Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Side 18
18
MIÐVIKUDAGyR 19. ÁGÚST 1998
Sviðsljós
Viktoria „Posh Spice" Adams sagði David Beckham til syndanna í símanum:
Ég er hundleið
„Ég er hundleið, alveg búin að fá
nóg,“ æpti kryddpían Victoria Ad-
ams í GSM-símann sinn þar sem
hún var stödd á sundlaugarbarmi í
Los Angeles á dögunum. Viktoria
eða „Posh Spice“ var þá að tala við
unnusta sinn, knattspymuhetjuna
David Beckham. Nærstaddir tóku
eftir því að hún hvæsti í símann í 10
mínútur og fór ekki milli mála við
hvem hún var að tala.
En meðan Viktoria reifst og
skammaðist svöluðu hinar þrjár
kryddpívuriar sér í sundlauginni og
létu vel að strákunum sínum. Allt
virtist falliö í ljúfa löð milli Mel B
og Jimmy en samband þeirra mun
hafa verið upp í loft fyrir skömmu.
Mel C var með óþekktum náunga og
einnig litla sæta Emma. Það þykir
nokkmm tíðindum sæta en Emma
hefur ekki sést með karlmanni síð-
an hún sgði gamla kærastanum,
tannfræðingi, upp. Nýlega var haft
eftir henni að hún hefði ekki stund-
að kynlíf í tvö ár.
„Ég sakna kynlífs og hugsa stund-
um mikið um það. En það er ekki
aðalatríðið núna heldur að
skemmta sér,“ sagði hún.
Viktoría kryddstúlka reifst viö David Beckham í farsímann og sagðist hundleiö.
Símamynd Reuter
Oxenberg setti nýtt met í Hollywood:
Skilin eftir 2 vikur
í Hollywood kalla menn nú ekki
allt ömmu sína þegar hjónaskiln-
aöir eru annars vegar. Smástimið
Catherine Oxenberg, frægust fyrir
að sýna á sér kroppinn í sjón-
varpsþáttaröðinni Dynasty, sló þó
öll met um daginn þegar hún
skildi viö bónda sinn eftir aðeins
tveggja vikna hjónabandssælu.
Eiginmaðurinn sem var svona
lánlaus heitir Robert Evans, 68 ára
margfrægur kvikmyndaframleið-
andi.
Oxenber er dóttir júgóslav-
neskrar prinsessu og hún er skyld
breska kóngaliðinu.
Ert þú búinn ad taka
þátt á urunu.visir.is?
ÆEgigg ®> TOYOTA
www.visir.is
FYRSTUR MFU FRÉTTIRNAR
R í'éiiii
1 í h P ■ S' Jft
Kvikmyndaleikkonan Jodie Foster ber þaö svo sannarlega utan á sér aö hún
er nýbökuö móöir. Sælli konu gefur vart aö sjá. Hér kemur hún til frumsýn-
ingar bíómyndarinnar The Baby Dance.
Nastassja klóraði
eiginmanninn
Þýska leikkonan Nastassja
Kinski sver sig í ætt við pabba
sáluga, stórleikarann Klaus
Kinski: Hún er skapmikil og læt-
ur ekki vaða ofan í sig. Það hefur
hins vegar komið henni í koll þar
sem hún var handtekin, ásamt
eiginmanni sinum fyrrverandi, í
sumar eftir hörkuslagsmál þar
sem hún klóraði kappann. Hjónin
höfðu verið að deila um forræði
yfir börnunum sinum tveimur,
Aljosha, 14 ára, og Soniu, 12 ára.
Eiginmaðurinn fyrrverandi, sem
er múslími, vildi láta umskera
Alosha án þess að ráðfæra sig við
mömmuna. Svei.
Cosby feginn að
málinu sé lokið
Sjónvarpsmaðui-inn vinsæli
Bill Cosby segir að það sé mikill
léttir að réttarhöldunum yflr
morðingja Einnis, sonar hans,
skuli vera lokið. „Ég tel að lög-
reglan hafi tekið réttan mann,“
segir Cosby, minnugur þess að
mikill fjöldi glæpa upplýsist
aldrei. í viðtali við bandarísku
sjónvarpsstöðina NBC segir Cos-
by að hann hafi haldið sig fjarri
réttarhöldunum þar til í lokin þar
sem hann vildi ekki að málið
fengi umfjöllun á við þá sem gerð-
ist í máli O.J. Simpsons. Morðingi
Ennis Cosbys, ungur úkraínskur
innflytjandi, var dæmdur í lífstíð-
arfangelsi.
Skólar - Námskeið - Heilsurækt
Miðvikudaginn 26. ágúst mun aukablað um skóla,
námskeið og heilsurækt fylgja DV.
Kynntir veröa þeir möguleikar sem í boöi eru varðandi alls
kyns námskeið, skóla og endurmenntun.
Viötöl veröa við fóik sem vinnur aö áhugaverðum málum og
sagt frá félagsskap þessu tengdum.
Umsjón efnis:
Guörún Vilmundardóttir
í síma 550 5000
Umsjón auglýsinga hefur Selma
Rut Magnúsdóttir í síma 550 5720
Auglýsendur, athugið!
Síðasti skiladagur augtýsinga
er fimmtudagunnn 20. ágúst.