Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 13 I>V Fréttir íslenskar markaðsrannsóknir, Gallup: Flestir hafa heimsótt Vísi.is nýir vefir fyrir verslunarmannahelgina I könnun sem Islenskar mark- aösrannsóknir hf„ Gallup, fram- kvæmdu dagana 11.-23. júní kem- ur fram að Vísir.is er mest heim- sótti vefur eða heimasíða á ís- landi. Spurt var hvaða islensk heimasíða var heimsótt síðast og sögðust 16,6% þeirra sem nota Netið hafa heimsótt Vísi.is síðast. 13,7% aðspurðra heimsóttu Mbl.is siðast og 7,7% sögðust síðast hafa heimsótt heimasíður banka eða sparisjóða. Úrtak könnunarinnar var 1200 manns á aldrinum 16-75 ára af öllu landinu og var nettósvörun 71,7%. Könnun þessi staðfestir fyrri kannanir um að Vísir.is sé mest heimsótti íslenski netmiðillinn. Vísir.is mest heimsóttur - hvaöa íslensku heimasíöu heimsóttir þú síöast - í'j;/ /;/ r- r* •J/J j| jt j| jI ■t,t V) vislr.is mbl.is Bankar Internet Tölvu- Feröa- Háskóli flolnet.is j v,j /sparisj. þjón. fyrirtæki þjónustu- isl./ aöilar aöilar KHI Hugskotskönnun Gallup 11.-23. Júní 1998 aöilar KHI Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Helgi Ingvarsson, framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf., við undirritun samningsins. Heilsugæslustöðvar landsbyggðarinnar: Athygli vekur að samkvæmt þess- ari könnun er Vísir.is jafnstór og næstu tveir netmiðlar þar á eftir til samans. í könnuninni kemur jafnframt fram að íslenskir net- verjar nýta sér í æ ríkari mæli netþjónustu banka og sparisjóða. Sem kunnugt er hafa þeir á síð- ustu mánuðum lagt þyngri áherslu en margir aðrir á að hasla sér völl á Netinu. Verslunarmannahelgin á www.visir.is Nú eru nærri fjórir mánuðir frá því að Vísi.is var hleypt af stokk- unum. Hann samanstendur af yfir tuttugu vefum sem eru eins ólíkir og þeir eru margir. Ljóst er að flestir gestanna sækja fréttavefina sem, auk almennra frétta, greina frá tíðindum úr heimi íþrótta og viðskipta. Getraunir og leikjavef- ir á Vísi.is eru einnig fjölsóttir. Ef marka má þátttöku almennings þá njóta þeir mikilla vinsælda og eru skráningar í leiki hjá Vísi.is orðnar yfir 60.000 talsins. Nýlega var viðmót veðurvefsins á Vísi.is endurbætt. Vefurinn er sá fullkomnasti sinnar tegundar í heiminum og er hann unninn í samvinnu við Halo, haf- og loft- hjúpfræðistofuna. Vefurinn er upplýsingabrunnur um veðrið næstu daga. Gestir geta valið hvort þeir vilja upplýsingar um hita, úrkomu, vind eða skýjafar og þeir geta valið um allt landið og miðin, auk 11 staða allt í kring- um landið. Gestir geta einnig val- ið spátíma og þess vegna má núna komast að því hvort heppilegt sé að grilla annað kvöld og eða á sunnudagskvöld. Nýjasta viðbótin á Vísi.is er vefur um allar opinberar útihátíð- ir sem í boði eru yfir helgina. Þeir sem enn eru að velta fyrir sér hvert eigi að fara ættu að byrja helgina á Vísi.is og kanna hvað er í boði og hvar vænta megi sólar og blíðu. Jafnframt býður Vís- ir.is, í samvinnu við Skímu, Aco og Landssímann, ferðalöngum um helgina að fylgjast með nýjustu fréttum á Vísi.is og sækja tölvu- póstinn sinn í gegnum frínetið sem er að finna á 6 stöðum víðs vegar um landið. -JH NGK kerti, notuð af fagmönnum. Fá jeppabifreiðir Ríkiskaup hafa fyrir hönd heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins gert samning við Ingvar Helgason hf. um að fyrirtækiö útvegi jeppabifreið- ir fyrir heilsugæslustöðvar lands- byggðarinnar, 26 Subaru Forester og 8 Nissan Terrano. Um er að ræða reksírarleigusamning sem gildir í þrjú ár. Rekstrarleiga er nýjung á bílamarkaðnum en hún felur í sér að leigutaki greiðir fyrir afnot af bifreið- inni á leigutimanum. í leigugreiðslun- um er innifalið allt venjubundið við- hald á bifreiðinni. Kostimir við leiguformið eru að áhættan við endursölu er úr sögunni auk þess sem ekkert íjármagn er bundið i bifreiðinni. Fyrirtæki hafa nýtt þennan valkost í auknum mæh en þetta er í fyrsta skipti sem ríkisfyrirtæki taka bifreiðar á rekstrarleigu. Þetta er jafnframt stærsti rekstrarleigusamningur sem Ingvar Helgason hf. hefúr gert til þessa. Deilur um staðgengil Hrannars í borgarstjórn: R-listinn er stjórn- málaflokkur - leitum úrskurðar ráðherra, segir oddviti D-lista „Málið hefur ekki verið tekið fyrir og við erum því að undirbúa máiflutn- ing okkar og safna gögnum og upplýs- ingum og vinna að kæru sem við síð- an sendum félagsmálaráðherra. Því verki ljúkum við á næstu dögum,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjóm Reykjavíkur, í samtali við DV um deilu sjálfstæðismanna og R-listans um hver megi taka borgarstjómarsæti Hrannars B. Amarssonar, þriðja manns R-listans i kosningunum, með- an beðið er þess að fjármál og virðis- aukaskattsmál hans verði útkljáð. Deiluefhið er í raun hvort R-listinn sé stjómmálaflokkur eða laustengt kosningabandalag. Sé hann hið siðar- nefnda getur hver sem er af listanum tekið sæti Hrannars, þess vegna 13. maður listans, alþýðuflokksmaðurinn Pétur Jónsson, eins og ætlunin er. Sé R-listinn á hinn bóginn stjómmálaflokk- ur skal kalla inn fyrsta varamann list- ans, Önnu Geirsdóttur. Við það raskast valdahlutfóll flokkanna innan listans. Inga Jóna Þórðardóttir segir tals- menn R-listans vera orðna tvísaga í tengslum við þetta mál. Nú segi þeir listann vera kosningabandalag, borið fram af þremur stjómmálaflokkum, þótt raunin sé sú að stofhuð hafi verið sérstök samtök um hann og þau sem sjálfstæður lögaðili borið listann ffarn í kosningunum. Þetta hafi m.a. Helgi Hjörvar, efsti maður R-listans, staðfest í fjölmiðlaviðtölum bæði fyrir og eftir kosningamar og talað þar ítrekað um tvo flokka í borginni. „Það lá alveg af- dráttarlaust fyrir af þeirra hálfú fyrir kosningamar að þessi breyting var gerð, þótt þeir telji það nú þjóna hags- munum sínum að draga úr gildi henn- ar,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.