Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Spuriúngin Hvaða hlut langar þig mest til að eignast? I__L__aÉ Guðjón Smári Guðmundsson, vinnur á Múlalundi: Heimabíó. Inga Dóra Guðmundsdóttir rit- ari: Mig langar mest í kærastann minn. Lesendur Ragnar Bergsson, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg: Nýjan bíl. Sigrún Óskarsdóttir hjúkrunar- fræðingur: Örbylgjuofn. Ragnar Jónsson, opinber starfs- maður: Tölvu. Nýr varnarsamn ingur 2001 Skarphéðinn Einarsson skrifar: Árið 2001 rennur út samkomulag um varnarmál milli Bandaríkjanna og íslendinga. Þessi mál hafa verið til umfjöllunar vegna nýs srjórn- málaafls sem stofnað hefur verið hér. Það er vitað mál að hlutverki varnarliðsins hér á landi í núver- andi mynd er lokið. Bandaríkja- menn vilja breytingar og mikinn sparnað í flotastöðinni á Keflavík- urflugvelli. Almenningur í Banda- rikjunum svo og þarlendir þing- menn hafa haft uppi kröfur á þingi um sparnað og lokanir i herstöðv- um erlendis. Herinn skapar mikla vinnu heima fyrir i hinum ýmsu smábæjum í nágrenni herstöðv- anna, líkt og hér á landi. Ég held að nýtt fyrirkomulag, líkt og gilti frá 1946-1951, samkvæmt Keflavíkursamningnum, verði besta lausnin fyrir íslendinga, og þá atvinnumál á Suðurnesjum. ís- lenskt félag í eigu ríkisins eins og t.d. Ratsjárstofnun, sjái um rekstur og viðhald mannvirkja á Vellinum. Þar myndu skapast um 1200 störf til frambúðar. Um 200 manna lið sér- fræðinga frá hernum sæi svo um málefni hernaðarlegs eðlis (t.d. við- komandi flughernum). íslenskum stjórnvöldum ber sið- ferðileg skylda til að viðhalda nú- verandi eða svipuðu atvinnuá- standi á flugvellinum. Þar kemur til að margt fólk hefur sest að á Suðurnesjum og byggt mikið. En Við aðild okkar að NATO veröur ekki hróflað næstu áratugina, fullyröir Skarphéðinn. - Þátttaka okkar íslendinga í formi verktöku er öllum til hags- bóta. Malbikunarframkvæmdir á Vellinum. núverandi þróun, að fækka ís- lensku verkafólki jafnt og þétt, brotthvarf íslenskra aðalverktaka af Vellinum árið 2001 og fleira í þeim dúr, mun skaða hag þessa fólks. Bandarískir hermenn og hús- mæður, konur þeirra t.d., vinna nú ótal störf sem íslensku verkafólki ber. Þetta ættu þeir þingmenn sem bjóða sig fram í Reykjaneskjör- dæmi að hafa í huga og gefa skýr svör um áform í atvinnumálum á Keflavíkurflugvelli næsta áratug eða svo. Aðild okkar að NATO er svo hornsteinn að utanríkissteöiu okkar, næst á eftir aðildinni að Sameinuðu þjóðunum og við henni verður ekki hróflað næstu ára- tugina. En skipan mála á Keflavík- urflugvelli þarf að breyta og koma í varanlegan og viðunandi farveg. Meiri þátttaka okkar íslendinga í formi verktöku er til mikils sparn- aðar fyrir Bandarikin og þá mun röskun á atvinnumálum á Suður- nesjum ekki valda sársauka fyrir íslenskt verkafólk. Jón Hafberg tollvörður: Nýjan og stóran sportbát. Sameiginlegur óvinur - trillukarlinn Bæring Gunnarsson skrifar: Eftir að hafa lesið grein í DV þar sem vitnað er í Krisrján Ragnarsson hjá LÍÚ vaknar sú spurning hvort sálarástandi hans sé að hraka. - Hann virðist sjá ofsjónum yfir því að einstaka trillukarl virðist geta flakkað milli kerfa og hagnast