Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 19 Fréttir Ingibjörg Pálmadóttir um gagnagrunnsfrumvarpiö í yfirheyrslu DV: Forsenda að íslenskt fyrir- tæki reki gagnagrunninn - telur of mikla óvissu ríkja um rekstur grunnsins til að hægt sé aö meta verðgildi hans DV-mynd Pjetur Gagnagrunnsmáliö hefur verió í brennidepli undanfamar vikur. Gert er ráó fyrir því aó heil- brigóisráóherra veiti rekstrarleyfi til geróar og starfrcekslu gagnagrunns aö fengnum umsókn- um. Nú hefur nýstofnaó fyrirtceki lýst áhuga á erfóarannsóknum. Breytir þaö þeim sjónarmið- um sem uppi hafa verió af hálfu ráóuneytisins um smíöi gagnagrunnsirts? „Það er ekkert geflð hver fær rekstrarleyfi fyrir grimninum enda geta margir sótt um leyf- ið. Sjálf tel ég það vera algera forsendu fyrir veit- ingu rekstrarleyfis að það sé í höndum íslenskra aðila. Sú spuming sem viö höfum mest velt fyr- ir okkur í því sambandi er hvort efna verður til útboðs um gerð þessa grunns en slíkt útboð færi fram á Evrópska efnahagssvæðinu en þá kunna allt aðrar aðstæður að skapast í málinu.“ Þegar þú segir aó rekstrarleyfið eigi að vera í höndum íslenskra aöila áttu þá við aö íslending- ar eigi meirihluta hlutafjár ífyrirtœkinu? Telur þú aó gera beri þaó aó skilyröi fyrir leyfisveiting- unni aö íslendingar eigi meirihluta í því fyrir- tœki sem sœkir um? „Aðalatriðið fyrir mér er að fyrirtækið sé ís- lenskt í þeim skilningi að það sé skráð á íslandi og starfi samkvæmt íslenskum lögum og skili hér sköttum og gjöldum. Það er hins vegar alveg ljóst að ef gagnagrunnurinn, slíkt stórfyrirtæki sem hann er, á að verða til þá verður að koma til erlent fjármagn í einhverri mynd. Ég tel tryggt í gagnagrunnsfrumvarpinu að málið sé á forræði íslendinga" Vikjum aöeins aó fiárhagslegum þœtti málsins. Ýmsir hafa lýst þeirri skoöun sinni aó gagna- grunnur á heilbrigðissviói sé hugsanlega tug- milljaróa viröi og aó ekki sé fullreynt um fiár- hagslegt mat á honum. Meö tilliti til þess hversu mikil fiárþörfm er í heilbrigóiskerfmu, telur þú þá hugsanlegt aö leyfishafa verði gert að greiöa sanngjarnt endurgjald fyrir þetta leyfi? „Að sjálfsögðu tel ég eðlilegt að sanngjamt endurgjald komi fyrir. Við erum hins vegar að tala um verðmæti sem hafa ekki verið nýtt fyrr og nánast ómögulegt að meta til fjár. Hagfræð- ingar Hagfræðistofnunar Háskólans telja til dæmis ekki hægt að meta verðgildi grunnsins á þessu stigi. Þetta hefur komið ffarn í viðræðum við starfsmenn ráðuneytisins. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjúkrastofnanir semji um af- hendingu upplýsinga í grunninn og þeim veitt talsvert valfrelsi um hvort þær láti af hendi upp- lýsingar í hann. Enn sem komið er vitum við ekkert hvort þær em reiðubúnar til slikra samn- inga og hvert umfang gagnagrunnsins verður. Það er margt sem ekki er hægt að sjá fyrir í þessu máli og eðlilega er mörgum spumingum því ósvarað." Margir keknar óttast aó trúnaöarsamband lœknis og sjúklings biói hnekki ef frumvarpið veröur samþykkt og réttur lœkna til að vernda persónuupplýsingar um sjúklinga sína veröi tak- markaóur. Aöstoóarmaóur þinn sagði í síöustu viku aó samkvœmt frumvarpsdrögunum vœri þaö ekki yfirlcekna á sjúkrahúsum aó semja um af- hendingu sjúkraupplýsinga heldur stjómar sjúkrahúsanna. Hver er þín skoöun á þessu máli? „Þetta er ónákvæmt eftir aðstoðarmanninum haft en fyrir mér er trúnaðarsamband læknis og sjúklings algert grundvallaratriði í þessu máli og halda verður í heiðri allar siðareglur sem um það gilda. Hvað þetta varðar þá tel ég að sá ský- lausi