Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Slökkviliðsmaður í sumarfríi bjargaði tveggja ára dreng frá drukknun í síki:
Helblár og hjartað
var hætt að slá
- sá barnshönd í síkinu og stakk mér umsvifalaust, segir Björn R. Ingólfsson
„Ég kom ásamt ferðafélögum mín-
um að síki og sá eitthvað rautt fljót-
andi þar. Síkið var mjög skítugt og
ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað
rusl en horfði á þetta og sá þá mér
til skelfingar að í straumnum kom
upp bamshönd. Ég skynjaði strax
hvers eðlis var og henti mér um-
svifalaust út í síkið,“ segir Björn R.
Ingólfsson, 38 ára slökkviliðsmaður,
sem var á ferð í Kempervennen i
Hollandi fyrir nokkru ásamt eigin-
konu sinni og tveimur börnum. Þar
varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi
aö bjarga tveggja ára hollenskum
Björn R. Ingólfsson, slökkviliös-
maöur hjá Slökkviliöi Reykjavíkur,
bjargaöi tveggja ára dreng frá
drukknun f síki f Hollandi þar sem
hann var í sumarfríi. DV-mynd BG.
dreng frá drukknun. Það var fyrsta
daginn í sumarleyfmu sem Bjöm og
félagar hans komu að síkinu sem
drengurinn lenti í. Tilviljun réð því
að leið ferðalanganna lá þangað en
þau villtust af leið þar sem ætlunin
var að hitta fararstjóra. Bjöm, sem
starfar hjá Slökkviliði Reykjavíkur,
er þrautþjálfaður í björgunarstörf-
um. Þegar hann uppgötvaði að barn
var í háska æpti hann upp yfir sig:
„Þetta er ekki að gerast," og stakk
sér.
„Ég hugsaði mig ekki um eitt and-
artak og kastaði mér út í síkiö. Það
var eins og slökkt væri á mér og þaö
komst ekkert annað að í huga mér
Foreldrar Kevins héldu Birni og félögum hans
grillveislu í þakkarskyni fyrir aö hafa bjargaö Iffi
drengsins. Hér er Björn ásamt Kevin litla sem sit-
ur f fangi fööur síns. Björn situr undir systur
Kevins.
Kevin og Johan, faðir hans, ásamt Guörúnu
Steingrfmsdóttur sem aðstoöaði Björn R.
Ingólfsson viö lífgunartilraunirnar.
en að bjarga
barninu. Það
mátti ekki
tæpara standa
því hann var
byrjaður að
sökkva þegar ég
kom að honum.
Ég náði á honum
taki og kom hon-
um upp á bakk-
ann þar sem Guð-
rún Steingríms-
dóttir, einn ferða-
félaga minna, tók
við honum,“ seg-
ir hann.
Þegar Björn
kom upp á bakk-
ann hugaði hann
strax að drengn-
um sem var orð-
inn blár og var
hættur aö anda.
Ferðafélagar
hans kölluðu eftir
sjúkrabíl og
nokkrir tóku að
sér að halda
bömunum í
hópnum frá til að
þau horfðu ekki
upp á ástand
bamsins.
„Hann var
kominn með
krampa og ég átti
erfitt með að
opna munn hans
til að blása. Þá
fann ég engan
hjartslátt. Það var
greinilega komið
að endalokum. Ég
var svartsýnn á
að tækist að lífga hann en hóf lífgun-
artilraunir. Þegar ég var búinn að
blása þrisvar tók hann við sér, mér
til mikillar gleði. Hann hóstaði að-
eins og það gekk upp úr honum vatn.
Svo opnaði hann augun og byrjaði að
kalla á mömmu sína. Þá vissi ég að
hann var hólpinn," segir Bjöm.
Þegar sjúkralið kom á vettvang
var drengurinn í faðmi móður sinnar
sem hafði verið að leita hans. Farið
var með hann á spítala og hlúð að
honúm. Hann fékk síðan að fara
heim daginn eftir og hafði ekki kennt
sér meins af volkinu.
