Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 33
'ÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 37 DV íþróttir Sanngjarnt hjáKR - er Framarar töpuðu, 2-0, í Frostaskjólinu „Við byrjuðum með látum og ætl- ðum að keyra á þá strax og það ekk eftir. Við gáfum hins vegar íllmikið eftir eftir mörkin tvö og leyptum þeim of mikið inn í leik- ín. Ég held samt að þetta hafi ver- ) sanngjöm úrslit," sagði Atli Eð- aldson, þjálfari KR, eftir að hans íenn höfuðu sigrað Framara, 2-0 í rostaskjólinu. )skabyrjun KR Það er óhætt að segja að KR-ingar afi byrjað með látum því áður en íörkin komu kom Ólafur Péturs- Dn tvisvar í veg fyrir mark með •ábærri markvörslu. Eftir mörkin var sem Framarar vöknuðu af Þyrni- rósarsvefni og má segja að miðhluti fyrri. hálf- 1 t leiks hafi verið þeirra eign. Þeir dór Elíson góðan skalla sem Gunn- leifur varði vel í markinu og rétt fyrir leikslok skallaði Einar Þór Daníelsson yfir Frammarkið þegar hann var aleinn í teignum. Inn vildi boltinn sem sagt ekki og lokatölur því 2-0. Guðmundur ógnandi Sigurinn var sanngjarn því KR- ingar fengu fleiri opin færi þegar á heildina var litið. Guðmundur Benediktsson var mjög ógnandi all- an tímann og virðist loksins vera að komast í sitt rétta form. Þá vakti Indriði Sigurðsson, 16 ára bakvörð- ur, athygli og er þar mjög efnilegur leikmaður á ferð. „Við fáum á okkur tvö mörk snemma og það er Fram i sumar og gerði það áfram í þessum leik. Baldur Bjamason byrjaði í sókn- inni en meiddist síðan og Anton Björn tók við. Þetta gekk ekki upp. Hallsteinn var þeirra bestur og Sævar átti ágætan leik í vörninni. Þá kom markvarsla Ólafs Péturs- sonar í veg fyrir stærra tap. -HI Pólarmótiö í körfuknattleik: Frábær byrjun dugði skammt íop- ðu ms ser Islendingar töpuðu fyrir Dön- um, 63-84, á Pólarmótinu í körfuknattleik i Danmörku í gær- kvöldi. íslendingar hófu leikinn af miklum krafti og náðu strax und- irtökunum. Langskotin rötuðu í körfu Dana og vörnin var mjög þétt. íslenska liðið komst í 20-8 en Danir áttu góðan endasprett og náðu að komast yfir rétt áður en leiktíminn var úti í fyrri hálfleik, 33-34. Danir keyrðu hreinlega yfir ís- lendinga í síðari hálfleik sem voru á hælunum. Á nokkrum mínútum gerðu Danir út um leik- inn. Þeir breyttu stöðunni í 39-64, og þar með voru úrslitin ráðin. Varamenn islenska liðsins fengu þá að spreyta sig og með Pétur Ingvarsson í fararbroddi náðu fs- lendingar að klóra í bakkann. „Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik, vorum skynsamir og með góð skot. í síðari hálfleik voru Danir með mjög öfluga vöm og við náum ekki að vinna rétt úr því. 7 mínútna kafli í upphafi síð- ari hálfleiksins gerði útslagið," sagði Jón Kr. Gíslason, við DV eft- ir leikinn. „Danir léku sterka vörn í síðari hálfleik og þeir náðu að ýta okkur frá körfunni. Við gerðum byrj- endamistök og fengum lítið af frí- um skotum. Þegar 3ja stiga skotin klikkuöu gátum við ekki fundið aðra leið til að skora,“ sagði Guð- jón Skúlason. Stig íslands: Helgi Jónas Guð- finnsson 12, Herbert Amarsson 11, Falur Harðarson 8, Páll Krist- insson 8, Guðjón Skúlason 6, Guð- mundur Bragason 4, Friðrik