Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 Fréttir 11 Hvönnin í Vík: lllgresi eða nytjaplanta? DV.Vík: Það er ekki alltaf ávinningur af friðun landsins. í Vík í Mýrdal hefur fremsti hluti Reynisfjalls og fjaran fyrir neðan það verið friðað fyrir beit um alllangt skeið. Eftir að hætt var að beita fjall- ið hefur hvönnin átt auðvelt með að sá sér og er hún nú komin um allar hlíðar. Hún er líka farin að breiða úr sér í fjörunni þar sem landgræðslan og Víkurbúar sáðu mel til að binda sandinn svo hann fyki síður inn í þorpið. Yfir sumartímann eru fjalls- hlíðarnar fagurgrænar á aö lita en um leið og hvönnin sölnar um haustið eru þær eitt moldarflag því hún kæfir allan gróður. Yfir veturinn eru brekkurnar eitt moldarflag. Eldra- fólk segir að áður en hvönnin náði yfirhöndinni hafi brekkurnar verið einar fegurstu blómabrekkur á landinu. Það er spurning hvort hvönnin á eftir að kæfa melinn fyrir framan þorpið svo að sandurinn eigi eftir að gera Víkurbúum óleik á ný í framtíð- inni. Einhverjir hafa reynt að nytja hvönnina og vinna eitthvað úr henni. Kannske Víkurbúar eigi eftir að nýta hvönnina í framtíð- inni til úrvinnslu á einhverju verðmætu og hefta með því út- breiðslu hennar? -NH BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Ekhert Kottín - enginn hvitur sykur! ?'*(\'r<> I* A" 'r< ‘l'í „Eftir að hafa prófað Carbo Lode hleðslu- kolvetni og notað Squeezy gelið í maraþoni erekki aftursnúið" Ingólfur Gissurarson íslandsmeistari í maraþoni 1995, 1996 og 1997 „Úr meðalmennsku á toppinn með orkudrykk frá Leppin“ Leppin sport vörurnar fást um altt land í iþróttavöruverslunum, Hagkaupum/Nýkaupum og líkamsræktarstöðvum. Hvönnin er farin aö breiöa úr sér í fjörunni í Vík. í baksýn sést fjalliö grænt af hvönn. DV-mynd Njöröur Tvær veltur í Norðurárdal Tvær bílveltur urðu með aðeins um 3ja kílómetra millibili á þjóðveg- inum í Norðurárdal í morgun og í nótt. í öðru tilfellinu var ökumaður grunaður um ölvun við akstur en i hinu er talið ljóst að ökumaður hafi sofhað við stýrið. Fyrri veltan varð klukkan héúfttvö í nótt þegar tilkynnt var um slasað- an pilt sem hafði fengið skrámur í andlit og á hendur. Hann var grun- aður um ölvunarakstur. Bíllinn valt fyrst í vegkantinum skammt frá Sveinatungu og fór um 50 metra vegalengd en fór síðan niður 25 metra hátt barð. Mikil mildi er talin að pilturinn skyldi ekki slasast meira því bíllinn var gjörónýtur eft- ir margar veltur. Pilturinn var í bíl- belti. A áttunda tímanum í morgun var annar ökumaður á ferð í Norðurár- dal á suðurleið. Þegar hann var staddur á móts við Fomahvamm sofhaði hann við stýrið, missti bílinn út af veginum vinstra megin og end- aði úti í ræsi. Hann skarst á höfði en náði að koma sér sjálfur á heilsu- gæslustöðina í Borgamesi þar sem gert var að sárum hans. -Ótt - ef þú ætlar að vera í hópi þeirra 300 heppnu sem fá í hendurnar Toyotalykil og þar með möguleika á því að keyra í burtu á þessum glæsilega Toyota Corolla G6 sem sést á myndinni. Til aS vera me3 þarf aSeins a3 fara inn á www.vilir.it á Internetinu, smella á Toyotalykilinn og skrá sig til leiks. Á hádegi 31. ágúst næstkomandi lýkur skráningu og 300 manns ver3a dregnir úr pottinum. 5. september, kl. 13.30, koma þeir sem dregnir ver3a út í DV-húsi3 og fá lykil ad ToyotabifreiS í hendumar. Einn lyklanna gengur a3 trylli- tækinu Toyota Corolla C6 og sá sem þann lykil hefur undir höndum keyrir heim á nýjum og stórglæsilegum bíl! * llla fór fyrir ökumanni sem virti ekki stöövunarmerki í Borgartúninu í gær þar sem unniö var viö viðgerö á götunni. Bílnum var ekiö niöur hjá oddhvassri brún þar sem malbikið haföi verið sagaö. Afleiöingarnar uröu þær aö báöir framhjölbaröar bílsins sprungu. DV-mynd S *Aliar nánari upplýsingar og reglur leiksins er að finna á www.visir.is. Góða skemmtun, brúmm, brúmm. <Jg>TOYOTA www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.