : isráðherra sótti á dögunum árlegan ■ fúnd heilbrigðis- og félagsmálaráð- j herra í Danmörku. Á fundinum var | m.a. ákveðið að meinatæknar og I talmeina- og fótaaðgerðafræðingar j fengu aðild að non’ænum samningi ; um gagnkvæma viðurkenningu á > menntun heilbrigðisstétta. Nígeríumenn áffam Nígeríumenn urðu í gær þriðja þjóðin til að tryggja sér sæti í 16 I hða úrslitunum á HMþegar þeir I lögðu Búlgara að velli, 1-0. Sigur- ; markið skoraði Victor Ikpeba, j' knattspymumaður ársins í Afríku, j í fyrri hálfleik. Margmiölunarverkefni Menntamála- É ráðherra hefur i veitt átta milljónir • króna til sameigin- j legs verkefnis j framhaldsskóla á 1 sviði upplýsinga- : tækni og marg- | miðlunar í námi og kennslu. 18 I milljónum króna að auki var ný- ?: verið úthlutað til ýmissa verkefna I i framhaldsskólum og til fullorðins- fj fræðslu. íslenskt 911 Neyðarlínan hefúr gert þáttaröð I sem sýnd verður á Stöð 2 og ríkis- I sjónvarpinu í sumar. Þar eru sett á svið óhöpp sem geta átt sér staö í j raunveruleikanum og er sýnt J hvemig Neyðarlínan bregst við. Þættimir munu bera heitið 1-1-2 Neyðarlínan og verða sýndir í rik- j issjónvarpinu á fimmtudögum og i; Stöð 2 á sunnudögum. Dæmdur Stjómarformaður og fi-am- j kvæmdastjóri útgáfúfyrirtækjanna ; Steina hf. og Vínyls hf. var á j fimmtudag dæmdur af Hæstarétti til þess að greiða 2,2 milljónir í sekt vegna brota á lögum um virð- isaúkaskatt. Fyrirtækin stóðu ekki skil á virðisaukaskatt á níu milljón- um króna á árunum 1992 og 1993. Bylgjan sagði frá. Andmælir Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, ; hefur mótmælt orðum Daviðs Oddssonar forsæt- I isráðherra en : hann efaðist um ;; lögmæti uppsagna hjúkrunarfræð- i inga. Ásta segist ekki sammála 1 þeirri fúllyrðingu Davíös að hjúkr- I unarfræðingar hafi hlaupist undan j undirrituðum kjarasamningi. 800 hross Líklega munu 800 keppnishross I úika þátta í Landsmóti hestamanna j sem fer fram á Melgerðismelum í j júlí. Beinar sjónvarpsútsendingar ! verða ffá mótinu og er þaö í fyrsta ; sinn sem slíkt er gert á landsmóti. Bjartsýni Niðurstöður vorleiðangurs rann- sóknarskipsins Bjama Sæmunds- sonar sýna að átumagn við ísland er yfir meðaltali. Þetta gefur góðar vonir um vaxtarskilyrði nytja- stofna viö ísland. Viðskiptavefúr Vísis greindi frá. _jhþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.