Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 16
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 i6 sælkerínn ------- Örn Árnason leikari: Grillari af guðs náð Verslunarmannahelgin er örugg- lega ein mesta grillhelgi ársins og þess vegna höfum við fengið sannan sælkera og grillmeistara til að kveikja í bragðlaukunum. Örn Árna- son er einn vinsælasti leikari lands- ins en það vita ekki allir að hann er ekki síðri meistari við grilliö en á sviðinu. Rétturinn sem hann býður okkur upp á er varla úr matreiðslu- bók Boga og Örvars þar sem ekki er víndropi i uppskriftinni. „Þetta er uppáhaldið I grillinu hjá mér og kveikir glæður í bragðlauk- um mínum svo um munar,“ segir Örn um réttinn, svo það er ekki annað að gera en kveikja upp í grill- inu og byrja eldamennskuna. Úrbeinaður hryggur, skorinn í 4 bita (fæst tilbúið í Nóatúni). Salti og pipar nuddað vel í, grillað þar til kjötið er við brunamörk. Nykaup Þarsent ferskleilcimt býr Grillaðar perur með Snickers Namm-namm, æðislega fljót- legur. Fyrir fjóra. 4 stk. perur 2 stk. Snickers Skerið perurnar í tvennt, hreinsið kjamana úr og pakkiö í álpappír, grillið í 3-5 minútur með sárið niður. Snú- ið síðan per- unum við og opnið ál- pappírinn, skeriö inickers í neiðar og raðið yfir perumar. Lokið álpappímum. Grillið áfram í 3-5 mínútur, eða þar til perumar era orönar mjúkar. Meðlæti Vanilluís, heil jarðarber og blæjuber. Súkkulaðifylltir bananar Salthnetumar gefa öðravísi bragð. 4 stk. bananar 100 g suðusúkkulaði 4 tsk. salthnetur Bananamir skomir langsum með hýöi eins og pylsu- brauð, ekki alveg í gegn. Súkkulað- ið brytjað niður og stráð inn í sárið ásamt I hnetunum. Lokað og pakkað í ál- pappír. Grillaö í 7 mínútur. Meðlæti Vanilluís, stjörnuávöxtur, jarðarber og blæjuber. Kartöflur, í álp appír. Laukur, í álpapp- ír. Tómatar, í álpapp- ír. Stórir sveppir. Stilkurinn tekinn úr og fyllt með rifnum osti (tegund eftir smekk). Grillað opið á álpappírsfati. Ein dolla af sýrð- um rjóma. 1 tsk. aromat. 1 msk. hunang. Graslaukur (ef hann er til í garðin- um, má sleppa). Hrært og blandað eftir smekk. Eða Steikja skorna ferska sveppi á pönnu og krydda með aromat og hella rjóma yfir og þykkja með maísmjöli. Eða Salsasósa yfir kjöt- ið eftir steikingu. Hún fæst í öllum búðum. -sm Örn hefur í sumar leyft skeggi sínu aö vaxa og kallar þaö sumarskeggið. Hann segir þaö vaxa af fúsum og frjálsum vilja og ekki sé um aö ræöa undirbúning undir ákveöiö hlutverk. DV-mynd E.ÓI. matgæðingur vikunnar Magnús Diðrik kynnir okkur framandi uppskrift að laxi: Dalalax að hætti Miðjarðadiafsbúa Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem alit hráefni í þær fæst. í þetta sinn er það Magnús Diðrik Baldursson heim- spekingur sem er matgæðingur DV. „Uppskriftin er upphaflega ítölsk, nánar tiltekið frá Miðjarðarhafsströnd Ítalíu," segir Magnús Diðrik. „Strangt til tekið er nefnilega ekki til nein ítölsk matar- gerð í eintölu. Ef ítali er spurður um ítalska matargerð er aOt eins víst að hann muni fyrst og fremst róma mat- argerð síns héraðs, hvort heldur sem hann kemur frá Bologna, Róm, Mílanó, Toskana, Piemont, Sikiley eða Napolí. Það sem viö dags daglega köllum ítalska matargerð er í raun saman- safn ótalmargra staðbundinna venja, sem höfðu þróast og fest sig í sessi löngu áður en Ítalía var formlega stofnsett árið 1861. Þar á undan tilheyrðu héröðin sjálfstæðum smáríkjum sem oftar en ekki áttu í erjum og áttu fátt sameigin- legt - ekki einu sinni tungumálið og þaðan af síður matargerðina! Það var ekki fyrr en eftir heims- styrjöldina síðari sem ítalska varð al- mennt talmál þorra þjóðarinnar. Uppskriftin sem hér fer á eftir er upphaf- lega hugsuð fyrir gullbrassa en ég hef einnig eldað íslenska ferskvatnsfiska eftir henni með góðum árangri. í þetta sinn ætla ég að elda