Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 54
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 58 tyndbönd MYNDBAJIDA GAGNRYNI Kiss the Girls: Á kvennafari ★★★ t\ Éhi*' s i 1 mm iS] Hinn afkastamikli leikari, Morgan Freem- an, er hér í svipuðu hlutverki og hann lék í hinni ágætu mynd, Seven. Hann fer með hlutverk lögreglusálfræðings- ins Alex Cross, sem blandar sér inn i leit að raðmorðingja nokkrum af persónulegum ástæðum. Cross þykir þó fljótlega líklegt að hér sé um safnara (þ.e. að morðinginn safni ungu kvenfólki líkt og sumir safna frí- merkjum) að ræða, og fær sú tilgáta byr undir báða vængi þegar stúlk- an Kate Mctieman sleppur úr höndum illmennisins. Alex og Kate sam- eina krafta sína í von um að leysa málið en ekkert má fara úrskeiðis því líf stúlknanna er í þeirra höndum. Freeman er góður að vanda og því er fin frammistaða Ashley Judd í hlut verk Mctiernan öllu óvæntari. Og þótt handritið sé vissulega gloppótt og myndin á tíðum nokkuð afkáraleg, verður áhorfandinn þess vart var fyrr en að myndinni lokinni. Spennandi atburðarásin heldur honum með öðr- um orðum við efnið og hylur að mestu vankanta myndarinnar. Kiss the Girls verður að teljast nokkuð vel heppnuð spennumynd, þótt ekki jafnist hún á við eldri systkin sín, Silence of the Lambs og Seven. Útgefandi: CiC-myndbönd. Leikstjóri: Gary Fieder. Aðalhlutverk: Morgan Freem- an og Ashley Judd. Bandarísk, 1997. Lengd: 111 mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn fhe Wings of the Dove: *** Urhelli í Feneyjum Þessi ágæta mynd, sem gerð er eftir þekktri skáld- sögu Henry James, gerist árið 1910. Merton er róttæk- ur (og þar af leiðandi félítill!) blaðamaður i Lundún- um. Hann er ástfanginn af Kate sem er öllu hærra sett í rígskorðaðri stéttaskiptingu Englands. Vandamálið er ekki vangoldin ást, heldur þarf Kate að afsala sér þægilegu lífi hinna riku til að giftast manninum sem hún elskar. Parið eygir lausn vanda síns er ung og auðug bandarísk stúlka vingast við þau. Þetta er um margt hefðbundið breskt drama og minnir óneitaniega á fjölda annarra aðlagana er eiga sér stað um síðustu aldamót. Slíkar myndir búa jafnan yfir glæsiiegum búningum, töfrandi sviðsetningum og sterkri persónusköpun. Feneyjar bregðast sjaldan sem dramatískur bakgrunnur og gera það vart hér nema áhorfendum þyki umhverfíð hreinlega orðið of klisjukennt. Kate og Merton eru fjarri því að vera einfaldar persónugerðir, einkum Kate sem er ógeðfelld og umhyggjusöm i senn. Helenu Bonham Cart- er tekst vel upp í hlutverki hennar, auk þess sem aðrir leikarar standa sig með prýði. Þeir eru grunnur vel heppnaðs drama, þótt hætt sé við að sum- um þyki myndin full langdregin. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: lain Softley. Aðalhlutverk: Helena Bonham Carter, Linus Roache og Alison Elliott. Bresk/bandarísk, 1997. Lengd: 102 mín. Öllum leyfð.