Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sæla eða hrollur Hin fræga helgi, verslunarmannahelgin, er að ganga í garð. Sumir telja þessa mestu ferðahelgi ársins al- ræmda eða fræga að endemum. Óhætt er að telja þessa löngu helgi eins konar hámark sumarsins. Aimenning- ur streymir úr þéttbýlinu í útilegu, sumarhús, ferðalög alls konar og síðast en ekki síst á skipulagðar úti- skemmtanir víða um land. Víst er ástæða til þess að gera sér dagamun þessa löngu sumarhelgi í upphafi ágústmánaðar. Það gerir fólk enda er umferðarþungi á þjóðvegum landsins aldrei meiri. Frídagur verslunarmanna er orðinn al- mennur. Flestir njóta frídaganna, eiga imaðsstundir með góðu fólki í fallegri náttúru. En verslunarmannahelgin á sér skuggahliðar, hliðar sem þráfaldlega hafa snúið upp undanfarin ár. Unglingar hafa streymt eftirlitslaust á útihátíðir, fjölmargir drukkið áfengi sér til óbóta og vansæmdar, vafrað um illa á sig komnir eða hreinlega legið brennivínsdauðir í tjöldum eða á víðavangi. Þetta vandamál er ekki nýtt. Áratugahefð er fyrir sukkhátíðum um verslunarmannahelgi. Við hefur þó bæst böl seinni árin sem minna eða ekki þekktist áðm-, vímuefnin. Sölumenn dauðans, flkniefnasalam- ir, hafa gert út á svallhátíðir verslunarmannahelgar- innar. Þar hitta þeir fyrir ungmenni sem sum hver geta ekki eða kunna ekki að verja sig og aðrir sjá ekki um að verja fyrir ófógnuðinum. Því er vandi foreldra og forráðamanna unglinga mikill þegar líður að þessari umtöluðu sumarhelgi. Ungmennin vilja fara og erfitt getur verið að koma við þau tauti. Mikilvægt er því að setja reglur um aðgang að útihátíðum, reglur sem foreldrar geta vísað til. Meg- inreglan hlýtur að vera sú að unglingar undir 16 ára aldri fari ekki á slíka hátíð nema í fylgd fullorðinna. í DV í fyrradag var rætt við félaga foreldra hóps Vímulausrar æsku, þrjár mæður. Konumar eiga það sameiginlegt að vera mæður ungmenna sem lent hafa í vímuefnaneyslu. Þær tala því af biturri reynslu. Þær vildu vara við verslunarmannahelginni enda sé hún mikil söluhelgi fyrir eiturlyf. Mæðurnar bentu á að foreldrarnir væru fyrsta og besta forvörnin og yrðu að vera vel á verði. Þær sögðu það vera foreldra að sjá til þess að unglingum undir lög- aldri væri ekki hleypt einum á útihátíðir. Þeir ættu að vera óhræddir að segja nei og vernda með því börn sín. Annar ófognuður er fylgifiskur útihátíða. Það er kynferðisleg misnotkun, nauðganir og jafnvel hópnauðganir. Hætt er við að brenglaðir einstaklingar sæki slíkar samkomur og nýti sér ölvunarástand ung- menna. Samtökin Stígamót hafa unnið þarft verk með því að opna augu fólks fyrir vandanum og benda á leið- ir til varnar. Tugþúsundir manna, einkum ungmenna, sækja úti- hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Spennan er mikil og tilhlökkun. Enn gildir þó hið fornkveðna að ganga hægt um gleðinnar dyr. Með sameinuðu átaki ætti að vera hægt að koma skikki á hátíðahöldin og sjá til þess að samkomumar sæki aðeins þeir sem aldur hafa til. Ábyrgð mótshaldara í þeim efnum má ekki gleyma. Lögregla hefur mikinn viðbúnað og mun beita sér sérstaklega í fíkniefnaleit. Það er vel. Þrjóta fíknefna- sölunnar ber að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Það er ekki eftirsóknarvert að vakna upp með hroll í kjölfar þess sem átti að vera sælutíð. Jónas Haraldsson Frá landsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember 1977. - Margt hefur gerst síðan þá, segir greinarhöfndur m.a. Hægri - vinstri - Hvert fór Alþýðubandalagið? að unnt verði að ná samkomulagi um mál- efnaskrá, fyrir næsta kjörtímabil. Það þýðir hins vegar ekki að nokkur þessara stjóm- málasamtaka hafi fall- ið frá sínum „sérsjón- armiðum" þótt þau séu ekki öll inni á verk- efnaskrá næsta kjör- tímabils. Hvert um sig mun áfram leitast við að vinna þeim sjónar- miðum sínum fylgi. Að nokkru leyti er hægt að líkja þessari málefnaskrá við stjórnarsáttmála sem gerðir eru við mynd- um ríkisstjórna eða meirihluta í sveitar- „Ég fullyröi, þó ekki sé endan- lega búið að ganga frá málefna- skrá væntanlegs sameiginlegs framboðs, að hún verður í mörg- um málaflokkum bitastæðari en málefnasáttmálar flestra þeirra ríkisstjórna sem Alþýðubanda- lagið hefur þó átt aðild að.u Kjallarinn Jóhann Geirdal varaformaður Alþýðubandalagsins, oddviti J-listans í Reykjanesbæ í umræðu undan- farinna vikna hefur nokkuð borið á vangaveltum um það hvort Alþýðu- bandalagið hafi, með samþykkt sinni á aukalandsfundin- um 4. júlí, sveigt það verulega frá sam- þykktri stefhu sinni að nú sé pláss fyrir flokk vinstra megin við Alþýðubandalag- ið, eins og það er stundum kallað. Ýmsir virðast hafa svarað þessu játandi í sínum huga og brugðist við í sam- ræmi við það. Það er þvi væntanlega rétt að leiða hugann að- eins að því hvað rétt er í þessum efhum. 1 fyrsta lagi breytti Alþýðu- bandalagið í engu samþykktri stefnu sinni frá landsfund- inum í nóvember 1997. Það var ekki hlutverk þessa auka- landsfundar. Það var hins vegar hlutverk þessa aukalands- fundar að taka af skarið varðandi þær leiðir sem við teldum vænlegastar til að ná stefnumiðum okkar fram. Það var líka gert. Málefnahópar Frá landsfundinum í nóvember 1997 hefur margt gerst. í fyrsta lagi hafa 5 hópar, hver skipaður 3 fulltrúum frá Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Samtökum um kvennalista, kannað grundvöll fyr- ir málefnasamstöðu. Það hefur verið kannað um hvað samkomu- lag gæti náðst í hugsanlegri mál- efnaskrá/verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil. Niðurstöður þessara hópa sýna að verulega margt er sameiginlegt í áherslum þessara stjómmálaafla. Það bendir þess vegna aflt til þess stjómum. Það hvarflar ekki að neinum að hægt sé að uppfylla öll stefnuatriði nokkurs stjómmála- flokks á einu kjörtímabili. Ég fullyrði, þó ekki sé endan- lega búið að ganga frá málefna- skrá væntanlegs sameiginlegs framboðs, að hún verður í mörg- um málaflokkum bitastæðari en málefnasáttmálar flestra þeirra ríkisstjóma sem Alþýðubandalag- ið hefur þó átt aðild að. Þá sáu þeir sem nú hrópa hæst um að Al- þýðubandalagið sé að stíga skref til hægri og skilji þannig eftir sig pláss fyrir nýjan „róttækan vinstriflokk“ ekki ástæðu til að segja sig úr Alþýðubandalaginu. Þá var ekki ástæöa til að stofna nýjan flokk vegna þess að með rík- isstjórnarþátttöku og samþykkt stjórnarsáttmála sem ekki tók á fjölmörgum stefnuatriðum Al- þýðubandalagsins væri verið að skapa svigrúm fyrir róttækan vinstriflokk. Enda var það líka al- veg rétt, stefna Alþýðubandalags- ins breyttist ekki þó ekki væri hægt að ná henni að öllu leyti fram í ríkisstjómarsamstarfinu. Það er því undarlegt að nú, meira að segja áður