Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 íþróttir Vésteinn Hafsteinsson: „Pétur þarf að skoða sín mál“ „Mér leist vel á Völu Flosadóttur í stangar- stökkskeppninni. Hún stökk yfir þá hæö sem til þurfti. Hún sýndi það enn einu sinni að hún er mik- il keppnismanneskja. Miðað við þá keppendur sem eftir eru í stönginni á Vala góða möguleika að mínu mati í úrslitunum á föstudag," sagði Vésteinn Hafsteinsson, landsliðs- þjálfari í frjálsum íþrótt- um, 1 samtali við DV í gærkvöld um fyrsta keppnisdaginn á EM í Búdapest. „Það var fyrir hreinan klaufaskap að Þórey Edda komst ekki áfram. í tvígang var það ráin sem felldi stöngina en hún var þá töluvert yfir hæðinni. Þetta voru viss vonbrigði en þarna spilaði reynslu- leysi inn í. Pétur Guð- mundsson stóð ekki und- ir væntingum. Það er al- veg ljóst að hann verður að skoða sín mál vel. Það verður spenanndi að fylgjast með þeim Jóni Arnari Magnússyni og Guðrúnu Arnardóttur á mótinu í dag. Ég held að Jón Arnar hafi aldrei ver- ið í betra formi. Hann er frískur og kátur og til alls vís. Guðrún hefur verið að hlaupa vel á æfingum upp á síðkastið. Ég á von á góðum árangri hjá henni,“ sagði Vésteinn. -JKS Frábær byrjun - Jón Arnar í öðru sæti eftir fyrstu grein Antonio Pinto fagnar sigri sínum í 10 km hlaupinu í Búdapest í gær. Mynd Reuter Jón Amar Magnússon byrjaði mjög vel í tugþrautinni á Evrópumótinu sem hófst í Búdapest í morgun. Hann hljóp 100 metra hlaupið á 10,60 sekúndum eða aðeins 4/100 frá íslandsmeti sínu og fékk hann fyrir það 952 stig, 33 stigum meira en þegar hann setti íslandsmet sitt í Götzis í vor. Þetta var annar besti tími sem Jón hefur náð í 100 metrum í tugþraut. Jón Amar kom nánast samhliða Eistlendingnum, Erki Nool í mark, en Nool var á 10,58 og tók forustuna í keppninni (4 stiga forusta) en það má búast við að hann og Jón Amar fylgist áfram að út alla keppnina. -ÓÓJ Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum í Búdapest: Góðir möguleikar Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd, hefur beöið um stóraukna öryggisgæslu á leik Man. Utd. og West Ham sem fer fram á Upton Park í Lundúnum á laugardag. Hann gerir þaö í framhaldi af þvi að borði með áletruninni „Beckham, 22. ágúst; dagur í helviti" fannst á einu hlið- anna á Old Trafford. Allt lítur út fyrir að Robbie Fowler verði kominn fyrr á ferðina en áætl- að var. Liverpoolmenn vonast eftir kappanum um mánaðamótin septem- ber-október en endurkoma hans var fyrst sett á i desember. Mark Bosnich, markvöróur Aston Villa, sætir nú lögreglurannsókn vegna meints munnsafnaðar sem hann hafði uppi gagnvart stuðnings- mönnum Everton i fyrsta leiknum í ensku deildinni i ár. Emile Heskey og Kasey Keller, lykil- menn hjá úrvalsdeildarliðinu Leicest- er, hafa komist að samkomulagi um nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2000. Deildarbikar - 1. umferð - síðari leikir. Feitletruðu liðin áfram og samanlögð úrslit aftast. Barnsley-Scarborough .. 3-0 (4-0) Brentford-W.B.A.......3-0 (4-2) Bristol R.-Leyton Orient 1-2 (2-3) Bumley-Bury ...........1-4 (2-5) Cardiff-Fulham........1-2 (2-4) Carlisle-Tranmere.....0-1 (0-4) Chester-Port Vale.....2-2 (4-3) Chesterfield-Rotherham 2-0 (3-0) Colchester-Boumemouth 3-2 (3-4) Crewe-Oldham .........2-0 (4-3) Darlington-Sheff. Utd .. 2-2 (3-5) Gillingham-Southend . . 0-1 (0-2) Halifax-Wrexham ......0-2 (2-2) (Halifax áfram eftir vítakeppni) Hull-Stockport........0-0 (2-2) (Hull áfram eftir vitakeppni) Ipswich-Exeter .......5-1 (6-2) Lincoln-Bradford .....0-1 (1-2) Mansfíeld-Huddersfield . 