Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 Afmæli Trausti Breiðfjörð Magnússon Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrv. vitavörður, Jökulgrunni 11, Reykjavík, varð áttræður á fimmtudaginn var, 13.8. Starfsferill Trausti fæddist í Kúvíkum í Reykjarfirði en ólst upp á Gjögri í Ámeshreppi. Hann las til bókar í heimahúsum og tók að stunda sjóróðra með foöur sínum átta ára að aldri. Trausti stundaði sjómennsku til fertugsaldurs, bæði sem vélstjóri og síðar skipstjóri. Lengst af starfaði hann á Hörpunni ST-105, flóabát á Húnaflóa. Trausti flutti til Djúpuvíkur í Reykjarfirði 1936 og bjó þar til 1959. Þá flutti hann með fjölskyldu sinni að Sauðanesvita við Siglufjörð þar sem hann var vitavörður auk þess sem hann ræktaði upp og vann við bújörðina sem staðnum fylgdi. Trausti dvaldi við Sauðanesvita til 1997 er hann flutti ásamt eigin- konu sinni að Jökulgrunni 11 í Reykjavík þar sem hann er nú búsettur. Trausti hefur gefið út tvær ljóðabækur, í morgun- sárið, útg. 1985, og Hug- leiðingar, útg. 1996. Fjölskylda Trausti kvæntist 11.1. 1951 Huldu Jónsdóttur, f. 10.3. 1921, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Guðmundssonar og Sólveigar Benjamíns- dóttur en þau voru bændur að Seljanesi í Ámeshreppi. Skáld-Rósa er langalangamma Huldu. Börn Trausta og Huldu eru Sólveig, f. 16.6. 1951, rithöfundur, búsett í Albufeira í Portúgal en maður hennar er Antonio Fonseca og eiga þau eina dóttur, Lucindu Huldu auk þess sem Sólveig á þrjú böm frá fyrra hjónabandi, Magnús Þór, Drifu Þöll og Öm; Hulda Margrét, f. 24.6. 1952, banka- starfsmaður, búsett á Akureyri en maður hennar er José Morreiro og á hún tvær dætur frá fyrri sambúð, Huldu Valdísi og Stellu Mjöll; Magnús Hannibal, f. 7.5. 1954, vélvirki, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ingunn Jónsdóttir og em börn þeirra Þóra Huld, Jón Bjarki og Trausti Breiðfjörð; Vilborg, f. 11.1. 1957, húsmóðir, búsett í Reykjavík en maður hennar er Geir Þórarinn Zoéga og em synir þeirra Geir Fannar og Kristján Þór auk þess sem sonur Vilborgar frá fyrri sambúð er Trausti Veigar og sonur Geirs frá fyrra hjónabandi er Emil Nikulás; Jón Trausti, f. 27.1. 1965, vitavörður, búsettur á Sauðanesvita en kona hans er Herdís Erlendsdóttir og era börn þeirra Hannibal Páll og Jódís Ósk. Sonur Huldu er Bragi Kristinsson húsvörður, búsettur í Reykjavík en kona hans er Eygló Guðmunds- dóttir og era synir þeirra Atli Már og Hallur Öm. Trausti á þrjú barnabamaböm. Alsystkini Trausta eru Ester Lára, f. 29.4. 1917, húsmóðir í Hafnarfirði en hennar maður var Guðmundur Ágústsson og eiga þau tvö börn; Emma f. 5.8. 1921, húsmóðir í Hafnarfírði en hennar maður var Sveinn Guðmundsson og eiga þau þrjú böm; Vilborg, f. 1920, d. 1931. Hálfsystkini Trausta, samfeðra: Klara, nú látin, var búsett í Bandaríkjunum en hennar maður var Þórður Guðmundsson og eignuðust þau fjögur böm; Guðrún, nú látin, var búsett í Hveragerði ásamt manni sínum, Ragnari Guðmundssyni; Vilma, nú látin, var búsett í Hveragerði ásamt manni sínum, Hauki Baldvinssyni, og eignuðust þau fimm böm; Helga, nú látin, var búsett í Hveragerði ásamt manni sínum, Kristjáni Bjamasyni, og eignuðust þau þrjú böm; Lára, húsmóðir, búsett á ísafirði en hennar maður var Þorgils Ámason og eignuðust þau tíu börn; Magnús Hannibal sjómaður, búsettur í Blaine í Bandaríkjunum. Foreldrar Trausta voru Magnús Hannibalsson, f. 14.4.1874, d. 1.1963, sjómaður að Gjögri í Ámeshreppi, og Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 6.9. 