um tugi milljóna krðna. Hver býður upp á þessa vitleysu, eru það trillusjómenn? Auðvitað ekki, það er æðsta stofhun þjóðar- innar, hið háa Alþingi. Það var stórt gat í nýsettum lögum sem nokkrir voru nógu fljótir að stökkva í. Ég veit ekki hvort þeir menn sem náðu ekki gatinu til að hagnast líkt og hinir, áður en tókst að stoppa í það, hafi orðið fyrir einhverri skerðingu líkt og Kristján talar um varðandi einyrkjana í útgerð. En trillukarlinn skal blæða fyrir mis- tök Alþingis. - Nær væri að Alþingi rétti hlut trillukarlsins (það var jú gat eftir þá ), yki hjá þeim þennan sameiginlega kvóta sem næmi kvóta þessara báta sem skiptu um kerfi. Kristján talar um að trillusjó- menn komi með ónýtan flsk að landi. Víst getur það gerst að fiskur skemmist um borð í trillum. Það eru þó sárafá dæmi um þetta. Eink- um þegar ís er ófáanlegur. Trillusjó- menn kappkosta hins vegar að koma með allan fisk að landi, og undantekningarlaust koma trillu- sjómenn með ferskari fisk að landi en togararnir. Krókaveiðar eiga að vera frjálsar. Það á að gera meira fyrir trillusjó- menn en hingað til. - Annars er það skondnast í þessari umræðu að Sævar Gunnarsson, form. Sjó- mannasambandsins, og Kristján Ragnarsson hafa loks fundið sér sameiginlegan óvin. Trillukarlinn. Hraðbankavöntun tilfinnanleg Inga skrifar: Ég rak mig á það í dýrðlegu ferða- lagi um Strandir og Dali að í okkar plastkortasamfélagi gengur ekki að stinga debetkortinu upp í alla sem greiðslu fyrir veitta þjónustu. Ég stóð því uppi á miðjum sunnudegi með óhreyfða innistæðu á kortinu en skotsilfurslaus og skuldug. Næsti þéttbýhsstaður var Búðardalur. Símaskráin fuUyrti að Búnaðar- bankinn væri þar og fór ég þangað í von um hraðbanka á staðnum. Yfirmaður í Dalakjöri sagði því miður slíkt verkfæri ekki þar og fengist ekki, þrátt fyrir ítrekuð til- mæli. Hann leysti því vanda minn QJÍP9JM Þiónusta allan sólarhringii Hraðbanka vantar í dreifbýliö - og bankaafgreiðslu í miðborginni fyrir peningaskipti. i sima ÍO 5000 kl. 14 og 16 og sendi ég honum kærar þakkir fyrir elskulegheit og hjálpsemi. Þar sem Dalamenn ætla nú að bæta Eiríki rauða við túrista-að- dráttaraflið, ættu forráðamenn Bún- aðarbankans að taka rögg á sig og setja hraðbanka í Dalakjör og hafa hann opinn, t.d. allar helgar. Ég trúi ekki að ég sé eini aulinn sem fer á flakk treystandi á debetkort, og ekki víst að allir verslunar- og sjoppustjórar séu eins hjálplegir og Dalakjörs-maður- inn. Þegar ég sagði frá hraðbanka- leysi í þéttbýlis- kjörnum var mér sagt að líta til er- lendra túrista um helgi í Reykjavík. Hafi menn gleymt að skipta gjaldeyri sínum eða leysa út ferðaávísun fyrir kl. 16 á föstudegi, gætu menn hlaupið upp og niður Lauga- veg og hringsólað allan miðbæinn, án þess að finna nokkurn stað sem skipti peningum. Þrautalendingin væri Hótel Borg í miðbænum, leigu- bíll eða önnur stórhótel sem björg- uðu málunum. - Ef svo er, þá fer menningarborgarstimpillinn fyrir lítið. Arásarmenn verði frelsissviptir Ingi Guðmundsson hringdi: Það fer nú að verða álitamál hvort hægt sé að bjóða okkur höfuðborgar- búum að ganga án lögreglufylgdar um miðborgina að kvöld- og nætur- lagi. Eftir