1-1 (3-4) Norwich-Swansea.......1-0 (2-1) Oxford-Luton..........1-3 (4-5) Portsmouth-Plymouth .. 3-2 (6-3) Preston-Grimsby.......0-0 (0-0) (Grimsby áfram eftir vítakeppni) Rochdale-Wigan .......0-1 (0-2) Scunthorpe-Blackpool . . 1-1 (1-2) Shrewsbury-Bristol City 4-3 (4-7) Sunderland-York ......2-1 (4-1) Watford-Cambridge .... 1-1 (1-2) Wolves-Barnet.........5-0 (6-2) Wycombe-Swindon .... 2-1 (3-2) -ÓÓJ/JKS Fimm IR-ingar í banni gegn KR Fimm ÍR-ingar voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ og missa þeir allir af leik liðsins við KR í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta eru þeir Garðar New- man, Geir Brynjólfsson, Joe Tor- tolano, Kristján Halldórsson og Sævar Þór Gíslason. Alexander Högnason, ÍA, fékk 2ja leikja bann fyrir sitt annað rauða spjald á sumrinu. Eins leiks bann fengu Heimir Guðjónsson, ÍA, Reynir Leósson, ÍA, Paul Kinnaird, Leiftri, Scott Ramsey, Grindavik, Sinisa Kekic, Grindavík, og Arnór Guðjohnsen, Val. í 1. deild fengu eins leiks bann þeir Þor- steinn Þorsteinsson, Fylki, Davíð Garðarsson, KA, Boban Ristic, KVA, Hilmar Hákonarson, Skallagrími, og Arnar Hrafn Jóhannsson, Víkingi. -VS - hjá Völu eftir undankeppni stangarstökksins Vala Flosadóttir tryggði sér sæti í úrslitum stangarstökksins á Evr- ópumeistaramótinu í Búdapest í gærmorgun en Þórey Edda Elísdótt- ir féll úr keppni. Vala (til vinstri) var í hópi sex stúlkna sem fóru yfir 4,15 metra en hún þurfti reyndar þrjár til- raunir til þess eftir að hafa farið yfir 3,80, 4,00 og 4,10 í fyrstu tilraunum. Þá komust áfram niu stúlkur sem stukku 4,10 metra. Þórey fór yfir 3,80 í fyrstu tilraun en felldi síðan 4 metra þrívegis. Hún hafn- aði í 23 sæti af 29 keppendum. Bartova féll úr keppni Vala virðist eiga góða möguleika á að komast á verðlaunapall í úr- slitakeppninni sem fram fer á föstu- dag. Anghela Balakhonova frá Úkraínu, Evrópumeistarinn innan- húss, verður eflaust skæðasti keppi- nauturinn og af öðrum sem komnar eru áfram eru ungversku stúlkurn- ar Zsuzsa Zsabo og Ester Szemerédi líklegastar til afreka. Daniela Bartova, Evrópumethaf- inn frá Tékklandi, er hins vegar úr leik. Hún var í stöðugum vandræð- um, felldi 4 metra og átti síðan þrjár árangurslausar tilraunir við 4,15. Pétur í 23. sæti Pétur Guömundsson var langt frá sínu besta í kúluvarpinu. Hann varð í 23. sæti af 24 sem luku und- ankeppninni og kastaði aðeins 17,89 metra. Úkraína vann gullverðlaunin þeg- ar Alexander Bagach kastaði kúl- unni 21,17 metra. Bagach sýndi nokkra yfirburði og er vel að þess- um sigri kominn. Þjóöverjinn Oli- ver Buder krækti í silfurverðlaun með 20,98 metra kasti. Skammt á eftir honum kom Juri Belonog frá Úkraínu, kastaði 20,92 metra. Antonio Pinto frá Portúgal fór Valur fékk skell í úrvalsdeild kvenna: Blikar skutu KR á toppinn KR skaust á topp úrvalsdeildar kvenna i gærkvöldi þegar Valsarar töpuðu fyrstu stigum sinum á tímabilinu og steinlágu fyrir Breiða- bliki að Hlíðarenda, 0-4. Á meðan vann KR sigur á Fjölni, 0-6. Jafnræði var með Val og Breiðabliki í fyrri hálfleik, báðum gekk illa aö skapa sér færi en kaflaskipti urðu í leiknum þegar Helgu Rut Sigurðardótt- ur, Val, var vísaö af leikvelli á 37. mín- útu. Eftir markalausan fyrri hálfleik sóttu Blikanir í sig veðrið smátt og smátt og eftir að Margrét R. Ólafsdótt- ir skoraði fyrsta mark þeirra á 61. mín- útu þurftu Valsarar að fara að sækja og við það opnaðist vörn þeirra. Það færðu Blikarnir sér í nyt og þær