Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 7 Hólastóll kallar Þó kannanir gefi ekki til kynna bráðan byr í framboðssegl Stein- gríms J. Sigfússonar stefnir hann eigi að síður ötullega að því að fá menn í framboð fyrir sig í öllum kjördæm- um. I Norður- landi vestra binda stuðnings- menn hans von- ir við að fá Jón Bjamason, skólastjóra á 1 Hólum, sem oddvita fyrir slíkan lista. Jón er mjög vel metinn og yrði fengur fyrir Steingrím. Hins veg- ar er meö öllu óvíst að hann tæki slíkri málaleitan vel þó innan Al- þýðubandalagsins hann hafi lengi verið álitinn hallur undir þistilskalla. Þess má geta að Jón er mágur sr. Hjálmars Jónsson- ar, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins... Vonarpeningur Þó að Kristinn H. Gunnars- son, alþingismaður Alþýðu- bandalagsins, virðist fráhverfur framboði á Vestfjörðum fyrir sameinaðan lista vinstrimanna standa honum ýmsar dyr opnar._ Margir fram- sóknarmenn telja í honum vonarpening og vilja sjá hann í framboði á þeirra vegum. Mikill upp- gangur Kögunar hf. upp á síðkastið þykir auka lík- ur á því að forstjóri hennar, Gunnlaugur M. Sigmundsson, helgi sig fyrirtækinu og dragi sig úr þingmennsku fyrir Framsókn á Vestfjörðum. Þá, segja fram- sóknarmenn opnast tryggt sæti fyrir Kristin... Kaffidraumur Bruninn í Tunglinu eyðilagði draum nokkurra kátra sveina um að setja á stofti nýstárlegt kaffi- hús I kjallaranum þar sem kaffi- húsið Rosenberg var áður. í eld- gamla daga var Rosenberg vígi Ólafs Friðriks- sonar sem hélt þar daglega rit- stjómarfundi Alþýöublaðsins meðan hann ritstýrði því. Meðal helstu forsprakka nýja kaölhússins var fréttamaðurinn góðkunni, Sigursteinn Másson, sem gerði hina frábæru úttekt á Geirfinnsmálinu sællar minning- ar. Félagamir munu þó ekki hafa látið deigan sígan heldur leita að nýju húsnæði fyrir kaffiskraf... Myrkrahöfðinginn Nú er loks lokiö tökum á myndinni Myrkrahöfðinginn sem Hrafn Gunnlaugsson gerir en söguþráður hennar er innblásinn af Píslarsögu Jóns þumals Magnússonar sem taldi sig fórn- arlamb galdra. Af því tilefni em væntanleg til landsins þeir Bo Jonson sem var forstjóri sænsku kvik- myndastofnun- arinnar og Sam Nilsson, sjón- varpsstjóri bæði Kanal-1 og TV-2 í Svíþjóð. En sænskir leggja nokkuð til myndarinnar. Hrafn hyggst fara meö þá félagana vest- ur á firði á slóðir galdramanna en Píslarsagan gerðist einmitt þar... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn (a fT. is Fréttir íslenskur uppfinningamaður á Irlandi: Nýtt neyðarloftnet fyrir skútur „Hugmyndin er sú að það taki sem stystan tlma að senda út neyðarkall,“ segir Gestur Gestsson, íslenskur uppfinningamaður á ír- landi, um nýtt neyðarloft- net sem hann hefur búið til fyrir skútur og þegar hefur hlotið umfiöll- im fagtímarita rnn seglskútur. „Kostur loft- netsins er sá hversu skamman tíma það tek- ur að fara í gang, það fer í gang um leið og því er lyft upp af veggnum og allt ferlið á ekki að taka meira en tíu sekúndur. í flestiun tilvikum þá þurfa menn að senda neyðarkall með talstöð en þar sem talstöðvar eru yfirleitt skrúfaðar inn í þil getur verið erfitt að hafa snör handtök við notkun þeirra. Loftnetið á því að auðvelda mönnum að bregðast fljótt við á neyðarstundu," segir Gestur. Að sögn Gests vann hann