en þessari vinnu er endanlega lokið, skuli fólk lýsa því yfir að það vilji ekki lengur vera með. Enn undarlegra er að heyra það fólk tala um að með þessari ákvörðun hafi skapast svigrúm fyrir róttækan vinstriflokk. Aukiö traust - aukinn vilji í annan stað hefur það gerst frá landsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember 1997 að í flestum sveit- arfélögum landsins stóðum við að sameiginlegum framboðum með öðrum vinstriöflum. Þar fengu almennir félagar í þessum samtökum reynslu af því að vinna saman. Við höfum komist að því að ef við era tilbúin til að hlusta fordómalaust hvert á ann- að, þá eigum við í raun meira sameiginlegt en við höfum viljað trúa til þessa. Við höfum líka komist að því að með umræðum um þau atriði sem okkur hefur greint á um eru meiri líkur á að við getum kom- ist að sameiginlegri niðurstöðu og að í sumum atriðum náum við ekki saman. Það þarf hins vegar ekki að hindra samstarf okkar, til þess eigum við of mikið sameigin- legt og við getum vel borið virð- ingu fyrir mismunandi sjónarmið- um. Reynslan, timinn og réttmæti jnálefnisins mun svo vonandi skera úr um það hvoru sjónarmið- inu vex fylgi í framtíðinni. Þess vegna hefur þeim fjölgað veralega sem era þeirrar skoðunar að rétt- ara og árangursríkara sé fyrir okkur að vinna saman, ekki að- eins hugsanlega eftir kosningar, heldur strax nú fyrir kosningar, í kosningunum sjálfum og þá að sjálfsögðu líka eftir kosningar. Jóhann Geirdal Skoðanir annarra Unglingar, peningar og uppeldi „Unglingar fá þau skilaboð að peningar og dýrir hlutir séu það eina sem máli skiptir í lifinu. Enda era íslenskir unglingar sem vaða í peningum frekir, yfirgangssamir og hreint ótrúlega leiðinlegir. Við þetta má bæta að á íslandi hefur lengi verið litið á barnauppeldi sem aukabúgrein, og þótti sjálfsagt að böm gengju um sjálfala eins og íslenska sauðkind- in... Uppeldi hvers barns er tuttugu ára vinna sem verður að hafa forgang. Það væri því ekki óvitlaust fyrir ungt fólk sem hyggst fjölga mannkyninu að gera sér grein fyrir því í tíma.“ Kristín Marja Baldursdóttir í Mbl. 30. júlí. Þá yrði Hnns minnst meö þökkum „Hlutverki ríkisviðskiptabanka kann vera að verða lokið. Við viljum hins vegar alls ekki skipta á þeim og einkavæddum fáokunarbönkum undir stjóm örfárra vildarvina tveggja helmingaskipta- flokka. Hlutverk ríkisstjómarinnar er að leiða þessi mál til lykta með hagsmuni almennings að leiðar- ljósi. Þeir hagsmunir eru: að fá fullt verð fyrir verð- mætar þjóðareignir, og að í framtíðinni verði virk samkeppni á bankamarkaði. Takist þetta tvennt verður Finns Ingólfssonar minnst með þökkum." Stefán Jón Hafstein í Degi 30. júlí. Vanmáttur án fartölvu „Fyrir mig er það mikils virði að geta tekið vinn- una með mér hvert sem ég fer og jafnframt tengt far- tölvuna í gegnum farsímann. Þrátt fyrir að stutt sé síðan ég fékk mér fartölvu get ég ekki hugsað mér að vera án hennar í dag. Ég finn greinilega til vanmátt- ar að vera án hennar og sömu vanmáttartilfinningu finn ég þegar ég hugsa til þess hve lítið ég er farinn að notfæra mér hana enn þá, miðað við þá mögu- leika sem hún hefur upp á að bjóða. Enda er það staðfóst ætlan mín að hagnýta hana á allan þann máta sem hún getur að gagni komið.“ Gudmundur Björnsson í Viðskiptablaðinu 29. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.