Kristrún L. Daðadóttir, Margrét Ólafs- dóttir og Bára Gunnarsdóttir bættu við sínu markinu hvor. „Við vorum mjög ósátt við niður- stöðu síðasta leikjar hjá okkur, sem var á móti KR, og við vorum staðráðin í sýna að við eigum meira inni. Við sýndum það í kvöld með því að leggja toppliðið 4-0,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari Breiðabliks. „Þessi úrslit eru mjög svekkjandi og það er leiðinlegt að það skuli hafa þurft að vera á þennan hátt, að viö missum mann útaf. Núna þurfum við bara að vinna KR öðru sinni í sumar,“ sagði Ólafur Þ. Guðbjömsson, þjálfari Vals. Stórsigur KR KR vann stórsigur á Fjölni 0-6 í Grafarvogi. Kristbjörg Ingadóttir, Guðrún J. Kristjánsdóttir, Olga Fær- seth, Helena Ólafsdóttir, Edda Garðars- dóttir og Sigurlín Jónsdóttir skoruðu mörk KR. Jafnt í Garðabæ I Garðabæ tók Stjarnan á móti ÍA og skildu liðin jöfn 3-3. Rósa Dögg Jóns- dóttir skoraði öll mörk Stjörnunnar en þær Silja Aðalsteinsdóttir, Áslaug Áka- dóttir og Kristín Ósk Halldórsdóttir gerðu mörk ÍA. Leik ÍBV og Hauka var frestað. -ih með sigur af hólmi í 10 km hlaupi eins og margir höfðu spáð. Pinto hljóp vegalengdina á 27:48,62 mínút- um. Dieter Bauman frá Þýskalandi varð í öðra á sæti á 27:56,75 mínút- um og Þjóðverjinn Stephane Franke náði í bronsverðlaun, hljóp á 27:59,90 mínútum. í 20 km göngu karla fóru gullverð- launin til Rússa en þar kom fyrstur í mark Ilya Markov á 1:21,10 klst. Aigars Fadejef frá Lettlandi varð annar á 1:21.25 klst og í þriðja sæti lenti Spánverjinn Fernandez á 1:21,39 klst. -VS/JKS Blikar aö missa Che Bunce? Che Bunce, vamarmaðurinn öflugi í 1. deildar liði Breiðabliks í knattspyrnu, fór í gær til Sví- þjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Ör- gryte fram yfir helgi. Hann leik- ur því ekki með Blikum gegn KA annað kvöld. Bunce er Nýsjálendingur og er að leika sitt annað tímabil með Breiðabliki. Það yrði áfall fyrir liðið að missa hann en hópur Blika hefur þegar þynnst nokk- uð þar sem fjórir skólapiltar úr liðinu eru horfnir vestur um haf. -VS m ÚRVALSD. KV. KR n 10 0 1 484 30 Valur 11 10 0 1 40-11 30 Breiðablik 11 6 2 3 24-11 20 Stjarnan ii 4 2 5 21-23 14 ÍBV 10 3 2 5 18-22 11 ÍA u 2 3 6 15-27 9 Fiölnir n 2 0 9 541 6 Haukar 10 1 1 8 4-36 4 9 1. DIILD KV. B-riðill: ÍBA-Leiftur/Dalvík ..............0-0 ÍBA 11 8 2 1 31-10 26 Hvöt 11 4 4 3 19-16 16 Leiftur/Dal. 11 2 5 4 15-20 11 Tindastóll 11 2 1 8 15-34 7 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 17 íþróttir Arnar til Hollands? - gæti farið í mál við Lokeren sem sleppir honum ekki til Genk Arnar Viðarsson knattspyrnu- maður dvelur þessa dagana hjá hol- lenska úrvalsdeildarliðinu Heeren- veen og svo kann að fara að hann gerist leikmaður þar i stað þess að spila með belgísku bikarmeisturun- um Genk í vetur eins og til stóð. Araar, sem er tvítugur og lék sinn fyrsta A-landsleik í sumar, hætti hjá Lokeren í Belgíu nokkru áður en síðasta tímabili lauk vegna ósættis við framkvæmdastjóra fé- lagsins. Þá þegar var ákveðið að hann færi til Genk og þar hefur hann dvalið á undirbúningstímabil- inu. Hann lék með liðinu í meist- arakeppni Belgíu á dög- unum en Lokeren hef- ur neitað honum um formleg félagaskipti yfir í Genk og kemur þannig í veg fyrir hann geti spilað þar. Sam- komulag hefur ekki náðst á milli Lokeren og Genk um félaga- skiptin og því situr allt fast. Sérstakar reglur um kaup og sölu leikmanna innan Belgíu sjá til þess. Amar á þrjá kosti í stöðunni. Að fara í mál við Lokeren og fá tímabundið keppn- isleyfi