„Þetta hefur staðið mjög tæpt því
læknar mældu hitastig hans 33 gráð-
ur. Mér skilst að það þýði að hann
hafi verið þrjár mínútur í vatninu,"
segir Björn.
Foreldrar drengsins voru auðvitað
himinlifandi með björgun sonar síns.
Þau voru einnig nýkomin til
Kempervennen. Meðan þau vom að
taka upp úr töskum sínum höfðu þau
svaladyr íbúðarinnar opnar og þá
slapp drengurinn út og lenti ofan í
síkinu sem var í um 20 metra fjar-
lægð. t sömu svifum og Bjöm var að
bjarga drengnum var móðir hans að
leita hans. Bjöm segir að þau hafi
boðið til grillveislu til að fagna björg-
uninni.
„Þau vora auðvitað afar þakklát.
Ég hitti þama drenginn en það var
ekki við það komandi að ég fengi að
halda á honum enda var ég það
fyrsta sem hann sá þegar hann
komst til meðvitundar eftir slysið.
Það var stórkostlegt að hitta hann og
sjá að hann hafði engan skaða beðið
af þessu. Þá var þessi björgun topp-
urinn á góðu sumarfríi. Ég hefði
ekki boðið í friið ef mér hefði ekki
tekist að lífga hann við,“ segir
Bjöm. -rt
Uppgötvanir íslenskrar erföagreiningar:
Uppörvun fyrir sjúklingana
- höfum fulla trú á Kára, segir framkvæmdastjóri dagvistar MS-félagsins
„Margir sjúklinganna sem eru illa
famir uppörvast við þessar fréttir,"
segir Gyða Jónína Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri dagvistar MS-félagsins,
um frétt DV varðandi góðan árangur
íslenskrar erfðagreiningar á rann-
sóknum á MS-sjúkdómnum.
Fréttin varpar ljósi á nýja von um
lækningu á sjúkdómnum sem vaknað
hefur eftir árangursríkar rannsóknir
íslenskrar erfðagreiningar á tengslum
erfða og gena við áöurnefndan sjúk-
dóm.
Að sögn Gyðu taka MS-sjúklingar
fréttunum þó með fyrirvara enda langt
i land með lækningu enn þá. „En í
þessu felst mikil vonarglæta. Kári
bauð okkur til sín í vor og kynnti
fyrir okkur starfsemina og við
erum yfirleitt mjög ánægð með
framlag íslenskrar erfðagreiningar
í baráttunni gegn MS. Það skiptir
Aö sögn Gyöu Jónínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra dagvistar MS-félagsins,
nýtur íslensk erföagreining mikillar velþóknunar meöal MS-sjúklinga.
DV-mynd Hilmar Þór
miklu máli að geta séð með eigin
augum að eitthvað sé verið að gera
okkur til hjálpar," segir Gyða.
MS-sjúkdómurinn hremmir fólk
þegar það síst má við því, þegar
fólk er 20-40 ára og í námi eða
koma sér upp heimili og hefja
starfsferil. Þó leggst hann á fólk allt
niður í 12 ára gamalt og er hann al-
gengasti taugasjúkdómur ungs
fólks. Hann lýsir sér m.a. með sjón-
traflunum, doða og reikandi göngu-
lagi ásamt almennu óöryggi. Þrátt
fyrir að vera ekki arfgengur á við-
urkenndan mælikvarða þess orðs
finnst hann í genum og getur hann
hreppt nánast hvem íslending.
