Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krðnur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 Níu hross drápust í Norrænu „Það sem vitað er að það er búið að kryfja hrossin og þau drápust ekki úr smitsjúkdómi. Þau fóru út í gripa- flutningabíl norðan úr landi og fóru lifandi héðan. Önnur 15 hross voru í búfjárgámi og það var allt í lagi með þau. Að öðru leyti get ég ekki sagt annað en að það er eftir að fá skýring- ar á þessu hörmulega slysi,“ sagði Jónas Hailgrimsson, framkvæmda- stjóri Austfars ehf. á Seyðisfirði, við DV í morgun aðspurður um dauða níu hrossa um borð í Norrænu eftir að skipið fór frá íslandi í siðustu viku. Hrossin sem drápust voru færð frá borði í Þórshöfn í Færeyjum. Eftir það voru þau flutt til Danmerkur þar sem krufning fór fram. Jónas kvaðst mundu ræða við ís- lenskan eftirlitsmann hrossanna þeg- ar Norræna kæmi til Seyöisfjarðar á morgun. Grunur leikur á að hrossin hafi kafnað en það hefur ekki verið staðfest. Jónas sagði að beðið væri eft- ir lögregluskýrslu frá Danmörku.-Ótt Ökumaöur mótorhjóls ökklabrotnaöi og hlaut meiðsl á mjöðm og handlegg þegar hann kastaðist í götuna á mót- um Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar í gær. Hjólinu var ekið til suð- urs en ökumaðurinn var að forðast bil sem var að taka beygju. DV-mynd S Arthur Bogason: Klikkhausar „Það eru klikk- hausar sem stjóma þessari stofriun. Þeir hafa notið virðingar en eru nú með allt niðrum sig,“ segir Arthur Bogason, for- maður Landssam- bands smábátaeig- enda, um forsvars- menn Alþjóða nátt- úmvemdarsjóðsins, WWF, sem leggja til að flskiskipafloti í heiminum verði skorinn niður um 2/3 vegna rányrkju í heimshöfúnum. Arthur segir að málflutningurinn einkennist af árásum á sjómenn og fiskverkafólk og sé ekki byggður á neinum rökum. „Það era til einangrað tilvik um rányrkju en það er bara kjaftæði að al- mennt séu hafsvæði að fara til helvít- is,“ segir Arthur. Arthur Bogason. Kvennalistinn stóð fyrir opnum fundi um afskiptaleysi í samfélaginu í gær. Á myndinni má sjá Hildigunni Ólafsdótt- ur afbrotafræðing og Georg Kr. Lárusson, lögreglustjóra í Reykjavík. DV-mynd Teitur Vaxandi afskipta- leysi Kvennalistinn stóð í gær fyrir opnum rabbfundi um afskipta- leysi og afskiptasemi í samfélag- inu. „Við vorum þarna að ræða hvort þróunin væri sú að afskipta- leysi væri að aukast í samfélaginu og borgararnir sinntu ekki hverjir öðrum í neyð,“ sagði Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur sem var ein þeirra sem höfðu fram- sögu á fúndinum. Fjallað var um afskiptaleysi al- mennt á fundinum en atvik á Reykjanesbraut fyrir skömmu, þar sem kona varð fyrir hrotta- legri árás, hafa komið af stað mik- illi umræðu um hvort afskipta- leysi sé að færast í vöxt. Fyrir liggur að fjöldi manna ók fram hjá konunni þrátt fyrir að hún væri í nauðum stödd. Meðal annarra sem töluðu á fundinum voru Ge- org Kr. Lárusson lögreglustjóri og ung kona sem lýsti reynslu sinni af því þegar ráðist var á hana í miðborg Reykjavíkur. Um þrjátíu manns sóttu fundinn. -kjart Þreifingar milli Uröar, Veröandi, Skuldar og ÍE Fjárfestar hafa rætt við Kára - ótímabært að ræða samstarf, segir Tryggvi Pétursson Fjárfestar sem tengjast hinu nýja erfðafyrirtæki Urði, Verðandi og Skuld hafa samkvæmt heimildum DV rætt við íslenska erfðagreiningu um einhvers konar samstarf. Tryggvi Pét- ursson, sem ásamt Bemharð Pálssyni er helsti hvatamaður nýja fyrirtækis- ins, telur þó ótímabært að ræða sam- starf fyrirtækjanna að svo stöddu. Kári Stefánsson er hins vegar þeirrar skoðunar að æskilegt væri að fmna flöt á samstarfi sem gæti tryggt tilvist beggja. Þeir fjárfestar sem af hálfu nýja fýr- irtækisins hafa þreifað á samstarfi við íslenska erfðagreiningu era þeir Jón Pálmason úr Hagkaupsfj ölskyld- unni og Sigurður Öm Bogason hjá Baugi, sem er eignarhaldsfélag að Hagkaupi, Nýkaupi og Bónusi. Auk þess hefúr Guðmundur Frank- lín Jónsson, verðbréfasali á Wall Street, rætt við Kára Stef- ánsson um sama efni. „Við höfúm alls ekki hreytt okkar áætlunum og á þessari stundu stefnum við ótrauðir að því að stofna sjálfstætt fýr- irtæki og höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um sam- starf við íslenska erfðagrein- ingu, sem við metum þó mikils," sagði Tryggvi Pétiu’sson. Hann kvað ljóst að spenningur væri fýrir fyrir- tækjum af þessu tagi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og engum vand- kvæðum yrði bundið að fjármagna það. Urður, Verðandi og Skuld hygð- ist hins vegar fara gætilega af stað og ekki hefðu verið teknar ákvarðanir um hversu stór skref yrðu stigin í fyrstu Hann sagði enn fremur að stefnt yrði að sem stærstri innlendri eignaraðild. Kári Stefánsson sagði við DV í gær að hann hefði engan áhuga á að útiloka ný fýrir- tæki. „Ég er alfarið hlynntur því að við reynum að flnna samstarfsflöt til að tryggja til- vist beggja fýrirtækjanna, til hagsbóta fýrir okkar litla samfélag," sagði Kári. Samkvæmt heimildum DV hefur meðal annars verið reifuð sú hug- mynd að nýja fýrirtækið gæti til dæmis unnið úr ýmum niðurstööum sem verða til við rannsóknir ÍE og skilgreint frekar með hvaða hætti er- lend stórfyrirtæki á sviði lyfjaiðnaðar Kári Stefánsson. Veðrið á morgun: Víða skúrir á landinu Á morgun býst Veðurstofan við austlægri átt, golu eða kalda, en fremur hægri breytilegri átt suðvestan til. Skúrir verða víða um land en hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. gætu notfært sér þær til að framleiða lyf gegn sjúkdómum. Erlendis tíðkast að líftæknifýrirtæki sérhæfi sig í for- vinnu sem byggist á þvi að þróunar- ferli sjúkdóma, þar sem búið er að flnna meingenið, era rannsökuð til að finna hvar hægt er að grípa inn í ferl- ið með lyfjum sem gætu læknað eða mildað viðkomandi sjúkdóm. Lyfja- fýrirtækin taka síðan við og glíma við sjálfa lyfjaþróunina. Samkvæmt heimildum DV er lík- legt að þekktir íslenskir vísindamenn sem tengjast læknisfræði, búsettir er- lendis, muni ganga til liðs við Urði, Verðandi og Skuld á næsfrmni. Hóp- urinn sem vinnur að stofnun fyrirtæk- isins heldur þessa dagana fundi með innlendum flárfestum og blaðamanna- fundur er fýrirhugaður í vikunni. -ÖS í i i i i i i i i i i i i i i i 4 i i i i é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.