óhugnanlegar fréttir í tvígang með þriggja daga milhbiU um Ukamsárásir í raiðborginni þar sem fórnarlömb eru skilin eftír í dauðadái verður að krefjast þess að löggæsla sé stöðug í þessum borgar- hluta frá kvöldi til morguns. Ég skil ekki hvernig réttarkerfið Uður það að ofstopamenn þeir sem handteknir eru og reynast sekir, eru ekki svipt- ir frelsi til lengri tima. ÁUtamál virð- ist í hvert sinn hvort krefjast eigi gæsluvarðhalds. Ekkert annað en frelsissvipting er svar við þessum auknu líkamsárásum á borgarana. Skákmenn stóðust ekki dagpeningana HaUgrimur Hallgrímsson hringdi: Nú er skáksveit íslendinga farin í austurveg þar sem þeim verður búin móttaka að mafíósasið. En staðreynd er að margar vestrænar þjóðir, t.d. Danir, treystu sér ekki tU að þiggja svo lágkúrulegt boð sem forseti Kal- mykíu í Rússlandi sendi út í krafti þess að vera núverandi forseti Al- þjóða skáksambandsins. En íslenskir skákmenn stóðust ekki, fremur en aðrir fjöUarendur héðan á fundi og ráðstemur erlendis, mátið þegar dag- peningar fyrir marga daga eru í boði. Ég tel sem sé dagpeningagreiðslur vera aðalbeituna fyrir forina tU Kal- mykiu, ekki skákáhuga. Ég tek und- ir með leiðara DV í dag (29. sept.) - þetta eru menn lítiUa sanda og sæva - Ráðherrar og menningarfuUtrúar íslands: verið nú tUbúnir að taka veglega á móti skákhðinu er það kemur tU baka. Þið skrifuðuð upp á dagpeningagreiðslurnar. Stjórnarkreppa í Þýskalandi Aðalsteinn hringdi: Það verður fróðlegt að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum sem senn fara fram í Þýskalandi. Sigur- vegarinn, jafhaðarmenn, verða nú að glíma við það erfiða verkefhi að kljást við fuUtrúa Græningja. Sá orðrómur hefúr verið á kreiki að ut- anríkisráðherra Þýskalands muni koma úr hópi Græningja. Verði það niðurstaðan er Þýskaland ekki leng- ur oröið forysturíki í Evrópu, svo miklu máli skiptir embætti utanrík- isráðherra Þýskalands fyrir framþró- un í álfunni. Ég er þeirrar skoðunar að í Þýskalandi sé fram undan stjórnarkreppa sem ekki er séð fyrir endanná. Skinnaiðnaðurinn kastar út fólki Akureyringur hringdi: Maður hneykslast á að lesa um- mæU framkvæmdastjóra Skinnaiðn- aðar hf. sem hefur ákveðið að segja upp 30 starfsmönnum. Sérstaklega þegar tekið er fram að þeir hjá Skinnaiðnaði hf. þurfi að laga sig að erfiðleikum og breyta örUtið til í vinnslunni, þannig að þeir nái að draga úr, án þess að lykilstörf séu í hættu. Þeir eru náttúrlega ekki í „lykUstörfum" sem kasta á út á næst- unni úr vinnslu Skinnaiðnaðar hf. Ég sé ekki betur en að Akureyri detti aftur niöur í svipað atvinnuleysi og hér var fyrir örfáum árum. Flutning- ur héðan er eina úrræði þeirra sem bætast við atvinnuleysishópinn héð- anaf. Prófkjör hjá okkur jafnaðarmönnum Allihringdi: Ég er einn þeirra sem ætla að kjósa hinn nyja flokk jafhaðar- manna. Ég tek ekki annað í mál en að hjá okkur jafhaðarmönnum verði viðhaft prófkjör, a.m.k. í fjölmenn- ustu kjördæmunum hér sunnan- lands, í Reykjavík, á Reykjanesi og á Suðurlandi. Þetta verður líka affara- sæUa fyrir okkur öU en uppstiUing á lista með Ulvíg eftirköst miUi fram- bjóöenda. T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.