Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 15
MIÐVKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 15 Veður eru válynd Nýlega bárust þær fréttir að í liðnum júlí- mánuði hefðu um 48 þúsund erlendir ferða- menn komið til lands- ins og að aukning ferða- manna það sem af er ár- inu frá sama tíma í fyrra væri sautján þús- und eða 14 af hundraði. Nú gerist það enn frem- ur að ferðamenn sem koma til landsins utan hins hefðbundna ferða- mannatíma eru orðnir fleiri en yfir hásumarið sem hefur verið hinn venjulegi ferðamanna- tími. Erlendir ferða- menn koma flestir hing- að til að kynnast is- lenskri náttúru í allri sinni dýrð. Margir þeirra hafa fengið upplýs- ingar sinar úr bæklingum og af myndum af Netinu sem sýna land- Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur „Nú gerist það enn fremur að ferðamenn sem koma til landsins utan hins hefðbundna feröa- mannatíma eru orðnir fleiri en yfír hásumarið sem hefur verið hinn venjulegi ferðamannatími.“ ið baðað í sól og vart ský á himni nema einstaka er kenna mætti við gott veður. Skipulag kostar vinnu Fyrir nokkru var hér á ferð japönsk fjölskylda í stuttri ferð. í raun allt of stuttri. í farteskinu hafði hún óskalista sem hljóðaði upp á hestaferð, jöklaferð og Bláa lónið. Einnig höfðu komið fram óskir um bændagistingu. Dæmigerður listi þótt bæta mætti við hann hvalaskoðun- arferðum, Gullfossi og Geysi og ýmsu öðru úr náttúru landsins sem rúm- ast þó vart í fimm daga ferð til hvíld- ar og hressingar þar sem ekki er far- ið allt of geyst yfir. Jöklaferðir eru eitt af þvi sem hefur heillað útlendinga sem hingað koma. ------------ Ýmist vilja menn ferðast einir um hjambreiður eða notfæra sér þá þjónustu sem í boði er. t byrjun þessa áratugar átti höfundur þátt í að skipuleggja ferð yfir Vatnajökul fyrir tvo írska og einn enskan kunningja. Slík skipulagning út- heimtir töluverða vinnu og hafa þarf samband við marga aðila varð- andi útbúnað, leið, ferðir til og frá jöklinum og annað því um líkt. Alpatjald höfðu menn með sér. Á fyrsta stigi skipulagningar var spurst fyrir um veður á jöklin- um og fengust þau svör að hætt væri við slyddu sem stæði sjaldan lengi. Það var ekki fyrr en undir lok undirbúnings að þaulvanur jöklamaður benti þremenningun- um á að þeir gætu þurft að grafa sig í fonn þótt kominn væri júlí og Jöklaferðir eru eitt af því sem hefur heillaö útlendinga sem hingaö korna." upplýsti þá um hvemig að slíku yrði best staðið. Eftir á að hyggja hafa þessar upplýsingar bjargað þeim frá bráðum háska þvf á þá brast foráttuveður sem stóð í hálf- an þriðja sólarhring með þeim af- leiðingum að tjaldið rifnaði, fauk út í veður og vind. Komu skóflum- ar sér nú að góöum notum og hafa hugsanlega skilið á milli feigs og ófeigs. Hrakningar í sleöaferö í fyrra mánuði lenti hópur Norðmanna í hrakningum í sleða- ferð á Vatnajökli. Henni var gerð góð skil í fjölmiðlum. Slíkir hrakn- ingar era ekki neitt einsdæmi því fyrr í vor var annar hópur á ferð á öðrum jökli. Lagt var af stað í ferö- ina undir fararstjóm þótt skyggni væri afar takmarkað, veöur hvasst og úrkoma. Við slík skilyrði renna saman himinn og jökull þannig að fólk á erfitt meö að greina hvort það sé á ferð eða kyrrt og hvað snúi upp og hvað snúi niður. Fór svo að hluti hópsins varð viðskila við fararstjóra og þá er fremstir fóra og varö að bíða blautur og kaldur í kófinu uns hann fannst. Vora sumir orðnir óttaslegnir ef ekki skelfingu lostn- ir. Að lokum tókst þó að koma öll- um í hús. Full