Stef- ánsson 4, Pétur Ingvarsson 4, Fannar Ólafsson 4, Hjörtur Harð- arson 2. Heildarskotnýting: ísland 43%, Danmörk 54%. Fráköst: ísland 16, Danmörk 37. Fengin víti: ísland 12, Dan- mörk 29. Vítanýting: ísland 75%, Dan- mörk 79%. Tapaðir boltar: ísland 15, Dan- mörk 19. Svíar unnu Norðmenn, 78-62, og það stefnir því í úrslitaieik Dana og Svía á mótinu. íslending- ar mæta Norðmönnum í dag og með sigri lendir íslenska liðið í 3. sæti. -GH/BL Þór Akureyrarmeistari Þór vann KA í gær, 2-1, í úrslitaleik Akureyrarmótsins í knattspymu og er þetta smásárabót til þeirra en illa hefur gengið í deildinni. Örlygur Helgason kom Þór yfir á 13. mínútu, Steingrímur Eiðsson jafnaði á 15. mínútu en Elmar Eiríksson tryggði Þórsurum sigur úr vítaspyrnu á 76. mínútu. Davíð Garðarsson, KA-maður og fyrrum Þórsari, fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli en af 6 spjöldum í leiknum voru 4 fyrir tuö. vegar ekki nógu góð færi og síð- ustu tíu mínútur hálf- iiksins tóku KR-ingar við sér aftur g vom tvívegis nálægt því að skora riðja markið fyrir hlé. ikki eins fjörugt Seinni hálfleikur var ekki eins örugur og sá fyrri þó að hann væri mgt frá þvi að vera leiðinlegur. ramarar byrjuðu líflega en síðan ifnaðist leikurinn og bæði lið mgu nokkur færi til að skora. Um úðjan síðari hálfleik átti t.d. Stein- Gamlir Þórsarar taka fram skóna Tveir reyndir Þórsarar, Sveinn Pálsson og Birgir Þór Karlsson, léku með í þessum leik á ný en þeir voru báðir búnir að leggja skóna á hilluna en þeir ætla að reyna leggja sitt á vogarskálina til þess að bjarga Þórsurum frá falli í 2. deild. Útlitið er samt afar slæmt hjá nýkrýndum Akureyrarmeisturum. -JJ/ÓÓJ töpum boltan- um úti á vell- inum í báðum mörkunum sem sýnir að það verður að vanda sendingarnar betur," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. Sex stiga sigur - Keflvíkinga á ÍR-ingum í gær Sóknin slök Sóknarleikurinn hefur Guðmundur Benediktsson fyrra mark KR úr vítaspyrnu. skoraði Þormóður orðinn leikjahæstur KR-inga Þormóður Egilsson, varnarmaður KR, lék sinn 295. meistaraflokksleik fyrir félagið og setti þar með met. Gamla metið, 294 leiki, átti Guðmundur Guðmannsson. Hann lék einnig sinn 166. leik í efstu deild.og jafnaði þar met Ottós Guðmundssonar. -HI „Eg tek ekki í höndina á þér“ Leiðinlegt atvik gerðist eftir leik Kelfvíkinga og ÍR-inga í gær í Keflavík. Sævar Þór Gíslason, ÍR-ingur, gekk þá til dómara leiksins og ætlaði að taka í hönd hans og þakka honum fyrir leikinn eins og venjan er. Dómari leiksins, Garðar Örn Hinriksson, neitaði þá að taka við kveðjunni. Hann svaraði hins vegar Sævari þannig að margir heyrðu „Ég tek ekki í höndina á þér“ -ÓÓ J Einar: 2,18 - bætti 5 daga gamalt Islandsmet sitt í hástökki í gær Einar Karl Hjartarson, hástökkvarinn ungi og stór- efnilegi, gerði sér lítið fyrir í gær og bætti 5 daga gam- alt íslandsmet sitt um einn sentímetra þegar hann stökk yfir 2,18 metra i undankeppni á heimsmeistara- móti unglinga í gær en mótið fram fer í Frakklandi. Einar tryggði sér þar með sæti í úrslitunum sem fram fara í dag. Rétt stökk á réttum tíma „Ég hitti á rétt stökk á réttum tíma. Ég fór hingað út með