Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 31
30 helgarviðtalið FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 helgarriðtalið 35 r Elíza í Bellatrix og Heiðar í Botnleðju eru án efa eitt rokkaðasta par Islands. Hljómsveitir beggja hafa lagt land undir fót nýverið og er Bellatrix komin í samstarf við enskt hljómplötufyrirtæki. Botnleðja er að vinna í sínum málum eftir vel heppnaðan túr til Los Angeles: „Auðvitaö veröur maöur aö taka sig alvarlega upp aö vissu marki. Forsendurnar veröa samt alltaf aö vera þær aö gera þetta vegna þess aö þaö sé gaman og maöur finni þörf til þess aö gera músík. Það má ekki vera þannig aö maöur sjái bara 20 þúsund kall handan viö horniö. Þaö sem knýr mann áfram veröur aö vera viljinn til aö koma einhverju á framfæri; gleöja einhvern;fá fólk til aö dilla sér eöa hugsa um eitthvaö; fá smá útrás. Þaö er ekki dýpra en þaö. Og vonandi heillar maöur ein- hvern meö sér. “ Frá örófi alda hafa íslendingar leitað út fyr- ir landsteinana og það oft með góðum ár- angri. Leifur heppni fann Ameríku og Björk það sem eftir var af heiminum nokkrum árum síðar. Það eru fleiri sem þykir landið kreppa að og hafa leitað að frægð og frama er- lendis. Margir hafa orðið ffá að hverfa og komið sneyptir heim eftir miklar yfirlýsingar. Botnleðja og Kolrassa krókríðandi eru sveitir sem hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og hafa þær báðar verið að herja á erlend mið. Kolrassa, sem heitir nú Bellatrix, hefur verið á ferðalögum um Bretland og Botn- leðja er nýkomin úr ferðalagi til Los Angeles. Ferðalagi sem byijaði illa en endaöi vel. Andlit þessara sveita eru Heiðar Öm Krist- jánsson, sem er söngvari og gítarleikari Botn- leðju, og Elíza Maria Geirsdóttir sem er söngvari og fiðluleikari Bellatrix. Svo skemmtilega vill til að þau eru par og feta að því leyti í fótspor Kurts Cobains og Courtney Love. Þau eru bara stillt- ari. Heiðar og Elíza hafa ekki gefið neinar yfir- lýsingar varðandi frægð en fróðir menn segja að þau eigi góða möguleika á að meika það. Mikki refur og María Callas Eins og með marga tónlistarmenn kviknaði áhugi Heiðars og Elízu á tónlist mjög snemma. „Áhuginn á tónlist byijaði eldsnemma hjá mér. Ég hlustaði á Dýrin í Hálsaskógi og þá vaknaði mikill áhugi á tónlist. Ég fékk að heyra það seinna að ég hefði sungið mikiö með þeirri plötu og þótti nokkuð góður," segir Heiðar. „Ég hef keypt og hlustað á plötur ff á því ég var patti. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég enda i þessu hlutverki." „Ég var náttúrlega plnd í tónlistarskóla sem bam og lærði á fiðlu í átta ár. Ég hætti þvi þeg- ar ég byijaði í Kolrössu. Ég hef því góðan grunn til að byggja á, hafði allan tónfræðilega grunn- inn og allt draslið. Ég hef verið að læra ópera- söng síðastliðin 3 ár og er komin á 8. stig. Þetta er búið að vera mjög gaman og ég hef flogið þokkalega í gegn,“ segir Elíza. „Ég er svoddan geðklofi að ég þarf að vera í skrýtnum hlutverk- um. Mér fannst þetta mjög skrítið fyrst og hló mikið að þessu en er búin að læra að njóta þess. Mér finnst þetta frábært nám og það víkkar sjón- deildarhringinn um helming. Eins og er hlusta ég mikið á óperur Mozarts en ég er að færa mig yfir í þyngri deildina. Mér finnst María Callas frábær." í upphafi var baðiL Heiðar og Elíza semja bæði lög og texta. Hvenær byijaði þessi náðargáfa aö gera vart við sig? ekki. Það er algjört djók að taka þennan bransa yfir- höfuð alvarlega." Það sem ekki þurfti að segja „Fólk horfir oft á Björk og hugsar: „hún er heimsfræg" og þaö er ósköp einfalt: „Þú ferö bara út, verður ógeöslega spes og kúl og meikar þaö!