-bæn The Blackout: Sukk og svínarí Zfc) O Leikstjórinn Abel Ferrara gerir jafhan myndir sem eru á skjön við hefðbundna Hollywood-fram- leiðslu og tekst misvel upp. Bad Lieutenant og King of New York eru meðal ágætismynda sem hann hefur gert. Dangerous Games var síðri en þó áhorfanleg. The Blackout er hins vegar ein- hver mestu leiðindi sem fyrirfmnast. Kvik- myndastjaman Matty er fyllibytta og dópisti. Hann fer á heljarmikinn túr þegar hann kemst að því að kærastan hans lét eyða fóstri. Hann þurrkast síðan upp, flytur til New York, nær sér í nýja konu, er edrú í eitt ár, fer siðan afitur til Miami og dettur í það. Þar kemst hann að því að hann drap 17 ára stúlku á túmum góða og gengur í sjóinn. Annað gerist ekki í myndinni, sem samanstendur að mestu leyti af endalausum senum þar sem Matthew Modine veltist um útúrdópaður og vælir. Besti hluti myndarinnar er þegar fiflið loksins labbar í sjóinn og endar með þvi þjáningar áhorfendans en betra hefði þó verið ef hann hefði slátrað hinum fiflunum fyrst. Að lokum má geta þess að myndin á kápunni virðist vera af Claudia Schiffer og Beatrice Dalle í ástarleik en persónur þeirra hittast aldrei i myndinni. Myndform. Leikstjóri: Abel Ferrara. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Claudia Schiffer, Beatrice Dalle og Dennis Hopper. Bandarisk, 1997. Lengd: 94 min. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Waiting for the Man: fj| * Misheppnaðir glæpamenn Ben og tveir félagar hans eru smáglæpamenn sem hafa fengið stærsta verkefni sitt tll þessa. Þeir eiga að fara með þrjú kíló af kókaíni að af- skekktum bæ i eyðimörkinni, bíða þar eftir við- skiptavininum, skipta á dópinu og 500.000 doll- urum, skila peningunum til dópsalans og fá 10% þóknun fyrir. Gallinn er að heimskari lúðar fyr- irfinnast varla (Ben á í mestu vandræðum með að reikna út eigin hlut) og þeir gera flest þau mistök sem hægt er að gera. Og stærstu mistökin eru að bjóða nokkrum vændiskonum með sér og gefa þeim og sjálfum sér i nös af söluvörunni. Myndin hefði getað gengið upp ef hún hefði verið sett upp sem grínmynd en það er eins og leikstjórinn hafl haldið að hann hafi verið að gera heimspekilegt drama. Einhver mystískur indíáni þvælist um og veitir Ben leiðsögn sem virð- ist helst felast í þvi að kasta sér fram af klettum (meiningin virðist eiga að vera sú að yfirgefa þetta líf til að geta byrjað það næsta). Myndin er bull frá upphafi til enda og ómögulegt að taka hana alvarlega. Mynd- rænn stíll er enginn, persónusköpun út í hött og leikur svona upp og ofan. Hún fær þó prik fyrir að tvinna saman kynlíf og ofbeldi á smekk- lega ósmekklegan hátt. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jeffrey Reiner. Aðalhlutverk: Glenn Plummer, Patrick Cupo og Ernie Reyes. Bandarísk, 1996. Lengd: 93 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Al Pacino: Magnaður leikari með einstakan feril að fullorðnast sýndi hann lítinn áhuga á hefðbundnu námi, en þeim mun meiri á leiklist. Slíkt nám var þó dýrt og varð Pacino taka að sér ýmis A1 Pacino er einn þeirra sára- fáu leikara sem fylla hvíta tjaldið lífi með viðveru sinni einni. Fer- ill hans hefur verið nær samfelld sigurganga, og nú gefur andlit hans áhorfendum ekki aðeins hálfgerða kaþarsis-tilfinningu heldur einnig tryggingu fyrir því að verið sé að horfa á merkilega mynd. Til slíkra fagurfræðilegra vöru- merkja þori ég vart að bæta við öðrum leikur- um en Jack Nicholson og Robert De Niro. Þeir hafa þó átt sín flopp, t.d. afkáralegt gervi De Niro í Franken- stein (þar sem þó var vart við hann að sakast) . Pacino virðist aftur á móti hafa tekist að sneiða fram hjá lé- legum myndum, og sam- eina myndir hans einatt listrænan metnað og vin- sældir. Mótunarár Fornafn Pacino er með réttu Alfredo, en hann er af sikileysk- um ættum. Hann fæddist í New York (Suður-Bronx) árið 1940, og var þar