það markmið að slá metið og ég ætla mér að bæta það enn frekar. Stefnan er að komast yfir 2,20 metra í sumar og vonandi gerist það í úrslitunum. Strákamir sem eru í úrslitunum hafa flestallir náð 2,20 metrunum og einn 2,28 svo það verður örugglega á brattann að sækja fyrir mig en það er alltaf mögu- leiki,“ sagði Einar Karl í samtali viö DV í gærkvöld en hann fór yfir 2,18 metrana í þriðju tilraun. Það þurfti að stökkva 2,18 metra til aö tryggja sig í úrslitin. Fimm hástökkvarar náðu því og þeir sjö sem fóru yfir 2,14 metrana bætast í hóp þeirra fimm sem keppa í úrslitunum í dag. -GH Keflvíkingar unnu geysilega mikilvægan sigur á ÍR í miklum baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir í Keflavík í gærkvöld. Lokatölur urðu 1-0 og skoraði Ólafur Ingólfsson sigurmarkið af stuttu færi á 8. mínútu. ÍR-ingar léku einum manni færri síðustu 20. mínúturnar eftir að Jóni Þór Eyjólfssyni var vikið af leikvelli fyrir kjaftbrúk en hann var búinn að fá gult spjald fyrr í leiknum. Þetta atvik kom á hrikalega slæmum tíma fyrir ÍR-inga sem höfðu áður átt góð færi og voru líklegir til að jafna leikinn. I staðinn komust Keflvíkingar meira inn í leikinn að nýju og voru nánast með hann í hendi sér út leiktímann. 6 stiga leikur „Þetta var 6 stiga leikur og spurningum að vera annaðhvort á botninum eða halda okkur frekar ofarlega. Þetta var sanngjarn sigur og við vorum betri aðilinn allan tímann. Þeir fengu 1-2 góð færi í fyrri hálfleik og búið. Við tókum alla bolta i vöminni þegar þeir nálguðust svæði okkar. Við þurftum á þessum sigri að halda eftir að hafa veriö hálfslappir í undanförnum leikjum en við náðum að rífa okkur upp,“ sagði Gestur Gylfason sem lék mjög vel í vörninni fyrir Keflavík en hann kom í staðinn fyrir Guðmund Oddsson sem er meiddur. Bæði liðin fengu tækifæri til að skora í fyrri hálfleik en herslumuninn og jafnvel smáheppni vantaði. Síðari hálfleikur var opinn og fjörugur. ÍR-ingar voru aðgangsharðari fyrstu mínúturnar og besta færið átti Bjarni Gaukur Sigurðsson en skot hans fór í stöngina. Eftir brottvísun Jóns Þórs, ÍR, átti Marko Tanasic góðan skalla af stuttu færi sem Ólafur Þór Gunnarsson varði vel. „Ég hefði viljað fá stig út úr þessum leik. Mér fannst við eiga allavega eitt stig skilið ef ekki öll þrjú en þetta féll ekki okkar megin. Ég vil meina að við hefðum átt að fá vítaspyrnur sem dómarinn dæmdi ekki. Við áttum að klára leikinn í fyrri háflleik og fengum dauðafæri áður en þeir skoruðu. Það var margt jákvætt í leik okkar og það þýðir ekkert annað en halda áfram. Það var slæmt að missa mann út af og alveg ófyrirgefanlegt en við gáfum þetta svolítið frá okkur þá. Það var mikil barátta í þessum leik,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR. Vörnin sterk Vörn Keflvíkinga var sterk fyrir með þá Gest Gylfason og Kristin Guðbrandsson í aðalhlutverki. Gunnar Oddsson spilaði geysilega vel á miðjunni og þetta var hans besti leikur í langan tíma. Tanasic er öflugur á miðjunni og ná þeir félagar ágætlega saman. Hjá ÍR var Kristján Halldórsson sterkur í vöminni og eins Garðar Newman. -ÆMK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.