Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 34
38 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 íþróttir Bland i poka Vandrœóin halda stöðugt áfram hjá enska leikmanninum David Beck- ham. Hann meiddist nefnilega á ökka í æfmgaleik með liði sínu Manchest- er United gegn Valerenga i Ósló á mánudag. Beckham hefur verið frá æfingum í tvo daga og mun líklega ekki vera með í æfingaleik gegn Bröndby í Kaupmannahöfn í dag. Vonir standa til aö Beckham verði tilbúinn í fyrsta leik Manchester United gegn West Ham þann 22. ágúst. Stórlióió Barcelona hefur boðið Manchester United 17 milljónir punda fyrir Beckham og svo fengi leikmaöurinn sjálfur 40 þúsund pund á viku í laun án skatta. Ekki er enn vitaó hvort Manchester United vill seija Beckham, né heldur hvort hann er tilbúinn til þess að yf- irgefa félagið. Forsvarsmenn United vonast eftir því að gera samning við hollenska landsliðsmanninn Patrick Kluivert á næstu dögum. AC Milan, félag Kluivert, hefur sæst á 9 milljóna punda tilboð Manchester United og því er aðeins eftir að tala viö hann sjálfan og ganga ffá samningum. Kluivert skoraói á HM gegn Argent- ínu og Brasilíu ásamt þvi að fá rautt spjald gegn Belgíu. Arsenal vildi kaupa Kluivert fyrr í sumar en allt strandaði á þvi að leik- maðurinn vildi 500 þúsund pund í undirskriftarfé. Ef menn er fariö aö lengja eftir enska boltanum geta þeir fengið smá forskot á sæluna um verslunar- mannahelgina þvi Sýn ætlar að sýna frá æfingamóti á fostudag og laugar- dag. Sýn sýnir tvo leiki hvom daginn en á mótinu keppa Liverpool, Leeds, Lazio og St. Patrick en mótið fer fram á Irlandi. Sýn sýnir frá öóru móti í næstu viku þar sem Chelsea og Atletico Madrid spila ásamt tveimur öðrum félögum. -ÍBE/ÓÓJ Verður keppt í úr- valsdeild Evrópu? - áhugi er á að stofna deild meðal bestu liða Evrópu Forseti AC Milan hefur áhuga á að stofna úrvalsdeild Evrópu. Keppnisfyrirkomulagið yrði þannig að öll helstu stórlið Evrópu, alls 32 talsins, myndu mætast í leikjum á virkum dögum á keppnistímabilinu þar sem deildarleik- ir fara oftast fram um helgar. Ef yrði af stofnun deildarinnar myndu lið eins og Real Madrid, Barcelona, AC Mil- an, Juventus, Liverpool, Manchester United, Arsenal, Ajax og Bayem Munchen taka þátt. Keppt yrði um peninga- verðlaun sem nema 60 milljónum punda. Sjónvarpsréttur að leikjunum yrði seldur víða um Evrópu og þar með myndu forsvarsmenn deildarinnar græða mikla peninga. Deildin ætti að hefjast í septembermánuði árið 2000. Aðeins eitt stendur í veginum fyrir slíkri deild. Forráðamenn Alþjóða knattspymusambandsins, FIFA, em mjög á móti slíkri áætlun. Þeir hafa varað félög í Evrópu við þátttöku og hótað að þeim leikmönnum sem tækju þátt yrði bannað að keppa á öllum stigum knattspyrnunnar, í úrvalsdeildum jafnt sem landsleikjum. Vissulega stend- ur FIFA þar með í vegi fyrir stofnun deildarinnar og á meðan svo er gerist lítið í stofnun Evrópudeildar. -ÍBE Hlýtt á þjóðsöngva fyrir landsleik írlands og Liechtenstein f Dublin 12. október 1994. Frá vinstri: Gfsli Björgvinsson, FIFA-aöstoöardómari, Bragi og Sæmundur Víglundsson, fyrrum FIFA-aöstoöardómari, en Sæmundur hætti dómgæslustörfum aö loknu síöasta keppnistímabili. Z* ÚRVAiSPIIlP Næstum þvl jafnmörg mörk hafa verið skoruð beint úr aukaspymum og úr vítum í sumar. 