Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 2
I Fréttir Deilurnar í Iðnskólanum: Valdníðsla og embættishroki - segir í bókun skólanefndarmanns um kennaramálið Kennarar í Iðnskólanum vinna nú að því að fá endurráðinn kenn- ara sem gegndi starfi trúnaðar- manns við skólann, sótti um starf í haust en var hafnað. Þeir hafa að undanfórnu setið fundi með skóla- meistara til að freista þess að ná sáttum. Krafa þeirra er að umrædd- ur kennari verði endurráðinn um áramót. Mikil óánægja ríkir meðal kennara skólans vegna þessa máls og fleiri. Hafa margir af 150 manna starfsliði lýst því yflr að þeir geti ekki hugsað sér að starfa við skól- ann öllu lengur við óbreyttar að- stæður. Ræða þeir ýmist um að segja upp um áramót eða í vor. Kennarinn umræddi sótti um starf við tölvubraut skólans. Skóla- meistari sagði við DV í sl. viku að kennarinn hefði kennt prentsmíði og ekki hefði verið hægt að endur- ráða hann þar sem samdráttur hefði orðið í deildinni. Að sögn viðmæl- enda DV kenndi kennarinn aðeins 5 tíma á viku í prentsmíði en hins vegar 18 tíma í tölvufræðum. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði skólanefnd Iönskólans mjög að skólameistara að ráða kennarann á tölvubraut í sumar og haust. Fjórir nýir kennarar voru þá ráðnir til tölvukennslu, allir réttindalausir, en umsókn umrædds kennara var hafnað, eins og áður sagði. Skóla- nefndin hafði því ekki erindi sem erfiði í málinu. Á fundi sem skólanefnd átti með skólameistara, þar sem fjallað var um þetta mál, lagði einn skólanefnd- armanna fram sérstaka bókun. Þar segir: „Með því að hafna Halldóri Haukssyni sem umsækjanda í tölvu- greinum hefur skólanefnd Iðnskól- ans látið draga sig inn í átök milli kennarafélagsins annars vegar og skólayfirvalda hins vegar. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð þar sem valdniðsla og embættishroki hrekja mann úr skólanum vegna trúnaðar- starfa sinna í hagsmunabaráttu kennara." -JSS Skemmdarverk á sumarbústað Mikil skemmdarverk voru unn- in á sumarbústað í Innri-Akranes- hreppi aðfaranótt sunnudags. Ellefu rúður voru mölvaðar í bústaðnum og flest brotið og bramlað innandyra. Þá voru rúð- ur brotnar í traktorsgröfu og traktor sem stóðu fyrir utan bú- staðinn. Nýlega voru einnig unn- in skemmdarverk á íbúðarhúsi á sömu lóð. Lögreglan handtók mann sem sterklega er grunaður um skemmdarverkin. Samkvæmt heimildum DV er það sami aðili og grunaður er um stðrfelld skemmdarverk á tækjum og tólum sem voru í Hvalfjarðargöngum rétt fyrir opnun þeirra í sumar. Harður árekstur Harður árekstur tveggja bíla varð á Bústaðavegi síðdegis í gær. Kona, sem ðk öðrum bílnum, var fiutt á slysadeild með sjukrabíl. Meiösl hennar voru ekki talto al- varleg. Ökumaður og farþegi úr hinum bílnum fundu til tals- verðra eymsla og ætluðu sjálfir á slysadeild. Bílarnir voru fluttir burt með kranabíl. -KR Stúlka á góðum batavegi íslenska stúlkan sem hrint var fram af bru í Lúxemborg og féll um 15 metra 6. september sL er á góðum batavegi, samkvæmt upp- lýsingum frá utanríkísráðuneyt- inu. Stulkan vann sem „au-pair" í Lúxemborg. Hún var á göngu i borginni þegar maöur réðst að henni og hrinti fram af brú. Stúlkan hefur legið á sjukra- húsi í Lúxemborg síðan slysið varð. Hún varð fyrir miklum inn- vortis blæðingum og brotnaði auk þess illa á mjaömagrind. Stúlkan er væntanleg heim í byrjun næstu viku. -RR Davíö Oddsson forsætisráöherra og Halldór Ásgrímsson kynna árangur stjórnarsamstarfsins og markmiö ríkis- stjórnarinnar út kjörtimabiliö. DV-mynd E.ÓI. Formenn ríkisstjórnarflokkanna: Lögðum grundvöll að stöðugleika - sögðu þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgímsson „Það er alveg ljðst að þessi árang- ur, þótt góður sé, er auðvitað brot- hættur. Það verður því að fara með gát og halda vel á spilum. Við erum ekki einir í heiminum og við sjáum hvað er að gerast í Asíulöndum," sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra þegar hann og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra kynntu fjölmiðlum árangur stjórnarsam- starfsins og markmið sin á því stutta þingi sem hefst í dag. Þeir Davíð og Halldór mærðu mjög árangur stjórnarinnar í efna- hagsmálum og samstarfið í ríkis- stjórninni sem þeir sögðu að hefði einkennst af heilindum. Efnahags- stjórnin hefði verið styrk og yrði haldið áfram á næsta fjárlagaári að greiða niður erlendar skuldir þjóð- arinnar. Enn fremur ætti að nota hiö fjárhagslega svigrúm, sem skap- að hefði verið á kjörtímabilinu, til að verja meira fé til heilbrigðis- og menntamála en áður. Aðspurðir hvort þeir stefndu að aframhaldandi stjórnarsamstarfi eftir kosningar tóku þeir því ekki fjarri þótt þeir vikju