frá FIFA. Að fara til Lokeren á ný, eöa fara til annars lands, en belgísku reglurnar ná ekki yfir slíkt. Málarekstur líklegur kostur Viðar Halldórsson, faðir Arnars, sagði að áður en hann hefði farið til Heerenveen hefði málarekstur gegn Lokeren ver- ið líklegur kostur. „Nú verður hins vegar beðið eftir því hvað gerist hjí Heerenveen, sem gerði honum til boð síðasta vor. Það kom hins vegai of seint á þeim tíma því þá var Arn ar búinn að semja við Genk,“ sagð: Viðar við DV í gærkvöld. Heerenveen hefur á undanförnun árum fest sig í sessi í hópi sterkar: liða Hollands. Liðið hefur íjögm undanfarin ár hafnað í efri hluta úr- valsdeildarinnar og endaði í sjöth sætinu í fyrra. Félagið er frá sam nefndri borg í norðurhluta Hol lands. -VS Sætin 7 metra frá velli Nú er orðið ljóst að 3000 við- bótarsætum verður komið fyrir í tengslum við leik íslands og Frakklands 5. september. For- svarsmenn KSt hafa unnið hörð- um höndum við að finna góða lausn á því að koma fyrir fleiri sætum en 7000 miðar seldust á einum degi en völlurinn tekur ekki fleh-i áhorfendur í sæti. KSÍ hefur leigt áhorfendapalla frá Svíþjóð. Verður þeim komið fyrir aftan við mörkin á Laugar- dalsvelli, þeir taka alls 3000 áhorfendur þannig að hægt verð- ur að koma fýrir 10.000 manns. „Þetta er frábær lausn. Pall- arnir verða reistir sjö metrum fyrir aftan mörkin. Aðgangur aö þessum svæðum mun verða eftir tröppum sem smíðaðar verða sérstaklega vegna þessa. Ég á ekki von á öðru en hægt verði að hefja miðasölu í þessi svæði um miðja næstu viku,“ sagði Geir Þorsteinsson, ffamkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við DV í gærkvöld. -JKS Auðun byrjar - leikur sinn fyrsta landsleik gegn Lettlandi í kvöld Ljóst er að Auðun Helgason leik- ur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld þegar íslendingar mæta Lettum í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum. Auðun hefur vakið mikla athygli með Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni í sumar og fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu. íslenska liðið hefur dvalið við undirbúning i Borgamesi frá því á mánudag. DV fylgdist með æfingu í gær og af henni mátti ráða að byrj- unarliðið yrði þannig, en það er tilkynnt nú um hádegið: Markvörður: Birkir Kristinsson, Norrköping Vamarmenn: Eyjólfur Sverrisson, Herthu Pétur Marteinsson, Hammarby Lárus Orri Sigurðsson, Stoke Miðjumenn: Auðun Helgason, Viking Stavanger Rúnar Kristinsson, Lilleström Helgi Kolviðsson, Mainz Hermann Hreiðarsson, Cr.Palace Sóknarmenn: Þórður Guðjónsson, Genk Rikharður Daðason, Viking Stavanger Tryggvi Guðmundsson, Tromsö Varamenn eru Árni Gautur Ara- son, Rosenborg, Steinar Adolfsson, ÍA, Stefán Þ. Þórðarson, Öster, Sverrir Sverrisson, Malmö, og Ólaf- ur Öm Bjamason, Malmö. Hraöi frá fyrstu mínútu „Ég á von á jöfnum leik þar sem þessi lið virðast vera á líku reki. Við munum leika til sigurs, reyna að halda uppi hröðum leik frá fyrstu mínútu, enda verður uppstill- ingin í samræmi við það. Þrír sókn- armenn, auk miðjumanna sem eiga flestir að geta verið hættulegir fram á við, ættu að gefa okkur einhver tækifæri. Þetta er einfaldlega þannig að við eigum að gera þær kröfur að sigra á heimavelli gegn liðum sem eru á liku reki og við,“ sagði Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari, í samtali við DV. -VS Jóhannes Karl Guðjónsson: „Óslípaður demantur" - skoraði og fékk vítaspyrnu Jóhannes Karl Guðjónsson, Skagamaður, lék í fyrsta skipti með aðalliði belgísku bikarmeistar- anna