“ Fólk gleymir því aö þaö er margra ára vinna á bak viö velgengni hennar." “Ég held að ég hafi byijað að semja lög þegar ég var fjögurra ára,“ segir Elíza. „Það var hent- ugt að setja mig í bað því þar dúllaði ég mér í þrjá tíma þar til baöið var orðiö kalt, söng stans- laust og borðaði tannkrem. Ég var alltaf að skrifa ljóð og mála myndir sem unglingur og var voða rómantísk. Ég fór í rauninni ekki að líta á mig sem tónlistarmann fyrr en ég var búin að vera í tvö ár í hljómsveitinni. Ég hef aldrei verið hrædd við að tjá mig. Það vantar svolítið í stelpur að þora að vera hall- ærislegar og láta það flakka.“ „Ég kunni ekkert á gítar og fyrsta skipti sem ég spilaði á gítar fór ég beint í að semja. Ég kunni engin lög eftir aðra! Síðan byrjaði ég að semja texta við lög þegar ég byrjaði í hljóm- sveit,“ segir Heiðar og Elíza bætir hlæjandi við: „Ég kannast við þetta. Maður aðlagar sig að tak- mörkunum sínum." „Fyrst snerist allt um það að gera skrítin lög með fyndnum textum. Það má kannski heyra þetta á fyrstu plötunni okkar. Síðan breytist þetta og vex af manni. Maður fer að þora og horf- ir á þetta alvarlegri augum. Það má ekki festast Núna virðist það í tísku að kenna hljómsveitir við Sól. Botnleðja, Bellatrix og Kolrassa krókríðandi era ekki nöfh sem era gripin úr sama orðasafni. Hvemig komu þau til? „Það er mjög einfalt. Ég var að fletta f orðabók og ég veit ekki hvort það er til- viljun eða ekki en ég var staddur á klósettinu. Þar rakst ég á þetta orð, „botn- leðja“. Það átti vel við mó- mentið," segir Heiðar. „Við vorum búnar að heita ýmsum nöfirnm áður en við tókum okkur nafiiið Kolrassa krókríðandi. Nafnið er úr þjóðsögum Jóns Ámasonar. Við vor- um viku að læra nafiiið, soldið tregar. Ég held að þetta sé klassískt nafn. Nafnið Bellatrix kemur úr öðrum vangaveltum þeg- ar við vorum að fara að reyna fyrir okkur úti. Kol- rössu nafnið gekk ekki al- veg. Það var komið með mikið af fáránlegum nöfii- um en rétt áður en við fór- um út var ég að skoða stjömukort. í Óríon-merkinu era Beetlegeuse og Bellatrix skærastu stjömumar. Okkur fannst það mjög flott. Seinna þegar við fórum að grennslast fyrir um nafnið þýðir það hergyðja. Það er náttúrlega ekki verra,“ segir Elíza. Útlendingaeftírlit með homaugu Skömmu eftir að fjölmiðlar höfðu greint frá því að Botnleðja væri að fara í reisu til Los Ang- eles, þar sem glimt skyldi við Frægð frænku, bárust þau tíðindi að félagar Heiðars hefðu ver- í fyndninni," segir Heiðar. „Það má þó ekki taka sig of alvarlega," segir Elíza og Heiðar kinkar kolli: „Alls Ite. . ið stoppaðir og reknir til baka. Ástæðan fyrir þvi var sú að þeir höfðu í fór- um sínum svefiipillur sem vora amerísku pólitíi ekki þóknanlegar. En hvernig tilfinning var það að fá vopnaða verðina á móti sér I dyrunum? „Það var algjör viðbjóð- ur. Við höfðum aldrei kom- ið þama áður