Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 9 DV Útlönd § .. • Höfum alltaf betri vörur og enií betra verð Cortina Sport Útför Rose Wanjiku, konunnar sem björgunarmenn geröu sér lengi vonir um aö ná mætti lifandi úr rústum banda- ríska sendiráösins í Naíróbí í Keníu, var gerö í gær. Á myndinni má sjá börn hennar viö kistu móöur sinnar. Rose var meðal þeirra 257 manna sem týndu lífi í sprengjutilræðunum í Naírobí og Dar es Salaam, höfuöborg Tansaníu. Tíu þúsund flóttamenn komast hvergi Um 10 þúsund flóttamenn eru fastir við árbakka í vesturhluta Kosovo. Allt um kring eru serbneskar hersveitir sem ákafar eru í að berja niður Frelsisher Kosovo. í hópi flóttafólksins eru aðallega konur og böm sem orðin eru úrvinda eftir margra vikna bardaga. Næringarskortur er að verða alvarlegt vandamál. „Við erum hér eins og dýr. Það þarf að opna leið fyrir okkur til að komast burt því allar leiðir em lokaðar af serbneskri lögreglu sem hefur ekkert annað í hyggju en drepa okkur,“ sagði tveggja barna faðir við Reuter. Um 20 þúsund manns hafa flúið þorp sem Serbar hafa varpað sprengjum að. Eftir flóttann hafa Serbar farið ránshendi um ná- grennið og brennt hús. Tiltölulega rólegt var þó á svæðinu í morgun en óopinbert vopnahlé átti að tryggja leið hjálparsveita aö flóttamönnunum. Reuter Karl Bretaprins heimsótti fórnarlömb tilræöisins í Omagh: Hryðjuverkamennirn- Skæruliðahópur lýðveldissinna á Norður-írlandi sem í gær lýsti ábyrgð á sprengjutilræðinu í Omagh á hendur sér, lýsti yfir vopnahléi í morgun. Það gengur í gildi þegar í stað. Hinn eini og sanni IRA, eins og hópurinn kallar sig, sagði í yfirlýs- ingu sem send var írska blaðinu Irish News að vopnahlésyfirlýsing- in væri bein afleiðing harmleiksins í Omagh og áskomnar Berties Ahems, forsætisráðherra írlands. Klofningshópur þessi úr Irska lýðveldishemum (IRA) lýsti í gær yfir ábyrgð á tilræðinu í Omagh sem var 28 manns að bana og særði á þriðja hundrað. Karlmaður sem hringdi á skrif- stofu dagblaðs í Dyflinni baðst af- sökunar á manntjóninu og sagði að Hinn eini og sanni IRA hefði gefið þrjár viðvaranir áður en sprengjan Karl Bretaprins leggur blómsveig aö tilræöisstaðnum í Omagh á Norður-lr- landi þar sem 28 fórust á laugardag. Símamynd Reuter sprakk. Hann sagði að ekki hefði verið ætlunin að deyða óbreytta borgara. Karl Bretaprins heimsótti Omagh í gær og hitti að máli þá sem eiga um sárt að binda eftir tilræðið, svo og björgunarmenn. „Hið minnsta sem ég gat gert var að koma hingað til að sýna stuðning minn og samúð í verki,“ sagði prinsinn skömmu eftir að hann kom með þyrlu til herbúða í Omagh. „Ég veit hvað fólk þarf að ganga í gegn um þegar það missir ástvini sína,“ sagði prinsinn. Móðurbróöir hans, Mountbatten lávarður, var einmitt myrtur af skæruliðum IRA fyrir nítján árum. Breski ríkisarfinn, I fylgd Mo Mowlam, ráðherra málefna Norður- írlands í bresku stjórninni, lagði einnig blómsveig að staðnum þar sem tilræðið var framið. Útivistar- | Skólavörðustíg 20-Sími 5521555] FBI ræðst til atlögu gegn hóteli í Keníu Útsendarar bandarísku cilríkis- lögreglunnar FBI hafa