Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Side 45
JLj"V FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 tafmæli« 711 hamingju með afmælið 31.júlí 90 ára Anna S. Gísladóttir, Holtastíg 10, Bolungarvík. 85 ára Magnea Bjarnadóttir, Borgarheiði 31, Hveragerði. 80 ára Kristjana G. Guðsteinsdóttir, Brekkugötu 2, Þingeyri. Magnús Guðbjörnsson, Suðurhólum 26, Reykjavík. Sigríður Kjartansdóttir, Hrafnistu, Hafliarfirði. Valgarð Jónatansson, Álfheimum 26, Reykjavík. 75 ára Lilja Sigurðardóttir kennari, Möðruvalla- stræti 1, Akureyri. Eiginmaður hennar, Sigurður Jónasson frá Hróarsdal, lést 1989. Lilja tekm- á móti gestum í félagsheimilinu í Hegranesi, Skagafirði, laugard. 1.8. kl. 16. Þeir sem hugsa sér blóm eða aðrar gjafir eru vinsamlega beðnir að láta andvirðiö frem- ur renna til Sambands ís-lenskra kristniboðsfélaga. Guðmundur Hermannsson, Dalbraut 23, Reykjavík. Ragnar Bjarnason, Borg, Skriðdalshreppi. Runólfur Þorkelsson, Torfufelli 36, Reykjavik. 70 ára Anna Jóhannsdóttir, Reykjabraut 18, Þorlákshöfh. Ásgeir Guðbjartsson, Túngötu 9, ísafirði. Gestur Hans Einarsson, Auðbrekku 23, Kópavogi. Hólmfríður Stefánsdóttir, Háuhlíð 10, Reykjavík. Katrín Lárusdóttir, Sunnubraut 1, Grindavík. 60 ára Gunnar Jónsson, Engjaseli 71, Reykjavík. Jóhann Stefánsson, Valshólum 2, Reykjavík. Karl Friðrik Kristjánsson, Skeljatanga 3, Mosfellsbæ. Unnur Aldís Svavarsdóttir, Stóragerði 19, Reykjavík. 50 ára Aðalheiður Hákonardóttir, Bakkaseli 21, Reykjavík. Ásgeir Þorláksson, Bleikjukvísl 13, Reykjavik. Erlingur Einarsson, Foldahrauni 42 F, Vestmannaeyjum. Hjálmar Jóhannesson, Norðurtúni 13, Siglufirði. Jón Jónsson, Birtingakvísl 28, Reykjavík. Magnús Magnússon, Krókatúni 6, Akranesi. Margrét Kjartansdóttir, Galtalind 14, Kópavogi. Stefán Rúnar Jónsson, Norðurbrún 8, Reykjavík. 40 ára Hörður V. Vilhjálmsson, Heiðarbrún 41, Hveragerði. Kjartan D. Kjartansson, Breiðuvík 24, Reykjavík. Snorri Gylfason, Vallarási 5, Reykjavík. Þorvaldur ísleifur Þorvaldsson, Byggðavegi 90, Akureyri. Benedikt Sveinsson Benedikt Sveinsson hrl., Lindar- flöt 51, Garðabæ, er sextugur í dag, 31.7. Starfsferili Benedikt er fæddur og uppalinn í Reykjavík en hefur búið í Garðabæ frá 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1958, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1964, stundaði við- skiptafræðinám við Minnesotahá- skóla 1964-65 og öðlaðist hrl. rétt- indi 1969. Benedikt stundaði iögfræðistörf ásamt skipasölu um árabil. Bene- dikt hefur setið í stjórn ýmissa fyr- irtækja og hefur m.a. verið stjómar- formaður hjá Nesskipum frá stofn- un 1974-86 sem og í Sjóvá síðar, Sjó- vá-Almennum tryggingum frá 1979, Marel frá 1993, SR mjöli frá 1994 og Kögun frá 1996. Benedikt hefur setið í stjóm Eim- skips frá 1986 og Burðaráss frá 1997, á sæti í stjórn Flugleiða og í stjórn Granda. Benedikt var formaður sjálfstæð- isfélags Garða- og Bessastaðahrepps 1973-75, sat í skólanefnd Garðabæj- ar 1974-86, þar af formaður 1982-86, var bæjarfulltrúi í Garðabæ 1986-98, þar af oddviti meirihlutans og formaður bæjarráðs í tiu ár. Fjölskylda Kona Benedikts er Guðríður Jónsdóttir, f. 19.9. 