Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
Spurningin
Hefuröu feröast eitthvaö
um landiö í sumar?
Gylfi Ágústsson afgreiðslumað-
ur: Nei.
Björgvin Rúnarsson verktaki: Já,
ég fór á þjóðhátíð.
Álfrún Guðrúnardóttir: Já, heil-
mikið. M.a. austur á land og á Snæ-
fellsnes.
Helena Svava Jónsdóttir: Já, til
Akureyrar.
Amdís Amardóttir: Já, til Akur-
eyrar og Egilsstaða.
Hermann Guðbrandsson, starfs-
maður í Kringlunni: Voöalega lít-
ið.
Lesendur
Allt fyrir lénið,
lýðurinn borgar
- bifreiöagjöldin undarlegu og öll hin
*■ -
Akaborgin horfin og nú er gjaldiö 1000 kr. f göngin. Hlýtur að vera sá kostn-
aöur viö aö leggja Akraborg niöur, þ.e.a.s. mismunurinn sem þarna er um aö
ræöa
Tryggvi Bjarnason skrifar:
Hvaða skattur er „bifreiðagjöld",
og hvemig stendur á því að hann er
enn við lýði eftir að búið er að
leggja Bifreiðaeftirlit ríkisins nið-
ur? Það er ekki nóg að bjóöa kjós-
endum spamað með hagræðingu
eða fækkun á rikisreknum eining-
um ef ekki leggst niður kostnaður-
inn eins og t.d. meö bifreiðaskoðun.
Það gjald þurfa eigendur nú að
greiða skoðunarstöðvum auk skrán-
ingagjalds og hvaðeina sem búið
hefur verið til vegna nýrra skoðun-
arstöðva. - Áður var þetta allt inni-
falið í bifreiðagjöldunum og þaö
vom einmitt þau sem stóðu undir
rekstri eftirlitsins.
Með aflagningu fleiri ríkisrek-
inna fyrirtækja má búast við meiri
sköttun. Má þar t.d. nefna Akra-
borgina.
- Þegar talað var um að ráðast í
Hvalfjarðargöng upplýsti sam-
gönguráðherra að það myndi kosta
300-400 kr. á bíl í göngin. Nú er
gjaldið 1000 kr.! Þetta hlýtur að vera
sá kostnaður við að
leggja Akraborg niður, þ.e.a.s.
mismunurinn sem þama er um að
ræða . Og hvemig stendur á því í
einkavæðingu á samkeppnisgrund-
velli að leggja þurfi niður fyrirtæki
til að annað geti gengið? Eða er það
hugsunin að baki? Hvar er Sjálf-
stæðisflokkurinn? Flokkurinn sem
er svo á móti sköttum að hann hef-
ur haft það í stefnuyfirlýsingum æ
ofan í æ að leggja niður skatta. Ekki
síst tekjuskattinn. Þaö hefur aldrei
verið lagt eins mikið af sköttum á
einstaklinginn síðan árið 1991 gekk
í garö. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
alltaf haldið því fram að það væm
kommúnistar sem leggðu á skatt-
ana. - Hvaða flokkur er þá stærsti
kommúnistaflokkurinn í dag sam-
kvæmt þeirra eigin kenningu?
Eða þá olíuskatturinn? Hann er
enn við lýði. Hvemig stendur á því
aö ekki er búið að setja hann inn
í olíuverðið eins og aðra skatta
sem era inni í bensínverðinu?
Hvem er verið að vemda? Kannski
veit Sverrir þetta og svarar því.
Hvar er samkeppnin? Hvar er
frjálsræðið? Hvar er einkavæðing-
in? Hvar er lækkun skatta? - Er
Stalín hér? Auðvitað ekki. En allt
fyrir lénið, lýðurinn borgar.
Að kæfa sannleikann
Sigríður Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri HoHvinasamtaka
Háskóla íslands, skrifar:
í DV þriðjudaginn 11. ágúst birt-
ist stúfur þar sem greint frá því aö
Steingrímur J. Sigfusson sé að und-
irbúa framboð vítt og breitt um
landið sem vafalaust er rétt. Öllu
verra er hins vegar þegar sagt er
að Ögmundur Jónasson sé að íhuga
að taka sæti á „lista Steingríms" í
Reykjavík. Hvað gengur frétta-
skríbentum frjálsra og óháðra fjöl-
miðla til með því að fara svona
með sannleikann?
Mergurinn málsins er sá að
skoðanasystkini Ögmundar Jónas-
sonar til vinstri við krataflokkana,
núverandi og væntanlega, hafa þeg-
ar stofnað með sér samtök sem
heita Stefna - félag vinstri manna.
Stefna var reyndar stofnuð í maí sl.
og hefur starfað ötullega á þessu
sumri við að undirbúa öfluga
stjómmálaumræðu á vetri kom-
anda.
Getur verið að Ögmundur Jónas-
son og stuðningsmenn hans séu of
mikil ógnun fyrir stórkratana og
því sé reynt að beina sjónum fjöl-
miðlaneytenda fremur að Stein-
grími? Hvert sem svarið kann að
vera er það víst að í þeim pólitíska
ólgusjó sem væntanlega mun ríða
yfir með hauststormum munu Ög-
mundur Jónasson og félagar leiða
umræðu á vinstri vængnum og
skoða samstarf á eigin forsendum.
Á röngum gagnagrunnsbrautum
í stofnun íslenskrar erföagreiningar.
