Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
Fréttir
Drengir í miklum meirihluta þeirra sem slasast:
Hroðalegar tölur
- segir Herdís Storgaard um slysatíðni barna árin 1990 til 1996
Banaslys á drengjum og stúlkum
■ samanburöur milli drengja og stúlkna á aldrinum 0-18 ára -
10-14
15-18
í skýrslu heilbrigðisráðherra
um tiðni og eðli bamaslysa á ís-
landi tímabilið 1990-1996 kemur
fram að á íslandi eru drengir í
meirihluta þeirra sem slasast og
láta lífið í slysum. Til að gefa
nokkur dæmi má nefna að á
tímabilinu voru 213 börn á aldr-
inum 0-18 ára (130 drengir (61%)
og 83 stúlkur (39%)) lögð inn á
Sjúkrahús Reykjavíkur eftir að
hafa slasast í skólum og/eða dag-
vistun. Um er að ræða 2% allra
islenskra bama. Burtséð frá
sjúkrahússinnlögnum slasaðist á
tímabilinu 5.771 drengur í skól-
um og/eða dagvistum en 4.368
stúlkur. Ef einungis eru teknir
áverkar eftir íþróttaslys voru
drengimir 5.545 en stúlkurnar
3.258. Á tímabilinu voru hins
vegar 137 drengir lagðir inn vegna
íþróttaslysa en 56 stúlkur.
Árin 1990-1995 létu 58 böm á aldrin-
um 0-18 ára lífið í slysum, að frátöld-
um slysum af völdum náttúruhamfara
og sjálfsvígum. Drengir vom 41 en
stúlkur vom 17.
3.374 drengir lentu í umferðarslys-
um en 2.645 stúlkur.
í samanburði við hinar Norður-
landaþjóðirnar á tíðni banaslysa á
hverja 100.000 íbúa má nefna að árið
1990 létust 24,6 0-14 ára drengir á ís-
landi en árið 1995 voru þeir 8,9. Árið
1990 létust 3,2 0-14 ára stúlkur á ís-
landi en árið 1995 vom þær 9,4. í sam-
anburði má nefna að árið 1990 létust
5,7 0-14 ára sænskir drengir en árið
1995 vom þeir 4,9. I Svíþjóð létust 4,3
stúlkur árið 1990 en árið 1995 vom
þær 3,4.
Það má líka nefna að hvað varðar
slys í heimahúsum á ámnum
1990-1996 vom drengir 12.422 en stúlk-
ur 9.731. Skipting á milli kynjanna er
líka afgerandi þegar kemur að bruna-
slysum. í rannsókn, sem gerð var árið
1996 og spannar 14 ára tímabil,
1982-1995, kemur í ljós að af þeim,
sem brenndust, vom drengir 62% en
stúlkur 38%.
Ólfk hegöun kynjanna
Herdís Storgaard, upplýsingafuli-
trúi Slysavarnafélags íslands, segir að
karlmennskuteorían skipti máli hvað
varðar mun á slysatíðni og dauðaslys
á drengjum og stúlkum. Hún segir að
mikill munur á slysatíðni þeirra, sem
em farþegar í bílum, geti stafað af til-
viljun eða að foreldrar láti undan
þrýstingi drengjanna vegna þess að
þeir em fyrirferðarmeiri en stúlkur.
„Ég gerði ásamt fleirum könnun á bíl-
beltanotkun þrjú ár í röð. Röng bíl-
beltanotkun á meðal yngstu bamanna
var áberandi. Það er eins og foreldr-
amir láti bömin um að bjarga sér þeg-
ar þau hafa aldur til að fara sjálf í belti
eða búnað, s.s. sessur eða stól. Svo er
alltaf eitthvað um að böm losi sig úr
beltunum og þar eru drengir í meiri-
hluta. Kannski gefast sumir foreldrar
einfaldlega upp á þrýstingi sonanna."
