Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 36
40 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 Hvíta ströndin Costa Blanca eða Hvlta strönd- in var nær ókönnuð af feröa- mönnum þar til á fimmta ára- tugnum. Fyrir meira en 100 árum reyndi innfæddur at- hafnamaður aö gera Benidorm að sumarleyfis- stað með reglulegum ferðum vagna inn og út úr bænum en ekkert gekk. Það var ekki fyrr en um 1960 að hjólin fóru að snúast og nú hafa sprottið upp hundruð hótela og búða þar sem áður bjuggu fiskimenn. Á sumrin er varla þverfótað fyrir ferðamönn- um og hefur Benidorm m.a. notið mikilla vinsælda íslenskra ferða- manna. Ferðamönnum fjölgar í Asíu The World Tourism Organ- ization hefur spáð að ferðamönn- um í Asíu muni íjölga um 7% á þessu ári. Ástæðan er lágt vöru- verð sem er afleiðing efnahag- skreppunnar í Asíu. Evrópsk og bandarísk mynt er sterk í þessum hluta heims og það geta vestræn- ir ferðamenn fært sér í nyt. Tréskór og túlipanar Þrátt fyrir að Holland sé ein- ungis um þriðjungur af stærð Is- lands búa þar um 15 milljónir manns. Áöur fyrr var Holland þekkt fyrir vindmyllur, tréskó og túlíp- ana en í dag eru það ein- ungis túlípan- arnir sem lifa góðu llfi. Höfuðborg Hollands, Amster- dam, er byggð á síkjum og hafa þau átt stóran þátt I að skapa þessari frægu borg sin sterku ein- kenni. Annars er Amsterdam þekktust fyrir Rauða hverfið og „kafFihúsin" þar sem boöið er upp á ýmislegt fleira en kaffi og kökur! Flugleiðir hætta á Kanarí Eftir um 20 ára starfsemi eru Flugleiðir hættar með ferðaþjón- ustu á Kanaríeyjum. Stærstan hluta af starfsemi Flugleiða á Kanarí munu dótturfyrirtæki Flugleiða, Úrval Útsýn og Plús- ferðir, taka yfir. Samvinnuferðir- Landsýn munu einnig auka sæta- framboð og gistingar sínar á Kanarí í vetur. Búist er við að ferðaskrifstofurnar hefji sölu á Kanaríeyjaferðunum um miðjan ágúst. Sólgleraugu á Islandi Undanfarin ár hefur sala á sól- gleraugum á íslandi aukist tii jnikilla muna. Þessa þróun má m.a. rekja til aukinnar umræðu um skaðleg áhrif útfjólublárra geisla sólar á augun. ís- lendingar eru jafn- framt farnir að leggja aukna áherslu á að ganga með vönduð og góð gleraugu og er ekki óalgengt að fólk sé að borga á milli 8.000 og 12.000 kr fyrir ný sólgleraugu. Nýttlyf í Bretlandi er verið að þróa nýtt lyf gegn malaríu. Lyfið lof- ar góðu og í tilraun sem var gerö meö lyfið hlutu 98% sýktra þátttakenda fullan bata. Það sem betra er, lyfið virðist ekki hafa neinar aukaverkanir en Lariam, lyfið sem er notað í dag gegn malaríu, vill oft hafa slæmar aukaverkanir. Nýja lyf- ið, sem hefur verið kallað Prophylaxis, er væntanlegt á markaðinn eftir u.þ.b. eitt ár. -me ferdir Kerlingarfjöll Nýtt hlutverk f hugum flestra tákna Kerlingar- fjöll aðeins eitt, skíði og aftur skíði. í sumar verður breyting þar á. „Það verða engin skíðanámskeið í Kerlingarfjöllum í sumar einfald- lega vegna þess að það er enginn snjór í fiöllunum,”segir Haukur Þorsteinsson staðarhaldari í Kerl- ingarfiöllum. „Reyndar tel ég að Skíðaskólinn i Kerlingarfiöllum sé að líða undir lok og svæðið muni í framtíðinni verða rekið sem al- mennur ferðamannastaður. Rekst- ur skiðaskólans hefur gengið frem- ur illa og svæðið hefur upp á ýmis- legt fleira að bjóða en skíðaiðkun. Norðurleið ekur daglega yfir Kjöl með viðkomu í Kerlingarfiöll- um og eru ýmsir sem verða hér eft- ir og gefa sér tíma til að skoða svæðið. Kerlingarfiöll eru á þriðja stærsta hverasvæðinu á íslandi og bjóðum við upp á gönguferðir um svæðið í fylgd leiðsögumanns. Hér er ýmislegt fallegt að sjá og ekki