Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 26
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 26 *jfcrgf fólk Kaþólskir unylingar á faraldsfæti: íkkttt á Jæri herra Guö, þetta er hún JjfAnna, sagði lítil stúlka fyrir löngu síðan og sameinaði feg- urð, sakleysi og innileik barnatrú- arinnar í einni einustu setningu. Setningu, sem þó sagði meira en heilu haugamir af rykfollnum guð- spjöllum. En lítil börn vaxa úr grasi og verða stór. Þegar það ger- ist skiptir efnishyggjan oftar en ekki við guðhræðsluna sem sálu- hjálparatriði númer eitt, tvö og þrjú og næsta víst að fá fermingar- barnanna leiða hugann að mannin- um „uppi“ þegar þau velja á milli vélsleða og fjórhjóls eða maula marsipanköku á meðan sigtað er á innihald umslaganna eftir þykkt. Sumir halda þó fastar í trúna en aðrir og t.d. hefur kaþólski söfnuð- urinn á íslandi í gegnmn tíðina sinnt sínu starfi farsællega og end- urvakið trú fólks og traust á öfl- ugri kirkju og , um leið, guði sjálf- um. Innan kaþólsku kirkjunnar á íslandi eru starfandi samtök ungra kaþólikka sem ganga undir nafn- inu Píló eða Pílagrímafélagið. Markmið þessara samtaka er, eins og nafhið bendir til, að heimsækja á nokkurra ára fresti einhverja af helgustu stöðum kristninnar og eru þau einmitt um þessar mundir á leiðinni til Evrópu í þriggja vikna reisu þar sem farið verður til Frakklands og Portúgal. Sylvía Kristín Ólafsdóttir er 18 ára gamall meðlimur Píló. Hún og séra Jakob Roland hittu blaða- mann DV að máli og sögðu honum upp og ofan af samtökunum og fyr- irhugaðri ferð. Páfinn kom starfinu af stað Séra Rolland, sem dvalist hefur hérlendis síðan 1984, segir kaþ- ólskt unglingastarf hafa verið lítið er hann kom fyrst hingað en glæö- st mikið meö komu páfa árið 1989. „Þá færðist meira fjör og líf í safn- aðarstarfið og ég var spuröur hvort ekki kæmi til greina að fara pílagrímsferö til Króatíu á stað þar sem María mey er sögð hafa birst 6 unglingum. Ákveðið var að fara þessa ferð, við vorum átta í hópnum og ferðin heppnaöist mjög vel í alla staði. Upp frá þessu myndaðist aftur líflegt unglinga- starf og krakkarnir tóku sjálfir upp nafniö Píló eftir þessari píla- grímsferð. Slíkar meiri háttar feröir hafa síðan veriö undirstaðan í starfi unglingafélagsins. Þær eru farnar á þriggja ára fresti en einnig ferðumst við talsvert innanlands, til Skálholts, Hóla og fleiri staða. Starflð er á trúarlegum nótum en auðvitað leggjum við okkur fram við að kynnast menningu og þjóðlífí þeirra staöa sem við heimsækjum og skemmta okkur sem allra best í leið- inni.“ Ferðatilhögunin er þannig aö hópur- inn flýgur til Lúx- emborgar þar sem sest verður upp i bil og keyrt suður Frakklandi. Meðal heimsóttir verða er hin fræga lind í Lourdes þar sem guösmóðirin birtist smalastúlkunni Bernadettu hvað eftir annað áriö 1858: „Síöan þá hefur staðurinn veriö einn sá Krakkarnir f Pfló fyrir framan Landakotskirkju. Sylvfa og séra Jakob eru þriöju og fjóröu frá hægri. DV-mynd S helgasti í kristninni og milljónir pílagríma heimsækja hann árlega. Við ætlum að reyna að messa í hellinum þar sem María mey birt- ist stúlkunni," segir Sylvía og heldur áfram: „Síðan förum við m.a. til Loyola, borg heilags Ignatí- usar, og Salamanca en hápunktur- inn veröur í Portúgal í borginni Fatima 13. ágúst. Þar á María mey að hafa birst þremur unQllngastarf é Islandf, eftir staöa sem börniun á aldrinum sjö til tiu ára árið 1917, fyrst 13. maí en svo alltaf þrett- ánda hvers mánaðar allt til 13. október. Börnunum var refsað harðlega fyrir frásögn sína af kraftaverkinu en þau héldu fast viö sitt og 