að uppfinningunni í átta ár áður en afraksturinn leit dagsins Ijós: „Þetta hófst með því að ég kynnti IDA-stofnuninni á írlandi Gestur Gestsson, uppfinninga- maður á írlandi, hefur vakið at- hygli fyrir nýtt neyðarloftnet í skútur sem hann á heiðurinn af. hugmyndina og þeir féllust á að veita mér styrk til verk- efnisins. Stofnunin er á vegum irska ríkisins og ætlað að efia nýsköpun í tækniiðnaði með því að styrkja uppfinninga- menn til að vinna að uppfinningum sín- um, auk þess sem stofnunin sér þeim fyrir ráð- gjöf þangað til hug- myndin er loksins orð- in að upp- finningu. Að því loknu verða menn hins vegar sjálf- ir að koma upp-' finningu sinni á framfæri og slíkt getur verið þrautin þyngri þar sem flesta skortir fiárhagslegt bol- magn til þess.“ Gestur lauk á sínum tíma prófi frá Iðnskólanum í rafeindavirkj- un en hefur nú verið búsettur á írlandi um fimmtán ára skeið. Gestur segist upphaflega aðeins hafa ætlað sér að koma þar í stutta heimsókn. „Síðan dróst það nú á langinn að ég færi heim aft- ur. Ég kynntist til að mynda kon- unni minni og ákvað í framhaldi af því að setjast hér að,“ sagði Gestur. -kjart Til mikils er að vinna í krakkapakkaleik DV og Kjörfss. DV-mynd Pjetur Ævintýralegur krakkapakkaleikur - til mikils að vinna Þessa dagana efna Krakka- klúbbur DV og Kjörís til krakkapakkaleiks og eru glæsi- legir vinningar í boði. Þátttöku- seðlum var dreift til allra áskrif- enda DV laugardaginn 15. ágúst en einnig er hægt að nálgast þá á næsta sölustað Krakkapakka og mega allir krakkar taka þátt. Leikurinn er þannig að klippa skal út þrjá Tígra, sem birtast í auglýsingum Kjöríss í DV, og líma þá á þátttökuseðilinn. Út- fylltan seðilinn ásamt tveimur strikamerkjum af krakkapökkum, sem innihalda grænar, gular eða vanillu-flaugar eða græna, ávaxta eða súper Hlunka skal senda til Krakkaklúbbs DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, í umslagi merktu Krakkapakkaleikur, fyrir 26. október næstkomandi. Nöfn vinn- ingshafa verða birt í DV á hveij- um miðvikudegi frá 26. ágúst til 28. október og geta hinir heppnu nálgast vinningana hjá Krakka- klúbbnum í DV-húsinu, Þverholti 11, eða hjá umboðsmönnum um land allt. Sem fyrr segir er til mikils að vinna og má sem dæmi taka 10 LEGO Scala draumahús, 10 ævin- týramusteri faróa og fyrsta fiar- stýrða bílinn frá LEGO ásamt 3000 bolum. Ekki má gleyma því að þátttökuseðillinn er eigi við eina fiölina felldur þar sem hann er frambærilegur þrautaleikur fyrir alla fiölskylduna í hjáverk- um. flðeins 25 sæti Stökktu til Benidorm 2. sept. fná a Srfustu eru !£etin Nú getur þú nýtt þér hreint ótrúlegt tilboð Heimsferða í sólina og komist til Benidorm fyrir lægra verð en nokkru sínni hefur sést. Við seljum nú síðustu 25 sætin í ferðina 2. september. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Við tryggjum þér gistingu í hjarta Benidorm, íbúðir eða stúdíó, og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 19*932 M.v. hjón með 2 börn, í viku. Verð kr.29.960 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, í viku, 2. sept. Verð kr. 39*960 M.v. 2 í íbúð/studio, í 2 vikur, 2, sept. / HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 www.heimsferðir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.