sér undan því að svara beint. Halldór Ásgrímsson sagði m.a. í því sambandi að Fram- sóknarfiokkurinn myndi leggja á það megináherslu í kosningabarátt- unni fram undan og eftir kosning- arnar að viðhalda þeim stöðugleika í efhahagsmálum sem verið hefur á kjörtímabilinu og byggja á þeim grundvelli sem þessi ríkisstjórn hef- ur lagt. Málefnaskrá vinstra sam- framboðsins væri ávísun á flest annað en stöðugleika. Þá væri það ljóst að sú stefna í varnar- og utan- ríkismálum sem þar kemur fram sé þess eðlis að hún sé tekin að valda verulegum áhyggjum meðal sam- starfsríkjanna í Atlantshafsbanda- laginu. -SÁ Ferliverkin kosta mikið: Naglarnir fjúka fyrir 15 þúsund Átján ára skólastúlka i Breiöholt- inu gekkst fyrir tæplega fjórum árum undir aðgerð vegna mislangra fótleggja. Hún þurfti að liggja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í viku eftir að brotinn fótur hennar hafði verið negldur. Nú hefur sjúkrahúsið boð- að stúlkuna í aögerð 15. október þar sem naglar verða fjarlægðir. Verkið kostar hana 15 þúsund krónur, sem er mikið fé í hennar augum. DV greindi í gær frá því að svokölluð ferliverk, læknisverk unnin á fólki sem kemur á spítala utan úr bæ, kosti sum hver mikla peninga. Svo er í þessu tilviki. Regl- ur um hvað greiða skal og hvað ekki eru á reiki og handahófskennd- ar, og þessi aðgerð er ein þeirra sem borga skal fyrir. Una Árnadóttir, móðir stúlkunn- ar, sagði í gær í samtali við DV að hún ætti bágt með að skilja það mikla handahóf sem er á þessum málum í heilbrigðiskerfinu. Hún bendir á að ef stúlkan væri lögð inn á sjúkrahús, sem mundi kosta rikið mun meira fé, þá fengi hún allt frítt, svæfinguna, aðgerðina, leguna og fæðið. En af því hún mætir snemma dags þann 15. október, og fer aftur heim um kvöldið, þá skal hún greiða fyrir aðgerðina. Una spurði hvort nokkur skildi röksemdafærsl- una sem liggur að baki. -JBP FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Stuttar fréttir Bíótekjur Tekjur eru að minnsta kosti 500 milljónir á ári og hver króna í Kvikmyndasjóö skilar sér fimm- falt til baka, seg- ir í frétt frá Þor- fmni Ómars- syni, fram- kvæmdasrjóra Kvikmyndasjóðs, og vitnar hann í nýja skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans sem gerð var fyrir Afl- vaka. Góðir ostar íslendingar hlutu mörg verðlaun í danskri keppni um góðar mjólk- urafurðir í fyrri viku. íslenskar mjólkurvörur hlutu 66 verðlaun alls, 11 gull, 33 silfur og 22 brons. Samiö á Hrafnistu Vinnustaðasamningar við hjukr- unarfræðinga á dvalarheimilunum Hrafnistu í Hafnarflröi og Sunnu- hlíð í Kópavogi tókust í gærkvöld. Sjö af níu hjúkrunarfræðingum í Sunnuhlíð og 17 af 20 á Hrafnistu höfðu sagt upp og hefðu hætt í dag ef ekki hefði samist. 70% í skatt Stjórnendur Technopromexport hafa svarað bréfi forstjóra Lands- virkjunar um launamál rússneskra starfsmanna við Búrfellslínu. í því segir að Rússum sé bannað með lögum að eiga erlenda bankareikn- inga og þvi verði laun þeirra ekki greidd i bönkum hér á landi. Þá verði'Íaunin einnig sköttuð, bæði hér og i Rússlandi og 70% fari í skatta af þeim ástæðum. Gufurafmagn í dag verður byrjað aö selja raf- orku frá annarri véla- samstæðu nýrr- ar gufuaflsvirkj- unar á Nesja- völlum. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitu- stofnana borgarinnar, segir að virkjunin hafi kostað 800 milljón- um minna en gert var ráð fyrir. Minna verslaö Dagur segir minna verslað í helgarferðum til erlendra borga en áður. Helgarferðirnar eru meira í afþreyingarskyni og sífellt er al- gengara aö starfsfólk fyrirtækja haldi árshátíðir sínar erlendis. Umsvif i Færeyjum Bónus hyggst opna þriðju versl- un sína í Færeyjum. íslenskir eig- endur Bónuss, feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jðhannes- son, hafa keypt færeyskan meðeig- anda út úr rekstrinum, að sögn Viðskiptablaðsins. Árni að snúa aftur Dagur segir að Árni Gunnars- son, forsrjóri Heilsustofhunar NLFÍ í Hveragerði og fyrrverandi alþing- ismaður og fréttamaður, sé aftur á leið í pðlirik og bjóði sig fram í Suð- urlandskjördæmi. Lokað til áramóta Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga verður lokað frá 20. október til áramóta ef boðuð skerð- ing afgangsorku Landsvirkjunar til verksmiðjunnar verður að veru- leika. Hagkvæmara er að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum og loka tímabundið heldur en að keyra hana á hálfu afii. Morgun- blaðið sagði frá. Alþingi sett Alþingi verður sett í dag hefðbundnum hætti. Fjárlaga- frumvarp verð- ur lagt fram og forsætisráð- herra flytur stefnuræðu sína. Umræður verða um hana á þing- fundi í kvöld. með -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.