8 hafa komið úr aukaspymu en 10 úr víti. Það hefur aldrei gerst í sögu 10 liöa efstu deildar að fleiri mörk séu gerð úr aukaspymum heldur en vítum. Fimm af þeim 8 mörkum sem komið hafa úr beinum aukaspymum hafa komið í leik hjá Valsmönnum. Valsnienn hafa skoraö þijú (Amór) en einnig hafa andstæðingar þeirra skorað tvö mörk beint úr auakspym- um. Það hefur því verið skorað beint úr auka- spymu í siðustu úórum Valsleikjum í sumar. Valsmenn unnu sinn fyrsta útisigur í 10 leikjum gegn Þrótti en þeir höföu þar af tapað 6 af þessum tíu útileikjum. Það hefur verið ellefu marka sveifla á Þróttumm í síðustu þremur leijkum. Eftir að hafa skorað fimm síðustu mörk leiksins gegn Keflavik hafa Þróttarar fengið á sig sex mörk án þess að ná að svara fyrir sig. Þróttarar hafa enn ekki náð að vinna heimaleik á aðalleikvanginum í Laug- ardal í þeim 4 leikjum sem þeir hafa spilaö i sumar. Tveir fyrstu enduðu með jafhteflum en nú hafa Þróttarar tapað tveimur síðustu heimaleikjum sínum á aðal- leikvanginum. Auk þeirra hafa þeir leikið tvo á Val- bjamarvelli, annan unnu þeir en hinn tapaðist. Keflvíkingar unnu sinn fjórða 1-0 sigur í gær og hafa nú gert 9 mörk til að innbyrða sín stig. Hvert mark er 1,9 stiga virði hjá Keflavík í sumar. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörð- ur KR, hélt hreinu í gær í sínum 2 leik í röö en hann hefur aðeins fengiö á sig eitt mark í 3 efstudeildarleikjum. Jón Þ. Stefánsson leikur ekki með Val í 5 síðustu umferðum úrvalsdeild- arinnar. Hann er á leið til Bandaríkjanna í nám. -ÓÓJ Bragi Bergmann dæmdi sinn 1000. leik í gærkvöld: Fýrir ánægjuna - heldur áfram að dæma meðan hann hefur gaman af því Bragi Bergmann dæmdi í gær sinn þúsundasta leik og er því kom- inn í hóp fárra dómara á íslandi sem ná þeim áfanga. „Ég byrjaði óvenjulega ungur, var 15 ára þegar ég tók dómarapróf- ið, haustið 1973, og varð svo strax mjög virkur og hef veriö mjög virk- ur síðan,“ sagði Bragi um upphafs- ár sín í dómgæslunni. Bragi var í fótbolta í ÍK og starfaði við land- græðsu í Gunnarsholti þannig að hann gat ekki stundað æfmgar á sumrin. „Ég sá að ef ég ætlaði að vera í tengslum við fótboltann áfram þá varð ég að gera eitthvað annaö heldur en að spila og þá ákvað ég að taka dómarapróf. Dóm- gæslan er þannig að maöur getur æft einn og það er alltaf hægt að taka leiki þótt maður sé að starfa á daginn," sagði Bragi þannig að þetta hentaði sérlega vel fyrir hann. Viö hliö Laudrup-bræöra „Það eru margir eftirminnilegir og skemmtilegir leikir en ég hugsa að mér líði nú seint úr minni lands- leikur sem ég dæmdi í ágúst 1993. Þá dæmdi ég leik Danmerkur og Lit- háen í undankeppni HM og það var fyrsti leikurinn sem Michael Laudr- up gaf kost á sér í landsliðið eftir nokkurra ára hlé. Búist var við að það yrðu 12-15 þúsund áhorfendur á þessum leik en þegar Michael Laudrup gaf kost á sér og spilaði held ég í fyrsta sinn við hlið bróður síns