Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 Fréttir Rannsókn segir fiskiskipaflotann allt of stóran: Á aHs ekki vid um íslendinga - segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva „Ég held að þetta sem fram kemur þarna eigi einfaldlega ekki við um okkur Islendinga. Hér hefur sjávarút- vegur verið byggður upp þannig að skip hafa verið að úreldast. Til að gera þennan rekstur mögulegan getur flotinn ekki verið of stór þannig að ég Arnar Sigurmundsson. tók þetta ekki mikið til okkar," segir Amar Sigurmundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, um þær niðurstöður rannsóknar Alþjóða náttúruverndarsjóðsins að fækka þurfi 2/3 af fiskiskipum heimsins. Skýrslan er sögð staðfesta að allt of stór fiskiskipafloti sé ein helsta orsök þess að lífríki hafanna sé við það að verða ein rjúkandi rúst vegna hömlu- lausrar græðgi fiskveiðiþjóða heims- ins. íslendingar hafa skorið niður afla í þorski stórlega á undanfórnum árum og veiðar eru nú nálægt sögu- legu lágmarki eða um 200 þúsund tonn á ári. Eðlileg ársveiði af þorski er talin vera um 350 þúsund tonn. „Hér er frekar vaxandi afli þannig að ég hef frekar áhyggjur af því til lengri tíma að það væri nauðsynleg töluverð endumýjun í fiskiskipaflota okkar. Þessi krafa á alls ekki við um okkur að mínu viti,“ segir Amar. „Það eru margar þjóðir sem átt hafa allt of stóran fiskiskipaflota. Þar er skemmst að minnast þess að Kanadamenn vora með um 100 togara til sölu. Það gildir um mörg Evrópu- ríki sem eiga of stóra flota,“ segir Amar. -rt Samkvæmt skýrsiu Alþjó&a náttúruverndarsjó&sins eru fiskistofnar í mikilli útrýmingarhættu vegna allt of stórs fiskiskipaflota. Þetta á ekki viö um ís- lensk fiskiskip, segir Arnar Sigurmundsson. Hér má sjá íslenska sjómenn viö vinnu sína. DV-mynd rt Ummæli forsetans um erföamál:: Fyrsta sem sagt er af viti - segir Björn Grétar Sveinsson „Þetta er það fyrsta sem sagt hef- ur verið af viti í þessari umræðu," segir Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands, um þau ummæli Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta íslands, sem snúa að einkaleyfi á erfða- grunni. í ræðu sinni á Hólahátíð varaði forsetinn við þvl að farið yrði of geyst í því aö úthluta einka- Björn Grétar Sveinsson. leyfi á upplýsing- ar úr sjúkra- skrám. Þessi um- mæli hafa valdið miklum titringi og þau hafa verið túlkuð á ýmsa vegu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður taldi þau algerlega óviðeig- andi vegna eðlis emættis Forseta íslands. Margir hafa orðið til að fagna ummælun- um. „Þama er hugs- unin dýpri en í Trúboðastellingin því sem fólkiö hefur verið matað á hingað til. Ég er reyndar hissa á því að ágætlega menntaðir menn skulu rjúka upp til handa og fóta og láta gamla fýlu ná yfirhöndinni," segir Bjöm Grétar. Samkvæmt heimildum DV mun verkalýðshreyfingin taka framvarp- ið um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði til umfjöllunar í haust áður en Ólafur Ragnar Grímsson. Clinton Bandaríkja- forseti er trúaður mað- ur. Það kom fram í skýringu stjómmála- fræðiprófessors í gær. Hann er líka breyskur og á í vandræðum með kroppinn á sér. Vandi forsetans felst í því að hann vill líta á fleiri álfakroppa en Hillarý. Þetta þóttust margir vita þótt Bill sjálfúr hafi neitað þessu í lengstu lög. Hann gat hins vegar ekki varist lengur þegar svokallað lífssýni fannst í kjól lærlings sem dvaldi um skeið í Hvíta húsinu. Fátt er merkilegra í seinni tíö en lífssýni þessi. Þau munu flestra meina bót en geta þó komið sér illa ef konur fara seint með kjóla í þvott. Ekki hefur veriö greint frá því opinberlega hvers konar lífssýni þetta var og því ber að fara varlega í allar bolla- leggingar þar um. Clinton hefur átt erfiða tíð undanfarið vegna meints sambands við aðrar konur en eiginkon- una og ekki síst lærlinginn Móniku á bláa kjóln- um. Allt hefiu það snúist til betri vegar eftir að hann viðurkenndi í yfirheyrslu að hafa fitlað lít- illega við lærlinginn. Konan stendur með honum þrátt fyrir hliðarsporið og þjóðin lýsir yfir stuðn- ingi við forseta sinn eftir aö hann ávarpaði hana og baðst velvirðingar á þessu dómgreindarleysi sínu. Fyrirgefningin fæst vegna