Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 Fréttir Reykvíkingar greiða 30 milljarða í skatta: Dánarbú Þorvaldar hæst - ný nöfn meðal hæstu greiðenda Enda þótt Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski hf. sé látinn, greiðir hann hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík árið 1998 áttunda árið í röð. Hann greiðir nú tæplega 46 milljónir króna en greiddi árið á undan tæp- lega 37 milljónir. Næstur á eftir Þor- valdi er Ingimundur Ingimundarson loðnuskipstjóri sem greiðir rúmar 18 milljónir en hann var ekki meðal efstu manna á síðasta ári. Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskips hf., er nú þriðji hæstur og fer upp um tvö sæti og greiðir rúmlega tíu milljónir í opinber gjöld sem er svipað og á síð- asta ári. Fjórði maður á lista er Guð- mundur Kristjánsson og fimmti Gunnlaugur Guðmundsson, verslun- armaður og íyrrv. eigandi Gunnlaugs- búðar, með um tíu milljónir hvor en hvorugur þeirra var meðal hæstu manna á síðasta ári. Af öðrum þjóðþekktum einstakling- um sem eru ofarlega á lista má nefna Greiðendur hæstu opinberra gjalda í Reykjavík 1998 50.000.000 kr. 30.000.000 45.000.000 40.000.000 35.000.000 25.000.000 20.000.000 15.000.000 10.000.000 5.000.000 ir»gg 0 Skattálagningin á Reykjanesi: Ný nöfn á toppnum - fimm af tíu efstu tengjast sjávarútvegi Greiðendur hæstu opinberra gjalda á Reykjanesi 1998 30.000.000 kr. --------- 25.000.000 20.000.000 15.000.000 Pétur Auðunsson, eigandi Vél- smiðju Péturs Auðunssonar í Hafn- arfirði, greiðir hæstu gjöld allra ein- staklinga á Reykjanesi samkvæmt álagningarskrá fyrir árið 1998. Heildarálagning á Pétur er 25,140 milljónir. Pétur var ekki meðal þeirra 10 efstu í fyrra. í öðru og þriðja sæti listans eru þeir Reynir Jóhannsson skipstjóri og Benoný Þórhallsson vélstjóri, báðir úr Grindavík. Þeir voru ekki meðal tíu efstu í fyrra en ástæðan fyrir því hversu háir þeir eru núna mun vera sala þeirra á togaranum Víkurbergi GKl sem var að mestu leyti í eigu þeirra. Söluhagnaður kann einnig að vera skýringin á innkomu Benedikts Sigurðssonar, lyfsala í Keflavík, á listann en hann seldi einmitt Apótek Keflavíkur á síðastliðnu ári. Helgi Vilhjálmsson, sem er í 8. sæti listans, er aðallega þekktur fyrir rekstur sinn á Kent- ucky Fried Chicken og sælgætis- verksmiðjunni Góu. Aðeins tveir þeirra sem voru meðal tíu hæstu skattgreiðenda á Reykjanesi í fyrra eru enn í sama hópi. Ómar Ásgeirsson, sem rekur eigin rækjuvélarþjónustu, er annað árið i 6. sæti listans yfir hæstu skattgreiðendur í umdæminu og greiðir um 11,156 milljónir í skatta. I fyrra greiddi Ómar hins vegar 8,411 milljónir. Sigurjón S. Helgason verktaki sem var í öðru sæti yfir hæstu skattgreiðendur í fyrra er nú í 9. sæti og greiðir um 9,386 milljón- ir í skatt. Álagning á hann lækkar því um fjórar milljónir þar sem hún var um 13,632 milljónir í fyrra. Athygli vekur að fimm þeirra tíu efstu á listanum tengjast sjávarút- vegi með einhverjum hætti. Þeir Reynir og Benoný hafa báðir notið tekna af sjávarútvegi og Sveinn Bjömsson í 6. sæti listans er útgerð- armaður. Þá er Pétur eigandi vél- smiðju eins og áður sagði og Ómar rekur rækjuvélarþjónustu. -kjart Álagningarskrár lagöar fram í dag: Þjóðin borgar 66 milljarða í skatta - skiptist jafnt í tekjuskatt og útsvar Vesturland Aðeins einn af fimm tekju- hæstu einstaklingum á Vestur- landi skipar þann hóp núna mið- að við árið undan. Það er Viðar Karlsson, skipstjóri á Akranesi, sem er nú fjórði tekjuhæsti ein- staklingurinn á Vesturlandi en var þriðji i röðinni síðast. Tekju- hæsti einstaklingurinn er hins vegar Rakel Olsen, ekkja Ágústs Sigurðssonar útgeröarmanns og stjómandi útgerðarfyrirtækisins Sigurðar Ágústssonar hf. Hún greiöir rúmar 17 milljónir í út- svar í ár sem samsvarar því að hún hafi haft rúmar 12 milljónir í laun á mánuði á síðasta ári en heildarskattgreiðslur hennar nema tæpum 67 milljónum á ár- inu. Skv. heimildum DV byggj- ast laun Rakelar á áætlun og mun hún væntanlega kæra um- rædda álagningu til skattstjór- ans á Vesturlandi. Annar í röðinni er Hjálmar Þór Kristjánsson útgerðarmaður á Hellissandi og greiðir hann tæpar tíu milljónir. -hb Samanlögö álagning tekjuskatts og útsvars