Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 17
FMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Vasapeningar barna og unglinga: hagsýni 17 Uppeldi hjá Pétri Margir foreldrar eiga erfitt með að ákveða hvort og hversu mikið börn þeirra eiga að fá í vasapen- inga. Sumir eiga líka erfitt með að halda uppi aga og fá börnin til að hlýða. Pétur Blöndal þingmaður notar eftirfarandi aðferðir til að kenna börnum hlýðni og gildi pen- inga. „Aðferðir mínar felast í því að í stað þess að banna börnum eitt- hvað á að lokka þau til þess að gera það, þ.e. vera strangur á jákvæðan hátt en ekki neikvæðan," segir Pét- ur um inntak uppeldisaðferða sinna sem hann notar við uppeldi á Bald- ri, níu ára gömlum syni sínum. Hvatning á morgnana Baldur, sonur Péturs, fær 200 krónur á viku í vasapeninga en getur unnið sér inn peningaverðlaun í viðbót J með því að leysa ýmis verk efni. „í fyrravetur fékk hann t.d. ákveðna upphæð á morgnana ef hann gat klætt sig á inn- an við tíu mínút- um. Það virkaði mjög vel enda héld- um við vel utan um þetta verkefni hans. Eft- irfjórar vikur var hann svo sjálfur farinn að klæða sig og búa um rúmið á hverj- um degi." Mikið álag hvílir oft á foreldrum sem þurfa að hlaupa á milli her- bergja á morgnana til þess að vekja börnin sem vilja kúra lengur. En Pétur kann ráð við því. „Sonur minn fékk tíu krðnur fyrir að ná að slökkva á vekjaraklukkunni sinni á undan mér. Síðan fékk hann 20 krónur fyrir að klæða sig á i n n a n við tíu mínútum." Baldur getur því unnið sér inn 30 krónur á morgni eða 210 krónur á viku og þar með rúmlega tvöfaldað vasapeningana sína. Þessar reglur voru allar samdar í samráði við Baldur sjálfan. Virkt aðhald Enn eitt dæmið um árangur af aðferð Péturs var að hann bauð syni sínum að æfa sig í 20 mínútur samfleytt á hverju kvöldi að halda rétt á blýanti í stað þess að nota alla hendina við að skrifa eins og sumum börnum er tamt Feðgarnir tóku verkefnið alvarlega því Baldur lagði sig fram um að halda rétt á blýantinum. Ef honum varð á í messunni tapaði hann tíu krónum af þessum þrjátíu krónum. „Þetta gekk mjög vel og var jákvætt fyrir hann því hann græddi alltaf á þessu. Kúnstin er því sú að fá krakkana til að gera eitthvað gegn einhverri umbun, t.d. að þau fái að horfa á ákveðinn þátt í sjónvarpinu sem þau gera jafnvel hvort sem er," Unglingar fjár- frekir Pétur Blöndal telur þörf á að kenna börnum að fara með peninga. Að mati Péturs eykst vand- inn við vasapeningana mikið þegar börnin komast á unglingsaldur og fjár- þörfm verður meiri. „Að- alvandinn við að ákveða upphæð vasapeninga er þegar um vasapeninga unglinga er að ræða. Eiga þeir að vera 10.000 krónur eða 500 krón- ur á viku? Pétur tel- ur hærri upphæð- ina vera alltof háa. Hann telur einnig rétt að krakkar noti þá peninga sem þeir vinna sér inn á sumrin og nýti þá sem vasapeninga fram eftir vetri. „Mér finnst vanta ákveðna umræðu um ung- lingana. Það er stundum eins og unglingarnir hafi miklu meiri fjár- ráð en foreldrarnir því foreldrarnir leyfa sjálfum sér ekki sama munað og þeir leyfa unglingunum sínum." Pétur veltir einnig þeirri spurningu upp hvað börnin eiga að kaupa fyrir vasapeningana: Eiga peningarnir að fara í sælgæti. bíó, föt eða jafnvel nesti og strætókort? Reglur um vasapeninga Pétur telur nokkuð skorta á al- menna umræðu um vasapeninga barna og unglinga. Foreldrar hafl engar fyrirmyndir í þessum efnum og viti því ekki hvað sé hæfileg upp- hæð á viku eða hvað sé of mikið. „Málið er það að þegar krakkar fá vasapeninga eiga þeir sjálfir að kaupa sér ákveðna hluti, t.d. sæl- gæti eða fara í bíó. Með því að setja nokkra hluti inn í vasapeningana læra krakkar að velja og hafna því það er ekki hægt að gera allt fyrir vasapeningana." Pétur hefur haft þá stefnu að gefa börnum sinum vasapeninga frá um fjögurra ára aldri. í fyrstu á upp- hæðin að vera lítil, t.d. 50 krónur á viku, en eykst svo með árunum. „Foreldrar eru örugglega á mjög mismunandi skoðunum um hvenær hæfilegt sé að fara að gefa börnum vasapeninga. Sumir gefa