Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 11 Fréttir Verslunarmanna- helgi í göngunum Mesta ferðahelgi ársins er nú að bresta á. Mikill fjöldi fólks stefnir út á þjóðvegina um hverja versl- unarmannahelgi. Það skiptir því miklu máli að hlutirnir gangi vel fyrir sig. Skiptar skoðanir hafa verið um hvemig Hvalfjarðargöngin muni ráða við þann mikla fjölda bíla sem að öllum likindum mun fara um þau. Göngin eiga að anna 18 bílum á minútu þegar tvær akgreinar eru opnar. Áætlanir eru uppi um að opna þriðju akgreinina í þá átt sem straumurinn liggur. Þá má búast við að göngin anni 27 bílum á mínútu. Það eru 1620 bílar á klukkustund eða 16.200 bílar á 10 klukkustundum. Til samanburðar fóru 15.153 bílar um Hvalfjörð um Frínetið: Frítt á Netið á ferðalaginu í sumar býðst íslendingum á ferðlagi um landið að nýta sér nýja ókeypis netþjónustu í boði Skímu, Vísis.is og ACO. Komið hefur verið fyrir tölvum með netaðgangi á sex stöðum á landinu. Þar geta ferðalangar sótt og sent tölvupóst í sitt eigið tölvu- pósthólf og heimsótt Vísi.is, t.d. í leit að nýjustu fréttunum eða veð- urspám. Aðgangur er öllum opinn án endurgjalds. Nýr hugbúnaður tryggir aðgengi að flestum tölvupóstþjónustum og getur fólk sem t.d. kaupir netað- gengi og tölvupóstþjónustu hjá Is- landia sótt póst sinn og svaraö hon- um í frínetstölvu. Frinetstölvurnar eru á eftirtöld- um Edduhótelum: Hótel Kirkjubæj- arklaustri, Hótel Höfn, Hótel Eddu, Laugum i Sælingsdal, Hótel Eddu, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Hótel Eddu, Menntaskólanum á Akureyri, og Hótel Eddu, íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugar- vatni. -GLM Verslunarmannahelgin: Foreldravakt á Akureyri Áfengis- og vimuvamanefhd og foreldravaktin á Akureyri hvetja foreldra til aö fylgja börnum sín- um og ungmennum eftir á ferða- lögum og skemmtunum um versl- unarmannahelgina. Foreldravakt verður á Akureyri föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Farið verður frá lögreglustööinni á Akureyri á miðnætti öll kvöldin. „Foreldrar og forráðamenn era hvattir til að hringja á lögregíu- stöðina (462 3222) og láta skrá sig í foreldravaktina eitthvert kvöldið. Foreldravaktin er nauðsynlegur hlekkur milli lögreglu og barna- verndarnefndar við að hindra slys, aðstoða illa slösuð ungmenni og fylgja eftir útivistarreglum. Útivistarreglur á Akureyri heim- ila þeim sem ekki eru orðnir 16 ára að vera úti til miðnættis nema þeir séu í fylgd með fullorðnum eða á viðurkenndum skemmtun- um fyrir böm og unglinga," segja Kristín Sigfúsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnanefndar, og Vigdís Steinþórsdóttir, forstöðu- maður foreldravaktarinnar. -RR verslunarmannahelgina 1995, 19.513 árið 1996 og 18.056 í fyrra. Ef umferð dreifist illa er þannig hugsanlegt að raðir myndist. Töluvert hefur tafið fyrir af- greiðslu við gjaldskýli ganganna að fólk hefur ekki peninga tilbúna sé greitt með þeim. Þá eru einnig brögð að því að fólk leggi svo langt frá skýlunum að ekki dugi að ökumaður og starfsmaður í skýli teygi sig eins og hægt er. Fólk hefur jafhvel þurft að fara úr bílum sínum. Sumir hafa valið ranga akgrein, lagt þar og hlaupið að skýlinu. Slíkt tefur fyrir og vilja starfsmenn brýna fyrir fólki að hafa þessa hluti á hreinu svo allt gangi að óskum. -sf Starfsmenn Hvalfjarðarganga brýna fyrir fólki að vera tilbúið með peninga þegar að gjaldskýlunum er komið. Ný þjónusta \ Við hjá Heimilistækjum höfum tekið í notkun eina bestu framköllunarvél sem völ er á í dag og bjóðum nú viðskiptavinum okkar upp á hágæða framköllun með einstökum gæðum og skýrleika. Framköllunarvélin framkallar flestar gerðir filma, þ.á.m. APS, og stillir sig sérstaklega fyrir hverja mynd og hámarkar þannig myndgæði á öllum myndum filmunnar. Yfirtitsmynd V1ir pverrar WmM W'9,r með 35 mm 24 myr,da Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsaðili Agfa á íslandi Eiistil |sii slpklli AGFA ^ <$ <tö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.