Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Síða 2
 Fréttir Verðmæti og magn fiskafla eykst í góðæri: Stefnir i metar - segir Ásgeir Daníelsson, sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun „Þaö stefnir 1 metár hvað varðar heildarverðmæti fiskafla," segir Ás- geir Daníelsson, sérfræðingur Þjóð- hagsstofnunar. Samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar verður heildarverð- mæti fiskaflans 97,2 milljarðar króna árið 1998. Það er um 10% aukning frá því í fyrra. Fyrstu mán- uði ársins reyndist útflutningur minni en spáin gerði ráð fyrir. Bráðabirgðatölur Fiskifélags fs- lands fyrir verðmæti afla fyrstu sex mánuði ársins auka hins vegar lík- ur á þvi að spáin standist. Þá er ekki ólíklegt að seinni hluti ársins verði öflugri en sá fyrri, að sögn sér- fræðinga. Hagstæð skilyrði Markaðsverð á mikilvægum sjáv- arafurðum íslendinga hefúr hækkað undanfarið. DV ræddi við Kristján Hjaltason, forstöðumann sölu- og markaðssviðs Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. „Síðasta árið hefur frysting verið í mikilli sókn. Al- mennt er mikil veiði og hátt mark- aðsverð. Ástandið er því óvenjugott núna. Við sjáum miklar hækkanir í hefðbundnum fisktegundum. Hvað þorsk varðar, sem er mikilvægasta einstaka fisktegundin, hefur þróun- in verið jákvæð. Ef borið er saman meðalverð á kíló fyrstu sex mánuði í ár miðað viö fyrstu sex mánuði í Verðmæti fiskafla í janúar 1998 - verömæti alls 31.180 milljónir kr. sem er 6% aukning frá 1997 - 25.000 millj. kr on nnn - 15.000 10.000 5.000 vAU-í o Botnfiskur Síld og loðna Krabbi og skeldýr um 38% milli ára i 10,6 milljarða. Töluvert minna veiddist af ýsu og ufsa og samdráttur varð á veiðum á grálúðu og skarkola. Hins vegar veiddist meira af steinbít og karfa og sérstaklega af úthafskarfa. Af verðmæti fiskaflans er síld og loðna með rúm 17,3% sem samsvar- ar 5,4 milljörðum kr. Það er um 3% verðmætaminnkun milli ára. Loðnuveiði minnkaði töluvert milli ára en hagstætt verð heldur tekjum uppi. Loks veiddist af krabba og skel- dýrum fyrir 3,5 milljarða króna. Það er 32% verðmætaminnkun frá þvi í fyrra. Minnkun skýrist af sam- drætti í rækjuveiðum. fyrra hefur markaðsverð á þorski hækkað um 7,8% í íslenskum kr. Samfara þessu hefur þorskafli auk- ist og loks er meira um að hann sé frystur. Þetta þrennt virkar mjög vel saman. Hvað ýsu og ufsa varðar hefur samdráttur orðið á magni. Hins veg- ar hefúr hækkun á markaðsverði næstum alveg vegið upp á móti hon- um. Ýsan hefur hækkað um 14,8% og ufsinn um 18,8%,“ segir Kristján. 31,2 milljarður króna. Það er aukn- ing um 6,3% eða um 1,85 milljarð króna, ef miðað er við sama tíma og í fyrra. Þetta má lesa úr bráða- birgðatölum Fiskifélags íslands. Aukning á heildarverðmæti Heildarverðmæti íslenska fiskafl- ans fyrstu sex mánuði þessa árs var Vægi einstaka tegunda Af heildarverðmæti aflans er hluti botnfisks rúm 71%. Það sam- svarar 22,3 milljörðum kr. Þar er um að ræða 16% verðmætaaukn- ingu miðað við sama tíma í fyrra. Munar þar mest um þorsk. Af botn- flsktegundum er þorskurinn mikil- vægastur með tæplega helming verðmætis. Verðmæti þorsks eykst Mikil hækkun á lýsi íslendingar framleiða