1938, dóttir Jóns Gunnarssonar, f. 1900, d. 1973, verkfræðings og fyrrum forstjóra SH, og k.h., Hólmfríðar Sigur- línu Björnsdóttur, f. 1904, d. 1996, húsmóður. Guðríður og Benedikt eiga þrjá syni. Þeir era Sveinn, f. 16.1. 1962, tölvufræðingur hjá Tölvumyndum; Jón, f. 16.10. 1964, rafmagnsverk- fræðingur hjá Marel hf., kvæntur Ágústu Grétarsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú börn; Bjarni, f. 26.1. 1970, héraðsdómslögmaður, starfandi hjá Eimskip, kvæntur Þóra Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau tvö böm. Systkini Benedikts eru Ingimund- ur, f. 21.4.1942, arkitekt; Guðrún, f. 25.10. 1944, héraðsdómslögmaður; Einar, f. 3.4.1948, framkvstjóri. Foreldrar Benedikts: Sveinn Benediktsson, f. 12.5. 1905, d. 12.2. 1979, framkæmdastjóri í Reykjavík. og k.h., Helga Ingimundardóttir, f. 23.12. 1914, húsmóðir. Föðursystkini Bene- dikts: Pétur, bankastjóri og alþm., faðir Guðrún- ar, forstöðumanns sjáv- arútvegsd. HÍ, og Ólafar dómstióra; Bjami forsæt- isráðherra, faðir Björns menntamálaráðherra; Kristjana, móðir Hall- dórs Blöndal samgöngu- ráðherra; Ragnhildur; Ólöf, fyrrv. menntaskóla- kennari, móðir Guðrúnar Guðjóns- dóttur kennara, og Guðrún, móðir Tómasar Zoéga læknis. Sveinn var sonur Benedikts, al- þingisforseta, Sveinssonar, gest- gjafa á Húsavík, bróður Björns, afa Guðmundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Sveinn var sonur Magnúsar, snikkari að Víkinga- vatni, Gottskálkssonar, bróðir Guð- mundar, afa Jóns Trausta. Móðir Sveins framkvstj. var Guð- rún Pétursdóttir, útvegsb. í Engey, Kristinssonar, útvegsb. þar, Magn- ússonar. Móðir Péturs var Guðrún Pétursdóttir af Engeyjarætt, systir Guðfinnu, ömmu Bjama Jónssonar vígslubiskups. Helga er dóttir Ingimundar, b. í Kaldárholti, Benediktssonar, ráðs- manns á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Diðrikssonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Sveins, föður Benedikts, sýslumanns og alþm., föður Einars Benediktssonar skálds. Diörik var sonur Benedikts Sveinssonar, pr. í Hraungerði. Móðir Benedikts var Anna, systir Jóns Eiríkssonar kon- ferensráðs. Móðir Ingimundar var Kristín Þórðardóttir frá Sumarliðabæ, af Víkingslækjarætt, systir Guðlaug- ar, móður Jóns Ólafssonar banka- stjóra. Móðir Helgu var Ingveldur Ein- arsdóttir, b. á Hæli, systir Gests, fóður Steinþórs alþm., föður Gests skattstjóra. Móðir Ingveldar var Steinunn Vigfúsdóttir Thorarensen, sýslum. á Borðeyri. Systir Stein- unnar var Guðrún, langamma Ingi- bjargar, móður Davíðs Oddssonar forsætisráöherra. Móðir Vigfúsar var Guðrán Vigfúsdóttir, sýslum. á Hlíðarenda, Þórarinssonar og Stein- unnar Bjarnadóttur, landlæknis Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir landfógeta Magnússonar. Benedikt og Guðríður taka á móti gestum í Súlnasal Hótel Sögu í dag á milli kl. 17 og 19. Benedikt Sveinsson. Karl Jensen Karl Jensen Sigurðsson, umsjón- armaður Raunvísindastofnunár HÍ, til heimilis að Víðimel 34, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Karl fæddist í Djúpuvík í Árnes- hreppi á Ströndum og ólst þar upp til 1956 er hann flutti með foreldr- um sínum til Reykjavíkur. Karl stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík, lærði húsasmíði, lauk sveinsprófi 1969 og öðlaðist síð- ar meistararéttindi í þeirri grein. Karl var í sveit í Ámeshreppi í átta sumur, fór þrettán ára til sjós og ellefu ára i fiskvinnslu hjá ís- biminum. Hann stundaði síðan sjó- mennsku og verkmannavinnu með námi og var oft til sjós eftir það í skamman tíma í einu. Karl stundaði húsasmíðar í Reykjavík til 1970, vann við bryggjusmíðar hjá Vita- og hafnar- málastofnun 1970-76, flutti þá aust- ur á Neskaupstað og starfaði þar hjá Dráttarbraut Neskaupstaðar til 1982, flutti þá til Egilsstaða þar sem hann sá um byggingarmót fyrir Ræktunarsamband Austurlands. Hann starfaði við öryggisgæslu hjá Flugmálastjórn á Egilsstöðum 1984-86 er hann flutti aftur til Reykjavíkur. Þar hóf hann þá störf hjá Raunvísindastofnun HÍ og hefúr starfað þar síðan. Karl starfaöi í Alþýðuflokknum frá unga aldri, var formaður FUJ í Reykjavík, sat í miðstjóm og flokks- stjórn Alþýðuflokksins um árabil en sagði sig úr flokknum 1994 og gekk til liðs við Þjóðvaka. Hann var kosn- ingastjóri Þjóðvaka í Austurlands- kjördæmi í síðustu kosningum. Karl starfaði mikið í Kiwanis- hreyfmgunni á Austurlandi, sat í stjórn hennar í nokkur ár og var Sigurðsson formaður Kiwanis- klúbbsins í Neskaupstað og síðar á Egilsstöðum. Fjölskylda Karl kvæntist 1.12. 1977 Nönnu Hansdóttur, f. 19.3. 1945, húsmóður. Hún er dóttir Hans Wi- um, bónda í Mjóafirði, og k.h., Önnu Jónsdóttur húsfreyju en þau eru bæði látin. Böm Karls og Nönnu eru Þórunn Anna, f. 12.5. 1979, menntaskólanemi; Friðrik Jensen, f. 24.9. 1980, menntaskólanemi. Sonur Karls frá því áður er Ann- þór Kristján, f. 1.2.1976, verkamaður í Reykjavík og á hann eina dóttur. Dóttir Nönnu og stjúpdóttir Karls er Amfríður Wium, f. 22.5.1972, iðn- verkakona á Egilsstöðum. Systkini Karls: Erla, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Sigríður, nú látin, kennari í Reykja- vík; Friðrika, svæfingar- hjúkrunarkona, búsett í Reykjavík; Rut, húsmóð- ir í Reykjavík; Pétur, stýrimaður og skipstjóri; Kristjana, þroskaþjálfi, búsett í Kópavogi; Hjör- dís, bankastarfsmaður, búsett í Garðabæ; Matt- hildur, kennari og hús- móðir i Noregi; Guðbjörg, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Karls vora Sigurður Pétursson, f. 6.3. 1912, d. 8.6. 1972, sjómaður og útgerðarmaöur í Djúpuvík og í Reykjavík, og k.h., ína Jensen , f. 2.10. 1911, d. 17.2. 1997, húsfreyja. Kari Jensen Sigurösson. Guðmundur Halldór Jónsson Guðmundur Halldór Jónsson, fyrrv. forstjóri og stofhandi BYKO og síðar Fljótalax hf., Efsta- leiti 10, Reykjavík, verð- ur sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist að Neðra-Haganesi í Fljótum og ólst þar upp um Fóstbræðrum, bæði sem kórfélagi og ein- söngvari. Hann var stofn- félagi í Skógræktarfélagi Kópavogs, átti sæti í stjórn félagsins og var um árabil fulltrái á þingi Skógræktarfélags ís- lands. Hann er heiöursfé- lagi Skógræktarfélags Kópavogs frá 1998. Guðmundur hefur unnið ötullega í frístund- og að Dæli, í Móskógum Guömundur Halldor um aö skógrækt og m.a. og að Molastöðum í Fjót- um. Hann lauk verslunar- prófi frá Samvinnuskólanum 