1895, d. 19.5. 1973, húsfreyja. Trausti Breiöfjörö Magnússon. Friðrik Sigurberg Pálmason Friðrik Sigurberg Pálmason, fyrrv. bóndi á Svaðastöðum, Hóla- vegi 25, Sauðárkróki, er áttræður í dag. Staifsferill Friðrik fæddist að Svaðastöðum í Viðvíkurhreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Hann lauk námi frá Hér- aðsskólanum að Laugarvatni. Friðrik tók við hrossaræktunar- starfi föður sins og stundaði hrossa- ræktim á Svaðastöðum allan sinn starfsferil. Er sú starfsemi þar enn í fullum gangi. Friðrik var búsettur að Svaða- stöðum til haustins 1989. Þá flutti hann á Sauðárkrók þar sem hann hefúr búið síðan. Hann er félagi í hestamannafélaginu Stiganda í Skagafirði. Fjölskylda Friðrik kvæntist 1.5. 1943 Ástu Hansen, f. 6.6. 1920, d. 17.10. 1993, húsfreyju. Hún er dóttir Friðriks Hansen, frá Sauðá, kennara, vega- vinnuverkstjóra, skálds og oddvita, og Jósefmu Erlendsdóttur, frá Stóra Giljá í Austur-Húnavatnssýslu, hús- móður og saumakonu. Böm Friðriks og Ástu era Pálmi Friðriksson, f. 21.12. 1943, d. 8.1. 1998, framkvæmdastjóri og verk- taki, var kvæntur Svölu Jónsdóttm: framkvæmdastjóra, frá Molastöðum í Fljótum, f. 22.2. 1945 en þau eign- uðust fjögur böm, fjögur bamaböm og tvö stjúpbarnaböm; Friðrik Han- sen Friðriksson f. 1.6. 1950, d. 27.11. 1977, bóndi á Svaðastöðum; Anna Halla Friðriksdóttir, f. 13.4.1962, bú- sett á Sauðárkróki. Bróðir Friðriks var Jón Pálma- son, f. 7.10. 1900, d. 2.8.1955, bóndi í Axlarhaga. Foreldrar Friðriks vora Pálmi Símonarson, bóndi á Svaðastöðum, og Anna Friðriksdóttir húsfreyja. www.visir.is Eit þú búinn aú taka þátt á unvui.visii.is? ® TOYOTA DV Til hamingju með afmælið 19. ágúst 95 ára Sveinn Jósepsson, Amarholti, Mosfellsbæ. 90 ára Kristín Geirsdóttir, Hringveri, Tjömeshreppi. 85 ára Anton Gunnlaugsson, Karlsbraut 29, Dalvík. 80 ára Guðmundur Benediktsson, Vöglum, Eyjafjarðarsveit. 75 ára Anna Ragna Leifsdóttir, Gautlandi 15, Reykjavík. Hildur Hermannsdóttir, Hjarðarhóli 10, Húsavík. 70 ára Kristófer Guðmundsson, Ennisbraut 27, Ólafsvík. Ottó Eyfjörð Ólason, Vallarbraut 10, Hvolsvelli. Pálmi Ingólfsson, Móabarði 32b, Hafnarfirði. Ragna G. Ragnarsdóttir, Laugavegi 65, Reykjavík. Sigríður Sæmundsdóttir, Nesvegi 41, Reykjavík. 60 ára Dagmar Júlíusdóttir, Fannarfelli 6, Reykjavík. Finnbogi Jónsson, Skólavegi 19, Fáskrúðsfirði. Gréta Óskarsdóttir, Hliðarhjalla 2, Kópavogi. Guðjón Guðmundsson, Lálandi 18, Reykjavík. Gunnar Þór Ólafsson, Eikjuvogi 13, Reykjavík. Kristján Pétursson, Grenigrund 20, Akranesi. Þorbjörg Jósefsdóttir, Laugateigi 10, Reykjavík. Þorkell Hólm Gunnarsson, Stekkholti 23, Selfossi. 50 ára Bjamdís Markúsdóttir lyfjafræðingur, Ásbúð 58, Garðabæ. Eiginmaður hei Maack Pétursson. Þau taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu, laugard. 22.8. frá kl. 18.00. Elsa Tryggvadóttir, Austurvegi 25, Vík í Mýrdal. Guðmundur Karl Ólafsson, Fitjasmára 8, Kópavogi. Kristinn Sigmarsson, Ásbraut 3, Kópavogi. Margrét J. Stefánsdóttir, Gerðum, Selfossi. Pétur Mogens Lúðvíksson, Gyðufelli 10, Reykjavík. Sturlaugur Albertsson, Marklandi 4, Reykjavík. 40 ára Anna Margrét Carteciano, Vesturbraut 18, Hafnarfirði. Blængur Elfar Alfreðsson, Skúlagötu 14, Borgamesi. Edda G. Rlkharðsdóttir, Huldubraut 14, Kópavogi. Ester Hjálmarsdóttir, Vitateigi 4, Akranesi. Guðlaugur Gunnarsson, Sæbóli 1, Grundarfirði. Gunnhildur Kiiútsdóttir, Stillholti 3, Akranesi. Mariska van der Meer, Aðalgötu 8, Siglufirði. Sveinn Tómasson, Réttarholtsvegi 85, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.