ráðist til atlögu gegn hóteli í Keníu þar sem sprengjan sem sprengd var við bandaríska sendiráðið í höf- uðborginni Naíróbí var búin til. Lögreglumennirnir gerðu upp- tæk ýmis gögn og handtóku hót- elstjórann. Dagblað í Keníu skýrði frá þessu í morgun. Starfsmaður Hilltop Lodge hót- elsins staðfesti við fféttamann Reuters að menn ffá FBI hefðu komið á hótelið í gær og handtek- ið hótelstjórann. Hann sagðist ekki vita hvað löggan fann á staðnum. Hvorki FBI né keníska lögregl- an vildu nokkuð tjá sig um frétt blaðsins. Bandaríska dagblaðið Was- hington Post skýrði svo frá því í morgun að maður sem er i haldi lögreglu, grunaður um aðild að tilræðinu í Naíróbí, hefði gert lögreglu nána grein fyrir alþjóða- neti vopnaðra sveita sem beindu spjótum sínum gegn hagsmunum Bandaríkjanna á erlendri grund. Starfsemin er öll runnin undan rótum sádiarabíska andófs- mannsins Osmans bin Ladens. Washington Post studdist við gögn frá pakistönskum leyniþjón- ustumönnum sem handtóku manninn og yfirheyrðu hann í heila viku. Bandaríkin beittu þrýstingi til að halda frið við Saddam: Komu í veg fýrir vopnaleit Ríkisstjórn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta hefur svo mánuðum skiptir komið í veg fyrir að vopna- eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna framkvæmdu skyndileitir að bönn- uðum vopnum í írak. Hindranir stjórnvalda í Washington má rekja til þess að þar á bæ vilja menn um- fram allt halda friðinn við stjóm- völd í Bagdad. Madeleine Albright mun hafa hringt í Richard Butler, yfirmann vopnaeftirlitssveitanna í Bagdad, 4. ágúst og hvatt hann til að fara sér hægt. Þá voru tvær skyndileitir í undirbúningi en upplýsingar leyni- þjónustu bentu til að þær aðgerðir mundu afhjúpa bönnuð vopn og skjöl sem sönnuðu tilraunir íraka til að fela þau. Eftir að stjómvöld í Washington höfðu hringt í annað sinni í Butler 7. ágúst ákvað hann Madeileine Albright. að hætta við aðgerðimar og skipaði eftirlitssveitunum að yfirgefa Bagdad. Embættismenn skýrðu frá þess- um hindrunaraðgerðum Banda- ríkjamanna fyrir nokkrum dögum. Þeir töldu áætlaðar leitaraðgerðir þær mikilvægustu í langan tíma og mótmæltu harðlega íhlutun Banda- ríkjamanna í störf vopnaeftirlits- sveitanna. Hindmnaraðgerðir Bandaríkja- manna koma á sama tíma og stjórn- völd í Bagdad tilkynntu að þau mundu hætta öllu samstarfi við vopnaeftirlitssveitir SÞ og Kjarn- orkueftirlitsstofnunina. Þessir aðil- ar em ábyrgir fyrir því að útrýma stýriflaugum, efnavopnum og kjamavopnum í írak. Hindrunarað- gerðimar ganga édveg í berhögg við yfirlýsta stefnu Clinton-stjómarinn- ar sem kveður á um skilyrðislausan aðgang vopnaeftirlitssveitanna í Irak. /LLIslasmiSjan ksrmilkhás Höfum flutt starfsemi okkar úr Hafnarfirði í Skeifuna 3a Reykjavík. Verið velkomin . g ^ q sp a ^ Skeifan 3a Skeifan3a s,'rœ8k ||||Í5|||||||||:i|pf;I Vorum að taka upp mikið úrval af vörum fyrir austurlenska matargerð t.d. Jasmine hrísgrjón, sósur, núðlur o.fl. Eir ehf. heildverslun , Bildshöfða 16 • Simi 587 6530 • Fax 587 6520 J ir lýsa yfir vopnahléi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.