nýveiddan lax úr Dölun- um upp- skriftin hefur einnig reynst vel þegar hin ljúffenga dala- bleikja á i hlut. Óþarft er að taka fram að sami árangur næst | ekki með eldislaxi enda er hann j oftast feitur og bragðlitill. Uppskriftin er afar einföld 1 enda aðhyllist ég þá meginreglu að þegar gott hráefni á í hlut er best að láta það njóta sín og eiga sem minnst við það. Þannig mætti til sanns vegar færa að „rökrétt" íslensk matargerð væri sushi! Uppskriftin miðast við 3 kg lax og nota ég í hana 4 kg af grófu salti, 4-5 eggjahvítur og ferskar jurtir á borð við tímían, estragon, rósmarín og salvíu. Eggjahvítumar era stífþeyttar og þeim blandað saman við saltið þar til úr verður deigkenndur massi. Slægður fiskurinn er fylltur með söxuðum kryddjurtunum og fískurinn síðan pakkaður inn í massann. Loks er fiskinum stungið inn í ofn og hann bakaður við 200 gráður í u.þ.b. 40 mínút- ur. Þegar fiskurinn er borinn á borð er skumin siðan brotin utanaf honum. Það er hverjum og einum í lófa lagið hvaða meðlæti hann vill hafa með fiskinum, ég mæli sérstaklega með rækju-rjómasósu krydd- með saffran og bættri með örlitlu hvítvíni. Á undan fiskinum ber ég fram rúkolasalat með aceto balsamico, ólífuolíu og ferskum parmesanosti, sem spændur er yfir. Rúkolasalat er nánast óþekkt hér á landi en konan mín hefur ræktað það með góðum árangri enda er það náskylt fíflin- um okkar og dafnar því vel við íslensk skilyrði." Magnús Diðrik skorar á Bernd Koberling að vera næsti matgæðingur. Magnús Diörik er flinkur í eldhús- inu. DV-mynd Hilmar Þór WU Nykaup Þarseni ferskleikinn býr Grillað ungnautafilé í Tortillas-köku með Acapulco-sósu VinsælL vandað, öðruvísi. Fyrir fjóra. 800 g ungnautafilé, skorið í 4 steikur. Acapulco-sósa 1 stk. laukur, smátt saxaður. 2 stk. lárperur (avocado). 2 stk. tómatar, smátt saxaðir. 1/2 dl sítrónusafí. 2 stk. nýr chilipipar, fint skomir. Meðlæti Salt og pipar. 1 stk. laukur, smátt saxaöur. 1 bréf mozzarella ostur. 2 dl sýrður rjómi. 11/2 dl ostasósa (Casa Fiesta). 1 stk. jöklasalat, smátt saxaö. í 1 glas (180 g) salsasósa (mild). j 1 dl olía. 8 stk. Tortillas kökur. Acapulco sósa Hreinsið kjötið úr lárperanni og i saxið það smátt, blandið saman við : helminginn af lauknum, tómötunum og sítrónusafanum, kryddið með nýj- um, fint skomum chilipipar, salti og pipar. Grillsteikið kjötið í 5-7 mínút- ur á hvorri hlið, leggiö það síðan á disk. Hitið Tortillas-kökumar á grill- inu í u.þ.b. 10 sekúndur. Smyrjið þær með sýrða rjómanum og af- ganginum af lauknum. Bætið við helmingnum af Acapulco-sósunni, j 2 msk. ostasósu og örlitlu af jökla- ; salati. Skerið steikumar í strimla og setjið inn i kökumar ásamt mozzarella ostinum. Rúllið kökun- um upp og berið fram með jökla- salati, rauðlaukshringum og sér- rítómötum ásamt því sem eftir er af Acapulco-sósu, ostasósu og sýrð- um rjóma. Hickoiy-grillaður hamborgari Gott og fljótlegt, hægt að undir- ! búa á meðan grillið hitnar. 8 stk. hamborgarar 4 dl Hickory Barbeque griilsósa 1/2 stk. jöklasalat 4 stk. hamborgarabrauð 12 stk. nýir sveppir 4 stk. rauðlaukar, skornir í 4 hluta 4 stk. grillpinnar Salat 3 stk. tómatar, skomir í báta 1 klasi vínber, berin losuð af stilkunum og hreinsuö 1/4 stk. jöklasalat, skorið ’ í grófa bita 1/2 stk. appelsína, afhýdd og skorin i bita safi úr 1/2 appelsínu safi úr 1/2 sítrónu Penslið hamborgarana með Hickory-sósunni, grillsteikið í 4-5 mín. á hvorri hlið. Leggið saman 2 i og 2 hamborg- ara með jökla- : salati á milli og ) setjið í ham- - borgcirabrauð. Þræðið svepp- ina og laukinn upp á í grillpinnana, penslið með ; Hickory-sósunni og grillið í 5-6 mínútur. Meðlæti Ferskt salat og franskar kartöfl- ur ásamt grænmetispinnunum. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem ailt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.