og vorum að koma úr átta tíma flugi. Við vorum varla komnir þama inn þegar það var tekið á móti okkur eins og við værum hinir verstu glæpamenn eða dópsalar. Þetta var leiðindamál og misskilningur. Þetta vora tvær svefntöflur sem vora þær veikustu sem hægt var að fá hér gegn lyfseðli. Þær vora aðeins ætlaðar til að stytta þetta sólarhringsferðalag því flug er ekki okkar uppáhald. Við lentum í miklu rifrildi og látum og var hent gegnurh tollinn en tveir þurftu að fara til Amsterdam og þaðan til íslands og koma síðan aftur. Þetta var algjört rugl. Það þýðir ekkert að eiga við fólk í útlendingaeftirlitinu í Bandaríkj- unum. Okkur var sagt að þegja þegar við opnuð- um munninn. Við áttum engan rétt. Þetta var mjög óskemmtilegt og lærdómsríkt en við komumst á leiðarenda," segir Heiðar. Það sem eftir var ferðarinnar gekk betur en fyrstu skrefin. „Þetta gekk mjög vel. Við héldum sjö tónleika i helstu klúbbum í Los Angeles og það gekk rosa- lega vel. Við erum komnir í fin sambönd og það er áfram verið að vinna í þessum málum. Við fundum það strax að okkar músík gengur miklu betur í Bandaríkjunum en Englandi. í Englandi er mikið popp og okkur hefur verið sagt að við séum of harðir fyrir þá. í Bandaríkjunum er fólk miklu opnara og músíkin okkar fellur í betri jarðveg. Það er miklu harðari músík í gangi í Bandaríkjunum, meiri gredda. Þessar háskóla- stöðvar era að spila mjög hart rokk. Hugur okkar er mikið í þá áttina. Við kynntumst góðum umboðsmanni sem hefur áhuga á að taka okkur að sér. Það eru viðræður um það núna. Það mætti pródúser 1 á tónleikana hjá okkur og honum leist svo vel á að hann sá til þess að við komumst í stúdíó með hon- um yfir eina helgi. Það gekk alveg rosalega vel og var gam- an að vinna með atvinnumanni. Það er ekkert ákveðið um ffamhaldið, það er bara áframhaldandi vinna.“ „Það er almennur mis- skilningur íslendinga að hlutimir gerist yfir nótt,“ segir Elíza. „Fólk horfir oft á Björk og hugsar „hún er heimsfræg" og það er ósköp einfalt: „Þú ferð bara út, Bellatrix og Global Warming verður ógeðs- lega spes og kúl og meikar það!“ Fólk gleymir þvi aö það er iriargra ára vinna á bak við velgengni henn- ar.“ „Það er líka leiðinlegt að vera með ein- hverjar yfirlýsingar," bætir Heiðar við. „Þetta er svo fallvalt og það getur allt gerst. Þessi bransi fer eftir ólögmálum." m Bellatrix hefur einbeitt sér að Bretlandi og mark- aðnum þar og hefur orðið vel ágengt í því að koma sér á blað þar eystra. Síðan Anna Hildur Hildibrands- dóttir tók að sér að vera um- boðsmaðurinn okkar úti hefur allt orðið mark- vissara. Við höf- um farið til Frakklands, Skandinavíu og Ameriku en það vora meiri æv- intýraferðir, kannski ekki mjög markviss- ar en þar feng- um við mikla reynslu í því hvemig við virkum saman. Við höfum farið fjóram sinnum út frá því síðasta haust til Englands og þetta hefur byggst upp jafrit og þétt. Núna erum við í samstarfi við lítið fyrirtæki í Bretlandi sem heitir Global Warming. Við ætlum að gefa út smá- skífú og EP-plötu með þeim og sjá hvemig það gengur. Þeir koma þessu !siðan á framfæri. Annað hvort fer allt af stað og stærra fyr- irtæki kemur inn eða þá við höld- um áfram svona þokkalega und- erground. Þetta er fyrsta skrefið og mjög