ástæöa virðist því vera til að þeir sem bjóða upp á sleðaferð- ir á jöklum útvegi ekki aöeins fatnað og farartæki heldur einnig skóflur ef viðskiptavinimir skyldu þurfa að grafa sig í fonn. Kristjón Kolbeins Brjostagjof - fram tíðarfjárfesting? í því þjóðfélagi hraða og streitu sem við búum í era ekki allir til- búnir til að staldra við og skoða hvað við gerum og hvers vegna. Eitt af því sem þyrfti að fjárfesta meira í era bömin okkar. Þau era jú framtíðin okkar. Sú fjárfesting sem farin er að njóta meiri hylli en áður er brjóstagjöf. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og það era engar ýkjur þegar brjósta- gjöf er annars vegar. Brjóstamjólk kemur í einstak- lega hentugum og handhægum umbúðum. Hreyfanlegur bangsi sem er snuð, raggari, huggari, svæfari, sögumaður og gefur fúll- það besta sem móðirin á enda þarfnast ungböm þess besta á þessu æviskeiði.________ Gigtareinkenni Ég er þeirrar blessunar aðnjót- andi að hafa verið með bæði böm- in mín á brjósti. Þótt nú séu liðin níu ár síðan yngra bamið hætti á brjósti les ég enn greinar og rann- sóknir um bijóstagjöf og bijósta- mjólk af miklum áhuga. Hér eftir fer lausleg þýðing á grein sem ég rakst á. Ég veit aö brjóstgóðar konur á íslandi hafa gaman af. Þýðingin er á lesandabréfi úr Jo- umal of Nutritional Medicine (1994) 4.377-378. Kjallarínn „Sú andlega næring og djúpa nánd sem barn og móðir fá við brjóstagjöf er stórkostleg. í brjóstamjólk eru líka ensím, ónæmisþættir og græðandi og verkjastiiiandi efni sem engin til■ búin mjóikurbianda hefur.” komlega samansetta næringu við rétt hitastig, engar umbúðir neinnar vöra geta keppt við móð- urina. Sú andlega næring og djúpa nánd sem bam og móðir fá við brjóstagjöf er stórkostleg. í brjóstamjólk era líka ensím, ónæmisþættir og græöandi og verkjastiliandi efni sem engin til- búin mjólkurblanda hefur. Segja má að í bijóstamjólkinni sé allt Bréfið skirfar G.A. Mathews FRC Path. „Þegar dóttir mín, sem er 33 ára, var búin að vera með annað bam sitt á bijósti í 4 mán- uði hringdi hún í mig og sagði mér að hún hefði verið kval- in af sársaukafullri gigt í nokkra daga. Hún fann mest til í mjöðm- um, hnjám, úlnliöum, ökklum og fingrum. Verkir vora mestir á morgnana við að fara á fætur og erfitt var að komast inn í og út úr bíl. Gat ég gert eitthvað fyrir hana? Dóttir mín borðaði staðgott fæði en tók engin vítamín né bæti- efni. Eftir að ég hafði íhugað það líffræðilega álag sem bijóstagjöf veldur ályktaði ég að gjömýting á A- vítamíni og nauð- synlegum fitusýr- um (EFAs) væri hugsanleg. Því sendi ég dóttur minni Efamol Mar- ine-hylki (430 mg af kvöldvorrósarol- íu auk 107 mg af fiskiolíu), af þeim skyldi hún taka 4 stykki á dag og beta karótín 15 mg á dag. Eftir 24 tíma meðferð hafði verulega slegið á gigtina og hún var orðin einkenna- laus 48 tímum síð- ........... ar. Á þeim 4 mán- uðum sem hún hélt bijóstagjöf sinni áfram komu einkennin ein- ungis einu sinni aftur, daginn eft- ir að hún gleymdi að taka hylkin sín. Auk bættrar heilsu tók dóttir mín eftir markverðri breytingu á lit og áferð brjóstamjólkurinnar eftir að hún hóf meðferðina.