Jón Sigurðsson skrifar:
Enn linnir ekki umræðu um ís-
lenska erfðagreiningu og hið fræga
gagnagrunnsfrumvarp. Þar vekur
m.a. athygli að aldrei hefur verið
gert uppskátt hveijir aðalhöfundar
þess vora. Ég gruna þó Kára Stef-
ánsson um að vera aðalhöfundinn.
Frumvarpið um gagnagrunninn
hefur ekki aðeins vakið athygli hér
á landi. Minna má á umfjöllun
þýská tímaritsins Der Spiegel. Þá
hefur danska blaðið Politiken tekið
málið til umfjöllunar í tilefni af því
að íslensk erfðagreining virðist
vera að teygja anga sína til Fær-
eyja.
í leiðara Politiken 27. f.m. er
fjallaö um mál þetta og segir þar
m.a. í lauslegri þýðingu: „íslensk
yfirvöld hafa veitt fyrirtæki einka-
rétt á skráningu erfðaefna þjóðar-
innar. Frá siðrænu sjónarmiði er
það sérlega varhugavert framferði.
En einnig í öðra tilliti era íslend-
ingar á röngum brautum. Þjóðfélag
á ekki að fara með upplýsingar um
erfðaefni þjóðar sinnar sem vörur
er seljast hæstbjóðanda. Og það á
heldur ekki að veita einkaleyfl sem
ýtir rannsóknum lengra í átt til
leyndar-prangs og pukurs."
Eins og í leiðaranum segir telur
blaðið að íslensk stjórnvöld hafi
lent þar á röngum brautum (“paa
gale veje“). - Líklega hefur leiðara-
höfundur Politiken rétt fyrir sér
þegar haft er í huga að nú þegar
hefur þurft að grípa fram fyrir
hendur forráðamanna íslenskrar
erfðagreiningar. Og það tvívegis.
Ef Keikó
deyr hér...
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
í DV þann 4. þ.m. birtist ágæt
grein eftir Kristján Jóhann Jóns-
son rithöfund undir heitinu „111-
hvelið Keikó“. Ég tek undir hans
orð. - Á sínum tíma hélt ég að
Keikómáliö væri mjög gott mál
en að vel athuguðu máli sé ég
ekkert gott við það lengur. Ef
Keikó déyr í Eyjum, sem er mjög
líklegt, þá verður okkur íslend-
ingum kennt um. Það sem þó er
verst er að alþjóðlegt samsæri
myndi beinast gegn íslandi og
flskveiðistefhu hennar. Það er
ekkert leyndarmál að ýmis öfl
erlendis virðast vilja feigt frelsi
okkar tfl fiskveiða. í dag virðist
ekki veita af sérhverjum íslend-
ingi sem þjóðemissinna. Við
skulum standa þétt saman.
Fjármagna
bensínstöðvar
Spalarkortin?
Geirmundur Vilhjálmsson,
Grundarfiröi, skrifar:
Þegar ég hugðist kaupa mér 40
ferða kort í Hvalfjaröargöngin
rak ég mig á að þau virðast ekki
öllum ætluð. 40 ferðir veröur að
greiða með peningum eða ein-
greiöslu Visa. Sem sé 24.000 kr.
Ég hafði samband við skrifstofu
Spalar og þar á bæ töluðu þeir
um hvort ég gæti ekki samiö við
bensínstöðina um að skipta
greiðslunni fyrir mig. Bensín-
stööin átti að fjármagna kortin
fyrir Spöl! Verði ekki breyting á
þá hafa einungis þeir hærra
launuðu í þjóðfélaginu eöii á aö
nýta sér ódýrari ferðirnar. Ekki
tel ég að verkamaður eigi afangs
24.000 kr. við mánaðamót.
Góð grein
Eyþórs
Arnalds
Sigurður Kristjánsson skrifar:
Ég las áhugaverða kjallara-
grein eftir Eyþór Amalds í DV
10. ágúst sl. Þar ræðir hann út-
gjöld til menningarmála í
Reykjavik og að þau hafl dregist
saman, úr 5,5% í 3,9% á því
timabili sem R-Iistinn hefur ver-
ið við völd í Reykjavik. Og á
sama tíma hefði skrifstofukostn-
aöur borgarinnar margfaldast.
Þetta kom mér satt aö segja á
óvart og finnst mér furðulegt að
menningarvitar og listaspírur
skuli ekki hafa mótmælt þessum
niðurskurði kröftuglega. Það
væri örugglega búið að mótmæla
þessu og reka upp kvein stæði D-
listinn fyrir þessum niður-
skurði. Ég veit ekki til þess að
rekstur borgarinnar sé orðinn
flóknari en áður og vildi því
gjaman vita hvað valdi þessu.
Kratar; hvað
um ESB?
Haraldur Sigurðsson hringdi:
Mig er farið að lengja ofsalega
eftir að heyra krata taka upp
ESB-málið á ný. Segja okkur
kjósendum og öflum landslýð
hvaða stefnu þeir ætla að hafa á
inngöngu íslendinga í Evrópu-
sambandið þegar þeir ganga í
hjörg með Alþýöubandalaginu
og til sameiginlegs kjörs til Al-
þingis. Ég tek fram að ég vil ekki
endilega ESB-inngöngu, ég vil
frekar fá aðild að NAFTA-tofla-
bandalaginu. Um það þorir eng-
inn að tala. En ég vil þó frekar
ESB en ekkert bandalag því þaö
yrði okkar banabiti. Nú skuída
kratar okkur svar.
Ég treysti forráðamönnum Al-
þýðuflokksins til að setja fram
sína stefhuskrá í þessum mikil-
væga málaflokki.