Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Bill Clinton og íjölskylda komin í frí til Martha’s Vineyard: Afmæli í skugga kynlífshneykslis Bill Clinton Bandaríkjaforseti heldur upp á 52 ára afmæli sitt í dag en víst er að veisluhöldum verður stillt í hóf þetta árið. Clinton og fjöl- skylda hans, eiginkonan Hillary og dóttirin Chelsea, komu til sumar- leyfiseyjarinnar Martha’s Vineyard undan strönd Massachusetts í gær- kvöld til að reyna að bæta það sem aflaga hefur farið í kjölfar þess að forsetinn viðurkenndi kynferðis- samband við Monicu Lewinsky. Clinton og fjölskylda brostu breitt þegar þau stigu út úr forsetaflugvél- inni. Háttsettur aðstoðarmaður for- setans sagði hins vegar að þau væru enn að jafna sig eftir þá játningu Clintons að hann hefði villt um fyr- ir þjóðinni og eiginkonu sinni vegna ástarævintýrisins með Mon- icu. „Þetta er fjölskylda sem þarf að græða sárin,“ sagði Mike McCurry, talsmaður forsetans, skömmu eftir að Clintonfjölskyldan flaug í fríið. „Forsetinn telur að það mikilvæg- asta sem hann geti gert nú sé að verja tíma með fjölskyldu sinni og fá að vera í einrúmi og græða sárin innan fjölskyldunnar," bætti tals- maðurinn við. Hillary forsetafrú er enn mjög ástfangin af eiginmanni sínum og stendur þétt upp við hlið hans, að því er talsmaður forsetafrúarinnar sagði í gær, daginn eftir að Clinton gekkst við kynferðissambandinu við Monicu. „Hún er staðráðin í að láta hjóna- bandið ganga og hún elskar eigin- mann sinn og dóttur mjög heitt,“ sagði Marsha Berry, formælandi Hillary. Þingmenn beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi ræddu fram og aft- ur hvort vitnisburður Clintons í Lewinsky-málinu og sjónvarps- ávarp hans á eftir dygðu til að binda enda á kynlífshneykslið sem hefur tröllriðið Bandaríkjunum í sjö mán- uði eða hvort frekari aðgerða væri þörf, til dæmis að ákæra Clinton fyrir embættisafglöp. Fyrstu skoð- anakannanir bentu til að banda- ríska þjóðin tæki játningu Clintons góða og gilda en hann þyrfti að end- urheimta trúverðugleika sinn. Ungur drengur í San Salvador, höfuöborg El Salvador, sniffar hér lím ásamt vinum sínum á ruslahaug. Þúsundir götubarna í El Salvador kaupa dagega lím til aö koma sér í vímu. Eituráhrifin eru hættuleg en margir hafa lamast frá mitti eftir þessa hættulegu iöju. Símamynd Reuter Fall rúblunnar: Ótti um viðbrögð Gengisfelling rúblunnar í gær kann að leiða til afar harðra við- bragða meðal almennings, sem þarlendir líkja helst við spreng- ingu, auk áhrifa á verðbréfamark- aði um allan heim. Gengisfelling- in kom eftir margra vikna þrýst- ing vegna minnkandi olíutekna og efnahagskreppnunar í Asíu. Efnahagsumbætur báðu þar með mikinn hnekki en stöðugt gengi rúblunnar var kjölfesta þeirra. Gengisfellingin mun hafa miklar verðhækkanir á nauðsynjavörum í for með sér. Haft er eftir embættismönnum að þolinmæði almennings í Rúss- landi sé á þrotum. Er varað við fé- lagslegu öngþveiti þegar verð- hækkana fer fyrir alvöru að gæta eftir nokkrar vikur. Boris Jeltsín foreti hafði í gær fullvissað menn um að engin gengisvelling yrði. Þurfi því engan að undra þó al- menningi finnist hann svikinn. Þá er bent á að erlendir fjárfestar muni flýja landið. Frestun á af- borgunum af erlendum lánum hafi orsakað trúnaðarbrest gagn- vart lánardrottnum. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Deildartún 7, þingl. eig. Kolbrún Belinda Kristinsdóttir og Svavar Hafþór Viðars- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík- isins, þriðjudaginn 25. ágúst 1998 kl. 11.00.___________________________ Einigrund 11, 02.01., þingl. eig. Kristín Ósk Kristinsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 25. ágúst 1998 kl. 11.00._______________________ Einigrund 29, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, þriðjudaginn 25. ágúst 1998 kl. 11,00,____________ Einigrund 4, 03.03., þingl. eig. Húsnæð- isnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 25. ágúst!998 kl. 11,00._________ Einigrund 6, 02.03., þingl. eig. Húsnæð- isnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. Garðabraut 45, 01.01., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- irrn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. Garðabraut 45, 02.04., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. Garðabraut 45, 03.03., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byesingarsióður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00._______ Garðabraut 45, 03.04., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. Garðabraut 45, 03.05., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. Grundarlún 1, þingl. eig. Jón Valdimars- son og Sigríður Helgadóttir, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður, þriðjudaginn 25. ágúst 1998 kl, 11.00.