Genk í fyrrakvöld. Genk tapaði þá fyrir Ekeren, 2-3, en Jóhannes þótti sýna góða takta. Hann fiskaði fyrst vítaspymu og skoraði síðan síðara mark liðsins. Poul Elens, framkvæmdastjóri Genk, likti honum við óslípaðan demant í samtali við stórblaðið Het Nieuwsblad. Þegar eru komnar í gang vangaveltur um að Jóhannes verði í byrjunarliði Genk gegn Lokeren í fyrstu umferð belgísku 1. deildarinnar um helgina, við hlið Þóröar bróður síns. -KB/VS Island-Lettland: Áþekkur árangur Viðureign íslands og Lettlands á Laugardalsvellinum í kvöld er sú fyrsta á milli A-landsliða þjóðanna. Miðað við úrslit í leikjum Letta að undanfömu og stöðu þeirra á heimslista FIFA má búast við jöfnum leik svip- aðra liða. Lettar eru í 91. sæti á heims- listanum, nokkru neðar en ís- lendingar sem eru í 69. sæti. Af Evrópuþjóðum er ísland númer 29 en Lettland númer 33. Lettar náðu sér í 10 stig í und- anriðli sínum fyrir HM. Þeir töp- uðu öllum leikjum sínum við Austurríki, Svíþjóð og Skotland, aldrei þó með meira en tveggja marka mun. Þeir voru hins veg- ar taplausir gegn Eistlandi og Hvíta-Rússlandi, fengu þar 10 stig af 12 mögulegum. í vináttuleikjum hefur þeim gengið heldur illa. Á síðasta ári máttu þeir þola ósigra gegn Kýp- ur og Litháen og sætta sig við jafntefli við Aserbaídsjan á heimavelli. Þeir töpuöu hins veg- ar aðeins með einu marki, bæði í Sviss og Póllandi. -VS Auðun Helgason leikur sinn fyrsta landsleik í kvöld. Kristján í hóp þeirra bestu Kristján Helgason tryggði sér í gær sæti í aðalkeppni European Ranking atvinnumannamótsins i snóker. Hann sigraði Richard Som- auroo frá Bretlandi auðveldlega í 4. umferð undankeppni mótsins i Plymouth í gær, 5-0, og verður því einn af þeim 64 sem mæta til leiks í aðalkeppninni í desember. Keppnis- staður hefur ekki verið ákveðinn en 32 þeir bestu í heiminum eiga þar sjálfkrafa keppnisrétt. Þetta var 15. sigur Kristjáns í 17 leikjum á þeim sex atvinnumótum sem hann hefur keppt á frá því um mánaðamót í Englandi. Frammi- staða hans hefur vakið gífurlega at- hygli því það er sjaldgæft að nýliðar nái svona langt á fyrsta ári. Á enn möguleika í þremur mótum í viðbót Kristján tapaði í fyrrakvöld fyrir Craig MacGivray í 3. umferð á China International mótinu i Plymouth og nær því ekki lengra þar. Hann er hins vegar enn með i þremur mótum, Liverpool UK Championships, Regal Welsh og Thailand Masters og getur komist í aðalkeppnina í þeim öllum. Það yrði sérlega glæsilegt ef það tækist því þá er hann svo sannarlega kominn í alvöruna í snókeríþróttinni. -VS Bland í nolca Körfuknattleikssamband Islands stendur fyrir þjálfaranámskeiði 21. og 22. ágúst. Fyrirlesarar eru tveir, Bob McKillop, þekktur bandarískur há- skólaþjálfari og Jose Hernandez frá Spáni fyrrum þjálfari -spænska kvennalandsliðsins. Námskeiðið er öllum opið og þáttaka kostar 5000 kr. B-sveitir GK og GR unnu sér sæti í 1. deild sveitakeppni í golfi bæði i karla og kvennaflokki um síðustu helgi. í karlaflokki taka b-sveitir GK og GR sæti sveita GL og GS sem féilu í 2. deild en sæti GA og GKG í kvennaflokki. -ÓÓJ KHRTTSPYRHA Fiima- og hópakeppni a GRASI! Firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Þróttar uerdur haldin helgina 21.-22. ágúst 1998 á grasuelli Þróttar. Takmörkud þ átttaka. „Léttar" ueitingar uerda til sölu i félagsheimili Þ róttar keppnisdagana. Hánari upplýsingar i sima 5812817, fax 5811559. itataiatseatataesestSESHíaestsiaesígiaíaíststaiatsiscsiaiseaiataisiguÍÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.