Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Flagarí á forsetastóli Clinton Bandaríkjaforseti getur engum kennt um nema sjálfum sér að mannkynssagan mun minnast hans sem þriðja flokks forseta sem vann það eitt til afreka að vera frægasti flagari samtímans. Þá grafskrift hefur hann sjálfur letrað á bautastein eigin embættisferils. Kvennafar hans í embætti ríkisstjóra í Arkansas og síðar á forsetastóli er það eina sem hindrar að nafn hans verpist sandi sögunnar jafnskjótt og hann lætur af emb- ætti. Nöfn Jennifer Flowers, Paulu Jones og Móníku Lewinsky munu lifa jafnlengi nafni hans. Framburður hans í fyrradag við yfirheyrslu Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara, staðfesti að hann hafði áður sagt opinberlega rangt frá sambandi sínu við lærling í Hvíta húsinu. í raun gerðist hann sekur um meinsæri. Málinu er því að líkindum ekki lokið. Það tjóar lítt fyrir forsetann að bera því við að í laga- tæknilegum skilningi hafi hann ekki logið í fyrri fram- burði. Það er í besta falli afar umdeilanleg túlkun. Nú hefur hann þar að auki játað að hafa átt í óviðurkvæmi- legu sambandi við lærlinginn. Það tjóar ekki heldur að bera því við, eins og forsetinn gerði í ávarpi sínu, að hann hefði snúið staðreyndum til að vemda fjölskyldu sína. Það hefði hann frekar átt að hafa í huga áður en hann kaus skrifstofur Hvíta hússins til legorðs með lærlingnum. Allir eiga rétt á sínu einkalífi. Það gildir líka um for- seta Bandaríkjanna. Það leyfir honum hins vegar ekki að segja ósatt. Það leyfir honum heldur ekki að bera kápuna á báðum öxlum. Hann kaus nefnilega sjálfur kvarðann sem hann er nú mældur á. Það var nefnilega forsetinn sem aftur og aftur hamraði á gildi fjölskyldunnar sem homsteins samfélagsins. Upp- lausn í innborgum Bandaríkjanna rakti hann sjálfur til upplausnar fjölskyldumynsturs sem í þeim er dapurleg regla fremur en undantekning. Maður, sem aftur og aftur notar ræður sínar til að undirstrika frumreglur Qölskyldulífs, getur ekki sjálfur brotið þau hvenær sem tækifæri gefst. Það virðist forseti Bandaríkjanna hafa gert. Hann hefur því gerst sekur um hræsni og yfirdrep. Biil Clinton hafði öll færi á að verða forseti sem lét að sér kveða. Hann hafði hugsjónir og í höndum hans léku gildustu valdataumar veraldar. Hann naut byrs meðal þjóðarinnar frá upphafi. Gott og batnandi árferði í efna- hagsmálum vann með honum. Allt rann þetta úr greipum hans eins og sandur. Hug- sjónimar gleymdust fyrst. Sigur hans í fyrri forsetakosn- ingunum byggðist fyrst og fremst á aðkaJIandi umbótum í heilbrigðismálum. Hvað varð um þær? Þær hurfu í björg gleymskunnar áður en ár var liðið frá kjörinu. Aðalsmerki hans sem forseta er fyrst og fremst sérstök snilld til að aka seglum eftir þeim vindum sem blása gegnum skoðanakannanir. Hann leiðir ekki sem leiðtogi heldur lætur leiðast af því sem hann heldur að aðrir vilji. Lewinsky-málið er gott dæmi: Þegar öllum var orðið ljóst að forsetinn hafði sagt ósatt um samband sitt við Lewinsky notaði hann kannanir, og vel útfærða fjölmiðlaleka, til að kanna hvað hentaði best að segja. Framburður hans réðst ekki af sannleiksást heldur því sem féll í kramið. Stjórnmálamenn eiga fullan rétt til einkalífs. En þeir geta ekki notað það sem skjól til að segja þjóðinni ósatt. Það gerði forseti Bandaríkjanna. Össur Skarphéðinsson Kindur hlaupa skyndilega úr leyni og lömbin á eftir... Insula ovium Fjárey landsteina og það í aldaraðir fyrir framan augun á íslendingum án þess að þeir hafi tek- ið upp þá atvinnuhætti. Þjóðbrautir eiga að vera afgirtar beggja vegna. Erlendir ferða- menn eru óvanir okkar fyrirkomulagi og sam- kvæmt aðstoðar vega- málastjóra er þetta yfir- leitt öfugt í þeirra heimalöndum. Þar ber landeigandi tjón af völdum búfjár á vegum. Kjallarahöfundur hefur ekki farið varhluta af umræddu ástandi frek- ar en aðrir landsmenn „Vissulega hefur fjárbúskapur skipt miklu máii á íslandi um margar aldir. Landeigendur hafa þó hindrað örari fólksflutninga til strandbyggða og sjávarútvegs og um leið til annarra atvinnuhátta en nauðsyn hefur verið.“ Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Réttur sauðfjár á Fjárey eða íslandi hefur í margar ald- ir verið mjög mik- ill en það hefur íbúum landsins verið ljóst. Eyvind- ur og Halla voru talin næstum rétt- dræp og hundelt vegna gruns um sauðaþjófnað sem aldrei var sannað- ur. Sauðabein kunna að hafa fundist í fylgsnum þeirra. Einn af langöfum höfundar var sagður sauða- þjófur. íslandsvin- urinn Konrad Maurer skrifaði um hann i ferða- bók sinni um miðja nítjándu öld án þess að minnast á sauðaþjófnað. Sem dæmi um hversu langt sögu- sagnir af þessu tagi ganga má láta þess getið að kjallara- höfundur átti fyrir nokkru stutt spjall um þennan ágæta langafa við kunningja sinn. Að endingu klykkti hann út með að segja að fyrrnefndur langafi hefði verið sauðaþjófur! Sagan lifði þótt aðrir hefðu talið hana sprottna af öfund og illgimi. Vissulega hefur fjárbúskapur skipt miklu máli á íslandi um margar aldir. Landeigendur hafa þó hindrað örari fólksflutninga til strandbyggða og sjávarútvegs og um leið til annarra atvinnuhátta en nauðsyn hefur verið. Útlend- ingar hafa stundað fiskveiðar á hafskipum við ísland alveg upp í og ökumenn um þjóðvegi lands- ins. Nokkmm sinmun hefur hann lent í því að slys virtist óhjá- kvæmilegt en hvað til allrar Guðs mildi ekki varð. Kindur hlaupa skyndilega úr leyni og lömbin á eftir yfir veg fyrir framan öku- tæki manns. Upp með pyngjuna! Fyrir nokkmm árum átti höf- undur leið um Hvalíjarðarströnd í Skilmannahreppi, nálægt Grund- artanga. Þar var þjóðvegurinn ný- lega upphækkaður og mjög vel greiðfær; girtur beggja vegna. í vegköntum báðum megin var sáð til grass, greinilega af hálfu Vega- gerðar. Skyndilega skýst lamb á veginn úr leyni af kanti. Féð hafði verið að gæða sér á nýgræði í veg- kanti. Bifreiðin var á greiðri en löglegri ferð og náði ekki að stöðvast þrátt fyrir snögghemlun; hún ný og vel útbúin. Lambið varð undir bifreiðinni og slasaðist til ólífis, því nú verr og nokkur skaði varð á bifreiðinni. Fyrir höf- und var þetta ákaflega óþægileg lífsreynsla og i raun sársaukafull og hans fyrsta og eina reynsla af þvflíku. Ekki þurfti að bíða lengi þar til bóndi af næsta bæ kom akandi; hafði séð atburðinn enda bærinn steinsnar frá og í augsýn. Orða- skipti vora lítil en vinsamleg. Hann vitnaði síðan í nýjasta ein- tak af búnaðarblaðinu Frey og hafði verðlistann á hreinu. Höf- undur skrifaði síðan ávísun hið snarasta; hafði orðið mikið um at- burðinn og vissi reyndar að orða- skak var ekki til neins og aðeins tfl að sverta daginn meir en orðið var. Síðar um daginn átti höfundur leið til baka á sama stað og stein- snar frá áður nefndum bæ. Mátti veita því athygli að milli girðinga beggja vegna vegar voru nokkrir tugir sauðfjár á beit í vegarkönt- um, enda iðjagrænir. Utan girð- inga var ekkert fé að sjá. Ekki er laust við að sá grunur læddist að manni, þótt ljótt sé, að sumir beinlínis beiti féi sínu í sáningarkanta Vegagerðarinnar. Þeir eru að vísu gimilegir fyrir búfénað, stóran og smáan. En milli girðinga við helstu þjóðvegi landsins í augsýn úr eldhúsglugg- um ætti að verá frísvæði. En ann- ars: er búfjármissir kvótabundinn og skattskyldur? Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Hver er staða forsetans? „Ef friðhelgi forsetaembættisins er rofln af forseta sjálfum er ómögulegt að sjá fyrir hvaða afleiðingar það hefur ... Þegar rikisstjórn leggur fram lagafrum- varp á Alþingi er það formlega lagt fyrir þingið af forseta íslands. Þegar Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp verður það að lögum með undirskrift for- seta íslands. Hver er afstaða forseta í þessu tilviki, sem hefur opinberlega lýst andstöðu við efni laga- framvarps áður en það er lagt fram á Alþingi og ef og þegar það verður að lögum? Og hver er staða rík- isstjórnar og Alþingis?" Úr forystugrein Mbl. 18. ágúst. Ritskoðað forsetaembætti „Ef við viljum kefla eða ritskoða forsetaembættið, þá höfum við ekkert með mann i þetta embætti að gera. Þá má eins senda ómálga þjóðfána i opinberar heimsóknir til útlanda. Því maður sem ekki má tjá hug sinn, haga orðum sínum í samræmi við sann- færingu sína, hann er engu gagnlegri en dauður hlutur og hlýtur að verða jafn óhæfur í embætti for- seta eins og í önnur störf í þessu landi. Leyfum for- seta vorum að tala og bönnum honum það eigi, því slíkt er lýðræðið og málfrelsið." Jóhannes Sigurjónsson í Degi 18. ágúst. Starfsemi Útflutningsráðs „Þegar Marel var að stíga sín fyrstu spor á alþjóð- legum markaði var mikil þörf fyrir stuðning og að- stoð í markaðssetningu erlendis ... Ef áfram á að auka hagvöxt á íslandi og þar með bæta lífskjör verður það ekki gert nema með auknum útflutningi á vöru og þjónustu. Stór og öflug fyrirtæki sem tek- ist hefur að byggja upp markaö erlendis skipta þar vissulega verulegu máli. En það er ekki síður mikil- vægt að takist að efla fleiri fyrirtæki í útflutnings- starfsemi. Starfsemi Útflutningsráðs skiptir þessi fyrirtæki mestu máli.“ Geir A. Gunnlaugsson í Mbl. 18. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.