___________ Höfðabraut 14, 02.01., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. Höfðabraut 14, 03.01., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. Höfðabraut 16, 01.01., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00._______ Höfðabraut 16, 01.02., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11,00._______ Höfðabraut 16, 04.01., þingl. eig. Hús- næðisnefnd Akraness, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 25. ágúst 1998 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Óformlegar viðræður fóru fram í Burma: Krefjast að Suu Kyi taki þátt Fulltrúar helsta stjórnarand- stöðuflokks Burma, Lýðræðisfylk- ingarinnar, sögðu í gær að á óform- legum fundi með fulltrúa herfor- ingjastjórnarinnar hefði sú krafa verið sett fram að engar viðræður færu fram án þátttöku stjórnarand- stöðugleiðtogans Aung San Suu Kyi. Aðilarnir hittust í Yangon i gær, á fyrsta fundi hinna stríðandi afla í heilt ár. Meðan fundurinn fór fram sat Suu Kyi föst í sendibíl sínum á brú uppi í sveit, um 32 km suðaustur af höfuðborginni. Þar var hún stöðvuð af hermönnum 12. ágúst á leið til stuðningsmanna sinna í vesturhluta landsins. Talsmaður stjórnarandstöðunnar ítrekaði að klukkustundar langur fundurinn hefði verið óformlegur en þó gagnlegur. Eiginlegar viðræð- ur hefðu ekki átt sér stað en vonir stæðu til að fundurinn leiddi til aukins trausts milli herforingjanna og Lýðræðisfylkingarinnar. ítrekaði talsmaður fylkingarinnar að sam- þykkt hefði verið á flokksfundi að viðræður færu ekki fram án þátt- töku Suu Kyi. Fundinum var komið á þar sem á Aung San Suu Kyi, stjórnarand- stöðuleiötogi í Burma. fostudag rennur út frestur sem stjórnarandstaðan gaf stjórnvöldum til að kalla saman þing sem kosið var til 1990. Lýðræðisfylkingin vann þá stórsigur en stjórnvöld hundsuðu úrslitin. Herforingastjórnin bauð til við- ræðna 7. ágúst en Lýðræðisfylking- in hafnaði því tilboði á þeim for- sendum að Suu Kyi hefði ekki getað tekið þátt í þeim. . Reuter Uppgjör í aðsigi Hersveitir hliðhollar Kabila, forseta lýðveldisins Kongós, og uppreisnarmenn virðast vera að búa sig undir lokaátökin um land- spilduna sem tengir höfuðborgina Kinshasa við ströndina. Monica kölluð fyrir Monica Lewinsky, unga konan sem er mið- punktur kynlífs- hneykslisins sem skekur Hvíta húsið þessa dagana, hefur verið köll- uð fyrir ákæru- kviðdóm á ný. Að sögn heimildarmanna verður stúlkan spurð spjörunum úr á fimmtudag. Standa við sitt Sérlegur sendimaður Samein- uðu þjóðanna í írak segir að stjórnin í Bagdad standi við þá ákvörðun sína að hætta allri sam- vinnu við vopnaeftirlitssveitir SÞ. Iðrast einskis Mannræningi sem misþyrmdi föngum sínum með því að skera af þeim eyrun sagði i sjónvarps- viðtali að hann iðraðist einskis. Bætur í Svíþjóð Sænsk yfirvöld ætla að greiða bætur til þeirra sem voru gerðir ófrjóir gegn vilja sínum í sér- stakri ófrjósemisaðgerðaherferð á árunum 1935 til 1975. Um 140 manns hafa þegar farið fram á bætur. Greiðsla til þeirra hefst næsta vor. Froskmenn vantar Friðrik krónprins í Danmörku virðist ekki hafa staðið sig nógu vel í að laða unga menn í froskmanna- deild danska sjóhersins. Um- sóknir í frosk- mannadeildina eru helmingi færri en forráða- menn hennar vildu fá. Á hverju ári stunda 24 menn nám í frosk- mannaskóla hersins. Skatta á kynlífið Vinnumálastofnun SÞ hvetur ríkisstjómir þjóða heimsins til að viðurkenna tilvist kynlífsiðnaðar- ins og byrja að skattleggja hann. Dagbókarblöð Sérfræðingar í dagbókum gyö- ingastúlkunnar Önnu Frank segja að dagbókarblöð sem hollenskur maður hefur undir höndum geti í raun verið skrifuð af Önnu Frank. Etna gýs Eldgos hélt áfram í Etnu á ítal- íu. Nærliggjandi bæir vora huldir öskulagi. Aðgerð á Netinu Hjartaaðgerð var í fyrsta sinn varpaö um Internetið í gær, frá sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkj- unum. Lést af lyktareyði 14 ára drengur lést í Bandaríkj- unum eftir að hafa andað að sér lyktareyði á úðabrúsa. Meiri flóð Iðnaðarhéruðin í norðaustur- hluta Kína búa sig undir enn meiri flóð en hingað til hafa orö- ið. Kyngir ekki fullyrðingu Paula Jones, sem kom kynferð- ismálum gegn Bill Clinton af stað með því að kæra hann fyr- ir kynferðislega áleitni, sagði að sú fullyrðing forsetans að hann hefði ekki beðið neinn um að ljúga fyrir sig stæðist einfaldlega ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.