þess að Clinton er kristinn maður og þjóð hans kristin. Hann víkur af vegi hroka og afneitunar og kemur fram sem auðmjúkur syndari. Ég átti í kynferðissambandi við Móniku, sagði Clinton um leið og hann hét að bæta fyrir vonda hegðun og leita fyrirgefningar Hillarýjar. Það var eins og við manninn mælt. Meirihluti þjóðarinnar lýsti sig þegar ánægðan með ræðu forsetans og yfir 60 prósent sögðust ánægð með frammistöðu hans í starfl. Hvorki Hillarý né Mónika hafa þó tjáð sig um frammistöðu forsetans í því máli sem mestu skiptir, þ.e. á kynferðissviðinu. Það verður þó að draga þá ályktun að Bill sé yfir meðallagi og þurfi trauðla á stinningarlyfjum að halda. Þótt Mónika hafi þráfaldlega vitnað um málið bíður þjóð forsetans enn eftir nánari upp- lýsingum. Þótt blái kjóllinn gefi ákveðnar vís- bendingar vantar söguna sjálfa. Hvað gerðist í leyndarherbergjum Hvíta hússins? Sambandiö var kynferðislegt og óviðurkvæmilegt, að sögn forsetans sjálfs. Hann neitaði þó að greina frá því nánar. Meðan upplýsingar vantar verður því að draga ályktanir af þvi sem gerðist. Með sérstöku tilliti til kristilegs hugarfars forsetans, og raunar bandarisku þjóðarinnar allrar, verður að ganga út frá því sem vísu að trúboðastellingin svokall- aða hafi komið við sögu. Sú aðferð er alkunn þótt hún þyki ekki ýkja frumleg. Hver svo sem aðferðin var hefur forsetinn styrkt stöðu sína. Það er fyrir mestu. Dagfari Stuttar fréttir i>v Villandi Geir Haarde fjármálaráð- herra segir að það sé villandi að halda því fram að skatt- byrði bama- fólks með með- allaun hafi auk- ist. Þeir útreikningar gefi ekki tilefni til þess að breyta skatta- reglum. Bylgjan sagöi frá. Margir í vi&skipti Metaðsókn er nú í nám á sviöi viðskipta- og rekstrarfræða. Þó nýr viðskiptaháskóli taki til starfa nú í haust eykst aðsókn í flestra aðra skóla sem bjóða upp á nám í þessu sviði. Aöeins í Há- skóla íslands er örlítið minni að- sókn í viðskiptafræðinám en undanfarin ár. RÚV sagði frá. Vinglar í leiðara norska sjávarútvegs- blaðsins Fiskaren í gær era ís- lensk stjórnvöld harðlega gagn- rýnd fyrir vingulshátt í hval- veiðimálum sem sagður er hafa komið íslendingum í vonlausa aðstöðu í þessum málaflokk. Að þau taki við Keikó sé nýjasta dæmið. Ekki einkaleyfi í skoðanakönnun meðal not- enda Netmiðilsins Vísis undan- fama viku kemur fram að meiri- hluti þeirra vill ekki veita einum aðila einkaleyfi á gagnagrunni á heilbrigðissviði. 46% eru hlynnt því að einkaleyfi verði veitt ein- um aðila en 54% eru andsnúin. 32% afkomubati Hagnaður íslandsbanka á fyrstu sex mán- uðum ársins nam 596 millj- ónum króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður af rekstri bankans 451 milljón króna. Það jafngildir 32% afkomu- bata milli ára. Bankastjóri bank- ans er Valur Valsson. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. Krónan hækkar Allar erlendar myntir hafa lækkað gagnvart íslensku krón- unni frá áramótum, samkvæmt upplýsingum Viðskiptastofú ís- landsbanka og er því spáð að krónan haldist áfram sterk. Þó kann hún að veikjast lítillega á næstu vikum, eins og gerst hefur árlega undanfarin ár, en þó er talið að hún veikist minna í haust en í fyrrahaust. Öflugri skip Nokkrir útgerðarmenn nóta- skipa hafa áhuga á að kaupa öfl- ug skip til kolmunnaveiða en nótaskipin sem fyrir eru eru helst til veikburða til veiðanna. Tiu öflugustu nótaskip flotans eru nú á kolmunnamiðunum fyr- ir austan land og gengur mis- jafnlega. Kolmunnatroll era gríð- arlega stór og krefjast þess aö skipin hafi mikiö vélarafl. Ekkert ákve&ið Enn hefúr engin ákvörðun ver- ið tekin um framtíð Nýja bíó hússins við Lækjargötu sem brann á dögunum. Nauðsynlegar rannsóknir á steypu hafa ekki enn verið gerðar og bíður ákvörð- un um framtíð hússins þeirra. Rannsókn á orsökum brunans er enn ólokiö. Bylgjan sagði frá HB á Skaganum Hagnaður Haraldur Böðv- arssonar hf. fyrstu sex mán- uði ársins 1998 var 253 mkr. samanborið við 208 mkr. á sama tíma í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 239 mkr. og jókst um 130 mkr. eða tæp 120% frá sama tímabili 1997. Fram- kvæmdastjóri HB er Haraldur Sturlaugsson. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.