þá seldist upp á leikinn á augnabliki. Það voru þama um 40 þúsund áhorfendur og þetta var af- skaplega skemmtilegur leikur og eftirminnilegur. Okkur var vel fagn- að þegar við gengum fyrstir inn á, eða við tókum það svo að það væri verið að fagna okkur. Það voru óg- urleg fagnaðarlæti þvi Michael Laudrup var fyrirliði og gekk beint fyrir aftan okkur inn á völlinn," sagði Bragi hlæjandi. Alltaf aö dæma Félagar Braga undruðust alltaf hvers vegna hann væri að dæma. „Ég sagði bara að maður þyrfti að byrja ungur ef maður ætlaði að veröa milliríkjadómari. Ég var nú minntur á þetta síðar þegar ég náði þeim áfanga. Það er náttúrlega gaman núna að flestir jafnaldrar manns sem voru að spila í boltanum eru sennilega hættir,“ sagði Bragi, en hann er að- eins 39 ára og getur haldið áfram að dæma til 50 ára aldurs ef hann vill. „Þetta er mjög gefandi og krefj- andi starf, bæði andlega og líkam- lega. Það krefst mikils aga og ein- beitingar þannig að þetta er mikill og góður skóli fyrir mann eilíflega að hafa tök á sjálfum sér og veitir manni ákveðið aðhald sem er mjög mikilvægt. Svo er þetta afskaplega skemmtilegur félagsskapur," sagði Bragi sem er búinn að dæma í 25 ár. „Þegar maður lítur til baka yfir þessa 1000 leiki þá eru einhverjir ör- fáir þegar hafa orðið einhver leið- indi og eftirmál þar sem menn hafa Ferill Braga @ Dómarapróf 15 ára árið 1973 @ Unglingadómari 1973 ® Héraösdómari 1979 @ Landsdómari 1981 @ Milliríkjadómari 1990 @ Hóf dómgæslu í efstu deild 1986. @ Hefur dæmt 106 leiki í efstu deild. í Þeim hefur Bragi dæmt 25 víti og gefiö 21 rautt spjald. @ Dæmdi fyrsta landsleikinn 1991. ® Leikir í meistaraflokkum: 800 © Leikir í yngri flokkum um: 200 @ Störf á ári að meðaltali um 40 @ Flest störf á ári 70 @ Fæst störf á ári 30 @ Alls um 11.000 stundir alls í dóm- gæslu eða 1,5 ár. -ÍBE/ÓÓJ verið ósáttir við úrskurði manns. Það eru örfá svoleiðis atriðf sem sitja eftir í minningunni. Það sem mér finnst leiðinlegast er að menn ganga út frá því eiliflega í knattspymunni að mistök séu eðlileg hjá leikmönnum. Einhver veginn er miklu minna umburðarlyndi gagnvart ákvörðun- um dómara og dómarar eru oft með- höndlaðir ansi óþyrmilega, ekki síst í fjölmiölum, fyrir fúllkomnlega eðli- legar yflrsjónir vegna þess að við erum auðvitað bara mannlegir líka,“ sagði hann. Bragi býr með Dóru Hartmanns- dóttur og eina þau þrjú böm, Vil- hjáim, Snæbjörgu og Ingibjörgu. „Lykillinn að því að vera svona lengi í þessu og stunda þetta svona grimmt er að eiga góöa og skilnings- ríka fjölskyldu sem tekur þessu með jafhaðargeði. Maður er náttúrlega í burtu flestaflar helgar og tekur ekkert sum- arfrí i þessu því keppnistímabilið er svo stutt,“ sagði Bragi og bætti við, „um leið og ég hætti að hafa gaman að því að dæma þá ætla ég að hætta.“ -ÍBE Skilningsrík fjölskylda I sinni þriðju utanlandsferð sem dómari, línuvörður ásamt Sveini Sveinssyni með Guðmundi Haraldssyni, fyrrum milliríkjadómara. Þetta var leikur Skota og Kýpurbúa á Hampden Park og meö þeim á myndinni er Lennart Johannsson, forseti UEFA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.