Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 Neytendur Eimskip 1140,27 Laxatartar Fyrir fjóra Um þessa mundir eru veiði- menn að draga gullfallega laxa upp úr ám landsins. Lax er herra- mannsmatur og hægt er að mat- reiða hann á ýmsa vegu. Hér er uppskrift aö forrétti sem tekin var úr Grillbók Hagkaups. 400 g hrár lax, roð- og beinlaus 1 rauðlaukur 2 sýrðar smágúrkur 4 msk. söxuð fersk steinselja 2 msk. kapers 2 egg 1/2 rauð paprika 1/4 kúrbítur (zucchini) 4 hráar eggjarauöur salt og pipar 4 rúgbrauðssneiðar Eggin tvö eru harðsoðin og kæld, síðan söxuð smátt. Rauð- laukurinn er skorinn í sneiðar og fjórir ystu laukhringirnir teknir frá en afgangurinn saxaður smátt ásamt sýrðu smágúrkunum og paprikunni. Laxinn er saxaður smátt og honum blandað saman við grænmetið og eggin ásamt steinselju og kapers. Bragöbætt meö salti og pipar. Rúgbrauð skorið út í kringlóttar sneiðar og laxatartamum síðan skipt jafnt á sneiðarnar. Rauð- lukshringimir em settir ofan á eða til hliðar við hræruna og hrá eggjarauða látin þar í. Nýstárleg vinnuföt Pönnusteikt tindabikkja með rjómalagaðri basilikumsósu Handa sex Danberg ehf. sér um sölu og dreifingu á vinnufatnaði frá Chef Revival USA inc. sem ætl- aður er starfsfólki veitingahúsa, mötuneyta og allra þeirra sem vinna við matvælaiðnað. Vönduð framleiðsla og góð hönnun fatnaðarins auk tísku- legs útlits hans hefúr skipað framleiðendum Chef Revival í röð leiðandi fyrirtækja á sínu sviði í Bandaríkjunum en fram- leiðslan er einnig orðin vel þekkt víða í Evrópu. Sagan hófst árið 1986 þegar tveir ungir matreiðslumenn ákváðu að færa nýtt líf í hefð- bundinn einkenn- isbúning m a t - reiðslu- manna og að s k a p a heilt sett af end- ingar- góðum, þægileg- um og hagnýtum fatnaði í eld- húsið. Þeir vildu að flíkumar yrðu alvöravinnufatnaður sem hefði eitthvað sérstakt við sig. Hollráð gegn blettum Hér koma nokkur ráð um hvemig fjarlægja má bletti af ýmsum gerðum: Ávaxtabfettir: Notið hálfa tsk. af sítrónusýra á móti 1 dl af vatni. Ber: Hvítu taui má dýfa i sjóð- andi vatn. Gamla bletti má bleikja í sól. Strjúkið þá með saft úr sítrónu nokkrum sinnum á meðan. Blóð: Leggið í kalt saltvatn (1 msk. af salti á móti 5 dl af vatni). Egg: Kalt vatn. Feiti: Stráið volgu kartöflu- mjöli yfir blettinn. Látið liggja næturlangt, þvoið svo í volgu sápuvatni. Eöa notið rauðspritt. Grasgræna: Spritt Kaffi: Nýja bletti má fjarlægja meö köldu vatni. Eldri bletti er hægt að ná úr með mjólk. Miólk: Kalt vatn eða sápu- vatn. Mvgla: Leggið flíkina í súr- mjólk næturlangt. Gott er að láta bita af piparrót í mjólkina. Olía: Nuddið smjöri í og þvoið í volgu sápuvatni. Rauðvin: Stráið salti yfir, leggið í kalt vatn. Rvð: Sítrónusýrulausn eða óblönduö vínsýra. Skvrtukragar: Skrúbbiö með sápu áður en þvegið er. Súkkulaði: Þvoið í köldu vatni eða nuddið með sápu eða súrmjólk. Te: Dýfið í sjóðandi vatn eða þvoið með mjólk. Tvggjgúmmi: Frystið flíkina og myljið tyggigúmmíið svo úr. Græna bókin - um neytend- ur og umhverfi. 116,48 40,11 Islendingar eru ferðaglöð þjóð. Út- þráin er okkur í blóð borin; e.t.v. ræð- ur landfræðileg einangrun landsins þar miklu um. Við flatmögum á sólarströndum, stikum eftir breiðstrætum stórborg- anna og klífum hæstu fjöll heims. Á haustin gerir annars konar ferðafýsn vart við sig. Helgarferðir til stórborga úti í heimi - sem eru í mörgum tiifell- um aðallega verslunarferðir - draga marga til sín eins og segull. Segul- magnið er það mikið að sumir versl- rmareigendur bjóða íslendinga sér- staklega velkomna. Þar léttir landinn á pyngju sinni. Helgarferðavertíð- in er rétt handan við homið. Neytendasíð- an hafði samband við nokkrar ferðaskrif- stofur og kannaði verð á nokkrum áfangastöðum. Þess- ar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar les- endum til ffóðleiks þar sem ekki er um fúllkomna könnun að ræða. Gefið er upp lágmarksverð á hverjum stað en eins og gefúr að skilja getur fólk svo pantað dýrari ferðir og önnur hótel. Við skulum byrja á Flugleiðum og eru verðdæmin tekin úr Heimsborga- bæklingi félagsins. Verð, sem gefið er upp, er miðað við mann á tvibýli á tímabilinu 1. október til 31. mars. Amsterdam - frá 31.380 krónum á mann í 3 daga, miðað við Avenue Hot- el. Glasgow - frá 26.310 krónum á mann í 2 daga, miðað við Charing Cross Tower Hotel. Helsinki - frá 38.150 krónum á mann í 3 daga, miðað við Hotel Anna. Barcelona - frá 37.000 krónum í 3 daga, miðað við Hotel Condado. London - ffá 35.910 krónum í 3 daga, miðað við Norfolk Towers Hotel eða Hotel Blakemore . Lúxemborg - ffá 31.850 krónum í 2 daga, miðað við President Hotel. Wiesbaden - frá 32.930 krónum i 3 daga, miðað við Hotel Alexander. París - ffá 37.420 krónum í 3 daga, miðað við Hotel Cluny Square. Minneapolis - frá 34.490 krónum í 3 daga, miðað við Best Westem Seville Plaza. Baltimore - frá 49.490 krónum í 3 daga, miðað við Days Inn Inner Harbour. Washington - frá 49.890 krónum í 3 daga, miðað við Holiday Inn Downtown frá 1. nóv. New York - frá 55.990 krónum í 3 daga, miðað við Hot- el Beacon ffá 1. jan. Halifax - frá 35.350 krónum í 3 daga, miðað við Holiday Inn Select. Flugvallarskattur er innifalinn í verðinu ffá Flugleiðum. Heimsferðir: London - frá 22.690 krónum í 4 næt- ur á Butlin’s. París - ffá 31.090 krónum í 2 nætur á Europe Liege. Prag - frá 39.960 krónrnn í 2 nætur á Quality. Úrval-Útsýn: Halifax frá 29.900 krónum í 3 nætur á Holiday Inn Select og ffá 32.000 krón- um á Cambridge Suites Halifax. Sósan er rjómabætt sem var mjög í tísku á sínum tíma. Rjómi er mjög góður í fiskisúpur, að vísu feitur, en maður þarf ekki alltaf að vera að hugsa á þeim nótum heldur njóta góðs matar og hafa síðan áhyggjur eftir á. í sósuna handa sex manns fer nú aðeins einn desilítri af rjóma sem er í raun ekkert svo mikið á hvern þegar við hugsum út í það. Ferskt basilikum er nauðsynlegt og byggist persónuleiki sósunnar á því. 6 börð vel tilsnyrt tindabikkja hveiti, salt og pipar 1 msk. ólífuolía 1 msk. smjör Sósan 3-4 skalottlaukar eftir stærð 1 msk. smjör 1 dl hvítvín 1550 1500 1450 1400 1350 1300 Búast má við að á næstunni verði áfram nóg að gera hjá starfsfólki ferða- skrifstofanna. Sólarlandaferðirnar fara bráðum í sitt árlega vetrarfrí en helg- arferðirnar taka við. London - ffá 35.800 krónum í 3 næt- ur á Lonpuu/Lonhuu og ffá 36.300 krónum á St. Giles. Edinborg - ffá 27.900 krónum í 2 nætur á Jarvin Mount Royal, ffá 28.300 krónum í 2 nætur á Apex Intemational og ffá 32.500 krónum í 3 nætur á King James Thistle. Plúsferðir: Samvinnuferðir-Landsýn: Minneapolis - frá 34.106 krónum í 3 nætur á Holiday Inn Bumsville. Amsterdam - frá 32.480 krónum í 3 nætur á Hotel Tulip Inn. Dublin - frá 30.785 krónum í 2 næt- ur á Temple Bar/Bewley. Flugvallarskattar era innifaldir í verðinu á öllum ferðunum. Glasgow - ffá 28.910 krónum í 3 nætur á Charing Cross og frá 30.410 krónum í 3 nætur á Ingram. London - frá 35.610 krónum í 3 næt- ur á Norfolk Tow og frá 39.410 krónum í 3 nætur á St. Giles. Minneapolis - ffá 37.390 krónum í 3 nætur á Best Westem Thunderbird og frá 34.490 krónum í 3 nætur á Best Western Sevilla. Flugvallarskattur er innifalinn í verðinu. Eins og áður segir er í þessari könn- un tekið mið af því hvað helgarferð getur kostað á mann, miðað við tveggja manna herbergi. Þótt landinn geti ekki beint legið á sólarströndum í þessum borgum - nema ef vera skyldi í Barcelona - eða klifið hæstu fjöll heims þá getur hann stikað um breið- stræti stórborganna. Er leikurinn ekki einmitt til þess gerður? Að minnsta kosti hjá stórum hluta. -SJ 2 dl fisksoð 1 dl rjómi 3 msk. ferskt basilikum, saxað salt og hvítur pipar úr kvöm Veltið tindabikkjubörðunum upp úr hveitinu sem hefúr ver- ið saltað og piprað. Steikið upp úr ólífuolíu og smjöri 3-4 mínútur á hvorri hlið. Notið góða íslenska viðloð- unarfría pönnu. Saxið laukinn og léttsteik- ið upp úr smjöri í góðum sósupotti. Hellið hvítvín- inu yfir og síðan fisksoð- inu. Látið sjóða vel saman þar til helmingur er eftir af soðinu. Bætið þá rjóman- um í og síðan söxuðu basilikumblöðunum og lát- ið sjóða þar til sósan hefur þykknað. Saltiö og piprið eftir smekk. Berið tindabikkjuna fram með soðnum hrísgrjónum og fersku soðnu grænmeti. Aó hœtti Sigga Hall. 2,95 ^ Helgarferöarvertíöin að hefjast: Utþrá að hausti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.