Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 29
X>V MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 29 Eitt málverkanna á sýningunni í Hafnarborg. Myndlist frá Slés- vík-Holtsetalandi í Hafnarborg, Hafnarfirði, stendur nú yfir sýning á málverk- um eftir fimm myndlistarmenn frá Slésvík-Holtsetalandi. Sýning þessi er í beinu samhengi viö ferð, sem öldungaráð landsþings Slés- víkur-Holtsetalands tókst á hend- ur til Islands í fyrra. Listamenn- imir fimm eru Ilse Ament, Brigitta Borchert, Michael Arp, Johannes Duwe og Peter Nagel og eru þau öll þekkt á heimaslóðum sínum og hafa hlotið margs konar viðurkenningar fyrir list sina. Sýningin stendur til 24. ágúst og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. Sýningar Einn miði - tvö söfn Sjóminjasafn íslands og Byggða- safn Hafharfjarðar hafa nú tekið sig saman og bjóða afsláttarmiða á kr. 200 sem gildir að báöum söfnun- um. Byggðasafnið er í þremur hús- um: Sívertsenhúsi, Siggabæ og Smiöjunni. í Sjóminjasafninu eru til sýnis munir og myndir sem tengjast fiskveiðum og siglingum fyrri tíma. Ensk útgáfa af kvik- myndinni íslands þústrnd ár er sýnd af myndbandi í sumar. Söfnin eru opin alla daga kl. 13-17. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur undir á píanó hjá Muff Worden. Söngtónleikar í kirkju Muff (Ethelwyn) Worden kontra- alt og Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari munu flytja tónlist eft- ir Mozart, Schumann, Brahms, Fauré, Copland, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Sigurð Vilhjálmsson og Inga T. Lárusson, í kirkjunni á Seyðis- firði í kvöld kl. 20.30. Um er að ræða tónleika í tónleikaröðinni Bláa kirkjan. Muff Worden hefur mikla reynslu af kennslu og kórstjóm í Bandaríkjunum. Hún hefur leik- stýrt og leikið í söngleikjum og sungið með atvinnumannasönghóp- um og haldið einsöngstónleika. Muff kom til íslands 1997, flutti til Seyðisfjarðar þar sem hún kenndi, söng og var afleysingaorganisti. í vetm- mun hún kenna við tónlistar- skólann á Stöðvarfirði og vera org- anisti og kórstjómandi við Fá- skrúðsfjarðarkirkju. Tónleikar Strokkvartettinn Anima Strokkvartettinn Amina, sem skipaður er ungum tónlistarkonum, heldur tónleika í ÍR-húsinu við Landakot í kvöld kl. 20.30. Leikin verða verk eftir Jón Leifs, Borodin og Stravinsky. Meðlimir kvartetts- ins, sem hafa nýlokið námi við Tón- listarskólann i Reykjavík, eru Álf- heiður Hrönn Hafsteinsdóttir, fiðla, Hildur Ársælsdóttir, fiðla, Sólrún Sumarliðadóttir, selló og Valgerður Ólafsdóttir, víóla. Danstónlist á Gauknum Hljómsveitin Reggae on Ice hefur, eins og margar aðrar hljómsveitir, verið á ferð og flugi um landið í sumar við dansleikjahald. Hljóm- sveitin ætlar að gera stutt stopp í borginni og leika í Tryggvagötunni í kvöld og annað kvöld á Gauki á Stöng. Þar verður í fyrirrúmi létt og skemmtileg tónlist og vist er að hljómsveitin mun ná upp góðri stemningu þar sem og annars stað- ar. Á fostudag liggur síðan leiðin norður yfir heiðar og alla leið til Skemmtanir Húsavíkur þar sem Reggae on Ice mun skemmta í Hlöðufelli. Á laug- ardaginn liggur leiðin svo austur á Þórshöfn þar sem dansleikur verður um kvöldið. Uppistand á Sir Oliver Grínistar koma saman á Sir Oli- ver í kvöld og standa fyrir uppi- standi (Stand-up). Meðal þeirra sem koma fram eru Vilhjálmur Goði og Sveinn Waage. Kynnir kvöldsins er Bergur Geirsson. Grínistarnir hefja leik kl. 22.00. Reggae on lce skemmtir á Gauknum í kvöld og annað kvöld. Skúrir síðdegis í dag verður austankaldi og rign- ing norðan og austan til en hægari og skúrir suðvestanlands fram eftir Veðríð í dag degi. Austangola og súld eða rigning norðaustanlands en skúrir annars staðar síðdegis. Fremur hæg breyti- leg átt og skúrir í nótt. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola eða kaldi fram eftir morgni en síðan fremur hæg breyti- leg átt. Skúrir og hiti 10 til 14 stig. Sólarlag f Reykjavík: 21.31 Sólarupprás á morgun: 05.33 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.50 Árdegisflóð á morgun: 5.16 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflugvöllur Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Osló Stokkhólmur Algarve Amsterdam Barcelona Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Luxemborg Mallorca Montreal New York Nuuk Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg þoka í grennd 5 skýjaö 7 léttskýjaö 6 skýjaö 8 súld 10 skýjaö 4 úrkoma í grennd 10 súld 10 úrkoma í grennd 10 rigning 14 léttskýjað 16 léttskýjaö 15 16 heiöskírt 20 súld á síö.kls. 18 rigning 24 léttskýjaö 18 skúr 20 léttskýjaö 16 rigning 16 léttskýjaö 7 skýjað 16 hálfskýjaö 13 skýjaö 25 skýjað 24 skýjaö 23 alskýjaö 5 alskýjaö 26 skýjaö 16 þokumóöa 23 léttskýjaö 20 léttskýjaö 21 heiöskírt 16 Vegir í góðu ástandi Færð á landinu er yfirleitt góð. Hálendisvegir eru flestir færir fjallabílum, einstaka leiðir eru þó fær- ar öllum vel búnum bílum. Á nokkrum stöðum eru vegavinnuflokkar að lagfæra vegi, meðal annars á Færð á vegum Snæfellsnesi og Suðurlandsundirlendi, og ber bíl- stjórum aö virða merkingar áður en komið er að þeim köflum. ^►Skafrenningur 0 Steinkast 0 Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkai C^) Ófært m Þungfært (g) Fært fjallabilum Ástand vega Daníel Varmdal Litli drengurinn, sem sefur vært í rúminu sínu, hefúr nafnið Daníel Varmdal Hrafnsson. Hann fæddist á fæðingar- Barn dagsins deild Landspítalans 20. maí síðastliðinn kl. 17.26. Hann var við fæðingu 4015 grömm aö þyngd og 53 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Hanna Kristín Bjömsdóttir og Hrafn Varmdal og er Dan- íel þeirra fyrsta barn. Gwyneth Paltrow og John Hannah í rómantísku atriði. Tvær sögur Laugarásbíó sýnir bresku kvik- myndina Sliding Doors, mynd sem hefur farið sigurfor um allan heim. Þykir hún á margan hátt frumleg. í henni era sagöar tvær sögur út frá sama atvikinu. Gwy- neth Paltrow leikur unga stúlku sem verður fyrir því áfalli einn morguninn að vera sagt upp í vinnunni. Skipting á sögum verð- ur þegar hún er á leiðinni heim. í annarri sögunni missir hún af neðanjarðarlestinni, kemur frekar seint heim og rétt missir af því að gana í fangið á viðhaldi kærasta síns. í hinni sögunni nær hún lestinni, hittir fyrir sjarmerandi mann sem tekur hana tali, kemur heim að kærastanum í rúminu með viðhaldinu og fer að heiman. Út frá ////////, Kvikmyndir þessum tveimur sög- um er spunnið sitt í hvora áttina á skemmtilegan máta og er sérlega vel fariö með vand- meöfarið efni. Hin efhilega bandaríska leik- kona Gwyneth Paltrow fer létt með að ná góðum enskum fram- burði á sama hátt og hún gerði í Emmu. í hlutverkum mannanna tveggja í lífi hennar era John Hannah og John Lynch. Leikstjóri er Peter Howitt. Nýjar kvikmyndir: Bíóhöliin: Lethal Weapon 4 Bíóborgin: City of Angels Háskólabíó: Dark City Kringlubíó: Armageddon Laugarásbíó: Sliding Doors Regnboginn: Göng timans Stjörnubíó: He Got Game Krossgátan 7“ r~ ’i \ F f- f- J 0 ir J L U ir 11 J n _ r? wT r lo j zT i Lárétt: 1 niðursuðuvara, 7 fjárráð, 8 sprænu, 10 kjaftasaga, 11 glatar, 13 fljótræði, 14 þjóta, 15 kropp, 17 ljóma, 20 duggi, 21 gort. Lóðrétt: 1 farmur, 2 veiddir, 3 höfða, 4 mark, 5 fóðrar, 6 hreinar, 9 brúnum, 12 vofa, 14 áköf, 16 ónæði, 18 strax, 19 tvíhljóði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hylja, 6 vá, 8 Esja, 9 mar, 10 stúrin, 11 tafðist, 13 særa, 15 nit, 16 staðan, 18 ætli, 19 inn. . Lóðrétt: 1 hests, 2 ysta, 3 ljúfra, 4 * jarðaði, 5 ami, 6 vansi, 7 áráttan, 12 inni, 14 ætt, 16 sæ, 17 an. Gengið Almennt gengi LÍ19. 08. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaun Sala Tollgengi Dollar 71,640 72,000 71,490 Pund 115,840 116,440 118,050 Kan. dollar 46,770 47,060 47,570 Dönsk kr. 10,4610 10,5170 10,5130 Norsk kr 9,3080 9,3600 9,4840 Sænsk kr. 8,7860 8,8340 9,0520 Fi. mark 13,0970 13,1750 13,1790 Fra. franki 11,8770 11,9450 11,9500 Belg. franki 1,9306 1,9422 1,9434 Sviss. franki 47,5600 47,8200 47,6800 Holl. gyllini 35,3100 35,5100 35,5400 Þýskt mark 39,8300 40,0300 40,0600 ít. líra 0,040360 0,04062 0,040630 Aust sch. 5,6600 5,6960 5,6960 Port escudo 0,3896 0,3920 0,3917 Spá. peseti 0,4690 0,4720 0,4722 Jap. yen 0,495900 0,49890 0,503600 irskt pund 99,810 100,430 100,740 SDR 94,730000 95,30000 95,300000 ECU 78,5000 78,9800 79,1700 Simsvari vegna gengisskréningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.