þarf að labba nema nokkra metra upp á fiall til að fá stórkoslegt út- sýni yfir hálendið. Héðan sjást Langjökull og Hofsjökull og í góðu skyggni sjáum við alla leið til Vatnajökuls. Tveir íshellar 400 og 600 m lang- ir eru hér í nággrenninu og hafa ferðir í þær verið afar vinsælar. Fólk fær ljós og svo er labbað inn þröngan helli niður eftir læk en allt í einu breikkar hellirinn og menn eru staddir á mjög stóru svæði. Þetta er alveg einstök upp- lifun.” Góö aöstaða Mikið skjól og veðursæld er í Kerlingarfiöllum. Skálinn er í grónum og fallegum dal og um hann rennur áin Jökulfall. „Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 100 manns í skálanum héma og að auki leigjum við út sjö hús. Hér er allt til alls, veitingarstað- ur, sjoppa, tjaldstæði, fiórir heitir pottar, trampolín og skemmtilegt leiksvæði fyrir bömin. Við leggj- um mikla áherslu á að í sumar erum við að reka hér hefðbundið ferðamannasvæði sem skemmti- legt er að heimsækja.” -me Áhugaverðar borgir: Menningarreisa í lok sumars 23. ágúst-6. september verður farið í menningarreisu á vegum Samvinnuferðar-Landsýnar. Helstu menningarborgir Þýska- lands, Tékklands og Austurríkis verða skoðaðar en þessar borgir eiga afar merka sögu og hefur hver með sínum hætti markað djúp spor i menningu og stjórnmál Evrópu. Flogið er með beinu flugi til Berlínar þar sem er gist á Sorat- Art-hótelinu í hjarta stórborgar- innar. Fyrstu tveimur dögum ferð- arinnar er eytt í hinni merku borg, Berlín. Ekið verður að Brandenburgarhliði sem áöur markaði skilin milli Austur- og Vestur-Berlínar og eftir hinni frægu götu Unter den Linden en við götuna standa stórmerkar byggingar eins og Berlínaróperan, Humboldt-háskólinn og dómkirkj- an. Hin stórkostlega Charlotten- burgerhöll verður heimsótt en höllin var byggð sem sumardval- arstaður Soffiu Charlottu keisara- ynju. Eftir góða dvöl í Berlín verður haldið af stað til Dresden. Dresden var lögð í rúst í seinni heimsstyrj- öldinni en með miklum dugnaði hefur tekist að endurreisa hana í fyrra horf. Hinar stórkostlegu byggingar og höggmyndir borgar- innar verða skoðaðar og farið verður í gönguferð um Altmarkt sem er sérstætt gamalt torg. m ■ A 3 3 1 1 'Í'í ttlSR ,j 'T Fyrstu tveimur dögunum er eytt f Berlfn sem er skemmtileg borg með merka sögu. Þeir sem hafa komiö til Prag segja hana eina fallegustu borg f heimi. 28. ágúst verður lagt af stað til höfuðborgar Tékklands, Prag, þar sem hópurinn dvelur í þrjá daga. Prag er sérstaklega falleg borg. Hópurinn heimsækir Kastala- hverflð, Karlsbrúna og miöbæinn með öllum sínum fögru bygging- um. Farið verðir í hið fræga gyð- ingahverfi borgarinnar og á Vés- leifstorg þar sem hundruð þús- unda manna komu saman árið 1989 og veltu stjóm kommúnista. 31. ágúst verður lagt af staö til Vínar. Skoðunarferð um Vínar- borg er ógleymanleg. Stórkostleg- ar byggingar eru á hverju strái og andi Beethovens, Mozarts, Strauss og fleiri snillinga svífur þar yfir vötnum. Farið verður í Hofburg, sem er fyrrum aðsetur keisar- anna, Schönbrunn-höllina og Stef- ánskirkju, svo að fátt eitt sé nefnt. 2. september verður farið í dags- ferð frá Vín um sléttur Ungverja- lands til hinnar stórkostlegu höf- uðborgar landsins, Búdapest. í Búdapest verður Mattheusar- kirkja m.a. skoðuð, Gellerthæöin og þinghúsið sem er byggt í sama stíl og það breska. 4. september er lagt af stað til Munchen þar sem síðustu dögum feröarinnar er eytt. Farið verður í Ólympíuþorpið, háskólahverfið, miðbæinn og fleiri áhugaverða staði. -me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.