réttur þess sjúklings sem er uggandi til að neita skráningu í gagnagrunninn sem nú hefúr verið tekinn upp í frumvarpið, tryggi bæði rétt- indi hans og trúnaðarsambandið við lækninn. Annars tel ég umræðuna um gagnagrunnsmálið hafa komið að miklu gagni um þessi mál al- mennt og gera það að verkum að vemd persónu- upplýsinga, m.a. í tengslum við trúnaðarsam- bandið, muni styrkjast. Þar fyrir utan er þannig búið um hnútana í endurskoðuðu frumvarpi að persónuvemdin er tryggð. Það verða því ekki margir sem hafa ástæðu til að nýta sér neitunar- réttinn.“ Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Kjör heilbrigöisstétta hafa verió í brennidepli á kjörtímabili þínu. Unglœknar sögöu upp um síöustujól og sama geröu heilsugœslulœknar fyrir tveimur árum. Nú í sumar munaöi minnstu aö alvarlegur vandi hlytist af vegna uppsagna hjúkrunarfrœöinga og Ijósmœöra. Þá hafa fiölmargir lœknar fariö til statfa er- lendis og ekki erfyrirséö aö þeir komi aftur í bráö. Er þetta ástand til vitnis um þaö aó heil- brigöisþjónustan sé í uppnámi? „Ég myndi orða þetta öðmvlsi og segja að það mætti halda því ffarn að starfsemi sumra stéttarfélaga sé að vissu leyti í uppnámi eftir þessi átök. Stéttarfélög þau sem fólkið var í höfðu mörg gengið ffá samningum fyrir sína félagsmenn en síð- an sögðu félagsmennimir upp í hópum. Það er ekki hægt að búa við að sjúkling- ar lifi í ótta um það að stór- ar stéttir gangi út af sjúkra- húsunum þrátt fyrir að kjarasamningar hafi ver- ið undirritaðir." Áttu þá viö aö tekiö veröi á fiöldauppsögnum meö breyttum lögum? „Ég tel að við eigum að gefa stéttarfélögunum ráðrúm til að hugsa sinn gang hvað þetta varð- ar. Að svo stöddu mæli ég þó ekki með að lögum verði breytt. Ef af slíkri lagasetningu verður þá verður hún hins vegar ekki á mínu borði heldur fjármálaráðuneytisins. Það fer með kjarasamn- ingagerðina." Úr því viö erum aö tala um launamál. Sam- kvœmt nýlegri skýrslu OECD eru íslendingar í sjötta sœti yfir þjóðir heims varðandi útgjöld til heilbrigöismála miöaö viö landsframleiöslu. Þrátt fyrir þetta er launakostnaöur hér lcegri en víöa annars staöar. Getur veriö aö rekstrareiningar heilbrigóiskerfisins séu of margar eöa stórar? „Hér hefúr það verið stefna að stækka rekstr- areiningamar og fækka þeim. Ég tel okkur tU dæmis hafa náð árangri í samhæfmgu deUda hvaö varðar Landakotspítala, sem er nú bæði öldrunarsjúkrahús fyrir Ríkisspítalana sem og Sjúkrahús Reykjavíkur. Þetta er dæmi um tUvik þar sem við höfum náð betri þjónustu með lægri tilkostnaði með því að búa tU eina stóra einingu úr nokkrum litlum. Ég vU þó hafa þann fyrirvara að ekki er hægt að alhæfa út frá þessu eina tUviki um að fækka beri emingum. Við búum í stóm landi og stundum getum við ekki notað mælistiku iðnaðar- þjóðfélags sem telur mUljónir manna tU að mæla með, og aUs ekki í viðkvæmum málaflokki eins og heUbrigðismálum." En teluröu almennt að rekstrareiningamar í heilbrigöiskerfinu séu of margar? „Ég tel það alveg ljóst að það þarf að samhæfa margar af þeim heUbrigðisstofnunum sem fyrir era og í því er verið að vinna. TU dæmis höfum við verið að sameina stjómir heUbrigðisþjónust- unnar á Vestfjörðum og í heilsugæslunni í Reykjavík í þeim tilgangi að gera stjómina skU- virkari. Sama er ráðgert á Austurlandi og nú á að setja heUsugæslunni á HeUu og HvolsveUi undir eina stjóm.“ Sú spurning sem heitast brennur á mönnum í sambandi viö hagrœöingu er hugsanlegur samruni Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans. Er stefnt aó slíkum samruna í ráöuneytinu? „í augnablikinu er stefnt að meiri samhæf- ingu mUli spítalanna. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að tala um samruna." Ýmsir telja aö efla beri þjónustu hátœknispít- alanna og verja minni fiármunum til þjónustu sjúkrahúsa á landsbyggóinni þar sem ekki sé sama þörf fyrir hana meö batnandi samgöng- um. Tekur þú undir þetta? „Varðandi sjúkrahúsin á landsbyggðmni þá eru eUefu af sautján nú rekin án haUa í fyrsta skipti í mörg ár. Um sjúkrahúsin á Reykjavíkur- svæðinu er hins vegar það að segja að endanleg- ar tiUögur um rekstur þeirra em í vinnslu hjá fagnefnd sem skUa mun tiUögum sínum um þau í byijim október sem þá verða kynntar í ríkis- stjóm.“ En hvaö meö launamálin? Nú berast stööugar fregnir af atgervisflótta úr heilbrigóisþjónustunni, starfsfólk heilbrigöis- stétta telur aó hérlendis fái þaó hvergi nœrri þau laun sem aörar stéttir fá fyrir sambœrilega menntun. Hvaó eiga heilbrigöisyfivöld aö gera í málinu? „Úr því að við erum að tala um launamál þá vU ég benda á að laun á íslandi em í mörgum tU- vikum lægri en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Svo lengi sem ég man hafa þeir sem starfa í heUbrigðisþjónustu og uppeldismálum ekki setið við sama borð og fólk með sambærUega menntun í viðskiptaheimin- um. Ég hef aldrei litið svo á að sumar heUbrigð- isstéttir séu ofsaddar af sínum kjörum en þó vU ég benda á að þau kjör hafa batnað töluvert á undanfómum missemm. Um þá fuUyrðingu að læknar hafi flúið í stórum stU er það að segja að það er sem betur fer ekki rétt. Læknar og annað íslenskt heUbrigðisstarfsfólk á auðvelt með að fá vinnu nánast hvar sem er í heiminum enda em þessar stéttir faglega mjög eftirsóttar." Þaó hefur veriö gagnrýnt aö alvarlegur skortur sé á geöheilbrigóisþjónustu í fangelsinu á Litla-Hrauni og í marsmánuói sagöi annar tveggja sálfrœöinga fangelsisins aö geölœknis- þjónusta vœri í molum þar. Til vitnis um þaö hversu alvariegt ástandió hef- ur verió eru sjálfsvig fanga. Hafa einhverjar úr- bœtur veriö geróar í málinu síöan þá? „Um síðustu áramót tók heUbrigðisráðuneyt- ið við heUbrigðisþjónustunni í fangelsum lands- ins. Á þessum tíma hefúr þjónustan verið að batna og það er enn unnið að því að bæta hana. Nýlega kaUaði ég eftir upplýsingum um þennan viðkvæma málaflokk. Og í svöranum sem ég fékk er ftUlyrt að allir sem þurfa á geðlæknis- þjónustu að halda innan fangelsisins fái hana. Það sem hefur einnig breyst á undanfómum misserum er það að þeir sjúklingar sem ekki geta fengið þjónustu í fangelsinu fá hana á sjúkrahúsum. Það hefur því verið tekið verulega á í þessu máli.“ Heilbrigöisráóherra hefur jafnan þurft aö sceta haröri gagnrýni vegna starfa sinna og á þaójafnt viö um fyrirrennara þína sem þig. Finnst þér sú gagnrýni hafa veriö ósanngjörn á köfium? „Ég vfssi það þegar ég tók við heUbrigðisráðu- neytinu að ég yrði gagnrýnd. Stjómmálamenn sem taka ákvarðanir em aUtaf gagnrýndir. Ann- ars hef ég ekki haft tima tU að hugsa um þessa gagnrýni. Nú hafa heUbrigðisráðherrar yfirleitt ekki verið lengi i embætti og mér telst svo tU að meðalaldur þeirra í starfinu sé um tvö og hálft ár. Það er hins vegar ekkert séríslenskt fyrirbrigði og svipað virðist vera uppi á teningnum annars staðar á Norðurlöndum ef miðað er við það sem kom fram á fundi mínum með heUbrigðisráðherr- um Noröurlandanna fyrir skömmu. Ég ætla hins vegar ekki að leggja árar í bát - því máttu skila með kærri kveðju tU ritstjórans." VHRHEYRSlft Kjartan B. Björgvinsson Stefán Ásgrímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.