Gyða segist stolt af því sem ís-
lenska þjóðin og MS-sjúklingar
hafa lagt fram til lausnar á sjúk-
dómnum. „íslensk erfðagreining er
náttúrlega búin að fá ómælda lítra
af blóði frá sjúklingunum, ætt-
ingjum þeirra og vinum en við
höfum fulla trú á Kára,“ segir hún
enn fremur. ' -jtr
Starfslaun
Borgarstjóri
Reykjavíkur af-
henti lista-
mönnum starfs-
laun borgarinn-
ar í gær. Hæstu
launin fær Birg-
ir Andrésson
myndlistamað-
ur. Aðrir launþegar eru Guðrún
Kristjánsdóttir, Sigurður Örlygs-
son, Helgi H. Eyjólfsson, Borg-
hildur Óskarsdóttir, Daði Guð-
bjömsson, Camilla Söderberg,
Sveinn Lúðvik Björnsson, Auður
Bjamadóttir og Sigurður Flosa-
son.
Þriðji ofninn
Skrifað var undir lánasamn-
inga í verksmiðju íslenska jám-
blendifélagsins hf. á Grundar-
tanga í fyrradag vegna endanlegr-
ar fjármögnunar þriðja bræðslu-
ofns verksmiðjunnar. Byrjað var
að smíða ofninn á vormánuðum.
Verðlaun fyrir hönnun
Norsk veiðarfæraverksmiðja
hefur verðlaunað íslenskan skip-
stjóra á nótaveiðiskipi, Viðar
Karlsson, fyrir hugmynd hans að
nýrri gerð að snurvoðarhring
sem er síður hættulegur en eldri
gerðir. Bylgjan sagði frá.
Ný Goethestofnun
Utanríkisráðuneyti Þýskalands
hefur tilkynnt að starfsemi
Goethestofnunarinnar í Reykja-
vík verði hafin á ný, en hún var
lögð niður í vor. Stofnunin verður
opnuð í september og í henni
verða bækur fyrri Goethestofnun-
arinnar varðveittar. RÚV sagði
frá.
Fúlir Norðmenn
Sjávarútvegs-
ráðherra, Þor-
steinn Pálsson,
segir að gagn-
rýni leiðarahöf-
undar norska
blaðsins
Fiskaren á
stefnu íslend-
inga I hvalveiðimálum lýsi best
óvinsamlegum viðhorfum Norð-
manna til íslendinga. RÚV sagði frá.
Harma umferðarslys
Aðalfundur landssambands
sauðfjárbænda hefur samþykkt
ályktun þar sem umferðarslys sem
tengjast lausagöngu sauðfjárs á
vegum úti er hörmuð. Allir
sauðfjárbændur era hvattir til þess
að draga úr lausagöngu við vegi og
er Vegagerð ríkisins kölluð til
meiri ábyrgðar í þessu efni.
Gróöurhúsaáhrif
Umfangsmiklar rannsóknir á
áhrifum gróðurhúsalofttegunda á
gróðurfar fara fram á tveimur stöð-
um á íslandi, Auðkúluheiði og
Þingvöllum. Rannsóknin er hluti af
alþjóðlegu samstarfsverkefni sem
nær um allan heim. RÚV sagði frá.
Klukkubúðirnar
Mikill uppgangur er hjá
klukkubúðunum 10-11 og 11-11 og
verslunum þeirra fjölgar stöðugt.
Sjö nýjar verslanir á höfúðborgar-
svæðinu verða teknar til starfa
fyrir árslok. RÚV sagði frá.
Járnblendið
Hagnaður af reglulegri starfsemi
íslenska jámblendifélagsins varð
217 milljónir króna á fyrstu sex
mánuðum ársins. Sölutekjur ís-
lenska járnblendifélagsins hf. á
fyrri helmingi ársins námu 2.056
milljónum kr. samanborið við 2.197
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Viðskiptavefur Visis sagði frá.
Andlát
Dr. Einar
Heimsson sagn-
fræðingur, rit-
höfundur og
kvikmyndagerð-
armaður lést í
Múnchen í
Þýskalandi sl.
sunnudag. 31
árs að aldri. Eftir Einar liggur tug-
ur heimildamynda, ein leikin kvik-
mynd, skáldsögur og þýðingar.
-JHÞ / -SÁ