á einstaklinga fyrir áriö 1997 nemur um 66,5 milljörðum króna. Þetta er sex og hálfum millj- arði meira en í fyrra og munar þar mestu um hækkun útsvars sveitar- félaganna. Að því er fram kemur í upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu er heildarálagning skatta á einstak- linga lægri en i fyrra og munar þar mestu um skattalækkanirnar sem gerðar voru í tengslum við síðustu kjcU'asamninga. Á móti kemur að útsvar sveitarfélaga hefur hækkaö um 2,7 % á sama tíma vegna flutn- ings grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaga. Álagt útsvar og álagð- ur tekjuskattur nema nú nánast sömu upphæðum, eða 33 milljörðum hvort um sig. Eignaskattur hefur hækkað um 204 milljónir milli ára og greiðend- um hans um leið fjölgað. Alls eru tekjur ríkisins af eignarskatti sam- kvæmt álagningu 1,826 milljarðar i ár. Upplýsingamar sem fram koma um einstaklinga hér á eftir eru teknar úr álagningarskrá og verður því aö taka með þeim fyrirvara að þær kunna að verða leiðréttar ef álagningin er kærð til skattstjóra. Kærufrestur er til 31. ágúst. Nokkuð breytilegt er milli ára hver álagning á einstaklinga hefur verið sam- kvæmt framlögðum álagningar- skrám og skýrist það meðal annars af því hvort of háar eða of lágar töl- ur hafa verið áætlaðar á einstak- linga. Þá kunna eignir að hafa verið gerðar aö skattstofni sem ekki vom það áður auk þess sem tekjur við- komandi geta að sjálfsögðu hafa hækkað. -kjart Indriða Pálsson, stjómarformann Eimskips hf., og Jón Ólafsson, stjóm- arformann íslenska útvarpsfélagsins. Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, er tíundi með tæpar niu milljónir og Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, er í 20. sæti og greiðir rúmar sjö milljónir. Heildargjöld 29 milljarðar Heildargjöld í Reykjavik skv. álagn- ingarskrá vora um 29,5 milljarðar. Þau skiptust þannig að tekjuskattur, sem 45.340 einstaklingar greiddu, var tæplega 14 milljarðar og útsvar, sem 81.724 einstaklingar greiddu, var rétt um 13 miljjarðar. Eignarskatt greiddu 21.533 að upphæð rúmlega eins millj- arðs. Alls greiða 909 böm tekjuskatt og útsvar samtals að upphæð tæplega sjö milljóna króna. Hafa verður í huga að aðeins er um álagningu að ræða og ljóst að margar upphæðir eiga eftir að breytast en greiðendur hafa frest til 31. ágúst að kæra álagn- ingu. DV birtir á næstu dögum lista yfir tekjuhæstu einstaklingana skipt niður eftir stétt og búsetu. -hb Þórður Júlíusson er efstur á lista skattgreiðenda á Vestfiörð- um með 5,764 milljónir í álögð gjöld. Samkvæmt heimildum DV á Þórður stóran hlut í Gunn- vöru, ásamt Jóhanni bróður sín- um, en Gunnvör gerir meðal annars út togarann Júlíus Geir- mundsson. Af öðrum meðal þeirra fimm efstu má nefna Guðna Einarsson, skipstjóra á Suðureyri, og Þorstein Jóhann- esson, yfirlækni á Fjórðungs- sjúkrahúsi ísafjarðar og fyrrver- andi oddvita sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Loks má nefna Agn- ar Ebeneserson í fimmta sæti en hann var einn eigenda í sjávar- útvegsfyrirtækinu Bakka í Hnífsdal en það hefur nú verið selt. Norðurland vestra Nokkrar breytingar eru á röð fimm hæstu manna á Norður- landi vestra. Sá sem greiðir hæsta skatta þar er Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmda- stjóri og greiðir hann 4,542 millj- ónir. Þetta er 1,2 milljónum hærri tala en samkvæmt álagn- ingarskrá ársins í fyrra. Næst- hæstur er Lárus Þór Jónsson, læknir á Hvammstanga, með 3,801milljón í álögð gjöld. í fiórða sæti er Sigursteinn Guðmunds- son, læknir á Blönduósi ,en hann var í fiórða sæti í fyrra með 2,851 milljón í gjöld. Suðurland Gunnar A. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, er skattaprins Suðurlands fyrir síðastliðið ár. Hann greiðir um 8,7 milljónir í gjöld tft ríkissjóðs og hækkar töluvert frá fyrra ári, eða um Qórar milljónir. Af þeim sem voru meðal fimm efstu í fyrra má nefna Þorstein Pálsson, framkvæmdastjóra KÁ á Sel- fossi, en hann fer úr þriöja í sjötta sæti og greiðir nú um 4.393.435. Það er um 400 þúsund krónum meira en í fyrra. Ragnar Kristinn Kristjánsson, sveppa- bóndi á Flúðum, greiðir um 300 þúsundum meira en í fyrra, eða 4,456 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.