Eins og áður hefur komið fram vom
drengir 62% þeirra sem brenndu sig á
árunum 1982-1995. „Það má tengia það
fyrirferðinni í þeim; þeir vilja fikta i
krönunum." Herdís segir að hitaveitu-
vatnið sé helsta
ástæðan fyrir
þvi að börn
brenna sig á Is-
landi.
„Það er hlut-
ur sem hefur
verið vont að
eiga við vegna
tæknihliðar-
innar.“
Hún segir að
einfaldlega
megi sjá mun á
kynjunum að
leik á skólalóð-
inni.
„Strákamir
em á mikilli
hreyfingu og
jafnvel í
hrottafengnum
leikjum á meðan stelpurnar em
að tala meira saman eða sippa."
Aga- og eftirlitsleysi
Það vekur athygli í skýrslunni
að miðað við höfðatölu slasast og
deyja flestir drengir á íslandi mið-
að við Norðurlöndin.
„Það er mikið aga- og eftirhts-
leysi á íslandi. Islensk böm em
sett út og þau fá að vera frjáls. Það
þarf hins vegar að hafa eftirlit
með börnunum þegar þau eru
óvitar og þegar þau vaxa úr grasi
þarf að kenna þeim hvað er hættu-
legt.“
Herdís finnst tími til kominn að
yfirvöld fari að aðhafast eitthvað í
málinu.
„I skýrslunni eru hroðalegar
tölur. Og ég tel að með því að fara
út í skipulagðar aðgerðir sé vel hægt
að fækka slysum mikið. Slys em til að
fyrirbyggja og það er hægt að fyrir-
byggja þau.“
-SJ
Samanburður á Norðurlöndum
- tíöni slysa á hverja 100.000 íbúa -
Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóö
Krakkarnir sem í sumar hafa veriö á leikjanámskeiöum íþrótta- og tómstundaráös komu saman í vikunni og geröu sér glaðan dag. Þaö var íþrótta- og
tómstundaráö sem bauö til árlegs sumarkarnivals þar sem ýmislegt var gert til skemmtunar. Hér eru þrír hressir guttar sem í tilefni dagsins hafa fengiö
andlitsmálningu. DV-mynd Hilmar Þór
DiJlliJ'Jh
SÖMMER BÖZZ '98
Where to Drink, Party, Chlll,
Picnic and-Of Course-Have Sex
„íslenska“ Playboy-blaðið rýkur út:
Yfir fimm þús-
und eintök seld
Áhuga íslendinga fyrir nöktum íslenskum konum
ætlar seint að verða svalað þar sem nú hafa selst um
5000 eintök af Playboy og fleiri eintök eru þegar á leið-
inni. „Fyrir tæpum hálfum mánuði fengum við 3000
eintök og þau seldust upp á nokkrum klukkustundum.
Við leituðum eftir fleiri eintökum hjá Playboy og þeir
sendu okkur 2500 eintök um hæl,“ sagði Guðmundur
H. Sigmundsson, framkvæmdarstjóri Blaðadreifingar
sem hefur umboð fyrir Playboy.
„Þegar við hringdum í búðir í gær voru langir
biðlistar eftir blaðinu og ef það selst upp þá er búið að
selja eitt blað á hverja 48 íslendinga. Ef Playboy ætl-
aði að gera hið sama í Bandaríkjunum þá þyrfti að
selja um fimm og hálfa milljón eintaka þar í landi."