13. október voru 80 þús- und manns samankomin og sáu kraftaverkið þegar María mey birtist í síðasta sinn. Þarna verö- um við 13. ágúst." Hreifst af stemningunni Blaöamaður, sem viðurkennir fúslega að hann ræki kannski ekki guðdóminn sem skyldi, gat þegar hér var komið sögu ekki staðist freistinguna að spyrja þau séra Rolland og Sylvíu hvort þau tryðu því í raun og veru að þessi kraftaverk heföu átt sér stað, aö María heföi heimsótt okkur mennina á umræddum stöðum. „Ég ef- ast ekki um það,“ segir séra Rolland. „En ég ætla ekki að troða þeirri vissu á krakkana í ferö- inni enda er það ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að treysta Guði og finna þar styrk til þess aö lifa samkvæmt honum og kenningum hans. En ég hef enga ástæðu til þess að efast." Sylvía gerðist ekki kaþólsk fyrr en hún var tíu ára og segist í fyrstu mest hafa heillast af um- hverfmu og stemningunni í kaþ- ólskri trúariðkun, s.s. að kveikja á kertum o.þ.h. Síðar fór trúin aö verða meira fyrir henni: „Viö erum um 25 sem erum virk í ung- lingastarfmu, hittumst í hverri viku og gerum ýmsa skemmtilega hluti saman, samhliöa trúar- iðkuninni." Hún segist ekki hafa orðið var við fordóma hjá jafnöldrum sínum: „Þaö voru kannski smá- stælar i fólki þegar ég var í 8. eða 9. bekk en núna fmnst mér fólk al- mennt frekar bera virðingu fyrir trúnni og okkur. Mér finnst líka að íslenskir unglingar séu trúaðri en þeir gefa sig út fyrir að vera. Þaö er algengt aö fólk hafi ranga mynd af svona starfi. Til dæmis er bindindi engin skylda hjá okk- ur eöa neinar reglur og kvaöir settar á okkur frekar en aðra ung- linga. Við erum ekkert öfgafólk." Séra Rolland tekur í sama streng: „Ég er nú franskur þannig að þaö gengi seint að gera bind- indismann úr mér en við gætum að sjálfsögöu hófs eins og aðrir sem kunna að fara meö vín. Þetta snýst ekki bara um það að fara á bænastundir heldur að skemmta sér og opna augum fyrir lífinu. Það er okkar boðskapur." ______________________ -fin — ætla að heiiíisækja nokkra helgustu staíi kristninnar .. í prófil Páll Ragnar Pálsson er annar gítarleikara hljómsveitarinnar Maus. Hann er í prófil Fullt nafn: Páll Ragnar Pálsson Fæðingardagur og ár: 25. júlí 1977 Maki: Enginn Börn: Engin Starf: í sumar hef ég unnið fyrir j afningj afræðslu framhaldsskólanna en annars reyni ég að þrauka á hlj óms veitarbraski Skemmtilegast: Spila í hljómsveit, hlusta á tónlist og skemmta mér með vinum minum. Leiðinlegast: Bíða eftir hlutum sem ég nenni ekki að bíða eftir. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldsdrykkur: Ætli það sé ekki gamla góða mjólkin. Fallegasta konan: Franska gyðjan Beatrice Dalle. Uppáhaldslíkamshluti: Vinstra eyrað. Ertu hlynntur eða and- vígur ríkisstjórninni? Pass. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú helst vilja eyða nótt? Ég myndi vilja fara út á lífið með Beavis og Butthead Uppáhaldsleikari: Steve Buscemi og Nicholas Cage. Uppáhaldstónlistarmaður: Thom Yorke, söngvari Radiohead, og David Bowie. Sætasti stjórnmálamaöurinn: Get ekki gert upp á milli þeirra - allir jafnsætir. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: ER og Simpsons. Leiöinlegasta kvikmynd: Coneheads held ég að sé ein alversta mynd sem ég hef á ævinni séö en Twister var líka alveg rosaleg. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Sama og með stjórnmálamennina. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffibarinn og Blóbarinn. Hvað ætlar þú aö verða þegar þú verður stór: Ennþá stærri. Eitthvað að lokum: Takk kærlega fyrir mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.