spennandi," segir Elíza. Sumarsmellir og heila- deyfð „Við höfum ekki tekið beinan þátt í þessum „bransa" á íslandi heldur kíkjum bara aðeins inn,“ segir Elíza. „Sveitaballarúntur- inn er ekki fyrir okkur. Við þyrft- um að breyta dálítiö um stefriu til þess. Það er öragglega mjög gaman að vera ballhljóm- sveit og gera allt bijálað um hverja helgi. Það er hins vegar ekki sú leið sem við höfrim valið okkur. Það eina sem ég hef eitthvað á móti er þessi fjöldafram- leiðsla á sumarsmellum sem gera ekkert nema auka á heiladeyfð mannsins. Það era ekki mörg ár síðan þessar hljómsveitir vora að gera skemmti- lega hluti. Popplög era alltaf skemmti- leg ef þau era vel gerð. Núna finnst mér undirtónn- inn vera sá að skella í eitt lag.“ Heið- ar er ekki mjög hrifinn af ballhljómsveit- unum. „Erlendis fer fólk á tónleika til að skemmta sér. Hér fer fólk á ball með hljómsveitum sem spila lög eftir aðra. Verslun- armannahelgin er gósentíð ballhljómsveitanna en ég held að það eigi eftir að breytast. Þetta era síðustu leifar ballhljómsveitanna. Áður var allt sumarið góður markaður fyrir þær en nú er það bara verslunar- mannahelgin. Það þarf bara að henda þessum hljóm- sveitum út af henni líka og þá era þær dauðar." Botnrassa Auðvitað kynntust Heið- ar og Elíza á Músíktilraun- um í Tónabæ. Kolrassa kom nefnilega fram sem gesta- hljómsveit kvöldið sem Botnleðja vann keppnina. Kolrassa hafði unnið sömu keppni þremur árum áður. Elíza segir að þau hafi miskunnað sig yfir þá og boðið þeim að spila með sér á tónleikum eftir sigurinn. Hljómsveitimar hafa átt gott sam- starf og meðal annars spilað saman undir nafriinu Botnrassa. En hvemig gengur samhúð popprokkar- anna? „Við höfrim oft heyrt þessa rullu um að ann- að verði að víkja og þá er oftast litið á mig. Ég er algjörlega mótfallin því. Ef fólk ber virð- ingu hvað fyrir öðra þá er hægt að sækja sína drauma. Fólk er líka oft að spyrja hvemig við getum verið saman fyrst við erum alltaf hvort í sinu landinu. Það skiptir ekki máli. Það skiptir ekki máli að vera alltaf samloka undir sæng. Það skiptir meira máli að njóta þess þegar við erum saman og hafa hugrekki til að gera það sem mað- ur vill gera. Það er oft þannig að annar aðilinn vill víkja þannig aö hinn fái að blómstra. En hjá okkur þýðir ekkert kjaftæði því við erum að gera sömu hlutina og skiljum hvort annað,“ seg- ir Elíza og Heiðar hnýtir aftan í: „Við erum nátt- úrlega einstaklingar." Bameignir era ekki á dagskránni hjá þeim. Þau vilja vera úti um allt en eiga einn fastan punkt hér á landi. En gifting? „Við forum til Vegas að gifta okkur," segir El- íza hlæjandi og Heiðar botnar: „Við ætlum að láta lítinn japanskan Elvis Presley gifta okkur í bílalúgu. Nei, nei, það er nægur tími og við þurf- um ekkert að vera að stressa okkur." f „Ef fólk ber viröingu hvaö fyrir ööru þá er hægt aö sækja sína I drauma. Fólk er líka oft aö spyrja hvernig við getum veriö sam- f an fyrst viö erum alltaf hvort í sínu landinu. Þaö skiptir ekki r máli. Þaö skiptir ekki máli aö vera alltaf samloka undir sæng. Þaö skiptir meira máli aö njóta þess þegar viö erum saman og hafa hugrekki til þess aö gera þaö sem maöur vill gera.“ DV-myndir Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.