Að sögn Guðmundar hefur þegar verið óskað eftir
um eitt til tvö þúsund eintökum frá Playboy í Banda-
ríkjunum. Aðspurður hverju þessi mikli áhugi íslend-
inga á Playboy með íslenskum stúlkum sætti sagðist
Guðmundur ekki kunna skýringar í á því. Svipað
hefði þó verið uppi á teningnum í Finnlandi þegar
Playboy birti myndir af frægum fiðluleikara þar í
landi. Guðmundur sagði þennan mikla áhuga Norður-
landabúa á Playboy hafa komið útgefendunum mjög á
óvart og nú væri tO umræðu að gefa út sérstakt hefti
tOeinkað Norðurlöndum. -kjart
Stuttar fréttir i>v
Umhverfisvernd í höfum
Umhverflsráðherrar 15 Evrópu-
ríkja sitja nú í Portúgal ráðstefnu
um umhverfis-
vernd í höfun-
um. Ráðherr-
ar Norður-
landanna hafa
sameinast um
að banna aUa
losun geisla-
virkra efha í
haflð. Guðmundur Bjamason um-
hverfisráðherra sagöi við RÚV að
Bretar og Frakkar gerðu sér grein
fyrir alvöru málsins.
Reykblys olli bruna
Reykblys sem varpaö var úr
þyrlu vamarliðsins kveikti í sinu
og mosa á HöskuldarvöUum á
Reykjanesi í fyrradag. Stöð 2 seg-
ir að vamarliðsmennimir hafi
lent þyrlunni og reynt að slökkva
eldinn. 6-7 hektarar lands bmnnu
og slökkvistarf tók 8 klst.
Hjúkrunarprófessor
Dr. Sigríður HaUdórsdóttir hef-
ur verð skipuð prófessor í hjúkr-
unarfræði við Háskólann á Akur-
eyri. Hún er fyrsti prófessorinn í
hjúknmarfræði sem skipaður er
hér á landi og jafhframt fyrsta
konan sem er skipuð prófessor
við Háskólann á Akureyri.
Flutningsjöfnun
Forstjóri Skeljungs, Kristinn
Björnsson, sagði í fréttum RÚV að
greiðslur úr
flutningsjöfh-
imarsjóði og lög
um flutnings-
jöfhun á olíu
feli í sér óleyfi-
legar hömlur á
samkeppni.
Esso fái úr
sjóðnum vegna mikilla umsvifa á
landsbyggðinni, öfugt við Skelj-
ung sem þarf að greiða í sjóðinn.
Eldur í potti
Töluverðar sót- og reyk-
skemmdir urðu á íbúð í Hraunbæ
þegar eldur kviknaði í djúpsteik-
ingarpotti þar. Einn maður var í
íbúðinni og forðaöi hann sér út á
svalir og varð ekki meint af.
Umferð á Gígjubrú
Umferð hefur verið hleypt á
nýja brú yfir Gígjukvísl. Gamla
brúin hvarf f Skeiöarárhlaupinu í
nóvémber 1996. Framkvæmdir
við nýju brúna kostuðu rúmlega
hálfan milljarð króna.
Mislæg gatnamót
Skipulagsstofnun hefur hafið
frumathugun á umhverfisáhrif-
um mislægra gatnamóta á mótum
Miklubrautar og og Skeiöarvogs.
Framkvæmdir við gatnamótin
eiga að hefjast síðla sumars 1998
og vera lokið vorið 2000.
Fáninn verður tekinn
Friðjón Guðröðarson, sýslu-
maður RangárvaUasýslu, segir að
enn séu nokkr-
ir dagar í það
að fáninn, sem
flaggað er í
hálfa stöng við
Hágöngulón,
fari í kaf í vatn
en að til standi
aö taka hann
niður á næstu dögum.
Sigurður hættir
Félagsmálaráðherra mun
ganga frá starfslokum við Sigurð
E. Guðmundssonar framkvæmda-
stjóra Húsnæðisstofnunar, sem
tadca gildi um næstu áramót. Þá
lýkur stofnunin starfsemi sinni.
Sýknun
Héraðsdómur Vestfjarða sýkn-
aði í morgun ökumann af kröfu
ákæruvaldsins um að hann yrði
sviptur ökuleyfi timabundið fyrir
að aka á 67 km hraða þar sem
leyfður hámarkshraði er 35 km. á
klukkustund.