“ - Að lokum spyr bréfritarinn hvort ein- hver kannist við gigt sem viröist koma í kjölfar lengdrar brjósta- gjafar. Brjóstagjöf varhugaverð? Nú er ég á engan hátt að leiöa líkum að því að brjóstagjöf sé á neinn hátt varhugaverð. Hins veg- ar hefur það oft vakið undrun Sigríður Birna Thorarensen skrifstofumaður og áhugakona um brjóstagjöf mína að á meðan ég var með mín böm á bijósti, bijóstagjöf sem varði samtals í 5 ár, var mér aldrei ráðlagt af fagfólki að taka vítamín, stein- efiii né bætiefni af neinu tagi. Nú gefa góð- ir bændur mjólkurkún- um sínum fæðurbótar- efni til aö auka hjá þeim nyt og gæði mjólk- ur eins og t. d. þaramjöl og þykir ekkert óeðli- legt við það. I Bætiefnabókinni eft- ir Harald Ragnar Jó- hannesson og Sigurö Óla Ólafsson er bent á að ófrískar og mjólk- andi konur hafi aukna þörf fyrir A-, E-, Bl-, B2- -------- , B3-, B6-, B12-, C- vítamína, auk fólín- sýra, fosfórs, joös, kalks, magnesíums og sínks. Ég hef haft gigtareinkenni síöan ég var með mín böm á bijósti. Hefði aukin fræðsla getað hjálpaö? Því get ég ekki svarað en ég veit að ég á aldrei eftir að sjá eftir þeirri ákvörðun minni að hafa börnin mín á brjósti. Ég er enn að upp- skera í nánu sambandi við þau. Brjóstagjöf er vinna. Vinna sem skilar arði er fjárfesting. Fjárfest- um í bömunum okkar en gleym- um ekki að fjárfesta líka í mömm- unum svo að þær séu betur í stakk búnar til að ala upp framtíð- ina okkar. Sigríður Birna Thorarensen Með og á móti Ummæli Olafs Ragnars Grímssonar um gagna- grunnsfrumvarpiö Margrét Frímanns- dóttlr alþlngfsmað- ur. Eölileg varnaðarorð „Með ummælum sínum er for- seti íslands ekki að taka afstöðu með eða á móti þeim framvarps- drögum um gagnagrunn sem hafa verið kynnt. Þetta eru frekar vamaðarorð, hvatning til okkar að skoða vel allar hliðar þessa mikil- væga máls, flana ekki að neinu og láta hvorki við- skiptasjónar- mið né þröng- sýni ráða ferð- inni við af- greiðslu málsins. Það er ekkert í lögum er varða forsetaembættið sem segir fyrir um það hvort eða á hvem hátt forseta íslands leyf- ist að tjá skoðanir sínar með því að fjalla um mál er varða hags- muni þjóðarinnar og aö sjálf- sögðu á hann að búa við tjáning- arfrelsi eins og aðrir. En vissulega á embætti forseta íslands að vera hafið yfir pólitísk- ar deilur og forsetinn að haga máli síiiu í samræmi viö það. Það géröi hann i máli sínu á Hólahá- tíðinni en beindi því til okkar „að fara varlega, ganga hægt um þessi nýju og óþekktu hliö, hyggja vel til allra átta, rasa ekki um ráð fram.“ Og er það ekki akkúrat þaö sem hveijum ábyrg- um einstaklingi í stjómmálum ber að gera hveiju sinni?" Friðurinn rofinn „Með ummælum sínum tekur Ólafúr Ragnar Grímsson ótvírætt afstöðu gegn frumvarpi því sem nú liggur fyrir og til stendur að fjalla um á Alþingi næstkomandi haust. Þar með er hann að taka afstööu til stjómarfrum- varps sem raunar er flutt á þinginu I hans nafni. Það samrýmist ekki viðtekn- um skoðunum á íslandi um hlutverk for- seta íslands að hann skipi sér í flokk með eöa á móti ágreinings- málum sem fjallað er um á lög- gjafarsamkundúnni. ' Wfú i forseta að taka þátt í slíkum umræðum. Ef hann hins vegar gerir það þá sýnist vera ljóst að búiö er að rjúfa þann frið og samstööu sem um embættiö hefúr ríkt allt frá því að lýðveldið var stofnað. Fórseti hlýtur þá aö mega tjá sig um fiskveiðistjóm- un, rðusfjármál, landbúnaöar- pólitík eða aöra slíka málaflokka. Hann verður þá að vera undir það búinn að verða skotspónn umræöna í þjóðfélaginu þar sem tekið er af fullum krafti á móti honum sem þátttakanda í þjóöfé- lagsumræðunum. Ef forsetaemb- ættið breytist í þessa vera þá er ekki lengur neinn tilgangur með því.“ -KJA Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvi aö ekki er tekið viö greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritsfjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.