Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ1998 Útlönd___________________ Óttast um 15 eftir árekstur tveggja flugvéla Óttast er að fimmtán manns hafi týnt lífi þegar tvær litlar flug- vélar rákust á í lofti og hröpuðu í sjóinn undan borginni Lorient á vesturströnd Frakklands í gær. Sex lik hafa fundist en níu að minnsta kosti er saknað. Önnur flugvélanna var á leið frá Lyon til Lorient með fjórtán manns innanborðs. Aöeins einn maöur var í hinni flugvélinni. Ekki er að fullu Ijóst hvað olli árekstrinum en fyrstu athuganir benda til þess aö stærri flugvélina hafi borið aðeins af leið. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér seglr: Þrastanes 14, Garðabæ, þingl. eig. Andr- és Pétursson, gerðarbeiðendur Ferða- skrifstofa íslands hf., Garðabær, Samein- aði lífeyrissjóðurinn, Sparisjóður Reykja- víkur og nágr., Sýslumaðurinn í Hafnar- firði og Vestfjarðaleið Jóh. Ellertss. ehf., fimmtudaginn 6. ágúst 1998 kl. 11.30. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI Saksóknarinn Kenneth Starr gerir dauðaleit: Sæðisblettir í sumarkjólnum Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur fengið það verkefni að leita að sæðisblettum og öðru erfðaefni í sumíirkjól sem Monica Lewinsky lét saksóknaranum Kenneth Starr í té. Leitin er liður í umfangsmikilli rannsókn Starrs á því hvort Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafl átt í kynferðislegu sambandi við Monicu og hvort hann hafl reynt að hylma yfir það með saknæmum hætti. Þegar FBI hefur lokið rannsókn sinni fær Starr skýrslu um niður- stöðurnar. Einhver dráttur gæti þó orðið þvi, allt eftir því hvort eitt- hvert sæði eða annað erfðaefni er enn að flnna á kjólnum og hversu stór bletturinn er. Monica, sem eitt sinn var lærling- ur í Hvíta húsinu, féllst í þessari viku á að bera vitni fyrir ákæru- kviðdómi. í staðinn veitti Starr henni frið- helgi og á hún ekki á hættu að Monica Lewinsky geymir skítuga kjóla og safnar segulbandsspólum. verða sótt til saka þótt hún hafi til saka unnið, til dæmis borið ljúg- vitni. Móðir Monicu fékk einnig friðhelgi. Búist er við að Monica segi að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi, þótt bæði hafi neitað því í eiðsvömum yfirlýsingum. Clinton mun gefa vitnisburð þann 17. ágúst og verður hann tekinn upp á mynd- band í Hvíta húsinu. En Monica lét Starr ekki aðeins fá sumarkjólinn með meintum sæð- isblettum úr forsetanum, heldur einnig segulbandsspólur úr sím- svaranum sínum. Að sögn heimild- armanna má heyra í forsetanum á spólunum þeim. Skoðanakannanir sem birtust í gær benda til að einhver hluti amer- ísku þjóðarinnar sé nú kominn á þá skoðun að sækja eigi forsetann til saka fyrir embættisafglöp. Aðrir láta sér hneykslismálið í léttu rúmi liggja. „Þetta er hans mál,“ sagði repúblikani sem kaus Clinton ekki í síðustu kosningum. ICELANDIC RENT-A-CAR BÍLALEIGA ÍSLANDS Ferðist um landið á ykkan iiátt. Leigið fanartæki á sanngjörnu verði. Breskir hermenn standa vörö um brunarústir forngripabúðar í bænum Portadown á N-írlandi. Prjá verslanir á þessum slóðurn eru rústir einar eftir sprengjuárásir í gærkvöld. Símamynd Reuter jgP' jiijw: 1 Michael Douglas í nýju starfi: Boðberi friðar Kvikmyndaleikarinn Michael Douglas hefur veriö gerður að frið- arboða á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Meðal verkefna