1945. Guðmundur starfaði hjá Kaupfé- lagi Ámesinga og SÍS og var þá lengst af verslunarstjóri byggingar- vöradeildar Sambandsins. Hann stofnaði, ásamt mági sin- um, Hjalta Bjamasyni, Bygginga- vöraverslun Kópavogs, BYKO, árið 1962, og var forstjóri fyrirtækisins til 1985. Þá stofnaði Guðmundur Fljótalax hf. 1981, ásamt Teiti Am- laugssyni, og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á meðan það starfaði. Guðmundur stundaði söngnám og söng með Tígulkvartettinum, Þjóðleikhússkórnum og Karlakóm- Jónsson. ræktað upp skóg í Vatns- endalandi og á Minna- Grindli í Fjótrnn en skóg sinn í Vatnsendalandi gaf Guðmundur Skógræktarfélagi Kópavogs 1998. Þá er hann félagi í Lionsklúbbi Kópavogs og starfaði í Rotaryhreyf- ingunni um árabil. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 15.2. 1947, fyrri konu sinni, Önnu Bjamadótt- ur, f. 28.5. 1920, húsmóður. Foreldr- ar hennar vora Bjami Jónsson og Kristín Halldórsdóttir, bændur í Öndverðarnesi í Grímsnesi. Böm Guðmundar og Önnu eru Jón Helgi, f. 20.5. 1947, forstjóri BYKO, kvæntur Bertu Bragadóttur og eiga þau þrjú böm og fjögur bamaböm; Bjamheiður Kristín, f. 1.5. 1948, örverufræðingur, gift Sig- finni Þorleifssyni og eiga þau þrjú börn og eitt bamabam; Þórunn, f. 13.9.1949, meinatæknir, gift Ingvari Guðnasyni og eiga þau þrjú böm og tvö bamaböm; Björk, f. 5.6. 1953, hjúkranarfræðingur og á hún þtjú böm með fyrrv. eiginmanni, Áskeli Emi Kárasyni, og eitt bamabam; Sjöfn, f. 17.9. 1955, myndmennta- kennari, gift Jóni Sigurmundssyni og eiga þau þrjú börn. Guðmundur kvæntist 2.6. 1989 seinni konu sinni, Helgu Henrýs- dóttur, f. 16.10. 1931, húsmóður. For- eldrar hennar vora Henrý Hálfdán- arson, forstjóri SVFÍ, og Guðrán Þorsteinsdóttir húsmóðir. Systkini Guðmundar: Alfreð, f. 5.8. 1921, vegaverkstjóri á Sauðár- króki; Aðalbjörg Anna, f. 8.8. 1925, verkakona í Lindarbrekku í Varma- hlið; Ásmundur, f. 20.1. 1928, d. 7.9. 1958, verkamaður, búsettur í Kóp- vogi og víðar; Sigríður, f. 9.3. 1930, leiðbeinandi á Lækjarbakka, við Steinsstaðaskóla í Skagafirði; Svav- ar, f. 11.9. 1931, umdæmisstjóri Vegagerðar ríkisins á Húsavík; Kristinn, f. 12.12. 1932, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Baldvin, f. 21.4. 1934, verkstjóri á Sauðár- króki; Halldóra Rannveig Hrefna, f. 13.11. 1935, kjötiðnaðarmaður á Sel- fossi; Pálmi, f. 1.5. 1937, bóndi í Skagafirði og síðar verkamaður í Danmörku; Hermann, f. 13.11. 1938, bóndi í Lambanesi í Fjótum; Lúðvík Ríkharð, f. 29.10. 1940, bóndi aö Molastöðum í Fljótum, síðar meðferðarfulltrúi á Akureyri; Svala, f. 22.2. 1945, framkvæmda- stjóri Steypustöðvarinnar á Sauðár- króki. Foreldrar Guðmundar vora Jón Guömundsson, f. 3.9. 1900, d. 30.1. 1988, hreppstjóri í Fjótum og síðar bókari hjá BYKO, og k.h., Helga Guðrán Jósefsdóttir, f. 12.7. 1901, d. 22.5. 1971, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Guðmundar Hall- dórssonar, b. í Neöra-Haganesi í Fljótum, og k.h., Aðalbjargar Pétursdóttur. Móðir Guðmundar var Helga, dóttir Jósefs Bjömssonar, b. í Fljótum, og k.h., Svanfríðar Sigurð- ardóttur. Guðmundur verður að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.