um 10% af heimsframleiðslu á lýsi. Vegna veð- urfyrirbærisins E1 Nino hefur fram- leiðsla á lýsi dregist mikið saman í löndum eins og Perú og Chile. í kjöl- farið hefur framboð minnkað og verð fariö hækkandi. íslenskir framleiðendur hafa ekki farið var- hluta af þessu. í mars á síðasta ári var verðið á loðnulýsi um 475 doll- arar tonnið. Verðið hefur farið stig- hækkandi og nú er svo komið að tonnið hefur verið selt á um 800 dollara. -JP Queen Elizabeth II í Reykjavík: Minnir um margt á Titanic - en er sterkbyggt og glamúrinn minni Queen Elizabeth II kom til Reykja- víkur í gær. Þetta er fastur viðkomu- staður skipsins á ferð þess um heims- höfin. Englendingurinn R. W. Warwick er skipstjóri þessarar drottningar hafsins sem fór í jómfrú- arferðina 2. maí 1969. Hann er mið- aldra og hefur yfir sér virðulegt yfir- bragð. Svartur einkennisbúningurinn er stífpressaður og grátt skeggið vel snyrt. Hann hefur starfað á skipinu síðan 1970 en verið skipstjóri síðan 1990. Hann er frá Sommerset og þar ver hann fríunum. Hann er kvæntur og tveggja barna faðir. Konan hans er með í þessari ferð. Hún er ennþá í landi. „Skipið, sem nær 31 hnúts hraða, er hannað til að þola erfiðar aðstæður og storma á Atlantshafi. Það er mjög sterkbyggt og traust," sagði hann þeg- ar DV skoðaði skip hans í gær. Queen Elizabeth II minnir á Titan- ic; frægasta skemmtiferðaskip allra tíma; þótt ekki sé sama glamúrnum fyrir að fara. Konur í síðkjólum og karlar í smóking spranga ekki um gangana. Queen Elizabeth II á hins vegar að þola þær aðstæður sem réðu örlögum Titanic. Þess má geta að skip frá sama skipafélagi og á Queen Eliza- beth II, Cunard, kom til bjargar þegar Titanic fórst. Warwick hefur séð kvik- myndina Titanic. „Við sýnum hana reglulega hér um borð.“ Skipstjórinn segir að fólk á öllum aldri og frá öllum heimshomum ferð- ist með Queen Elizabeth II. Stundum er áhöfnin sjálf frá 30-40 þjóðlöndum. íslensk kona er matreiðslumaður um borð. Queen Elizabeth II er siglandi hótel. Þar er hægt að leigja dýr her- bergi og þar er líka hægt að leigja ódýr herbergi. Stærstu vistarverumar eru álíka stórar og brúin en þær minnstu eru einungis nokkrir fer- metrar. -S.J Það er konungleg tign yfir Queen Elizabeth II. R. W. Warwisk hefur verið skipstjóri skemmtiferðaskipsins síðan 1990. DV-mynd Hilmar Þór Einn stærsti lántökusamningur sem gerður hefur verið: Lánsfé 1,8 milljarðar Frá undirskrift samningsins. Einn stærsti lántökusamningur sem gerður hefur verið á íslandi var undirritaður í gær. Það var Eignar- haldsfélag Kringlunnar hf. og lána- stofnanimar Landsbanki íslands hf., FBA hf. og Union Bank of Norway sem undirrituðu samninginn í Kringlunni í gærdag. Lánið, sem er 1,8 milljarðar, verður greitt á 25 árum en féð verður notað til að mæta kostnaði við stækkun Kringlunnar. Skiptist fjármögnunin þannig að FBA hf. lánar 1.030 milljónir, Lands- banki Islands hf. 610 milljónir og Union Bank of Norway 160 milijónir. Með stækkuninni verða suður- og norðurhús Kringlunnar tengd saman í eina byggingu og verður heildar- stærð Kringlunnar að verki loknu 50.000 fermetrar. Nýbyggingin sjálf verður 9.200 fermetrar og útleigt rými um 7.000 