leikarans verður að berjast fyrir eyðingu kjarnavopna, vopnaeftirliti og því að Bandaríkin greiði skuldir sínar við Sameinuðu þjóðimar. „Ég ætla að nýta mér þau sam- bönd sem ég hef í skemmtanaiðnað- inum og tala um þau málefni sem skipta máli,“ sagði Douglas. Að sögn leikarans var þaö kvik- myndin China Syndrome sem öðru fremur dýpkaði skilning hans á vandanum sem fylgir notkun kjam- orkuvopna. Douglas sagðist í gær mundu ein- beita sér að því finna leiðir til að koma í veg fyrir vopnasölu til landa á borð við Albaníu. Reuter Michael Douglas er nýr erindreki Sameinuöu þjóöanna og er ætlaö aö stuöla aö friöi í heiminum. Stuttar fréttir i>v Meiri flóð íbúar í austurhluta Kína eiga von á að flóðin þar um slóðir færist í aukana á næstu dögum þar sem úrhellisrigning er þar nú. Jeltsín upplýstur Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem þurfti að hraða sér heim úr fríi á dögunum vegna efnahags- kreppunnar í landinu, hittir aðalsamninga- mann sinn við erlenda lánar- drottna í dag. Þar á að upplýsa forsetann um nýjasta framlag Vest- urlanda. Meira fé til Indónesíu Indónesar fengu loforð i gær um 560 milljarða króna í erlenda aðstoð á þessu ári til að reyna að koma efnahag landsins aftur á réttan kjöl. Lostabæli í hættu Yfirvöld í Texas íhuga nú leiðir til að leysa upp lostamiðstöðina Bu- ford, 50 manna smábæ með fata- fellubörum og klámbúllum í vestur- hluta rikisins, vegna þess að þar er engin bæjarstjóm. Slæmar fréttir Keizo Obuchi, nýr forsætisráð- herra Japans, fékk heldur óþyrmi- lega áminningu í gær um vandann sem bíður hans þegar gengi jensins lækkaði gagnvart dollamum. Þá sýna nýjustu tölur að atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Kosovo-Albanar farast Sjö farþegar létust og 21 særðist þegar langferðabíll fullur af Albön- um frá Kosovo ók á tré á flótta und- an þýskum landamæravöröum. VIII íhlutun Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og ástr- alskur kollegi hennar hafa beð- ið Kofi Annan, framkvæmda- stjóra SÞ, um að reyna að fá her- stjórnina í Burma til að ræða við stjórn- arandstöðuleiðtogann Aung San Suu Kyi. Skipt um kyn á Netinu Fyrst var það fæðing, svo kynlíf og nú hyggst fyrirtæki í Flórída verða fyrst til að sýna kynskiptiað- gerð á Netinu. Aðgerðin mun taka 6 stundir og verður gerð í nóvember. Líklega súrefnislausir Vonir um að austurrísku björg- unarmennimir tíu, sem hafa verið lokaðir ofan í námu í tvær viku, finnist á lífi fara dvínandi með hverjum deginum. Taliö er líklegt að þeir séu orðnir súrefnislausir. Þeirra verður leitað áfram. Tíu slasaðir Bögglasprengja sprakk í strætis- vagni í Alsír í gær. Tíu manns slös- uðust og þar af tveir alvarlega. Múslímskir uppreisnarmenn em taldir aö baki sprengingunni. Kennt um samsæri Spænski sósíalistaflokkurinn heldur því fram að fangelsisdómur yfir fyrrverandi ráðherrum flokksins, Jose Barrionuevo og Rafael Vera, vegna „óhreina stríðsins" gegn aðskilnaðarsinn- um Baska sé ekkert annað en samsæri gegn Felipe Gonzales, sósíalista og fyrr- um forsætisráöherra Spánar. Flokkurinn segir sína menn alls saklausa í þessu máli. í óvænta heimsókn Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fór i óvænta eftirlitsferð til Alsír á dögunum. Tilgangurinn var að rannsaka nýlegt fjöldamorð á tólf manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.