jafnvel aldrei vasapeninga og telja þá leiða til peningahyggju. En þá er greitt fyrir t.d. hverja bíóferð sem leiðir til þess að börnin nauða stöðugt. Ég tel hins vegar að það sé nauðsynlegt fyrir börn að læra að fara með pen- inga. En það gildir um þessar reglur eins og aðrar að það verður að fara eftir þeim," segir Pétur Blöndal að lokum. -GLM Veturinn er á næsta leiti og því eru væntan- lega margir búnir að dusta rykið af vetraryfir- höfnum og öðrum flíkum sem lágu inni í skáp í sumar. Þeir sem hyggjast láta fagmenn hreinsa flíkur sínar ættu að hafa í huga mismunandi verð og þjónustu fatahreinsana. Neytendasíðan kannaði hvað kostar að hreinsa fimm flíkur: jakkaföt, skyrtu, síða ullarkápu og heila lopa- peysu, í tíu fatahreinsunum á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirtækin sem könnuð voru eru: Fatahreins- un Kópavogs, Fönn, Hreinn, Kjóll og hvítt, Fata- hreinsunin Nóatúni, Glitra, Holtshraðhreinsun, Hraði, Nýja efnalaugin og Hvíta húsið. Svo virðist sem meðferðin á flikunum sé í flest- um tilfellum svipuð. Fyrst er leitað að blettum og þeim náð úr með viðeigandi efnum, síðan er flík in hreinsuð (oft- ast þurr- hreinsuð) og síðan g u f u - pressuð ef hún hefur komið al- veg hrein úr hreins- uninni, annars er flíkin hreinsuð aftur. Bið t í m i eft- ir flíkunum var mislangur eftir fyrirtækjum. Flestir voru tilbúnir að afhenda fötin samdægurs ef mik- ið lá við en annars var biðtíminn misjafn. Hjá Fatahreinsun Kópavogs, Kjól og hvítu, Nýju efna- lauginni og Holtshreinsun máttu viðskiptavinir búast við um eins dags bið eða minni. Hjá Hvíta húsinu, Hreini, Nóatúni, Glitru og Hraða var bið- in að meðaltali 11/2 dagur. Hjá Fönn var biðtím- inn hins vegar að meðaltali þrír dagar. Af þeim stöðum sem kannaðir voru reyndist Verðkönnun á fatahreinsunum: Hrein og fín í vetur ódýrast að hreinsa ullarkápu, lopapeysu, jakkaföt og skyrtu saman í Holtshreinsun á 2955 krónur. Þar á eftir kom Hvíta hús- ið með sama pakka á 2960 krónur. Fata- hreinsunin Nóatúní, Hraði, Fatahreinsun Kópavogs, Hreinn, Glitra og Kjóll og hvítt buðu síðan hreinsun á þessum flíkum á 3000-3060 krónur. Lestina ráku svo Fönn, sem hreinsar áðurtaldar flíkur fyrir 3210 krónur, og Nýja efnalaugin sem hreinsar flíkurn- J*?ar • ódýrast 'saogskyrta- ul'arkápa,jakkaföt,/0pa^y. Holtshfao- hrelnsun Hvíta húsl6 nvftt F°nn eftialaugln ar fyrir 3525 krónur. Þjónusta fatahreinsananna er talsvert mismun- andi. Á öllum stöðunum, nema hjá Fatahreinsun- inni Nóatúni, Nýju efnalauginni og Hraða, eru festar tölur sem losna við hreinsunina. Hjá Kjóli og hvítu og Glitru er sérstaklega tekið fram að gert sé við fald, t.d. á kápu, sem losnar við hreins- un. -GLM Veturinn er á næsta leiti og því rétt að hafa jakkafötin hrein og strokin fyrir komandi árshá- tíðir og önnur veisluhöld. Of salt í súpur og pottrétti er best að setja nokkrar sneiðar af hráum kartöflum sem hent er að lokinni eldun. Þá hafa kartöflurnar sog- ið í sig saltið. Annað ráð í sömu rétti er að setja sína hvora skeiðina af epla- ediki og sykri út í eða að bæta bara sykri út í. Brakandi morgunkorn Herða má deigt morgunkorn og kex með því að setja það á bökunarpappír og setja i ofn í nokkrar mínútur. Ef kartöfluflögurnar tapa ferskleika sínum er gott að setja þær undir ofnagrillið í smá- stund. Gætið þess aö brenna þær ekki. Niður- sneiddir ávextir Veltið nýsöxuðum ávöxtum upp úr sltrónusafa, þá heldur hann lit sínum. Safi hálfrar sítrónu nægir fyrir 1/4-1/2 ávöxt. Einnig má dýfa ávöxtun- um í holla af sykurlegi sem er soðinn saman úr sykri og vatni (til helminga). Gömul raftæki Til að losna við gula slikju af hvítum heimilistækjum má reyna eftirfarandi: Blandið sam- an: 1/2 bolla af bleikiefni, 1/4 bolla af matarsóta og 4 bollum af heitu vatni. Berið á með svampi og látið bíöa í 10 mínútur. Skolið síðan og þurrkið vel. í staðinn fyrir bón má nota sótthreinsunarspritt til að fægja hluti. Einnig má mota blöndu af vatni og ammoníaki til þess eða einfaldlega sódavatn. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.