fermetrar. Gert er ráð fyrir bæði verslunarhúsnæði og veit- ingarekstri í nýbyggingunni. Stækk- unin verður í tveimur áfongum; sá fyrri verður tekinn í notkun í byijun nóvember 1998 og sá síðari í lok sept- ember 1999. Auk þess verður byggt hús við Borgarleikhúsið en það mun einnig hýsa útibú Borgarbókasafns- ins og síðar meir nýjan sal Borgar- leikhússins. -HB FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 Stuttar fréttir Nafna sínum til sóma Björgunarbáturinn Hannes Haf- stein frá Sandgerði kom báti til hjálpar i fyrra- kvöldi á leið- inni til Sand- gerðis eftir að hafa tekið þátt í minningarat- höfn um Hann- es Þ. Hafstein, fv. forstjóra Slysavarnafélagsins, á ytri höfninni í Reykjavík. Á leið sinni til heima- hafnar, eftir athöfnina, kom björg- unarbáturinn að vélarvana báti og dró hann til hafnar. Starfsmönnum hótað? Starfsmenn Landmælinga ís- lands hafa fengið frest til dagsins í dag til að svara hvort þeir vilji starfa á Akranesi. Þeir telja þetta dulda hótun um að þeir séu án starfs svari þeir ekki. Engin ófrjósemi Rannsókn bandarískra vísinda- manna á íslenskum flogaveikisjúk- lingum leiðir í ljós að flogaveiki veldur ekki ófrjósemi. Þetta gengur þvert á fyrri rannsóknir sem hafa sýnt allt að helmingi minni frjó- semi hjá flogaveikisjúklingum. Lögreglustarfshópur Ríkislögreglustjóri hefur skip- að sex manna starfshóp sem ætlað er að gera tillögur um stefnu- mörkun lögreglunnar til næstu flmm ára. Hópinn leiöir Þórir Oddssson vararíkislögreglustjóri en auk hans eiga þar sæti Georg Kr. Lárusson lögreglustjóri og Qórir sýslumenn á landsbyggð- inni. Allir ófullir Lögreglan á Selfossi stöðvaði sér- hvem ökumann á Suðurlandsvegi í fyrrakvöld og tók m.a. öndunarsýni með nýjum tækjabúnaði lögregl- unnar. Losun í sjó bönnuð Tímamótasamningar um um- hverfis-vernd á höfunum náðust á ráðstefnu um- hverfisráðherra 15 Evrópurikja í Portúgal sem lauk í gær. Þar vár ákveðið að banna nær alla losun geisla- virkra efna í sjóinn á næstu tuttugu árum. RÚV sagði frá. Gegn kvótakerfinu Samkvæmt nýrri könnun Þjóðar- púls Gallup fyrir RÚV er mikifl meirihluti þjóðarinnar, eða 72%, óánægður með kvótakerfið. Tæp- lega 12% eru ánægðir með það sam- kvæmt könnuninni. 17% eru hlut- laus. Pizza 67-menn kærðir Fjórir menn sem allir tengjast rekstri Pizza 67 hafa verið kærðir af efnahags brotadeild Rík- islögreglustjóra fyrir meint brot á lögum um virðisauka- skatt og stað- greiðslu skatta. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur í dag. Barnaklám rannsakað Ríkislögreglustjóri hyggst rann- saka tengsl íslendinga við stóran al- þjóðlegan barnaklámshring sem ný- lega var afhjúpaður í Hollandi. Það voru belgísk samtök sem komu upp um hringinn og hafa forsvarsmenn þeirra sagt að það væri bamaskap- ur að halda að íslendingar væru ekki viðriðnir hringinn, einir Norð- urlandabúa. Afbrigðilegheit Nokkuð hefur verið um að eldri karlmenn haFi berað blygðir sína fyrir börnum og unglingum, einkum í Elliðaárdal, Árbæ, Grafarvogi og Fossvogi. Fólki er ráðlagt að tilkynna til lögreglunnar ef því Finnst einhver sýna afbrigðilega hegðun af þessu tagi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.