alinn upp af móður sinni en faðir hans yfirgaf þau er Pacino var tveggja ára gamall. Þeg- ar hann fór störf (vann m.a. sem sendill, dyra- og húsvörður) samfara því að leika á sviði annað slagið. Árið 1966 urðu nokkur tímamót en þá komst hann að í stúdíói Lee Strasberg (sem kenndi reyndar einnig öðrum frægum New York leikara, Robert De Niro) og hófst þá sviðsferill hans af krafti með tilheyrandi verðlaunaafhending- um. Arið 196 lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, Me Natalie. Hlutverkið var lítið, en í næstu mynd á eftir, The Pan- ic in Neddle Park (1971), vakti hann nægilega athygli til að veljast í hlutverk Michael Corleone í kvikmyndinni The Godfather (1972). Hlaut hann fyrir það hlutverk sína fyrstu óskarsverðlaunatil- nefningu, og var nafn hans meðal tilnefndra næstu þrjú árin (Serpico 1973, The God- father II 1974, Dog Day Af- ternoon 1975). Það var síðan ekki fyrr en árið 1992 að hann fékk loks verðlaunin fyrir Scent of a Woman. Pacino yfirgaf þó aldrei leiksviðið, og segja má að sviðið og tjaldiö renni saman í fyrstu myndinni sem Klassísk myndbönd Serpico: m ★★★★ Heiðarleg lögga Myndin segir sögu lögreglumanns- ins Frank Serpico sem setti allt á annan endann í lögreglusamfélaginu í Bandarikjunum í byrjun áttunda áratugarins. Peter Maas skrifaði bók um Serpico og er handrit myndar- innar byggt á þeirri bók. A1 Pacino leikur aðalhlutverkið, lögreglumann- inn Frank Serpico, sem er illa liðinn af samstarfsmönnum sínum. Annars vegar er það vegna útlits hans en hann lítur út, klæðist og hagar sér í samræmi við hippastílinn sem er allsráðandi meðal venjulegs fólks. Hins vegar er það vegna heiðarleika hans en öfugt við samstarfsmenn sína neitar hann að taka við greiðsl- um frá glæpamönnum. Andúð lög- reglusamfélagsins á honum magnast þegar hann vitnar gegn félögum sín- um og enn frekar þegar hann fer með söguna í The New York Times dagblaðið. Serpico lifir í stöðugum ótta um líf sitt og svo fer að hann særist alvarlega vegna þess að félag- ar hans koma honum ekki til hjálpar á hættustund. Atburðir þessir uröu kveikjan að þvi að stofnuð var sér- stök deild til að rannsaka innri mál lögreglunnar. Myndin er bam síns tíma og dæmigerð fyrir raunsæisstíl- inn í harðsoðnum sakamálamyndum á fyrri hluta áttunda áratugarins. Umhverflð er grátt og daufir litir ráðandi, öfugt við dýrðina í hasar- myndunum sem tröllriðið hafa stór- myndageiranum undanfama áratugi (og sennilega komandi áratugi einnig). Ofbeldið er hrátt og einfalt, sláandi án þess að vera upphafið sem afþreying. Erfitt er að gera sér grein fyrir sannleiksgildi sögu sem sögð er frá sjónarhomi aðalþátttakandans en atburðimir eru vissulega athygl- isverðir og umhugsunarverðir og raunsæisstíllinn eykur trúverðug- leika myndar- innar. Öfugt við margar aðrar „sannar sögur“ er upp- bygging sög- unnar jafnþétt og í bestu _ . . . . skáldverkum. Ml r.a.cin° • aU'ar' Sidney Lumet gervi i Serp.co. heldur vel um taumana í leikstjóra- stólnum og laðar fram hið besta í leikhópnum en aðalstjarnan er auð- vitað A1 Pacino sem bindur myndina saman með stórleik sínum en hann var í banastuði á þessum árum í upphafi ferils síns, lék m.a. í tveim- ur Guðföður-myndum, Serpico og Dog Day Afternoon. Leikstjóri: Sidney Lumet. Aöalhlut- verk: Al Pacino. Bandarísk, 1973. Lengd: 125 mín. -PJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.